Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is „Ég er mjög sátt með niðurstöðuna. Við náðum í raun öllum okkar mark- miðum,“ segir Kristín Á. Guðmunds- dóttir, formaður Félags sjúkraliða, en samningsaðilar skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær eftir rúman 26 klukkustunda langan fund. Kjarasamningurinn nær til félags- manna í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR sem vinna hjá SFV, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Verkfalli sjúkraliða, sem varði í um þrjár klukkustundir í gær, hefur því verið frestað og starfsemi hjúkrun- arheimila er komin aftur í fyrra horf. Samningurinn felur í sér um 8% launahækkun og umtalsverðar bæt- ur í réttindamálum sjúkraliða. Launahækkunin felst annars vegar í 2,8% hækkun í samræmi við almenn- ar launahækkanir og 4,8% hækkun í samræmi við jafnlaunaátak ríkis- stjórnarinnar á heilbrigðisstofnun- um. Helstu breytingarnar varðandi réttindamálin felast í samræmdum reglum um ráðningar, áminningar og uppsagnir starfsmanna. „Slíkan kafla hefur vantað. Við höfum verið með undirritað samkomulag um uppsagnir við sumar stofnanir en eftir að við töpuðum máli gegn Hrafnistu fyrir Hæstarétti vegna uppsagnar á starfsmanni þar sem niðurstaðan var sú að þessi sam- komulög væru einskis virði hefur verið ljóst að við þyrftum að fá þetta inn í samninginn,“ segir Kristín. Réttindakaflinn er sniðinn eftir lög- um um réttindi og skyldur ríkis- starfsmanna hvað varðar nauðsyn áminningar áður en til uppsagnar kemur. Ekki náðist að knýja fram afturvirka leiðréttingu á launum til eins árs líkt og sjúkraliðar fóru fram á, en þó var samið um bætur í því formi að laun vegna verkfallsdaga verða ekki dregin frá heildarlaunum. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Timbur úr Ísafjarðarkirkju sem brann í júlí árið 1987 verður nýtt til viðhalds og viðgerða friðaðra og frið- lýstra húsa, ef farið verður að tillögu húsafriðunarnefndar þess efnis. Þetta kom fram í fundargerð húsa- friðunarnefndar. Timbrið var varðveitt og komið í geymslu undir bárujárnsþaki í Engi- dal þegar kirkjan var rifin niður. Nú, 27 árum eftir brunann, óskaði séra Magnús Erlingsson, fyrir hönd Ísa- fjarðarsóknar, eftir að Minjastofnun Íslands tæki afstöðu til þess hvað gera ætti við timbrið. Timbrið neðst í staflanum hefur dregið í sig raka en það sem er ofan á virðist heillegt. „Ef timbrið er heilt þá er hægt að byggja úr gömlum við og kjörið að nýta efnið í viðgerðir á eldri húsum,“ sagði Magnús Skúlason, formaður húsafriðunarnefndar. Í þessu samhengi nefnir hann dæmi um kirkju sem Þórður Tóm- asson í Skógum byggði, m.a. úr gömlu viðum og byggingarhlutum. „Það er alltaf draumur hjá ein- hverjum hópi fólks að endurreisa kirkjuna á Ísafirði. Persónulega tel ég að hún verði ekki endurreist,“ seg- ir Magnús og bendir á að um 206 frið- aðar kirkju sé víðsvegar að finna á Ís- landi. Margar þeirra þarfnast viðhalds, oft eru söfnuðir litlir og fátækir og þar af leiðandi erfitt fyrir þá að standa undir viðhaldskostnaði. Vilja friðlýsa Hallgrímskirkju Í fundargerðinni mælti húsafrið- unarnefnd m.a. með friðlýsingu Vatn- eyrarbúðar, eins sögufrægasta húss á Patreksfirði, og gamla barnaskólans á Bíldudal. Þá lagði Minjastofnun fram tvær tillögur að friðlýsingu. Annars vegar Bergstaðastræti 70 og hins vegar Hallgrímskirkju í Saurbæ. Nefndin er ráðgefandi fyrir Minja- stofnun Íslands. Forsætisráðuneytið tekur síðan ákvörðun um friðlýsingu húsa. Gamalt timbur í viðgerðir  Timbur úr Ísafjarðarkirkju sem brann í júlí árið 1987 verður nýtt til viðhalds friðaðra og friðlýstra húsa, ef farið verður að tillögu