Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Fjarðarkaup, Hagkaup og Melabúðinn brokkoli.is
Af hverju
brokkolí?
Heilbrigðar frumur – heilbrigður líkami
Líkaminn verður stöðugt fyrir árásum sindurefna sem skaða frumur okkar. Þessar sködduðu frumur skipta sér líkt og
heilbrigðar frumur og er það ferli talin meginorsök fyrir ótímabærri öldrun, hrukkumyndun og gæti leitt til fjölda sjúkdóma.
Margfalt áhrifaríkara en nokkur andoxunarefni í fæðunni
Árið 1992 uppgötvuðu vísindamenn ensímið sulforaphane í brokkolí sem virkjar líffræðilega ferlið í
frumum líkamans – það sem veitir frumunum vernd gegn skaðlegum áhrifum og stuðlar að endurnýjun þeirra.
Ferlið sem sulforaphane úr brokkolí hrindir af stað er þekkt undir vísindaheitinu Nrf2. Það hjálpar líkamanum að
auka framleiðslu eigin andoxunarefna sem er margfalt áhrifaríkara en nokkur andoxunarefni í fæðunni!
Ensímið sulforaphane í brokkolí kann að vera einn öflugasti hvatinn á
varnarkerfi líkamans sem verndar og styrkir frumur okkar og vinnur
þannig gegn ótímabærri öldrun, hrukkumyndun og ýmsum sjúkdómum.
Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily
Í Cognicore er áhrifaríkustu efnunum úr brokkolí safnað saman eina í töflu.
Það inniheldur sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí spírum að
viðbættu túrmeric og selenium.
Daglegur skammtur af Cognicore Daily tryggir þessa stórkostlegu virkni sem
sulforaphane úr brokkolí hefur á varnarkerfi líkamans.
Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí!
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Taktu þátt í einhverju sem skiptir þig
miklu. Láttu ekki undan freistingunni að láta
kæruleysisleg orð falla því þau gætu reitt ein-
hvern til reiði.
20. apríl - 20. maí
Naut Uppfærsla byrjar ávallt á tiltekt. Bæði
vinir og óvinir eru kennarar og maður lærir
mest af þeim sem maður er mest með.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú verður að standast allar freist-
ingar um frekari fjárútlát meðan þú ert að
koma peningamálunum í rétt horf. Hættu að
hafa áhyggjur í smástund og leiddu hugann
annað.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þetta er góður dagur til að setjast
niður og fara yfir fjármálin. Frestaðu miklum
fjárútlátum til morguns því þá sérðu hlutina í
skýrara ljósi.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þetta er dagur athafna svo þá er bara
að ríða á vaðið og fara sínar eigin leiðir.
Reyndu þó að hugsa þig um tvisvar áður en
þú gerir stórinnkaup.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt þér finnist eitt og annað kalla á
krafta þína þá skaltu varast að dreifa þeim
um of. Hlustaðu og hugleiddu svo hvað er til í
því sem sagt er.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það kemur þér á óvart þegar ákveðin
manneskja leitar eftir vinfengi við þig. Vinir
þínir kynna þig fyrir nýjum möguleikum.
Treystu á ræðusnilld þína.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú vilt bregðast við því sem er
að gerast í heiminum þínum, en eitthvað
skapar óöryggi hjá þér. Einbeittu þér að því
sem þú getur lagt hönd að. Nú er rétti tíminn
til þess að gera það.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þig dauðlangar að taka áhættu
en þarft að hugsa þig tvisvar um áður en þú
tekur af skarið. Farðu því að öllu með gát.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér verður nokkuð ágengt með því
að ræða sameiginlega ábyrgð eða eigur. Mað-
ur ákveður að ætla að elska einhvern og
sleppir svo hendinni af takmörkunum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Á þessum árstíma er nauðsynlegt
að tryggja undirstöður sínar. Þú ert nú full/ur
orku til að takast á við alla hluti. Gáðu að því
hvernig þú talar við aðra og þeir við þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er margt að gerast í kringum þig
og þú mátt hafa þig alla/n við að straum-
urinn hrífi þig ekki með sér. Vertu því ein-
beitt/ur þegar startskotið ríður af.
Það getur verið skemmtilegt aðfylgjast með vísna- og orða-
skiptum á Leirnum. Eða eins og karl-
inn á Laugaveginum segir, – nýbúinn
að læra bragarháttinn „hæku“ – og
telur atkvæðin nákvæmlega: Fimm í
fyrstu hendingu, sjö í annarri hend-
ingu og fimm í þriðju hendingu og
hvorki stuðlar né rím:
Friðrik segir að
hvergi sé eins fallegt fé
og í Mývatnssveit
Kveikjan var sú, að Friðrik Stein-
grímsson setti inn á Leirinn í síðustu
viku, að hann hefði um nóttina verið
á vakt í fjárhúsunum. – „Það var
dásamleg stund þegar sólin kom upp,
blæja logn og fuglarnir hófu sinn
morgunsöng“:
Fuglarnir morgunsönginn sinn,
við sólarupprás kyrja;
þvílík dásemd, drottinn minn,
og dagurinn rétt að byrja!
