Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þó að tekist hafi með góðumárangri að tvinna samanöryggi og sveigjanleika ávinnumarkaði á Norð- urlöndum, þarf að þróa norræna lík- anið enn frekar og auka sveigj- anleikann á vinnumarkaði, jafnvel þó að það hafi í för með sér nokkru meiri tekjumun og meiri tekjusveifl- ur. Þetta kemur fram í viðamikilli skýrslu sem hópur hagfræðinga á Norðurlöndum hefur unnið um efna- hags- og atvinnulíf, opinber fjármál, vinnumarkað og velferðar- og menntamál o.fl. á Norðurlöndunum fimm, Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Norræna líkanið stendur fyrir sínu en er ekki einstakt 60 ár eru nú liðin frá undirritun samnings um sameiginlegan norr- ænan vinnumarkað og fór af því til- efni fram stór norræn ráðstefna um vinnumarkaðsmál á vegum Nor- rænu ráðherranefndarinnar í Hörpu í gær og fyrradag. Skýrsla hagfræð- inganna sem unnin var fyrir Norr- ænu ráðherranefndina var kynnt á ráðstefnunni í gær. Í niðurstöðum hennar kemur fram að norræna líkanið sem svo er stundum kallað, stendur enn fyrir sínu á ýmsan hátt m.a. í velferð- armálum í samanburði við aðrar þjóðir. Norðurlöndin skera sig úr m.a. þar sem tekjujöfnuður er meiri en í flestum öðrum löndum og at- vinnuþátttaka íbúanna er mikil, ekki síst í ljósi mikillar atvinnuþátttöku kvenna. Svokallaður Gini-stuðull sem sýnir hvernig ráðstöfunartekjur dreifast meðal íbúa landanna leiðir í ljós að hann er lægstur í Noregi, á Íslandi og í Svíþjóð þar sem minni munur er á tekjum einstakra hópa en í öðrum löndum sem sam- anburður náði til. Ýmislegt skilur Norðurlandaþjóð- irnar að. Mikill munur er t.d. á vinnutíma á Norðurlöndunum. Heildarskuldir hins opinbera í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru lágar í samanburði við margar aðrar þjóðir þar sem hlutfall þeirra er undir 60% af landsframleiðslu. Ís- land sker sig úr hópnum þar sem það glímir við miklar opinberar skuldir eftir efnahagshrunið sem voru alls tæplega 95% af landsfram- leiðslu í fyrra að því er fram kemur í skýrslunni. Höfundar benda á að árangur norræna líkansins sé þó ekki eins einstakur og oft hefur verið haldið fram í opinberri umræðu. Í sam- antekt um stærstu viðfangsefnin sem blasa við Norðurlandaþjóð- unum segir að endurskoða þurfi skattkerfin til að auka framboð á vinnuafli, hreyfanleika vinnuafls og vilja til að taka áhættu. Þörf sé á skýrari forgangsröðun, betri nýt- ingu markaðskrafta og stafrænni tækni til að halda opinberum út- gjöldum í skefjum. Stærstu við- fangsefnin sem Norðurlöndin standa frammi fyrir og þurfa að finna lausn- ir á snúa að alþjóðavæðingunni, hærri meðalaldri íbúanna og örum tæknibreytingum. Í umfjöllun um Ísland kemur m.a. fram að svigrúm sé til aukinnar skil- virkni í opinberum fjármálum og er nefnt sem dæmi að árangurinn í menntakerfinu sé ekki í samræmi við mikil útgjöld til menntamála. Framleiðni í atvinnulífinu hafi vaxið tiltölulega lítið á umliðnum árum og er lagt til að auk umbóta í mennta- kerfinu gæti árangur náðst með því að draga úr hindrunum sem standa í vegi fyrir samkeppni á fram- leiðslumörkuðum. Auka þarf sveigjan- leika á vinnumarkaði Morgunblaðið/Golli Gróðursett Norðurlöndin hafa náð góðum árangri en í nýju skýrslunni seg- ir þó að í mörgum öðrum löndum séu nú samsvarandi eða betri lífsskilyrði. 