Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014
Hverfisskipulag er tegund deili-
skipulags fyrir þegar byggð hverfi
þar sem vikið er frá kröfum sem
gerðar eru um framsetningu deili-
skipulags fyrir nýja byggð. Í hverf-
isskipulagi skal setja almennar
reglur eða skilmála um yfirbragð,
þróun og varðveislu byggðarinnar.
Taka skal afstöðu til ónýttra bygg-
ingarheimilda ef fyrir liggja og
heimilt er að setja fram almennar
reglur, leiðbeiningar og fyrirmæli
um umfang og yfirbragð mann-
virkja, breytingar og viðhald hús-
eigna í stað byggingarreita og skil-
mála um nýtingarhlutfall eða
byggingarmagn, að því tilskildu að
framkvæmdaheimildir séu skýrðar
með fullnægjandi hætti.
Tvíþættur tilgangur
Tilgangur og markmið hverf-
isskipulags er í megindráttum tví-
þætt, að því er fram kemur á
heimasíðu verkefnisins:
„Annars vegar er markmiðið að
vinna heildarskipulag fyrir öll
hverfi borgarinnar með það að leið-
arljósi að sameina gildandi
deiliskipulagsáætlanir og skilmála
fyrir viðkomandi hverfi í eina skipu-
lagsáætlun með almennum bygg-
ingar- og skipulagsheimildum sem
einfalda skipulagsyfirvöldum fram-
og eftirfylgni skipulagsáætlana fyr-
ir hverfi borgarinnar. Íbúum borg-
arinnar verður þannig einnig gert
einfaldara fyrir að sækja um breyt-
ingar á eigin húsnæði innan ramma
almennra byggingar- og skipulags-
skilmála viðkomandi hverfis án þess
að þurfa að fara í kostnaðarsamar
breytingar á skipulagi. Hverf-
isskipulaginu er einnig ætlað að
brúa bilið og tengja með því betur
saman aðalskipulagsstig og hverfis/
deiliskipulagstigið
Hins vegar er hverfskipulagi
borgarinnar ætlað að leggja grunn
að þróun hverfa borgarinnar inn í
framtíðina með skipulagslausnum,
framkvæmdum og öðrum aðgerðum
á vistvænum forsendum. Með vist-
vænum lausnum og umhverfisvænni
hugsun mætum við kröfum samtím-
ans um leið og við gætum með
ábyrgum hætti að hag komandi
kynslóða. Að koma á vistvænni
byggð í hverfum borgarinar er
þannig liður í að nálgast markmið
um sjálfbæra þróun og stefnumótun
Reykjavíkurborgar í þá átt.“
Njarðargatan minnir marga á götu-
myndir sunnan úr Evrópu.
Morgunblaðið/Golli
Þróun inn í
framtíðina
„Það er ákveðinn sigur að mál-
ið hafi verið afgreitt með þess-
um hætti,“ segir Júlíus Vífill
Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, um bókun
borgarráðs. „Dagur B. Eggerts-
son hafði lýst því yfir í fjöl-
miðlum að hann ætlaði að setja
málið aftur inn í borgarkerfið til
einhverrar óljósrar meðferðar.
Við fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins sættum okkur
ekki við það og til-
kynntum að við myndum
leggja fram tillögu um að
gengið yrði til at-
kvæða. Það var
síðan gert án þess
að tillaga okkar
væri lögð fram. Niðurstaðan er
þessi, sem er auðvitað fáheyrt.
Ég þekki alla vega engin dæmi
þess að meirihlutinn hafi fellt
eigin tillögu í borgarráði.“
Júlíus Vífill segir tillögurnar í
hverfisskipulaginu ekki eiga sér
fordæmi, aldrei áður hafi verið
unnar skipulagstillögur í borg-
inni án samráðs við borgarana.
„Þess vegna kemur reiði þeirra
ekki á óvart.“
Spurður um næsta skref í
málinu segir Júlíus Vífill að fái
Sjálfstæðisflokkurinn til þess
umboð í komandi kosningum
verði ekki haldið áfram með
hverfisskipulagið með þessum
hætti. Fundin verði önnur leið.
Þ
etta þýðir að þessi
vinna verður endur-
skoðuð,“ segir Páll
Hjaltason, formaður
skipulagsráðs og borg-
arfulltrúi Besta flokksins um bók-
un borgarráðs. „Þetta voru mats-
lýsingar en ekki tillögur sem fóru
fyrir borgarráð en þar sem þær
voru greinilega villandi í mik-
ilvægum atriðum, sem er aldrei
gott, verður vinnunni ekki haldið
áfram.“
Spurður hvort þetta komi á
óvart svarar Páll því til að skipu-
lagsmál séu flókin og menn séu
ýmsu vanir í þeim efnum. „Það
eru margar leiðir til Rómar og
hægt að skipuleggja borgina okk-
ar á margan hátt og með mörg-
um aðferðum. Okkar viðfangsefni
er að finna bestu aðferðina í sam-
tali við borgarana. Þannig að sátt
sé um framtíðina. Það er lyk-
ilatriðið.“
Fer líklega í bið
Spurður hvort málið tengist á
einhvern hátt fyrirhuguðum kosn-
ingum til borgarstjórnar í lok
þessa mánaðar svarar Páll: „Ég
veit það ekki.“
Páll á ekki von á því að næstu
skref varðandi hverfisskipulagið
verði stigin strax í næstu viku.
