Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Ég er svo heppin að
hafa ekki fatlast fyrr á
lífsleiðinni, og hafa því
ekki þurft að berjast
fyrir tilveru minni og
sjálfsögðum mannrétt-
indum í áratugi. Haf-
andi farið hér um bæi,
borg og landið mitt án
hækja, göngugrindar
eða hjólastóls man ég
vel að aðgengi að hin-
um og þessum stöðum
skipti mig litlu sem engu máli þá, ég
pældi lítið í því hvort eða hvernig
því væri háttað.
Ég þurfti heldur ekki að spá í að
fá fólk til að þrífa heimili mitt,
glugga, bíl eða sinna garðverkum,
hjálpa mér að halda matarboð, baka,
fara með mér í skóla og svo mætti
lengi telja, ég gat þetta allt sjálf.
Það var því kannski mátulegt á
mig að takast á við hugsunarleysi
undanfarinna áratuga þegar ég,
komin í hjólastól, ætlaði að fara á
sömu staði og ég hafði áður hlaupið
inn á, í hugsunarleysi mínu. Því velti
ég því upp hér og nú, hvernig dag-
legt líf þitt ágæti frambjóðandi, væri
ef þú þyrftir að vera í hjólastól
næsta mánuðinn eða árin? Vildir þú
komast um bæinn þinn eða borgina
þína og inn á þá staði sem þú fórst á
áður?
Gætir þú heimsótt vini og ætt-
ingja eða búa þeir í lyftulausum
blokkum?
Gætir þú komist inn á veitinga-
hús, skemmtistaði, bíó eða í skóla
barna þinna?
Vildir þú hafa val um að fá NPA-
aðstoð?
Vildir þú lifa mannsæmandi lífi og
hafa valmöguleika um hvernig þú
háttaðir þínu lífi?
Í eftirfarandi orðum
felast skýr skilaboð:
Allir einstaklingar,
hvort sem þeir glíma
við líkamlegar, fé-
lagslegar eða andlegar
hindranir, eigi mögu-
leika á sjálfstæðu lífi,
með reisn og fái til
þess aðstoð ef þarf.
Ég velti þessu hér
upp af því að nú veit ég
að öryrkjar og fatlað
fólk njóta ekki sömu
mannréttinda og aðrir.
Nú hef ég reynt á eigin
skinni aðgengisleysi, skilningsleysi
og skort á skynsemi þeirra sem með
vald fara. Ég hef fengið klapp á
vangann og verið kölluð auminginn,
en ég hef líka notið skilnings og séð
aðgengismálum kippt í lag. Hug-
arfar gagnvart málefnum fatlaðs
fólks þarf að breytast. Fatlað fólk er
hluti af samfélaginu og í okkar fá-
menna samfélagi er hver ein-
staklingur jafn dýrmætur öðrum.
Fatlað fólk hefur barist fyrir að-
gengi öllum til hagsbóta í meira en
hálfa öld, er ekki komið að því að að-
gengismál verði svo sjálfsögð og
fólk svo meðvitað um þau að hægt
sé að taka þau af dagskrá? Bætt að-
gengi gagnast ófrískum konum,
eldra fólki, sveitarstjórum, hjarta-
sjúklingum, borgarstjóranum, lækn-
um, verkfræðingum, bygginga-
fulltrúum og börnum. Við munum
öll njóta betra aðgengis. Eins velti
ég því upp hvort ekki sé kominn tími
á að kippa út tekjutengingu við
maka? Mannréttindi eru brotin á
fötluðu fólki í dag, það er staðreynd,
hvernig ætlar þitt framboð að laga
það? Er á ykkar stefnuskrá það
sama og Jón Gnarr hafði á sinni
stefnuskrá „svona allskonar fyrir
aumingja“? Ég beini hér spurn-
ingum til ykkar sem eruð nú í fram-
boði til sveitarstjórna og borg-
arstjórnar:
Hvað er á stefnuskrá þíns fram-
boðs varðandi málefni fatlaðs fólks?
Hvernig ætlið þið að tryggja að
málefnum fatlaðs fólks verði betur
sinnt af sveitarfélaginu en ríkinu?
Hvað telur þitt framboð vera
brýnast að bæta hvað varðar rétt-
indi, þjónustu og aðra hagsmuni
fatlaðra og/eða langveikra barna og
fullorðinna?
Hvernig ætlar þitt framboð að
bæta og tryggja einstaklingsbundna
ferðaþjónustu fatlaðra?
Hvernig sér þitt framboð fyrir sér
þróun búsetuúrræða fyrir fatlað fólk
í sveitarfélaginu?
