Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Þegiðu háttvirtur
þingmaður, Vigdís
Hauksdóttir. Svo
mæltist Steingrími J.
á lokamínútum
klukkustundar ræðu
á lokametrum þings-
ins nú í vor. Síðan
sakaði hann forseta
þingsins um að sitja
sofandi í forsetastól.
Aðeins eitt orð skap-
aði þennan ofsa hjá þingmann-
inum: „Landsbankabréfið“. Allt
byrjaði þetta með samningi 15.
desember 2009 þegar Steingrímur
J. Sigfússon var fjármálaráðherra.
Hann samþykkti að Nýi Lands-
bankinn gæfi út 260 milljarða
skuldabréf til þrotabús gamla
Landsbankans í evrum, pundum
og bandaríkjadollurum. Eftir að
Hæstiréttur dæmdi gengislánin
ólögleg komu fram áhyggjur af því
að bankinn gæti ekki staðið undir
skuldabréfinu. Það voru m.ö.o.
færðar handónýtar eignir án
nokkurra efnislegra fyrirvara inn í
Nýja Landsbankann. Á þessum
tíma var nokkuð sjáanlegt að
gengistryggð lán væru ólögleg
eins og seinna kom á daginn og
varað var við. Auk þess var gefið
út 92 milljarða skilyrt skuldabréf
og er það m.a. ástæða þess að rík-
isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
og Steingríms J. Sigfússonar gaf
það út á blaðamannafundi þann 3.
desember 2010 að meira yrði ekki
gert fyrir heimilin, slík var harkan
í innheimtuaðgerðum.
Saman standa þessi
bréf í 350-360 millj-
örðum í erlendum
gjaldeyri sem ekki er
til. Þetta er klafi um
háls þjóðarinnar um
langa framtíð. Hin
hliðin og nátengt þessu
máli eru Icesave-
samningar Steingríms
sem að lokum og eftir
mikla baráttu voru
dæmdir sem ólögvarin
krafa. Eftir að fundargerðir frá
þessum tíma voru birtar þá er
augljóst að allan tímann var verið
að friða erlenda kröfuhafa, fórna
þjóðarhag og ganga í berhögg við
neyðarlögin. Ekki er hægt að
hugsa þá hugsun til enda hefði
Steingrímur J. náð sínu fram í
báðum málum. Því er von að fyrr-
verandi fjármálaráðherra sem hef-
ur landað svo „glæsilegum samn-
ingum“ við alþjóðlega
fjármálaheiminn fari af hjörum
þegar kvenkyns þingmaður uppi á
Íslandi truflar handritið og hvísli í
hliðarsal Alþingis „Lands-
bankabréfið“.
Landsbankabréfið
og Steingrímur
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur
Vigdís Hauksdóttir
»Ekki er hægt að
hugsa þá hugsun til
enda hefði Steingrímur
J. náð sínu fram í báðum
málum.
Höfundur er lögfræðingur og þing-
maður Framsóknarflokksins.
Nú nálgast sveit-
arstjórnarkosning-
arnar óðfluga og þau
stjórnmálaöfl sem eru
í framboði í Kópavogi
eru farin að kynna
stefnumál sín. Miðað
við loforðaflauminn
hjá flokkunum þarf að
halda vel á rekstri
bæjarsjóðs til að eiga
fyrir honum og mun
ekki duga til.
Fróðlegt er að fara yfir þau mál
sem hafa verið efst á baugi í bæj-
armálunum í Kópavogi að und-
anförnu.
Starfskjör bæjarfulltrúa
Í tvö ár hafa starfskjör bæjarfull-
trúa verið til umfjöllunar í bæj-
arstjórn. Fyrst var stofnuð nefnd
sem í var fulltrúi bæjarstjóra og
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Þeirra tillögur voru:
a) Bæjarfulltrúastarfið úr 27%
starfshlutfalli í 100%, fullt starf og
laun yrðu þau sömu og alþing-
ismanna.
b) Bæjarfulltrúum yrði fjölgað í
15.
c) Bæjarstjórn og bæjarráð afsal-
ar sér þeirri skyldu og ábyrgð að
samþykkja ákvarðanir einstakra
nefnda, þ.e. nefndirnar myndu
fullnaðarafgreiða sín mál.