Líklegra sé að málið fari í bið
meðan menn glöggvi sig betur
á stöðunni sem upp er
komin. „Nú þarf fólk að
hugsa sinn gang. Hvort
málið verður tekið upp
fyrir eða eftir kosn-
ingar skal ég ekki segja.“
Páll hefur fylgst með um-
ræðunni að undanförnu en tekur
ekki afstöðu til hennar. „Eins og
ég segi, þá er aðalatriðið að við
náum sátt um það hvernig
Reykjavík á að vera.“
Minniháttar uppbygging
en ekki stórfelld
Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri um-
hverfis- og skipulagssviðs Reykja-
víkurborgar, segir of snemmt að
segja til um hvert næsta skref í
málinu verði. Fara verði vandlega
yfir það í ljósi téðrar bókunar.
„Það sem fór fyrir borgarráð
var matslýsing, sem er lýsing á
verkefni, ekki skipulag og ekki
tillögur. Í hverf-
isskipulagi er gert
ráð fyrir minni-
háttar uppbygg-
ingu en ekki stór-
felldri,“ segir hún.
Hverfisskipulag
er nýtt verkfæri í
skipulagsvinnu í
borginni og Ólöf
segir ekkert óeðlilegt að menn
vilji staldra við og fara betur yfir
málið. „Þegar mál eru skoðuð í
stóru samhengi er ekkert óeðli-
legt að einhver skref verði áfram
og einhver skref aftur á bak.“
Hún segir mikla og góða grein-
ingu liggja fyrir varðandi hverfi
borgarinnar og sú vinna fari síður
en svo til spillis. „Búið er að
kortleggja öll græn svæði, búið
að fara yfir ýmsa tölfræði og
skoða hvar gera megi betur varð-
andi mjög margt. Fyrir vikið er
alveg sama í hvaða átt verkefnið
fer og hvort það fer eitthvert yfir
höfuð. Greiningarvinnan kemur
örugglega til með að nýtast, sama
hvort það er í deiliskipulagi, í
framkvæmdum, í samanburði á
hverfunum eða fyrir íbúana.
Greiningin er mjög góð eins og
hún stendur.“
Betri heildarsýn
Páll er sammála þessu. „Grein-
ingin er mjög ítarleg, ekki síst á
ólíku skipulagi innan sama hverf-
is. Þannig að heildarsýnin er orð-
in betri. Þetta hefur verið mjög
upplýsandi vinna og nýtist til
margra hluta við að stýra borg-
inni, svo sem í skólakerfinu, vel-
ferðarmálum og alls konar töl-
fræði sem tekin hefur verið
saman og mun hjálpa mönnum
við að taka réttar ákvarðanir,“
segir Páll.
Ólöf segir ágreining sem risið
hefur innan borgarstjórnar og
raunar víðar síðustu daga alls
ekki þurfa að koma á óvart.
„Lærdómurinn er sá að við þurf-
um að útskýra hugtök og verk-
færin okkar betur áður en farið
er af stað. Matslýsingu fylgja
teikningar sem sumir líta á sem
tillögu sem þær eru ekki, svo
dæmi sé tekið. Þessu þurfum við
greinilega að halda betur til
haga.“
Morgunblaðið/Golli
Margar leiðir til Rómar
„EKKI ER HÆGT AÐ HALDA ÁFRAM VINNU VIÐ GERÐ HVERFISSKIPULAGS Á GRUNDVELLI FYRIRLIGGJANDI MATSLÝSINGA
ÞAR SEM ÞÆR ERU VILLANDI Í MIKILVÆGUM ATRIÐUM.“ SVO HLJÓÐAR BÓKUN SEM LÖGÐ VAR FRAM Í BORGARRÁÐI Í
GÆR. FORMAÐUR SKIPULAGSRÁÐS SEGIR BRÝNT AÐ MENN RÁÐI NÚ RÁÐUM SÍNUM OG FINNI AÐFERÐ TIL AÐ SKIPU-
LEGGJA BORGINA, ÞANNIG AÐ SÁTT MEGI RÍKJA UM FRAMTÍÐINA. SVIÐSSTJÓRI UMHVERFIS- OG SKIPULAGSSVIÐS SEGIR
ÞETTA ALLS EKKI ÞÝÐA AÐ GREININGARVINNA SÍÐUSTU MÁNAÐA FARI TIL SPILLIS.
ÁKVEÐINN SIGUR
Júlíus
Vífill
* Eins og ég segi, þá er aðalatriðið að við náum sátt umþað hvernig Reykjavík á að vera.Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs. ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
Ólöf Örvarsdóttir