Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Sniglabandið og popp-
kórinn Vocal Project halda tónleika
saman í kvöld kl. 20 í Gamla bíói.
Efnisskrá tónleikanna er byggð á
popplögum úr ýmsum áttum í bland
við lög Sniglabandsins, í nýjum kór-
útsetningum Gunnars Ben, Karls
Olgeirssonar, Þóru Marteinsdóttur
og Matthíasar V. Baldurssonar en
Matthías stjórnar einnig kórnum.
Meðal þeirra popplaga sem flutt
verða á tónleikunum eru nokkur ný
af nálinni, t.d. „Royals“, „Halo“ og
„Somebody that I used to know“ og
lög Sniglabandsins verða svo flutt í
skemmtilegum útsetningum, að
sögn Matthíasar. Sniglabandið mun
leika fullskipað og krydda tónleik-
ana með skondnum uppátækjum
eins og þess er von og vísa og slá á
létta strengi milli laga.
Vítt svið
Tónlistarlega spanna tónleikarn-
ir býsna vítt svið, allt frá einlægri
ættjarðarrómantík yfir í glórulaust
gítarhetjurokk, að sögn Matthíasar
og flutt verða gömul og ný lög í
bland. „Þetta verður blandað, frá
Beyoncé, „Happy“ og svona nú-
tímapoppi yfir í Van Halen og U2,“
segir Matthías. Spurður út í ætt-
jarðarrómantíkina segir Matthías
að eitt Sniglabandslagið falli í þann
flokk, þó ekki sé um klassíska ætt-
jarðarrómantík að ræða.
Vocal Project hefur áður haldið
tónleika með Sniglabandinu, í maí í
fyrra. „Við ákváðum að endurtaka
leikinn núna með svolítið breyttu
sniði. Síðast vorum við bara að
flytja lögin þeirra en núna eru þeir
meira með sem undirleikarar og fá
að fíflast eitthvað,“ segir Matthías.
Úr 12 í 70
Vocal Project var stofnað í des-
ember árið 2010 af Matthíasi og 12
söngvurum. „Kórinn hefur stækkað
jafnt og þétt síðan og í dag eru
meðlimir tæplega 70 og af báðum
kynjum. Áherslur kórsins eru mest-
ar á rytmíska sviðinu, þ.e.a.s. popp,
rokk og dægurlagatónlist, enda
köllum við okkur einnig Poppkór
Íslands,“ segir Matthías. Mikill
metnaður sé í lagavali og útsetn-
ingum sem hann sjái flestar um
sjálfur. „Flestar útsetningar kórs-
ins eru 6-7 radda, sem gerir hljóm-
inn þeim mun stærri,“ segir Matt-
hías.
Frekari upplýsingar um kórinn
má finna á vefsíðu hans, slóðin er
www.vocalproject.is.
Uppgefinn? Matthías bregður á leik á tónleikum Vocal Project og Snigla-
bandsins í fyrra, kórnum til ómældrar gleði. Í kórnum eru 70 söngvarar.
Frá Beyoncé til Van Halen
Vocal Project
heldur tónleika
með Sniglaband-
inu í Gamla bíói
„Á tónleikunum flytjum við sönglög
og dúetta eftir íslensk tónskáld í
yngri kantinum,“ segir Jóhanna Ósk
Valsdóttir mezzósópran um hádeg-
istónleika í Háteigskirkju í dag kl.
12. Með Jóhönnu koma fram Elma
Atladóttir sópran og Bjartur Logi
Guðnason, píanóleikari og organisti.
„Prógrammið hefst á þremur lög-
um eftir Egil Gunnarsson. Þau heita
„Ljóð“ sem er við texta eftir Nínu
Björk Árnadóttur, „Fjórtán ára“ við
ljóð eftir Þórberg Þórðarson og loks
dúett sem nefnist „Tvær systur“ við
ljóð eftir Matthías Jochumsson,“
segir Jóhanna og bendir á að lagið
„Fjórtán ára“ hafi Egill upphaflega
samið fyrir kór og hér sé því um
frumflutning á einsöngsútgáfu lags-
ins að ræða. „Þessi lög Egils eru
geysilega falleg áheyrnar, en býsna
flókin í flutningi, sérstaklega í takt-
legu tilliti,“ segir Jóhanna.