Undirritaður og Aðalsteinn Jóns-
son bæjarfulltrúi voru þeir einu
sem voru á móti málinu. Viðbót-
arkostnaður vegna þessa er áætl-
aður vel á annað hundrað milljónir
á ári og laun bæjarfulltrúa hækka
margfalt meðan fólkið í landinu er
að fá 3-5% launahækkun. Eðlilegt
er að laun bæjarfulltrúa hækki í
samræmi við aðra. Undirritaður
kom með þá tillögu, að ef þetta fyr-
irkomulag yrði samþykkt væri rétt
að bera það undir íbúana í bænum
samhliða kosningunum í vor. Allir
flokkarnir tala mikið um beint lýð-
ræði en sömu fulltrúar hafa ekki
viljað samþykkja þessa
tillögu einhverra hluta
vegna.
Félagslegar leigu-
íbúðir
Mikill biðlisti er eft-
ir félagslegum leigu-
íbúðum hér í Kópa-
vogi. Lítið hefur verið
keypt af íbúðum inn í
kerfið á undanförnum
árum. Undirritaður
lagði til í nóvember sl.
að ca 40 íbúðir yrðu
byggðar á næstu 2-3 árum. Þessari
tillögu var, að tillögu bæjarstjóra,
vísað í nefnd um húsnæðismál sem
ekkert hefur komið út úr. Samfylk-
ingin endurflutti svo tillögu und-
irritaðs í febrúar, ásamt viðbótum,
sem var samþykkt í bæjarstjórn
eftir mikil mótmæli oddvita meiri-
hlutaflokkanna. Þau voru ekki að
hugsa um sína minnstu systur og
bræður sem hafa ekki aðra valkosti
en að leigja í félagslega kerfinu.
Bæjarstjóri fékk matsfyrirtæki
til að lækka lánshæfismat Kópa-
vogsbæjar vegna þessarar sam-
þykktar og auglýsti lækkað mat
rækilega í öllum fjölmiðlum, jafnvel
þó hann í hinu orðinu héldi því fram
að hún væri ólögleg og stæðist ekki.
Hann fékk síðan Capacent til að
taka út stöðu á leigumarkaði í
Kópavogi. Þeir snillingar fundu það
út að offramboð væri á leiguíbúðum
í Kópavogi! Öfugt við öll nágranna-
sveitarfélögin! Bæjarstjórinn og
oddvitar Framsóknar og Kópavogs-
listans voru hæstánægðir. Staða
málsins er sú að ekkert hefur verið
gert.
Samningar og skuld-
bindingar við ýmis félög
Undanfarna mánuði hafa verið
gerðir samningar og viljayfirlýs-
ingar við ýmis félög um styrki og
uppbyggingu sem munu útheimta
gríðarleg fjárútlát á næsta kjör-
tímabili. Allt er þetta gert með það
að markmiði að safna atkvæðum í
prófkjöri og kosningum. Á meðan
sjálfsagt er að styðja félagasamtök
eins og unnt er miðað við aðstæður,
er ósanngjarnt að láta þá sem
minnst mega sín liggja óbætta hjá
garði meðan milljörðum er lofað í
samfélagslega léttvægari verkefni.
Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hef-
ur alltaf passað upp á að jafnræði sé
á milli allra málaflokka og haldið ut-
an um þá sem ekki hafa átt sér mál-
svara enda eru þeir ekki þurfalingar
heldur partur af okkur og okkar
samfélagi, við berum ábyrgð á því.
Traust og heiðarleiki á að vera
grundvöllur Sjálfstæðisflokksins
Það vakti athygli þegar formaður
fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi fór fram á að fá stuðnings-
mannalista hinna framboðanna til
bæjarstjórnar. Þetta er alveg nýr
þáttur í kosningabaráttu og hefur
ekki tíðkast í þann aldarfjórðung
sem ég hef verið í stjórnmálum í
Kópavogi. Þetta er Sjálfstæð-
isflokknum til vansa. Heyrst hefur
að þessi hugmynd hafi komið frá svo-
kölluðum pólitískum ráðgjafa bæj-
arstjóra, þeim hinum sama og sagði
á ÍNN að Kópavogsbúar væru fleiri
en Hafnfirðingar og Garðbæingar til
samans!
Af hverju er undirritaður að gagn-
rýna þessi atriði? Jú, ég vil sjá Sjálf-
stæðisflokkinn snúa aftur til fyrri
gilda þar sem mildi og mannúð er í
fyrirrúmi, sem í gegnum tíðina hefur
verið aðalástæðan fyrir velgengni
flokksins og þjóðarinnar. Ef menn
hafa þetta að leiðarljósi mun flokkn-
um ganga vel í kosningunum.
Hvað erað gerast
í Kópavogi?