Ármann Þorgrímsson segir sum-
arnæturnar geta verið fallegar, – ef
rétt er staðið að málum:
Fyrir satt ég hefi haft,
held það skýri fögnuðinn:
Eiginkonan söngvasaft
setti í nestispokann þinn.
Fía á Sandi blandaði sér í umræð-
urnar:
Úti er kalt og súldin svört
ég sendi á Fésið kvart og róg.
En nóttin verður blíð og björt
bara ef það er drukkið nóg.
Með þeirri athugasemd, að Fía sé
brennivínslaus.
Ólafur Stefánsson getur ekki orða
bundist:
„Ekki veit ég hvort mikið sé
drukkið í brúðkaupsveislum nú um
stundir. Það var víst meira hérna áð-
ur og fyrr. Enn eru þó menn og kon-
ur að leggja á djúpið og renna fær-
um í þann óvissa sjó, ekki síst á vorin
þegar vonirnar rumska og öll nátt-
úran lifnar:
Vor er tíminn til að giftast,
taka af skarið, láta sviptast
fínan kjól og frakkalöf.
Vinna heit hjá prúðum presti
með pakka af andans veganesi,
– út yfir sem endist gröf.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vænt fé í Mývatnssveit
og sitthvað annað
Í klípu
„KAUPHÆKKUN?! ÞETTA ER VANDAMÁLIÐ
VIÐ ÞÍNA KYNSLÓÐ. EF FÓLK VANTAÐI
PENINGA ÞEGAR ÉG VAR UNGUR, ÞÁ TÓK
ÞAÐ BARA LÁN!“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„EF ÞÚ PANTAR KJÖTHLEIFINN
LOFA ÉG SNÖGGRI ÞJÓNUSTU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eiga sérstakar
minningar að hverfa til.
STRÆTÓ
ÉG VEIT AÐ ÞETTA ER
ALVEG Í FYRSTA LAGI
TIL AÐ VERA AÐ KAUPA
JÓLAGJAFIR ...
EN ÉG VIL GJARNAN
LOSNA VIÐ ÖSINA Í
DESEMBER!
GRETTIR, MIG
SKORTIR ÁST.
TAKK! BANGSAR ERU
ALLTAF Á
VAKTINNI.
Víkverji gengur töluvert og hingaðtil hefur vegalengdin frá
ákveðnum stað til annars tiltekins
staðar verið sú sama, en breytinga er
að vænta samkvæmt stefnu borgaryf-
irvalda um gangandi umferð, eins og
fram kemur í aðalskipulagi Reykja-
víkur 2010-2030. Á bls. 146 í skipulag-
inu segir að þéttari byggð leiði „til
þess að vegalengdir milli heimilis,
vinnustaðar og þjónustu styttast.“
x x x
Víkverji skilur ekki að leiðin úrÁrbæ vestur í Ráðhús styttist við
það að þétta byggð. En út á þetta
gengur víst samtalspólitíkin. Að
stytta vegalengdir með því að tala um
að þær styttist í tíma og ótíma. Eftir
því sem meira er talað um að vega-
lengdir styttist trúa fleiri borg-
arfulltrúar því að það gerist og þeir
ganga út frá því að kjósendur taki þá
trúanlega.
x x x
Nú eru um það bil 15 km úr Sel-ásnum vestur í Ráðhúsið við
Tjörnina. Ef heldur sem horfir tekur
því ekki að ræða um þessa vegalengd
því hún verður komin niður í nokkra
metra áður en nokkur veit af. Ef þá
það. Stendur ekki efnislega í skipu-
laginu að vinnustaðurinn verði við
hlið heimilisins? Hvort sem launþeg-
inn býr í miðbænum eða á Kjalarnesi.
x x x
Draumaborg ráðamanna, þar semekki tekur því að tala um vega-
lengdir vegna þess að svo stutt er í
allar áttir, minnir Víkverja einna
helst á þættina um Steinaldarmenn-
ina. Þar er allt við höndina og eðli
málsins samkvæmt ástæðulaust að
vera með vegi og mislæg gatnamót.
Hvað þá brýr og göng. Hvers vegna
ættu Reykvíkingar að hugsa öðruvísi
en Fred og Barney í Steinaldarmönn-
unum?
x x x
Víkverji hallast reyndar að því aðallt tal um styttri vegalengdir sé
liður í því að útrýma einkabílnum.
Hver þarf á bíl að halda þegar vinnu-
staður og öll þjónusta er í göngufæri
frá heimilinu? Eina vandamálið er að
það á eftir að skilgreina dags-
vegalengdina. víkverji@mbl.is
Víkverji
Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan
kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur
frá Drottni, skapara himins og jarðar.
(Sálmarnir 121:1-2)
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/