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Áþriðjudagtók herinn íTaílandi völdin í landinu en sagði þó að ekki væri um valdarán að ræða. Hann boð- aði til fundar stjórnar og stjórnarandstæðinga, sem hafa átt í blóðugum deilum í hálft ár, og lokaði þeim fjölmiðlum sem honum voru ekki þóknanlegir. Þessu ekki-valdaráni var svo í gær fylgt eftir með yfirlýstu valdaráni og hefur herinn nú tekið helstu deilendur úr um- ferð og sett upp varðstöðvar á götum höfuðborgarinnar Bang- kok. Valdarán hersins þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart því að í Taílandi er rík hefð fyrir valda- ránum. Með þessu eru þau orð- in nítján á síðustu átta áratug- um og landinu hefur ámóta oft verið sett ný stjórnarskrá frá því að sú fyrsta var sett eftir byltingu sem fram fór án blóðs- úthellinga árið 1932. Taíland hefur búið við efna- hagslegan samdrátt á síðustu mánuðum vegna þess pólitíska ófremdarástands sem verið hefur í landinu. Ferðaþjón- ustan, sem er einn mikilvægasti atvinnuvegur landsins, hefur mátt þola mikið högg vegna ástandsins, þó að enn leggi ótrúlegur fjöldi túrista leið sína til landsins. Kosningar sem fram fóru í febrúar voru meingallaðar vegna harkalegra aðgerða stjórnarandstæðinga, sem hafa ekki síst haft horn í síðu fjöl- skyldunnar sem mest ítök hefur í taílenskum stjórnmálum. Sá sem talinn er leiðtogi fjölskyld- unnar og stjórn- arliðsins, Thaksin Shinawatra, er nú í útlegð eftir að her- inn steypti honum af stóli forsætis- ráðherra fyrir nokkrum árum, og systir hans, Yingluck, var fyrir skömmu dæmd úr stóli forsætisráðherra vegna spillingar. Vandi and- stæðinga þeirra er hins vegar að stjórnarliðarnir hafa unnið allar kosningar frá því að hinn útlægi Thaksin vann kosningar árið 2001 og því verður ekki annað sagt en þeir hafi nokkurn hljómgrunn meðal almennings. Hætt er við að sú leið sem taí- lenski herinn hefur svo oft farið til að lagfæra það sem aflaga hefur farið í taílenskum stjórn- málum verði seint til að koma á stöðugu lýðræðislegu stjórn- arfari þó að ætlunin sé æv- inlega að leyfa almenningi að kjósa á ný og að koma á borg- aralegri stjórn. Leiðin að stöð- ugleika getur ekki legið í gegn- um síendurtekin valdarán og nýjar stjórnarskrár á nokkurra ára fresti. Stjórnarskrár verða almennt þeim mun traustari grunnur samfélags eftir því sem þær hafa verið lengur í gildi og trú á lýðræðislegu stjórnarfari getur aldrei orðið nægileg ef herinn er stöðugt í startholunum að taka við þegar á bjátar. Vissulega var ástandið í Taí- landi orðið erfitt, en herinn hefði ef til vill getað stutt betur við lýðræði og stöðugleika með því til dæmis að tryggja að kosningar gætu farið fram í stað þess að leyfa að þeim væri spillt og taka svo sjálfur völdin. Taíland hefur mátt þola fleiri valdarán og stjórnarskrár en nokkru landi er hollt} Enn eitt valdaránið Kosningar tilEvrópuþings- ins hófust í gær þegar Bretar og Hollendingar gengu að kjörborðinu og lýkur á sunnudag þegar kosið verður í 21 aðildarríki Evrópusam- bandsins. 400 milljónir manna hafa rétt til að greiða atkvæði í kosningunum. Búast má við að ríflega helmingur nýti ekki at- kvæðisrétt sinn. Helsta ástæð- an fyrir áhugaleysi kjósenda á kosningunum er valdaleysi Evrópuþingsins. Til hvers að kjósa þingmenn til setu í áhrifalausu fuglabjargi? Kosningarnar eru þó baró- meter á andrúmsloftið í Evr- ópusambandinu um þessar mundir. Í Bretlandi, Frakk- landi, Austurríki, Ítalíu og víð- ar er búist við að flokkar efa- semdamanna og andstæðinga Evrópusambandsins fái fimmt- ung eða fjórðung atkvæða. Þessir sömu flokk- ar setja málefni innflytjenda á oddinn og mál- flutningurinn ber stundum fordómum og jafnvel rasisma vitni. Evrukreppan hefur sett mark sitt á kjósendur og traust á valdastofnunum í Brussel dvínar. Margir eru fullir efasemda og tortryggni og finnst bankar og fjár- málastofnanir hafa forgang hjá valdhöfunum, fólkið megi sitja á hakanum. Slíkur jarð- vegur hentar tækifær- issinnum og sinnuleysi ráða- manna færir þeim vopn í hendur. Nicolas Sarkozy, fyrrver- andi forseti Frakklands, var- aði í gær við uppgangi lýð- skrumsflokka og hvatti til umbóta í Evrópusambandinu til að stöðva framgang þeirra. Skyldi verða