Eftir Gunnar Inga
Birgisson »Ég vil sjá Sjálfstæð-
isflokkinn snúa aftur
til fyrri gilda þar sem
mildi og mannúð er í
fyrirrúmi.
Gunnar I. Birgisson
Höfundur er bæjarfulltrúi og
fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs.
Reyknesingar
unnu Kjördæmamótið
Sveit Reyknesinga sigraði með
minnsta mun í Kjördæmamótinu
sem að þessu sinni var spilað í Fær-
eyjum um sl. helgi. Mótið var spenn-
andi fram á síðasta spil en sveit
Norðurlands eystra leiddi mótið
lengst af. Reyknesingar fylgdu þeim
sem skugginn og svo skemmtilega
háttaði til að þessar sveitir mættust
í lokaumferðinni. Norðanmenn áttu
ein 14-15 stig fyrir leikinn en svo fór
að Reyknesingar unnu með minnsta
mun eftir æsispennandi lokaspil.
Lokastaða efstu sveita:
Reykjanes 345,31
Norðurland eystra 343,53
Reykjavík 311,53
Færeyjar 293,82
Spilarar nutu ferðarinnar enda
kunna Færeyingar betur en flestir
að taka á móti gestum. Meðal ann-
ars buðu þeir allri hersingunni í mat
og drykk fyrra spilakvöldið.
Kjötiðnaðarmeistarinn, Stefán
Vilhjálmsson, „liðskipari“ Akureyr-
inga, kann manna best að þakka fyr-
ir sig og sína en hann skrifaði m.a.
eftirfarandi í gestabók hótelsins:
„Spennandi Kjördæmakappingin var
og konungleg býráðsveitslan þar.
Okkar lið var þar alveg spes
en allra best stóð sig Reykjanes.“
Keppnisstjóri var Vigfús Pálsson.
Brids í Stangarhyl
Mánudaginn 19. maí var spilaður
tvímenningur hjá bridsdeild Félags
eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykja-
vík.Spilað var á 11 borðum.
Efstu pör í N/S:
Örn Isebarn – Ólafur Ingvarsson 275
Björn Árnason – Auðunn Guðmss. 238
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 235
Trausti Friðfinnss. – Guðlaugur Bessas.
233
A/V
Bergur Ingimundars. – Axel Lárusson 251
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 249
Guðm. Jóhannss. – Hrafnhildur Skúlad. 243
Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd. 239
Bridsfélag eldri borgara
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 13. maí var spilaður
tvímenningur með þátttöku 30 para.
Bræðurnir Sturla og Ormarr voru
í feikna stuði og þegar upp var stað-
ið enduðu þeir með 71% skor.
Efstu pör N/S: (% skor)
Óli Gíslason - Sverrir Jónsson 61,9%
Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnss. 59,5%
Albert Þorsteinss. - Björn Árnason 58,7%
A-V
Sturla Snæbjss. - Ormarr Snæbjss. 71,0%
Ólafur Ólafsson - Anton Jónsson 62,3%
Stefán Ólafss. - Haukur Guðmundss. 58,2%
Föstudaginn 16. maí var spilaður
tvímenningur með þátttöku 24 para.
Bestum árangri náðu í N/S:
Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss.
57,4%
Nanna Eiríksd. - Sigfús Skúlason 56,7
Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnss. 55,3
A-V
Tómas Sigurjónss. - Björn Svavarss. 67,6
Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss. 56,0
Bergljót Gunnarsd. - Hildur Jónsdóttir 53,0
Bridsfélag eldri borgara í Hafn-
arfirði spilar á þriðjudögum og
föstudögum í félagsheimili eldri
borgara, Flatahrauni 3 í Hafnar-
firði.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
huga okkar kaupmanna. Hraðakstur
á ekki við á Laugavegi. Umferðin er
hæg hvort sem um er að ræða um-
ferð gangandi eða akandi og þá er
heldur ekki rúm fyrir reiðhjólastíg,
enda ófært að fækka stæðum við
götuna meira – þvert á móti þarf að
fjölga stæðum. Í þessu sambandi er
rétt að horfa til götu sem allir lands-
menn þekkja, Striksins í Kaup-
mannahöfn, þar eru hjólreiðar bann-
aðar.
Verslun í miðbænum á í vök að
verjast, vegna þrenginga, lokana,
hækkunar bílastæðagjalda, fækk-
unar bílastæða og ýmissa fleiri þátta
sem borgaryfirvöld bera einkum
ábyrgð á. Reiðhjólastígur niður
Laugaveginn yrði enn til að draga úr
verslun við þessa helstu versl-
unargötu borgarinnar.