húsafriðunarnefndar Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Ísafjarðarkirkja Kirkjan varð eldi að bráð árið 1987. Timbrið úr henni var varðveitt þegar hún var rifin niður og verður líklega nýtt í friðlýst hús. „Við höfum fengið mikla mótspyrnu við réttindakaflanum frá for- ráðamönnum stofnana,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. Hann segir að sátt hafi ekki verið um þrengri heimildir til uppsagna. „Á almennum vinnumarkaði er hægt að segja fólki umsvifalaust upp en nú er gert ráð fyrir að það þurfi áminningu og starfsmanni skal vera gefið færi á að tala sínu máli. Ástæður fyrir uppsögn þurfa að vera mál- efnalegar og starfsmenn munu eiga möguleika á að bæta sig áður en þeim er sagt upp,“ segir Árni. Hann segir réttindamálin hafa verið til mikilla vandræða og ósamræmd á milli stofnana og er því mjög sáttur með að réttindakaflanum hafi loks verið komið saman með þessum hætti. Mótspyrna við réttindakafla RÉTTINDI STARFSMANNA ORÐIN SKÝRARI Morgunblaðið/Kristinn Karphúsið Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Félags sjúkraliða, gæddu sér á gómsætum vöfflum, þegar nýr kjarasamningur var loksins í höfn, eftir langa og stranga samningslotu. Samningur í höfn hjá sjúkraliðum  Um 8% launahækkun og umbætur í réttindamálum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tékkar munu sinna loftrýmisgæslu við Ísland í október og nóvember í haust. Fjórar til sex orrustuþotur koma hingað vegna þessa og fylgir þeim um 50 manna starfslið. Vefur tékkneska dagblaðsins Prague Post greinir frá þessu og er haft eftir Martin Stropnický, varnar- málaráðherra Tékklands, að fyrir- huguð þriggja vikna loftrýmisgæsla við Ísland verði framlengd um nokkrar vikur. Segir þar jafnframt að tékkneskar Jas-39 Gripen orrustuþotur verði notaðar við gæsl- una og að tékknesk og íslensk stjórn- völd muni deila kostnaðinum. Kostar 10-15 milljónir Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, segir að kostn- aður íslenskra stjórnvalda vegna þessa verði 10-15 milljónir. Á móti skapi eftirlitið ýmsar tekjur. Eftir að herlið Bandaríkjamanna yfirgaf Ísland árið 2006 samþykkti fastaráð Atlantshafsbandalagsins, NATO, að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland og er þetta í fyrsta sinn sem Tékkar taka þetta að sér, að sögn Ásgríms. Hann segir loftrýmisgæslunni vera sinnt að jafnaði þrisvar á ári. Það sem af er árinu 2014 hafi farið fram þjálfunarverkefnið „Iceland Air Meet 2014“ í febrúar. Þátttak- endur komu frá Íslandi, Noregi, Hol- landi, Svíþjóð, Finnlandi og Banda- ríkjunum. Bandaríkjamenn hafi undanfarna viku sinnt eftirlitinu við Ísland og verði hér áfram næstu tvær vikur. Bandaríkjamenn sinna eftirliti ár hvert og Kandamenn, Danir og Norðmenn annað hvert ár, aðrar NATO-þjóðir svo til skiptis. Tékkar sinna loftrýmisgæslu  Koma með 4 til 6 orrustuþotur í haust Morgunblaðið/Þórður Á Keflavíkurflugvelli Frá „Iceland Air Meet 2014“-æfingunni í febrúar. Hinn 27. júlí árið 1987 brann Ísa- fjarðarkirkja og var mikið skemmd eft- ir brunann. Hún var tek- in niður og ný kirkja var vígð árið 1995. Talið var að kviknað hefði í henni út frá rafmagni. Gamla kirkjan var vígð árið 1863 og var því 124 ára gömul þegar hún brann. Hún var reist af þáverandi sókn- arpresti, Hálfdáni Einarssyni, og syni hans, Einari. Kirkjan var í hefðbundnum 19. aldar stíl með myndarlegri forkirkju og set- lofti og stór miðað við sveita- kirkjur þess tíma. 124 ára þeg- ar hún brann ÍSAFJARÐARKIRKJA Predikunarstóll gömlu kirkjunnar. Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is PARKETFLÍSAR ekkert að pússa og lakka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.