Næst á dagskrá eru fjögur lög
eftir Hauk Tómasson við texta Þór-
arins Eldjárn úr ljóðabókinni
Grannmeti og átvextir. „Haukur
samdi ellefu lög við ljóð Þórarins ár-
ið 2007. Lögin eru fremur einföld og
skemmtileg þannig að textinn fær
að njóta sín, en þetta eru stór-
skemmtilegir textar,“ segir Jó-
hanna, en lögin eru „Veran vera“,
„Kusa kosin, „Hús við götu“ og
„Þvermóður“.
Tónleikunum lýkur á þremur lög-
um eftir Hildigunni Rúnarsdóttur
sem hún samdi við Vísur fyrir vonda
krakka eftir Davíð Þór Jónsson.
„Lögin heita „Haraldur kjúklingur“,
„Skrímslið“ og dúettinn „Vísan um
heilbrigðu hjónin“. Það er mikið
sving í þessum lögum Hildigunnar
og má því segja að tónleikarnir hefj-
ist á lögum í alvarlegri kantinum en
endi með sprelli.“
„Enda með sprelli“
Tríó Jóhanna ÓskValsdóttir mezzósópran, Bjartur Logi Guðnason píanó-
leikari og Elma Atladóttir sópran koma fram í Háteigskirkju í dag.
Íslensk sönglög eftir þrjú tónskáld
Ljósmynd/Sigrún Finnsdóttir
ÍSL TAL L
12
12
12
★ ★ ★ ★ ★
EMPIRE
9,3 - IMDB
93% - Rottentomatoes.com
STANSLAUS SPENNA OG BRJÁLAÐ SKEMMTANAGILDI.
LANGBESTA X-MYNDIN!
T.V. , biovefurinn og s&h
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningarmerktarmeð rauðu.
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
X-MEN 3D Sýnd kl. 5 - 8 - 10:40(P)
VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5 - 8 - 10:40
BAD NEIGHBOURS Sýnd kl. 8 - 10:10
THE OTHER WOMAN Sýnd kl. 5:40
LÁSI LÖGGUBÍLL Sýnd kl. 4
„Meinfyndin og heldur
húmornum alla leið“
T.V. - Bíóvefurinn
★★★
14
„Besta íslenska kvikmynd sögunnar!”
Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
:40
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
GODZILLA KL.3D:5:20-8-10:402D:6-9
GODZILLAVIP2D KL.5:20-8-10:40
WALKOFSHAME KL.5:50-8-10:10
BADNEIGHBOURS KL.5:50-8-10:10
DIVERGENT KL.5:15
TRANSCENDENCE KL.8
CAPTAINAMERICA22D KL.10:40
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
X-MEN:DAYSOFFUTUREPASTKL.3D:5:10-8-10:50
X-MEN:DAYSOFFUTUREPASTKL.2D:10:10
GODZILLA2D KL.5:20-8-10:40
WALKOFSHAME KL.5:50-8
X-MEN:DAYSOFFUTUREPAST3DKL.5:15-8-10:45
WALKOFSHAMEKL.5:50-8-10:10
GODZILLA KL.3D:5:20-8-10:40 2D: 6:50-9:30
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
LOS ANGELES TIMES
CHICAGO SUN TIMES
THE
BATTLE FOR
THESTREET
BEGINS.
SETH ROGEN ZAC EFRON ROSE BYRNE
AKUREYRI
GODZILLA3D KL.5:20-8-10:30
WALKOFSHAME KL.5:50-8-10:10
KEFLAVÍK
X-MEN:DAYSOFFUTUREPAST3DKL.5-8
GODZILLA KL.3D:10:50 2D: 5
VONARSTRÆTI KL.10:10
WALKOFSHAME KL.8
VINSÆLASTA MYNDIN
Í HEIMINUM Í DAG
CHICAGO TRIBUNE
ROGEREBERT.COM
FRÁBÆR GAMANMYND
MEÐ ELIZABETH BANKS
FILM.COM
T.V., BÍÓVEFURINN OG S&H
STANSLAUS SPENNA OG BRJÁLAÐ SKEMMTANAGILDI.
LANGBESTA X-MYNDIN!