Fjölskyldubíllinn er sá fararmáti
sem flestir borgarbúar hafa kosið
sér og verslun fær ekki þrifist í
borginni nema íbúar geti komist um
á sínum bílum og lagt þeim auðveld-
lega. Við kaupmenn höfnum því að
aðgengi fótgangandi og bifreiða
verði skert með hraðakstursbraut
reiðhjóla á Laugavegi og hjólreiðum
á gangstéttum. Slíkt er aðför að
verslun og mannlífi í miðbænum.
» Flest heimili þurfa
bíl til að komast á
milli staða og til að geta
sinnt innkaupum, til
dæmis í miðbænum.
Höfundur hefur verið kaupmaður við
Laugaveginn frá árinu 1971.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar
alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.
Bréf til blaðsins
Fyrir nokkru síðan var til sýnis hjá rík-
issjónvarpinu mynd um erfið og óeðli-
leg samskipti innan fjölskyldu á banda-
rísku sveitaheimili.
Heimilisfaðirinn var
forhertur einvaldur
og enginn hafði til
þess kjark eða mátt
að rísa gegn ofstopa
föðurins sem hafði
meðal annars á sam-
viskunni sifjaspell
gagnvart dætrum
sínum ungum. Er
tímar liðu urðu dæturnar sjálfstæðari
og tóku að standa upp í hárinu á harð-
stjóranum föður sínum og misgjörðir
hans urðu nú öllum ljósar. Þetta er vel
gerð mynd og áhugaverð. Í harðlok-
uðum heimi sumra fjölskyldna gerast
ýmsir þeir hlutir sem ekki þola dagsins
ljós og manni verður hugsað til hinna
mörgu afskekktu heimila á Íslandi í
aldanna rás, mörg hver einangruð
mánuðum saman. Heimskunnir leik-
arar á borð við Jessica Lange og Jason
Robards skiluðu sínum hlutverkum
með ágætum eins og við mátti búast.
Ekki fylgdu með kynningu RÚV á
myndinni nein viðurkenningarorð né
var minnst á stórleikarana sem voru þó
nokkuð örugg trygging fyrir vel vörð-
um tíma fyrir framan sjónvarpið. En
myndin var ekki frá BBC eins og við
erum minnt á reglulega, en framleiðsla
þeirra fær oftar en ekki merkimiða sem
á stendur: vönduð, vel gerð, spennandi,
skemmtileg, ef ekki bráðskemmtileg,
vinsæl. Um þessar mundir er sýnd
mynd um kynskipting sem fæddist
karlkyns en telur sig eiga heima í lík-
ama konu; sem slík gerist hún leigu-
morðingi og fremur hina hroðalegustu
glæpi; mynd þessi skartar óvenju
subbulegum atriðum, jafnvel af breskri
mynd að vera, en í augum dag-
skrárdeildar RÚV er hún spennandi og
munu sumir áhorfenda klóra sér í höfð-
inu. Önnur mynd: Í mat hjá mömmu,
heldur hallærisleg framleiðsla en mein-
laus er að dómi RÚVskemmtileg ef
ekki bráðskemmtileg. Svona rausn með
jákvæð lýsingarorð fellur einnig sumu
efni frá Skandinavíu í skaut en mjög
sjaldan myndum frá Vesturheimi. Er-
um við að horfa í plógfar á heimilisakri
áróðurssamfélags hjá merkri rík-
isstofnun? Dæmin eru fleiri: Spilaborg-
in sem nýtur vinsælda og er bæði
„vönduð og vel gerð“ þótt RÚV láti
þess ekki getið. Hitt er til umhugsunar
að í kynningu er látið eins og að hér sé á
ferðinni einskonar heimilda- eða raun-
veruleikamynd; en auðvitað er þetta
skáldskapur sem er felldur í kunn-
uglegt umhverfi. Refskákir eru hluti af
valdatafli stjórnmálamanna í öllum
löndum og Spilaborginni mætti því
finna umgjörð víða um heim. Áhorf-
endur og skattgreiðendur sem eru vitni
að þessu geðþóttaframferði starfsfólks
hjá RÚV bíða þess að endurhæfing fari
fram eða jafnvel tilfærsla í starfi. Það
er ekki ásættanlegt að fólk sem er í
pólitískri bóndabeygju einhvers rétt-
trúnaðarins ráði yfirbragði fjölmiðils
sem á að heita þjónustufyrirtæki í al-
mannaeigu.
EMIL ALS,
læknir.
Slagsíða
Frá Emil Als
Emil Als