Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 143. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Er með 36 mm göt á kinnunum
2. Láðist að tæma loft úr kraga
3. „Það þorir bara enginn að tala“
4. „Er ég klikkaður að hafa …“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Benedikt Kristjánsson tenór mun
syngja hlutverk Le Sommeil í upp-
færslu Óperunnar í Kiel á óperunni
Atys eftir barokktónskáldið Jean-
Babtiste Lully. Fyrsta sýning á upp-
færslu Óperunnar í Kiel á Atys verður
4. október og hefjast æfingar í ágúst.
Morgunblaðið/Eggert
Benedikt syngur
í Óperunni í Kiel
Páll Palomares
fiðluleikari hlaut
15. maí sl. verð-
laun í keppni
strengjaleikara
30 ára og yngri í
Árósum í Dan-
mörku, Den
danske stryger-
konkurrence. 23
innlendir og erlendir strengjaleikarar
tóku þátt í keppninni, léku á fiðlu,
víólu, selló og kontrabassa. Sinfón-
íuhljómsveitin í Árósum lék með og
var Páll einn fjögurra fiðluleikara
sem komust í úrslit og hafnaði í
þriðja sæti. Páll nam fiðluleik hér á
landi og í Þýskalandi og starfar nú
með Kammersveitinni í Randers í
Danmörku. Hann leikur fiðlukonsert
Lalos með Sinfóníuhljómsveit unga
fólksins á Þjóðlagahátíð á Siglufirði
5. júlí nk. og í Langholtskirkju 7. júlí.
Vann til verðlauna
í keppni í Árósum
Hljómsveitin Snakebite heldur mið-
næturtónleika á Spot í kvöld til heið-
urs rokksveitinni White-
snake sem hélt síðast tón-
leika hér á landi
árið 2008.
Ferli White-
snake verða gerð góð
skil á tónleikunum.
Whitesnake heiðruð
Á laugardag Suðlæg átt 5-10 vestanlands, skýjað og rigning með
köflum, en mun hægari austantil og víða léttskýjað um landið
norðaustanvert. Hiti 5 til 12 stig, einna hlýjast norðanlands.
Á sunnudag Austlæg átt, 5-10 m/s, léttir til vestanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-10 og rigning með köflum vest-
an- og norðavestanlands og hiti 5 til 12 stig.
VEÐUR
Þrjú lið eru enn taplaus í
Pepsi-deild karla í knatt-
spyrnu eftir 5. umferðina
sem fór fram í gærkvöld. FH
og Stjarnan tróna á toppn-
um en nýliðar Fjölnis, sem
gerðu jafntefli við
Íslandsmeistara
KR í gær, eru
einnig taplausir.
ÍBV og Breiðablik hafa
enn ekki landað sigri en Þór
kom sér af botninum með
sínum fyrsta. »1-8
Stjarnan, Fjölnir
og FH enn taplaus
„Mér hefur oftast nær þótt skemmti-
legra að æfa og keppa í handbolta en
í vetur. Það er ömurlegt að geta ekki
beitt sér af krafti á æfingum og í
leikjum. Þess vegna er ég svo rosa-
lega mikið tilbúin til
þess að hætta
núna,“ sagði
handbolta-
drottningin
Hrafnhildur
Skúladóttir
sem er hætt.
»4
Handboltadrottning
yfirgefur sviðið
Evangelos Marinakis, forseti gríska
meistaraliðsins Olympiacos, stað-
festi í gær vilja félagsins til að kló-
festa landsliðsframherjann Alfreð
Finnbogason í sumar. Þýska félagið
Leverkusen mun einnig ætla í við-
ræður við Heerenveen um kappann
en bæði félög geta boðið Alfreð upp á
Meistaradeildarfótbolta. Alfreð miss-
ir af komandi landsleikjum. »1
Forseti Olympiacos vill
klófesta Alfreð í sumar
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Ég vann í bakaríinu hjá föður mín-
um frá því ég var lítill strákur. Þeg-
ar hann spurði mig við hvað ég ætl-
aði að starfa, sagðist ég ekki ætla að
verða bakari, og ákvað þá að verða
rakari,“ segir Trausti Thorberg
Óskarsson, rakarameistari og tón-
listarmaður með meiru.
