Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 Mónakó-mótið er talsvert eldri viðburður en Formúlu 1-mótaröðin enda fyrst ekið þar árið 1929, eins og fyrr sagði, og fagnar því kapp- aksturinn sá 85 ára afmæli í ár. Þeg- ar stofnað var til Formúlu 1 árið 1950 var Mónakó vitaskuld höfð með í mótaröðinni enda þá þegar búin að skapa sér sterkt nafn í heimi kapp- akstursíþrótta, enda tilheyrði keppnin þá hinum virtu „Grand Prix“-keppnum, sem FIA stendur fyrir, síðan 1946. Nöfnin dregin úr hatti Þess má geta að uppstilling á rás- marki í takt við aksturstíma í tíma- töku er fyrirkomulag sem fyrst var tekið upp í Mónakó árið 1933; áður voru miðar með nöfnum ökumanna settir í hatt og svo dregið úr. Form- úla 1 hefur haft þennan hátt á allt frá upphafi. Þá hefur það vitaskuld ekki slegið á ljómann í kringum keppnina að vettvangurinn, furstadæmið og skattaparadísin Mónakó, hefur löngum verið leikvöllur þotuliðsins, hinna ofurríku og heimsfrægu. Fyr- ir vikið er stjörnufansinn meðal áhorfenda hvergi eins þéttur og í kringum Mónakó-kappaksturinn og varla finnst laust pláss til að leggja snekkju að í höfninni um þá helgi sem mótið fer fram. Glimmerið á yfirsnúningi Glamúrinn, glaumurinn og glimm- erið er á yfirsnúningi, ekki síður en öskrandi vélarnar í Formúlu 1-fák- unum sem æða um göturnar í von um sigur. Enda er það svo að öku- menn leggja allt í sölurnar, þenja bílinn að þolmörkum og tefla á tæp- asta vað enda augu heimsbyggð- arinnar á þeim sem aldrei fyrr – að ekki sé minnst á öll rándýru merkja- vörusólgleraugun sem sitja á nefjum heimamanna. Það er ekki verra að ganga í augun á hinum innfæddu og aðfluttu því þau eru öllsömul millj- arðamæringar. Til að hámarka nú örugglega samlegðaráhrifin við Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðina í Can- nes, sem er ekki minni vettvangur fyrir hina ríku og frægu, var mótið í ár fært til svo þessir tveir stór- viðburðir á glamúr-dagatalinu lægju nær hvor öðrum. Enda vitaskuld óþarfi að láta einkaþoturnar sendast óþarfa snúninga til og frá, eða hvað? Framundan er því ein allra skemmtilegasta og óvenjulegasta keppnin í Formúlu 1, sjálf „Mónakó- múlan“. Hvort Lewis Hamilton fær of- birtu í augun af glysinu og fatast í framhaldinu flugið verður að koma í ljós en fátt annað virðist um þessar mundir geta komið í veg fyrir áframhaldandi yfirburði Mercedes- liðsins. Hvernig sem fer má alltént bóka ómengaða skemmtun sem fel- ur í sér ákveðinn hápunkt á aksturs- íþróttadagatalinu og enginn áhuga- maður um kraftmikla bíla eða lífsstíl hinna ríku og frægu má láta framhjá sér fara. Hinn frægi kappakstur þotuliðsins  Kappakstursbrautin í Mónakó er sú erfiðasta af öllum í Formúlu 1-mótaröðinni  Keppnin fer fram um helgina  Hún var færð til og verður á sama tíma og Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Cannes Sólbað Snótir sleikja sólskinið við dynjandi undirspil formúlubílanna. Mónakó Sprett úr spori innan um fólksmergð á aðra hönd og snekkjufjöld á hina. Umgerð keppninnar er engu lík. SVIÐSLJÓS Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Hún er erfiðasta brautin af öllum í Formúlu 1-mótaröðinni, sú hægasta af þeim öllum sömuleiðis og hvergi má ökumaður gera minnstu mistök ef ekki á illa að fara. Samt er Móna- kó draumur allra ökumanna. Hinn sögufrægi Mónakó-kappakstur fer fram næstkomandi sunnudag, 25. maí, og hefst klukkan 12 á hádegi að íslenskum tíma. Tímatakan fer fram daginn áður, laugardag, og hefst á sama tíma. Allt frá því keppni hófst í Mónakó árið 1929 hefur brautin notið marg- víslegrar sérstöðu meðal annarra keppnisbrauta í Formúlu 1. Fyrst er auðvitað að nefna að keppnin fer ekki fram á sérstakri aksturs- íþróttabraut heldur er ekið um göt- ur Monte Carlo, götur sem aðra daga ársins þjóna venjulegri fólksbílaumferð. Brautin á engu að síður sína spennandi hraðakst- urskafla, ekki síst undirgöngin margfrægu sem liggja að snekkju- höfninni, svo kappakstursbílarnir fá að spretta úr spori í bland við snún- ar u-beygjur og örar hraðabreyt- ingar hvarvetna. Þá eru hækkanir og samsvarandi lækkanir á braut- inni sem hvergi annars staðar bjóð- ast í Formúlu 1. Eins og að hjóla í stofunni Allt þetta gerir brautina að gríð- arlegri þolraun fyrir bíla jafnt sem ökuþóra. Ekki að furða að Grand Prix de Monte Carlo sé á goðsagna- kenndum stalli og fátt jafnast á við keppnina nema ef vera skyldi 24 klukkustunda þolaksturinn í Le Mans. Það er ekki út í bláinn að Mónakó er talin mesta þolraunin í Formúlu 1. Hinn brasilíski Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hafði gjarnan á orði að „kapp- akstur í Mónakó væri eins og að fara um á reiðhjóli í stofunni heima“. Orð að sönnu. Með hliðsjón af því hversu skært stjörnunar skína í Mónakó þarf því ekki að koma á óvart að sigursælasti ökuþór allra tíma á brautinni er sjarmatröllið Ayrton heitinn Senna; hann vann mótið alls sex sinnum og þar af fimm sinnum í röð, 1989 til og með 1993. Alls komst hann átta sinnum á verðlaunapall á þeim tíu mótum sem hann keppti á í Mónakó. Af öðrum ökuþórum sem gerðu garðinn frægan á götum furstadæmisins má nefna Graham Hill (föður Damons, heimsmeistara í F1 1996), sem hafði sigur alls fimm sinnum á sjöunda áratugnum og var fyrir bragðið nefndur „Mr Monaco“. Michael Schumacher á einnig að baki fimm sigra á götum Monte Carlo – 1994, 1995, 1997, 1999 og 2001 – og á auk þess hraðasta hring sem þar hefur verið ekinn, 1:14.439. Michael Schumacher hefur löngum verið ástmögur íbúanna og það er víst að margir hugsa til hans og senda baráttukveðjur þar sem hann ligg- ur enn þungt haldinn eftir skíðaslys um síðustu áramót. STJÖRNURNAR SKÍNA Í MÓNAKÓ Ayrton Senna Keppnin Formúlubílarnir liðast um krákustigu Mónakóbrautarinnar. Senna hefur oftast unnið Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 UNFURL kr. 109.000 Svefnbreidd 120x200 UNFURL deluxe kr. 129.900 Svefnbreidd 120x200 RECAST kr. 129.900 Svefnbreidd 140x200 TRYM Svefnsófi kr. 198.900 I Svefnbreidd 140x200 SVEFNSÓFAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.