Munuð þið beita ykkur fyrir því
að NPA verði raunverulegur val-
kostur fyrir þá sem þess óska?
Mun þitt framboð beita sér fyrir
bættu aðgengi í sveitarfélaginu/
borginni?
Mun þitt framboð beita sér fyrir
því að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga
verði samræmd bótum Trygg-
ingastofnunar ríkisins og taki ekki
miða af tekjum maka?
Mun þitt framboð beita sér fyrir
því að fjölga störfum í sveitarfé-
laginu fyrir fólk með skerta starfs-
getu?
Munuð þið hafa mannréttindi að
leiðarljósi?
Er „allskonar fyrir
aumingja“ á stefnuskrá?
Eftir Þuríði Hörpu
Sigurðardóttur » Allir vilja geta
stjórnað lífi sínu,
enginn vill vera sviptur
tækifærum. Eru mann-
réttindi höfð að leið-
arljósi varðandi fatlað
fólk?
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri Ný-
prents og grafískur hönnuður.
Laugardaginn 17.
maí síðastliðinn var
skoðanakönnun fyrir
sveitarstjórnarkosn-
ingarnar í Mosfellsbæ
birt í Morgunblaðinu.
Ef niðurstaða kosning-
anna yrði samkvæmt
henni myndi Sjálf-
stæðisflokkurinn fá 7
af 9 bæjarfulltrúum,
Samfylkingin einn og
Vinstri grænir einn. Önnur framboð
næðu ekki manni inn. Það sem slær
mann er að Sjálfstæðisflokkurinn
fengi 78% bæjarfulltrúa fyrir 55,7%
atkvæða. Það er því ljóst að það yrði
dýrkeypt að skila auðu atkvæði eða
til framboðs sem nær ekki inn
manni.
Atkvæði til VG er atkvæði til
Sjálfstæðisflokksins
Ekkert samfélag hefur gott af því
að einsleitar skoðanir eins stjórn-
málaflokks hafi svo afgerandi áhrif á
stjórnun bæjarins. Sérstaklega ekki
þegar allt bendir til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn muni velja áfram-
haldandi samstarf við VG, sem í ljósi
könnunarinnar myndi hafa þau áhrif
að núverandi minnihluti í bæj-
arstjórn fengi engan kjörinn fulltrúa
í ráð og nefndir bæjarins.
Það má í raun segja að atkvæði til
VG sé atkvæði til Sjálfstæðisflokks-
ins. Á því kjörtímabili sem er að
ljúka vildi VG kúra í hlýjum faðmi
Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að
hafa lítil áhrif á stjórnun bæjarins,
enda Sjálfstæðisflokkurinn með
meirihluta án VG. Sjálfstæð-
isflokknum finnst gott að hafa með
sér hlýðinn fylgdarsvein sem trygg-
ir, ef þörf er á, að meirihlutinn haldi.
Nýlega var fest á filmu og birt á
samfélagsmiðlunum þegar Karl
Tómasson, fráfarandi oddviti VG,
fékk með miklum heiðri afhent
fyrsta prentaða eintakið af stefnu-
skrá Sjálfstæðisflokksins. Þetta
hjónaband VG og Sjálfstæðisflokks-
ins er líklegt til að halda áfram eins
og viðbrögð oddvita
flokkanna við könn-
uninni sýndu.
Kominn tími á
breytingar
Eftir 12 ára valdatíð
Sjálfstæðisflokksins og
átta ára samstarf við
VG er kominn tími á
breytingar! Samfylk-
ingin hefur verið helsta
mótvægið við meirihlut-
ann í bæjarstjórn Mos-
fellsbæjar. Við höfum veitt mál-
efnalegt aðhald og talað fyrir góðum
og mikilvægum málum. Málefna-
legar áherslur okkar síðustu ár sam-
ræmast algjörlega stefnumálum
okkar fyrir komandi kosningar og
sýna að við erum trúverðug og fylgin
okkur. Atkvæði til okkar mun skila
sér í raunverulegum aðgerðum.
Stefnumál okkar má kynna sér á
vefsíðu okkar xs.is/mos og á facebo-
ok: Samfylkingin í Mosfellsbæ.
Áskorun til kjósenda
Það er nauðsynlegt að kjósendur
bregðist við og tryggi að Sjálfstæð-
isflokkurinn verði ekki einráður í
bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Ekki er
mikið skárra að greiða fylgdarsvein-
unum í VG atkvæði, því það er nán-
ast eins og að greiða atkvæði til
Sjálfstæðisflokksins. Ég skora á
kjósendur í Mosfellsbæ að efla rödd
Samfylkingarinnar í bæjarstjórn.
