Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Þjálfar og rappar fyrir
Stjörnuna í Garðabæ
K
jartan Atli Kjartansson
fæddist í Reykjavík
23.5. 1984, ólst fyrstu
árin upp í Hafnarfirði
og flutti síðan út á
Álftanes sex ára gamall. „Ég var
mikið í Bandaríkjunum sem barn.
Móður- og föðursystur mínar búa
þar enn og amma og afi í móðurætt
bjuggu þar þegar ég var yngri. Ég
eyddi til dæmis sumrinu árið 1994
þar, það var svona svipað og þegar
önnur börn voru í sveit. Nema ég
var í Flórída og þótti það æðislegt.“
13 ára gamall fór Kjartan Atli í
Garðaskóla og hefur síðan þá alltaf
verið tengdur Garðabæ sterkum
böndum. Hann varð stúdent frá
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ árið
2003, fékk viðurkenningu fyrir
framúrskarandi árangur í ensku og
samfélagsgreinum og lauk BA-
gráðu í stjórnmálafræði árið 2008.
Hann starfaði sem blaðamaður á DV
2005 og 2006 og kenndi við Álftanes-
skóla frá 2008 til 2010. Var umsjón-
arkennari sjöunda bekkjar árið 2008
til 2009 og fylgdi honum upp í átt-
unda bekk skólaárið 2009-2010.
Hann hóf svo aftur störf í Álftanes-
skóla veturinn 2012 til 2013. Þá
starfaði hann sem sérfræðingur og
kenndi aðallega sjötta og sjöunda
bekk. „Mér hefur alltaf þótt af-
skaplega vænt um nemendur mína.“
Kjartan hóf störf hjá Fréttablaðinu
og Vísir.is í október síðastliðnum.
Íþróttaferillinn
„Ég var 17 ára gamall þegar
þjálfaraferill minn í körfuknattleik
hófst. Ég stofnaði körfuknattleiks-
deild Álftaness, ef svo má segja,
skráði lið 12 ára drengja í keppni.
Bróðir minn var í liðinu og hann
hafði sagt mér frá því að hann vildi
æfa körfubolta og ég ákvað því að
slá til og stofna lið. Við keyptum silf-
urlitaða búninga á útsölu í íþrótta-
vöruverslun, keyptum límband og
bjuggum til númerin og kepptum
með ansi góðum árangri í Íslands-
mótinu. Síðan þá hef ég alltaf haft
áhuga á körfuknattleiksþjálfun. Árið
2005 byrjaði ég að einbeita mér að
uppbyggingu Stjörnunnar í körfu-
knattleik ásamt öðrum góðum
mönnum. Ég hef nú þjálfað nánast
alla flokka félagsins, frá fjögurra
ára stúlkum og drengjum upp í tví-
tuga drengi auk þess sem ég hef
þjálfað meistaraflokk kvenna og er
nú aðstoðarþjálfari meistaraflokks
karla.“
Kjartan Atli hefur þrisvar orðið
Íslandsmeistari með Stjörnunni og
Kjartan Atli Kjartansson blaðamaður – 30 ára
Við Gullfoss Klara Kristín, Kjartan Atli og Hrafnhildur Ýr á ferðalagi um Suðurland síðastliðið sumar.
Vorið verður óvenju viðburðaríkt hjá Telmu Björk Sörensen,verðandi hjúkrunarfræðingi. Hún fæddist á þessum degi áÍsafirði fyrir 24 árum og ólst þar upp. Telma flutti síðan til
Reykjavíkur og býr þar nú. Í dag ætlar hún að halda upp á afmælið
sitt á Akureyri. Hvernig stendur á því?
„Við fórum fjölskyldan til Akureyrar í tilefni af því að pabbi minn,
Gestur Ívar Elíasson, útskrifast á morgun frá Verkmenntaskólanum
á Akureyri í matartækni,“ sagði Telma. „Fjölskyldan ætlar að fara
saman á einhvern veitingastað á Akureyri og borða þar á afmæl-
isdaginn minn. Svo verður útskrifarveisla pabba annað kvöld. Það
verður því veisla dag eftir dag!“
Telma hefur nýlokið námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands
og mun útskrifast í vor með BS gráðu. „Ég er búin að skila öllu af
mér,“ sagði Telma. Hún vinnur nú á endurhæfingardeild fyrir aldr-
aða á Landakoti. „Starfið leggst mjög vel í mig og það er góður
starfsandi á deildinni“ Telma sagðist stefna að frekara námi, þó
ekki alveg strax. Hún kvaðst vera að hugsa um að læra ljósmóð-
urfræði og á von á sínu fyrsta barni í haust. Telma sagði að áhuginn
á að verða ljósmóðir hafi þó kviknað löngu áður en hún varð barns-
hafandi. Meðgangan muni þó væntanlega veita henni góða innsýn í
ljósmóðurstarfið. gudni@mbl.is
Telma Björk Sörensen er 24 ára í dag
Ljósmynd/Úr einkasafni
Í fríi Telma fór ásamt fleiri hjúkrunarfræðingum til hjálparstarfa í
Kambódíu. Þær heimsóttu svo Gili Trawangan í Indónesíu.
Vorið verður frem-
ur viðburðaríkt
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Atli Þór Jóhanns-
son (11 ára) hélt
tombólu við versl-
un Samkaupa á
Akureyri. Hann
safnaði 5.932
krónum sem hann
styrkti Rauða
krossinn með.
Hlutavelta
Vilhjálmur Þór
Guðmundsson er
sextugur í dag.
Börnin hans, mak-
ar og barnabörn
óska honum inni-
lega til hamingju
með daginn og
senda sínar bestu
kveðjur til Washington DC þar sem
hann mun eyða afmælisdeginum með
konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur.
Árnað heilla
60 ára
Akureyri Casper Stanislaw
fæddist 20. ágúst. Hann var
4.015 g og var 55 cm langur.
Foreldrar hans eru Lucyna
Cygert og Daniel Burylo.
Nýir borgarar
Reykjavík Ída Soffía fæddist 31.
júlí. Hún vó 3.550 g og var 51 cm
löng. Foreldrar hennar eru Lísbet
Kristinsdóttir og Reynir Örn
Bachmann Guðmundsson.
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288