hlustað? Kosið til Evrópuþings}Valdalaust fuglabjarg? F yrr á árinu var greint frá nið- urstöðum rannsóknar á vegum brezku samtakanna Business for Britain þar sem kom fram að öll þau mál sem Bretar hefðu lagst gegn og hafnað í ráðherraráði Evrópusam- bandsins frá árinu 1996 hefðu eftir sem áður orðið að brezkum lögum. Andstaða þeirra hefði með öðrum orðum nákvæmlega engu skilað. Þetta er kannski ekki sízt athyglisvert í ljósi þeirrar staðreyndar að Bretland er eitt af fjöl- mennustu ríkjum sambandsins og með vægi innan stofnana þess í samræmi við það. Með öðrum orðum eru þeir ekki aðeins með sæti við borðið innan Evrópusambandsins, eins og það er stundum kallað af þeim sem vilja ólmir koma Íslandi inn í sambandið, heldur mjög stórt sæti. Þetta er ekki bundið við Breta. Fjölmörg dæmi má finna um áhrifaleysi einstakra ríkja innan Evr- ópusambandsins þrátt fyrir að þau eigi sæti við borðið þar á bæ. Þannig má til að mynda nefna makrílsamning- inn sem sambandið gerði við Norðmenn og Færeyinga fyrr á þessu ári. Írar lögðust gegn samningnum í ráð- herraráðinu en lentu í minnihluta og urðu að sætta sig við að hann væri samþykktur. Engu að síður eiga Írar mikilla hagsmuna að gæta þegar kemur að makrílveiðum í Atlantshafi. Líklega meiri hagsmuna en nokkurt annað ríki Evrópusambandsins. En valdið yfir írskum sjáv- arútvegsmálum er hins vegar í höndum sambandsins eins og í tilfelli annarra ríkja sambandsins. Fjallað var um málið í írska dagblaðinu Irish Examiner 15. marz síðastliðinn þar sem kom fram að írsk stjórnvöld hefðu aldr- ei átt möguleika í ráðherraráði Evrópusam- bandsins. Þegar allt kæmi til alls snerist málið um atkvæði innan ráðsins og þar væri Írland aðeins lítill fiskur í stórri tjörn. Engu að síður hefur Írland mun meira vægi innan ráðherraráðsins en við Íslendingar fengjum gerðumst við hluti sambandsins. Þetta sjónarmið heyrðist einnig hjá írska Evrópuþingmanninum Pat „the Cope“ Gal- lagher í umræðum í Evrópuþinginu í 9. des- ember síðastliðinn þar sem hann gagnrýndi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins harðlega fyrir að standa ekki vörð um hags- muni sjómanna innan sambandsins í makríl- deilunni. Þeir yrðu fyrir vikið að setja traust sitt á norsk stjórnvöld. Eins mætti nefna sem dæmi hvernig Danmörk neyddist til þess að taka þátt í refsiað- gerðum Evrópusambandsins gegn Færeyingum vegna síldveiða þeirra. Þrátt fyrir ríkjasambandið á milli Dan- merkur og Færeyja. Danir urðu einfaldlega undir í ráð- herraráðinu. Raunveruleikinn er sá að ef Ísland gengi í Evrópu- sambandið fengjum við vissulega sæti við borðið eins og það hefur verið kallað. En nákvæmlega engin trygging væri fyrir því að eitthvert tillit yrði tekið til sjónarmiða okkar. Nema í bezta falli ef við værum sammála þeim sem ráða ferðinni innan sambandsins. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Gagnslaust sæti við borðið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Starfsmenn sem eru eingöngu með tímabundna ráðningu í störfum njóta lítillar verndar og öryggis á Norðurlöndum að Noregi undanskildum. Þetta kemur fram í skýrslu norrænu hagfræðinganna um Norður- lönd sem kynnt var í gær. Er þetta sagt eiga sérstaklega við um vinnumarkaði í Svíþjóð og á Íslandi. Öll löndin þurfa að taka á lít- illi atvinnuþátttöku fólks sem er með litla menntun og færni og innflytjenda frá löndum utan Evrópu. Haft er eftir Vesa Vi- hriälä, einum höfunda skýrsl- unnar og framkvæmdastjóra Rannsóknarstofnunar atvinnu- lífsins í Finnlandi, að Norður- lönd þurfi líka að grípa til rót- tækra aðgerða til að vega upp á móti því brottfalli vinnuafls sem hækkandi meðalaldur íbúanna hefur í för með sér. Njóta lítillar verndar VINNUMARKAÐURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.