Eins og sést á ofangreindu er Sam-
fylkingin helsti og besti kosturinn.
Óhugnanleg
skoðanakönnun
Eftir Kjartan
Due Nielsen
Kjartan Due Nielsen
» Sjálfstæðisflokk-
urinn fær 7 af 9 bæj-
arfulltrúum í Mos-
fellsbæ í nýlegri
skoðanakönnun Mbl.
Það er óhugnanleg nið-
urstaða fyrir lýðræðið ef
svo reynist.
Höfundur er frambjóðandi Samfylk-
ingarinnar í Mosfellsbæ.
Undanfarin fjögur ár
hefur núverandi meiri-
hluti í borgarstjórn
Reykjavíkur unnið að
því leynt og ljóst að
gera einn samgöngu-
máta tortryggilegan og
gera þá sem kjósa að
nota fjölskyldubílinn
sem samgöngutæki að
annars flokks borg-
arbúum. Á sama tíma
er reynt með öllum til-
tækum ráðum að stjórna því hvernig
fólk ferðast og þröngva fólki á þá
samgöngumáta sem þeim sem ráða
hugnast best. Þessi forsjárhyggja er
farin að minna óþyrmilega á stjórn-
unarhætti í Norður-Kóreu.
Samgöngur eru ein af þeim veitum
sem sveitarfélögum ber að halda úti
fyrir íbúana, alveg eins og hitaveita,
vatnsveita, fráveita o.s.frv. „Sam-
gönguveitan“ samanstendur af mis-
munandi gerðum umferðar, sem all-
ar eiga að vera jafn réttháar. Fólk á
rétt á að velja hvort það kýs að
ganga, hjóla, nota almennings-
samgöngur eða fjölskyldubílinn. Það
er nákvæmlega engin ástæða til að
mismuna, eða etja þessum aðferðum
til að ferðast hverri á móti annarri.
Aðrar þjóðir og borgir gera það ekki,
heldur sjá til þess að þetta vinni allt
saman, samfélaginu til heilla.
Staðreyndin er sú, að um eða yfir
80% Reykvíkinga hafa kosið að nota
fjölskyldubílinn sem helsta sam-
göngutæki sitt. Þau 20% sem eftir
standa nota og hafa fullan rétt til
þess að velja annað, en jafnvel þeir
nota fjölskyldubílinn einnig, þegar
þeir telja sig þurfa
þess.
Bílar og samgöngu-
mannvirki eru því eitt
mikilvægasta sam-
skiptakerfi okkar og
grundvöllur vöruflutn-
inga, þjónustu og að
fólk geti hitt hvert ann-
að þegar það vill. Það er
eins og þeir sem nú
beita sér hvað mest
gegn því að fólk noti
bíla líti svo á, að bíllinn
sé einhverskonar
skepna, sem ætli sér að
útrýma mannkyninu, en svo er ekki.
Bíll er bara tæki sem við mannfólkið
höfum fundið upp til að gera líf okkar
betra og þægilegra. Í hverjum bíl er
fólk, sem hefur valið að fjárfesta í
þessu tæki, greiðir fullt af sköttum
fyrir þægilegheitin og á heimtingu á
þjónustu að sama skapi. Þeir sem
nota fjölskyldubílinn greiða mun
hærri opinber gjöld til samfélagsins
en þeir sem kjósa aðra samgöngu-
máta, auk þess að skapa þúsundir
starfa.
Mjög stór hópur fólks á ekki annan
möguleika en að nota fjölskyldubíl-
inn til að komast á milli staða. Það
eru ekki allir sem hafa heilsu eða
löngun til að hjóla eða ganga af ýms-
um ástæðum. Margir geta ekki notað
annað vegna vinnu sinnar, fjarlægða
o.fl. Síðan búum við hér á norð-
urhjara veraldar og því hefur veð-
urfar mikið að segja, sem og fjar-
lægðir í dreifbýlu og stóru landi.
Mestu skiptir þó að allar gerðir
samgangna séu greiðar, hagkvæmar,
mengunarlitlar og umfram allt
öruggar. Allar þjóðir glíma við að
láta alla samgöngumáta vinna sam-
an. Nægir þar að nefna Hollendinga,
en þeim tekst að vera öruggasta land
í heimi þegar kemur að fjölda um-
ferðarslysa, enda hafa þeir látið alla
samgöngumáta þróast í sátt og sam-
lyndi.
