Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 43

Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 43
Pappír Spurningar vakna um umgengni við náttúruna. Í tengslum við tónleikhúsverkið Wide Slumber í Tjarnarbíói heldur myndlistarmaðurinn Matt Ceolin sýninguna Somnoptera í kaffihúsi Tjarnarbíós. Ceolin myndskreytti ljóðabókina Wide Slumber for Lepi- dopterists eftir a.rawlings sem Wide Slumber byggir á. Sýningin inniheldur nokkra tugi lítilla pappírsfiðrilda, með áletruðum texta um svefntruflanir, sem hengd eru upp á vegg. „Ceolin vinnur mikið með hugmyndir um gagnvirk verk í náttúrunni; hvernig list hefur áhrif á náttúruna og hvernig dýr og nátt- úruöfl geta haft áhrif á myndlist- arverk hans. Somnoptera end- urspeglar þessar áherslur, en gestum býðst að færa pappírsfiðr- ildin til á veggnum og jafnvel taka þau með sér heim. Það vekur spurn- ingar um hvernig við umgöngumst náttúruna, því ef við tökum og tök- um, þá er ekkert eftir fyrir aðra til að njóta,“ segir í tilkynningu. Færanleg fiðrildi  Somnoptera nefnist sýning Matts Ceolin í kaffihúsi Tjarnarbíós 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Sinfóníu nr. 3 eftir Gustav Mahler undir stjórn finnska hljómsveitarstjór- ans Osmo Vänskä í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 19.30, en tónleikarnir eru hluti af Listahátíð í Reykja- vík. Bandaríska söngkonan Jamie Barton, Vox Fem- inae og Stúlknakór Reykjavíkur taka einnig þátt í þessum viðamikla flutningi á einu helsta meistaraverki Mahlers. Osmo Vänskä er íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur. Hann var aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands 1993-96 og hefur síðan komið og stýrt hljómsveitinni sem gestastjórnandi, við frábærar viðtökur tónleikagesta sem gagnrýnenda. Í viðtali við Morgunblaðið fyrr í þessum mánaði sagði Vänskä það stórkostlegt tækifæri fyrir sig að takast á við tónverk Mahlers sem margir telji stærra en lífið sjálft. „Þessi sinfónía er eins og heilir tónleikar. Hún er eitt af meistaraverkum Mahlers, verk sem er afar gefandi, fyrir áheyrendur sem flytjendur, en vekur jafnframt fjölda spurninga,“ sagði hann og tók fram að hann tæki undir þá lýsingu á verkinu að það væri eins og lífið sjálft. „Í því er margt afar fallegt, og kröftugt, og svo þættir sem við skiljum ekki fyllilega en þurfum engu að síður að meðtaka. Þetta er margbrotið tónverk.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Kraftur Sinfónía nr. 3 eftir Gustav Mahler verður flutt í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, en verkið hefur aðeins einu sinni áður verið flutt á Íslandi. Stjórnandi tónleikanna er Osmo Vänskä, en um einsöng sér Jamie Barton. „Margbrotið tónverk“ Reykjavík Bókmenntaborg og verk- efnið ORT/Orðið tónlist standa fyrir viðburði í Iðnó í kvöld kl. 23.30 sem er á dagskrá Listahátíðar í Reykja- vík. ORT/Orðið tónlist er ljóða- og tónlistardagskrá úr smiðju Smekk- leysu SM þar sem mannsröddin er notuð til að skapa list á mörkum ljóðlistar og tónlistar, að því er fram kemur á vef hátíðarinnar. „Fjölljóð- ahátíðin Orðið tónlist var fyrst hald- in árið 2000 og aftur árið 2006 og vakti mikla athygli. Smekkleysa hélt dagskrá undir merkjum Orðið tón- list í Kraká árið 2013 á vegum ljóða- verkefnisins ORT sem hefur á marg- víslegan hátt kynnt ljóðlist á pólsku og íslensku í báðum löndum und- anfarið ár,“ segir þar. Í kvöld verði endapunktur settur við ORT á Listahátíð í Reykjavík með ORT/ Orðið tónlist-kvöldi og á því gefist einstakt tækifæri til að hlýða á bræðing íslenskrar og pólskrar ljóð- listar. Á meðal þeirra sem koma fram eru Bragi Ólafsson, Ghost- igital, Kira Kira, Kristín Ómars- dóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Miłosz Biedrzycki, Óskar Árni Ósk- arsson, Sigtryggur Baldursson og Wojciech Cichoñ. Í tengslum við viðburðinn hafa Reykjavík Bókmenntaborg og ORT- verkefnið boðið upp á ljóðasmiðju með pólska slammlistamanninum Wojchiech Chichon í aðalsafni Borg- arbókasafns sem hófst í gær og verður haldin aftur í dag kl. 15. Á henni gefst fólki kostur á að kynnast ljóðaslammi og sviðsflutningi ljóða og fá þátttakendur kennslu í und- irstöðuatriðum ritlistar, samhliða þjálfun í sviðsframkomu, radd- og líkamstjáningu og tækifæri til að flytja sín eigin hugverk á sviði ef þeir vilja. Smiðjan fer fram á ensku og er ætluð fimmtán ára og eldri. Chichon er pólskur slamm- listamaður og rappari og býr í Varsjá. Hann hefur haldið utan um fjölda ljóðaviðburða, m.a. skipulagt hátíðina Spoken Word sem er mán- aðarlegt ljóðaslamm í Varsjá sem og orðlistasmiðjur. Hann hefur flutt orðlist sína og leitt smiðjur í fjölda landa frá árinu 2003. Auk þess á hann tíu útgefnar plötur að baki. Endapunktur settur við ORT Ljósmynd/Artur Alan Willmann Slamm Pólski rapparinn og slammlistamaðurinn Wojchiech Chichon. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Fös 23/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Síðustu sýningar BLAM (Stóra sviðið) Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið) Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012 Ferjan (Litla sviðið) Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Fim 12/6 kl. 20:00 Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Fös 13/6 kl. 20:00 Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar Der Klang der Offenbarung des Göttlichen (Stóra svið) Mið 28/5 kl. 20:00 1.k Fim 29/5 kl. 20:00 2.k Fös 30/5 kl. 20:00 3.k Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson Dagbók Jazzsöngvarans – Síðustu sýningar ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Wide Slumber (Aðalsalur) Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 Mán 26/5 kl. 20:00 Miða má nálgast hjá Listahátíð í Reykjavík Danssýningin Death (Aðalsalur) Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Arty Hour (Kaffihús) Þri 27/5 kl. 20:00 Miðasala og nánari upplýsingar um alla viðburði á midi.is 23. maí kl: 20.00 – Tónleikar Sniglabandið og Vocal Project 24. maí kl: 20.00 – Útgafutónleikar Baggalútur 27. maí kl: 20.00 – Styrktartónleikar Hjartagátt Landspítalans, ýmsir flytjendur 28. maí kl: 20.00 – Leiksýning Gísli Súrsson á ensku 29. maí kl: 20.00 – Leiksýning Gísli Súrsson og Fjalla Eyvindur á íslensku Miðasala í Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a, opnar 2 klst. fyrir sýningar, s - 563 4000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.