Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Kringlunni 4 | Sími 568 4900
20% afsláttur
af öllum vörum á Kringlukasti
VERTU
VAKANDI!
blattafram.is
Í 77% tilvika eru börn sem
beitt eru kynferðisofbeldi
í fyrsta sinn ekki
orðin 13 ára.
Fagleg þjónusta í 60 ár
Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 • Finndu HYGEA á facebook
Kringlukast 22.-26. maí
20% afsláttur af töskum og túníkum
Buxur frá
Bæjarlind 6, sími 554 7030
www.rita.is
Str: 34-46
Litir: Svart, drappað
kr. 14.990
Útför Hermanns Þorsteinssonar,
fyrrverandi framkvæmdastjóra og
byggingarstjóra Hallgrímskirkju,
var gerð frá Hallgrímskirkju í gær.
Hermann lést 5. maí síðastliðinn 92
ára að aldri.
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson
jarðsöng og félagar úr Schola can-
torum sungu við útförina. Líkmenn
komu úr fjölskyldu tengdafólks
Hermanns og hópi samherja í
kristilegu starfi m.a. í KFUM og
Friðrikskapellu. Þeir voru Daníel
Ágústsson, Þorsteinn Haraldsson,
Kári Geirlaugsson, Frans Páll Sig-
urðsson, Pétur Sveinbjarnarson,
Trausti Bragason, Gunnar Bjarna-
son og Bjarni Árnason.
Morgunblaðið/Eggert
Hermann Þorsteinsson
var jarðsunginn í gær
Stóri leikskóladagurinn verður
haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og
Iðnó í dag, föstudaginn 23. maí. Hátt
í fjörutíu leikskólar í borginni munu
þar kynna margvísleg verkefni úr
fagstarfinu og á málþingi verða
haldin erindi um fjölbreytt fræðslu-
og þróunarstarf sem fram fer í leik-
skólunum. Leikskólar sveitarfé-
lagsins Árborgar eru sérstakir gest-
ir Reykjavíkur.
Á málþinginu í Iðnó verður m.a.
fjallað um rannsóknarvinnu barna,
lýðræði í leikskólanum, þróun gæða-
starfs með ungum börnum og leik-
list sem tjáningarform barna. Dag-
skrá í Iðnó hefst kl. 8:30 en sýningin
í Ráðhúsi verður opnuð kl. 9:30.
Á vef Reykjavíkurborgar er hægt
að kynna sér dagskrána og tíma-
setningar.
Leikskólar í borginni kynna fagverkefni
Morgunblaðið/Ernir
Gengið var frá ráðningu tveggja
leikskólastjóra á síðasta fundi
skóla- og frístundaráðs Reykjavík-
ur. Um er að ræða leikskóla í Vest-
urbænum.
Helena Jónsdóttir var ráðin leik-
skólastjóri í Grandaborg og Ólafur
Brynjar Bjarkason leikskólastjóri í
Hagaborg.
Tuttugu sóttu um stöðuna á
Grandaborg og fimmtán sóttu um
að verða leikskólastjóri í Hagaborg.
Nýir leikskólastjórar
Tilkynnt var hvaða fyrirtæki og
stofnanir hrepptu árleg verðlaun
stéttarfélaganna Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar, SFR og VR í
gær. Verðlaunin eru veitt á grund-
velli kannana á meðal fullgildra fé-
lagsmanna auk margra annarra
starfsmanna. Könnunin nær til um
fjórðungs starfsmanna á íslenskum
vinnumarkaði og var úrtakið um
52.000 manns.
Hjá Starfsmannafélagi Reykja-
víkurborgar sigraði Orkuveita
Reykjavíkur í flokki stórra stofnana
með meira en 50 starfsmenn. Fjár-
hags- og stjórnsýslusvið Seltjarnar-
ness sigraði í flokki minni stofnana
og Húsaskóli var hástökkvari ársins
eða sú stofnun sem hækkaði mest á
milli ára.
Hjá SFR var Sjálfsbjargarheim-
ilið sigurvegari í flokki stórra stofn-
ana með yfir 50 starfsmenn, Einka-
leyfastofan í flokki meðalstórra
stofnana með 20-49 starfsmenn og
Héraðsdómur Suðurlands bar sigur
úr býtum í flokki minnstu stofnan-
anna. Sýslumaðurinn á Blönduósi
var hástökkvari ársins hjá SFR.
Sigruðu annað árið í röð
Johan Rönning, í hópi fjölmennra
fyrirtækja, Miracle, í hópi meðal-
stórra fyrirtækja, og Vinnuföt, í hópi
minni fyrirtækja, voru Fyrirtæki
ársins 2014 samkvæmt niðurstöðum
könnunar VR. Þetta var annað árið
sem þessi fyrirtæki voru efst í könn-
uninni. Það hefur aldrei gerst áður
að sömu fyrirtæki sigri í öllum
stærðarflokkum fyrirtækja tvö ár í
röð. Þrjú fyrirtæki, hvert í sínum
stærðarflokki, voru valin hástökkv-
arar ársins 2014. Þau eru Opin kerfi,
Ísaga og Kortaþjónustan.
gudni@mbl.is
Fyrirtæki
og stofn-
anir 2014
SR, SFR og VR
VR Johan Rönning var valið Fyr-
irtæki ársins 2014 hjá VR.
- með morgunkaffinu