Trausti verður 87 ára á þessu ári
og er nýhættur að klippa. Hann var
því einn elsti starfandi rakari á Ís-
landi en hann starfaði sem slíkur í 71
ár. Elsti núlifandi rakari er Kári Elí-
asson, besti vinur Trausta, en hann
verður 89 ára gamall á árinu. Trausti
er ern og eldhress og tók blíðlega á
móti blaðamanni á hárgreiðslustof-
unni Effect á Bergstaðstræti. Segja
má að þar hafi verið svokölluð
starfskveðjustund Trausta. Hún
fólst í því að hárgreiðslumeistarinn
Jón Halldór Guðmundsson, betur
þekktur sem Nonni klippari, klippti
hár Trausta og ekki veitti víst af.
Byrjaði á kústinum
Árið 1943 hóf Trausti að læra iðn
sína, þá 17 ára gamall, hjá Rakara-
stofu Sigurðar Ólafssonar í Eim-
skipafélagshúsinu sem stofnuð var
árið 1921 og var rekin til ársins 1988.
Trausti byrjaði á kústinum en á
fyrsta vinnudeginum hjá Sigurði
sópaði hann alla stofuna hátt og lágt.
Þegar því var lokið spurði Sigurður
Trausta hvort hann gæti mætt á
mánudaginn. Trausti tók vel í það í
fyrstu en sagði síðar að hann gæti
það líklega ekki og þyrfti að bregða
sér frá því það væri afmælisdagur
móður sinnar, 18. maí. „Seinna sagði
Sigurður mér að honum hefði þótt
afskaplega vænt um þetta svar,“
rifjar Trausti upp en hann færði
móður sinni blóm á afmælisdaginn.
Hann tengist rakarastofu Sig-
urðar einnig með öðrum hætti.
Trausti var giftur Dóru Sigfúsdótt-
ur, sem var dóttir Sigfúsar Elíasson-
ar rakara, sem var fyrsti nemandi á
rakarastofunni árið 1921.
Spilandi rakari
„Það var mín gæfa í lífinu að hafa
orðið rakari því þá gat ég líka sinnt
tónlistinni.“ Trausti hefur spilað á
gítar frá 12 ára aldri og er enn með
gítarinn í fanginu.
Hann starfaði lengi sem gítarleik-
ari samhliða rakarastarfinu, m.a.
með KK sextett og Hljómsveit Ey-
þórs Þorlákssonar, en með þeirri
hljómsveit var hann fyrstur í
Reykjavík til að spila á rafmagns-
bassa. Hann hefur komið víða við á
starfsævinni og vann m.a. um tíma í
Kaupmannahöfn sem rakari og New
York en þar kynntist hann djass-
inum. Þá rak hann ásamt konu sinni
um árabil ljósmyndavöruverslunina
Fotohúsið í Bankastræti.
Varð rakari en ekki bakari
Trausti Thor-
berg rakari hættir
eftir 71 ár í starfi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Klipping Vel fór um Trausta Thorberg Óskarsson rakara í stólnum hjá hárgreiðslumeistaranum Jóni Halldóri Guð-
mundssyni sem oftast er nefndur Nonni. Trausti rakari sem er á 87. aldursári hætti nýverið störfum eftir 71 ár í faginu.
Hljómsveit Eyþórs Piltarnir spila á dansleik á Röðli 1963. Guðjón Pálsson
píanóleikari, Sigurdór Sigurdórsson söngvari, Eyþór Þorláksson gítarleik-
ari, Trausti Thorberg gítarleikari og Sverrir Garðarsson trommari.