Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Spor í sandi nefnist viðamikil yf-
irlitssýning á verkum Sigurjóns
Ólafssonar myndhöggvara (1908-
1982) sem opnuð verður kl. 18 í dag
í Listasafni Íslands. Sýningin er
annars í tveimur söfnum því hluti
hennar verður opnaður á morgun,
laugardag, í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar á Laugarnesi. Listasafn
Sigurjóns var gefið Listasafni Ís-
lands árið 2012 og er nú deild innan
þess. Sýningarstjórar eru Birgitta
Spur og Æsa Sigurjónsdóttir.
Á yfirlitssýningunni í söfnunum
tveimur getur að líta 90 verk Sig-
urjóns og sýna þau glögglega hvern-
ig hann samhæfði á mjög persónu-
legan hátt klassíska skólun sína við
framúrstefnur 20. aldar. Jafnframt
veita verkin innsýn inn í fjölþættar
vinnuaðferðir listamannsins og sýna
þekkingu hans á ólíkum birting-
arformum höggmyndalistarinnar.
Það var nefnilega sama hvort Sig-
urjón vann klassíska andlitsmynd í
leir eða brons, stóra veggfleti í al-
mannarými, eða spann af fingrum
fram frjálsa skúlptúra, innsæi hans
og skilningur á áhrifum verksins í
rýminu var ætíð í forgrunni.
Skömmu fyrir andlát sitt gerði
Sigurjón skúlptur úr tré, sem hann
nefndi „Spor í sandinn“. Heiti sýn-
ingarinnar er sótt í þetta verk en í
því má finna tilvistarlegar dýptir og
ákveðna formræna niðurstöðu, en
einnig endurtekin stef sem minna á
trúnað Sigurjóns við efnið sem hann
vann í hverju sinni.
Benda á tengingar
Æviverk Sigurjóns skiptist land-
fræðilega og í tíma milli tveggja
þjóða, Danmerkur og Íslands. Í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
verða sýnd valin verk frá náms-
árunum í Kaupmannahöfn, 1928-35,
en í Listasafni Íslands verða lyk-
ilverk frá árunum 1936 til 1982.
„Æviverk Sigurjóns er mjög mik-
ið að vöxtum og verkin ólík,“ segir
Birgitta, ekkja listamannsins sem er
annar sýningarstjórinn. „Ein grunn-
hugsunin að baki sýningunni kvikn-
aði árið 2010, þegar við unnum að
sýningu um Sigurjón og súrrealism-
ann. Mér datt þá í hug að auðvelda
fólki að sjá slíkar tengingar milli
yngri verkanna og þeirra eldri, og
umhverfisins sem hann þroskaðist í,
í Danmörku. Þá var mikið grósku-
tímabil í danskri myndlist. Sigurjón
var fljótur að meðtaka nýjar hug-
myndir og fór að gera tilraunir
strax í skólanum.“
Æsa þekkir vel til verka Sig-
urjóns og hefur unnið að ýmsum
verkefnum með Birgittu á vegum
safnsins. „Ég er fyrst og fremst að
skoða listsögulegt samhengi verka
Sigurjóns,“ segir hún. „Það er frá-
bært að fá að taka þátt í þessu verk-
efni og mikilvægt að ráðist sé í það
núna. Mikið er verið að endurskoða
módernismann á alþjóðlega vísu og
nauðsynlegt að íslenskir listfræð-
ingar sem og myndlistarunnendur
hér fái að taka þátt í því. Með þess-
ari sýningu er verið að skoða aftur
hina módernísku höggmyndalist
okkar og sjá hana í sínu samhengi.“
Portrett í heilum sal
Húsnæði Listasafns Sigurjóns er
það lítið að ekki hefur verið unnt að
setja þar upp jafnviðamikla sýningu
og þessa sem nú verður opnuð.
„Portrettið er til að mynda ein mik-
ilvæg grein af listsköpun hans og
okkur þykir vænt um að geta sýnt
úrval þeirra í heilum sal. Sigurjón
beitti margvíslegum aðferðum við
portrettgerðina, eins og sjá má,“
segir Birgitta. Sigurjón lærði klass-
íska höggmyndagerð í Kaupmanna-
höfn og þegar á námsárum sínum
braust hann út úr viðjum hinnar
akademísku hefðar og gerði til-
raunir með efni og form.
Í Danmörku vann hann mikilvæg
tímamótaverk undir formerkjum
módernismans, sem þar í landi
tryggðu honum sess meðal þeirra
myndhöggvara af yngri kynslóð,
sem mestar vonir voru bundnar við.
Verk hans vöktu í senn athygli, að-
dáun og gagnrýni og hann hlaut sér-
staka viðurkenningu fyrir andlits-
myndir sínar. Sigurjón tók þátt í
helstu sýningum framsækinna lista-
manna, svo sem Linien 1937, Skand-
inaverne 1939 og Tjaldsýningunni:
13 Kunstnere i Telt 1941. Fyrri
hluti listferils hans er því samofinn
sögu danskrar framúrstefnu á
fjórða áratug síðustu aldar. Til að
skýra þessi tengsl hafa verið fengin
að láni verk frá dönskum söfnum
eftir nokkra félaga hans á þeim
tíma.