Stefna núverandi meirihluta í
Reykjavík er þveröfug. Nú á að
þvinga meirihluta borgarbúa til að
nota þann samgöngumáta sem eru
leiðtogunum þóknanlegur og reyna
að steypa öllum í þeirra persónulega
mót. Þeir sem nota fjölskyldubílinn
eru gerðir að annars flokks borg-
urum og allt gert til að hindra þeirra
för með tilheyrandi kostnaði og töf-
um fyrir þá sem eru akandi og óþarfa
mengun og sóun fyrir samfélagið.
Gerður var samningur við síðustu
ríkisstjórn um að fara í engar fram-
kvæmdir í samgöngumálum í
Reykjavík. Viðhald er nánast ekkert
og því allar götur að molna niður.
Þessari þróun þarf að snúa við og
það er tækifæri til þess 31. maí næst-
komandi. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur skýra stefnu í þessum málaflokki.
„Sjálfbærar skynsamar samgöngur
fyrir alla.“
Hvers eiga 80% íbúa
Reykjavíkur að gjalda?
Eftir Ólaf Kristin
Guðmundsson »Núverandi meiri-
hluti borgarstjórnar
Reykjavíkur hefur verið
í heilögu stríði gegn
þeim sem kjósa að nota
fjölskyldubílinn til sam-
gangna.
Ólafur Kristinn
Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um bættar
samgöngur og frambjóðandi Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
Dóra Magnúsdóttir,
sem skipar 8. sæti á
lista Samfylkingar fyr-
ir komandi borg-
arstjórnarkosningar,
ritaði grein sem birtist
í Morgunblaðinu 7.
maí síðastliðinn undir
yfirskriftinni „Aðförin
ógurlega að einkabíln-
um“. Grein Dóru eru
um margt góð og laus
við þann ofstopa sem einkennir sum
flokkssystkini hennar, en því miður
þá heldur hún eftir flestum aðal-
atriðum málsins í grein sinni.
Þar nefnir hún þó að frelsið sé
yndislegt á bíl og undir það má taka.
Flest heimili þurfa bíl til að komast á
milli staða og til að geta sinnt inn-
kaupum, til dæmis í miðbænum.
Dóra ræðir um að hún hjóli líka og
kvartar undan því að ökumenn svíni
fyrir sig. Að sjálfsögðu þurfum við
öll að sýna tillitssemi í umferðinni,
en ógætilegar hjólreiðar eru líka
staðreynd og með ýmsum aðgerðum
Samfylkingarinnar hefur verið
svínað á fótgangandi og þeim sem
ferðast með fjölskyldubílnum.
Árið 2012 tók flokkur Dóru upp á
því að afnema bann við hjólreiðum á
gangstéttum á Laugavegi, en það
bann var á sínum tíma lagt á vegna
mikillar slysahættu. Hvergi á land-
inu er jafnmikil umferð
gangandi vegfarenda
og á Laugavegi. Raunar
stóð Samfylkingin að
ákvörðuninni með ólög-
mætum hætti. Hjólreið-
ar á gangstéttum við
Laugaveg eru aðför að
verslun við götuna.
Ég tek undir með
Dóru að rétt sé að bæta
aðgengi reiðhjólafólks
með reiðhjólastígum –
en aðeins þar sem það á
við. Í þröngum götum
gamla bæjarins er ekki rúm fyrir
reiðhjólastíga. Nýlega voru tekin
tæplega sextíu bílastæði af Hverf-
isgötunni til að rýma fyrir reiðhjóla-
stígum. Og þá stendur til að fækka
bílastæðum á Frakkastíg úr 57 í 19
til að koma fyrir reiðhjólastíg. Ráð-
ist er í þessar framkvæmdir á sama
tíma og þörf fyrir bílastæði fer hratt
vaxandi, sér í lagi vegna fjölgunar
hótela í miðbænum. Álitið er að um
þriðjungur hótelgesta í miðbænum
sé á bílaleigubílum.
Nýverið héldum við nokkrir kaup-
menn til fundar við átta embætt-
ismenn umhverfis- og skipulagssviðs
borgarinnar vegna fyrirhugaðra
framkvæmda á Laugavegi, en þar
eru meðal annars uppi áform um að
koma fyrir hjólreiðastíg á Lauga-
vegi, milli Skólavörðustígs og
Snorrabrautar. Reiðhjólabraut á
þessum stað kemur ekki til greina í
Aðförin að
versluninni
Eftir Jón
Sigurjónsson
Jón Sigurjónsson