„Æviverkið er mikið að vöxtum“
Viðamikil yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar opnuð Sett upp í Listasafni Íslands og
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Æviverkið skiptist landfræðilega og í tíma milli tveggja þjóða
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Skáldið Listamaðurinn Sigurjón Ólafsson gerði fjölda mannamynda á ferli
sínum. Hér er hann að móta andlitið á Gunnari Gunnarssyni rithöfundi.
Morgunblaðið/Eggert
Fróðar Sýningarstjórar nýrrar yfirlitssýningar á verkum Sigurjóns Ólafssonar eru Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir.
Andóf er önnur bókin í Af-brigðis-þríleik VeronicuRoth um unglingsstúlk-una Beatrice, eða Trish
þar sem sögusviðið er heldur kald-
ranaleg Chicago-borg í Bandaríkj-
unum í framtíðinni. Í fyrstu bók-
inni, Afbrigði, valdi Trish sér eitt af
þeim fimm fylkjum sem samfélag-
inu er skipt upp í. Hvert þeirra
táknar tiltekin lífsgildi og allir 16
ára unglingar þurfa að gangast
undir þetta val. Hún upplifir það á
nokkuð annan hátt en allflestir, þar
sem hún er svo-
kallað afbrigði
sem á heima í
fleiri en einu
fylki (og er býsna
sjaldgæft) og var
henni gert að
halda því leyndu.
Þrátt fyrir að
þetta fylkjakerfi
eigi í orði að vera
hið fullkomna samfélag, þar sem
fólk nýtur sín á eigin forsendum
eftir því hvar styrkleikar þess
liggja, hefur það verulega bresti.
M.a. að sum fylki telja sig hærra
skrifuð en önnur, fara að seilast til
valda og svífast þar einskis.
Í lok fyrstu bókarinnar komu
brestir í fylkjakerfið eftir upplausn
og átök og í byrjun annarrar bók-
arinnar er haldið áfram þar sem frá
var horfið í þessari kaldranalegu
heimsmynd. Að hefja lestur Andófs
er svolítið eins og að byrja inni í
miðri bíómynd, það þarf að spóla
aðeins til baka (fletta fyrstu bók-
inni) til að átta sig á því hvað er um
að vera. Þannig að þetta er hrein og
klár framhaldssaga og þeir sem
ekki hafa lesið Afbrigði hafa líklega
talsvert minna gaman af henni en
þeir sem það hafa gert. Í fyrstu er
bókin nokkuð ruglingsleg en síðan
taka línur að skýrast, leyndarmálin
afhjúpast eitt af öðru og önnur
verða til. Það sem virðist einfalt er
flókið, og öfugt, og allskonar
óvæntir þræðir spinnast saman og
er það á köflum nokkuð vel gert.
Persónurnar eru dregnar skýrari
dráttum en áður og þetta er öðrum
þræði þroskasaga Trish þar sem
hún lærir að meta sérstöðu sína og
nýta sér hana. Ástarsaga hennar og
Fjarka/Tobiasar er undirliggjandi
og eins og í fyrstu bókinni er tals-
vert um blóðug átök, óvægið og á
köflum óþarft ofbeldi, svik og
spennu, en hér er undirtónninn
talsvert myrkari og grimmari. Að
lesa Afbrigðis-bækurnar er eig-
inlega eins og að horfa á spennu-
mynd, enda kom fyrsta bókin afar
vel út á hvíta tjaldinu og Andóf er
væntanleg þangað á næsta ári.
Í heildina er bókin hin ágætasta,
sagan rennur vel áfram en stundum
er einum of mikið að gerast í einu
og hún verður nokkuð ruglingsleg á
köflum. Svo er þýðing Magneu J.
Matthíasdóttur fín og flýtur ágæt-
lega áfram.
Þetta er auðvitað skyldulesning
fyrir þá sem lásu Afbrigði og alla
aðra sem hafa unun af svokölluðum
dystópíusögum, en aðrar slíkar
bækur eru t.d. Hungurleikabæk-
urnar og Múrinn eftir Sif Sigmars-
dóttur. Í stuttu máli; fínasta lesn-
ing, þó ekki jafn góð og fyrsta
bókin og hún endar á hápunkti
spennandi senu sem mun vænt-
anlega halda áfram í þriðju og síð-
ustu bókinni.
Eins og að horfa á spennumynd
Höfundurinn Veronica Roth.
Skáldsaga
Andóf bbbnn
Eftir: Veronicu Roth, Björt 2014, 494
blaðsíður
ANNA LILJA
ÞÓRISDÓTTIR
BÆKUR