Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 13
Sauðburður á bænum Kerlingardal í Mýrdalnum. Frá vinstri: Hlöðver Steinþórsson, Sigurður Ásgrímur Geirdal
Gíslason og Karl Anders Karlsson, sonur bóndahjónanna á bænum, með nýfædd lömb í fjárhúsunum.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Töluvert hefur þegar veriðjarmað í Mýrdalnum í vor, áeinum bæ norður á Strönd-
um og öðrum í Fljótsdal á Héraði,
en víða um land er sauðburður
ekki hafinn svo heitið geti en fljót-
lega verður allt komið á fullt.
Bændur í Mýrdalnum eru yfir-
leitt snemma í því og Karl Pálma-
son, bóndi á Kerlingardal, er
ánægður með gang mála það sem
af er. „Þetta er komið vel af stað
og gengur í meðallagi vel,“ segir
hann en á bænum eru 400 kindur.
„Jörð er ansi falleg, hér var alveg
klakalaust og vonandi að veður
haldist gott. Féð er allt inni ennþá
en ég get vonandi sett það út fljót-
lega.“
Karl hefur stundað búskap lengi
en játar því að vissulega sé alltaf
töluverð stemning meðan á sauð-
burði stendur. „Þetta er alltaf
skemmtilegur tími en þó erfiður.
Þetta er svo sem orðið venjulegt
fyrir mann sem hefur verið lengi í
þessu, en þó alltaf spennandi. Allra
skemmtilegast er þegar veður er
virkilega gott svo hægt sé að setja
ærnar og lömbin út sem fyrst.“
Gestagangur er jafnan óvenju
mikill meðan á sauðburði stendur.
„Hér er töluvert um að fólk
komi við á þessum tíma, bæði
skólafólk og aðrir. Ég á til dæmis
von á erlendum skólahópi sem er
nú í heimsókn hjá grunnskólanum í
Vík, mér skilst að það séu krakkar
úr ýmsum áttum í heiminum.“
Guðbrandur Björnsson á Smá-
hömrum, formaður Félags sauð-
fjárbænda í Strandasýslu, segir ær
sjaldnast byrja að bera á svæðinu
fyrr en viku af maí. Það sé þó að-
eins mismunandi eftir bæjum. Á
stærstu búum á svæðinu eru um
800 ær en á meðalbúi 350-400.
Á Heiðarbæ, hjá Guðbrandi Ás-
geiri Sigurgeirssyni, voru þó 30
kindur bornar um miðja vikuna
enda hrútum hleypt til ánna fyrr í
vetur en hefðbundið er, af ásettu
ráði. „Við vildum hafa sauðburðinn
óvenju snemma í ár því sonur okk-
ar, Sigurgeir Guðbrandsson, verður
fermdur í byrjun júní. Við erum
með 213 ær og viljum vera búin að
þessu tímanlega svo við höfum
góðan tíma til þess að undirbúa
ferminguna,“ sagði Guðbrandur.
Mjög stórt verkefni
Þórarinn Ingi Pétursson, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda, býr
í Höfðahverfi í Eyjafirði. „Það er
vika í að á þessu svæði fari allt á
fullt og sums staðar seinna, jafnvel
ekki fyrr en um miðjan mánuðinn,“
segir hann.
„Hjá mér bera 830 ær þannig að
það er svo sem engin sérstök róm-
antík í kringum þetta!“ sagði hann
aðspurður. „Sauðburðurinn er bara
mjög stórt verkefni; hér fer í gang
hálfgerð verksmiðja og við reynum
að láta þetta ganga skafið.“
Sauðburði er að ljúka hjá Hirti
bónda Kjerúlf á Hrafnkelsstöðum í
Fljótsdal. „Maður er orðinn þreytt-
ur en ég er ágætlega stemmdur,“
segir Hjörtur sem er nýorðinn 69
ára og býr einn. Hann hleypir ætíð
til mun fyrr en aðrir og lömbin á
Hrafnkelsstöðum eru því fyrr á
ferðinni en á öðrum bæjum. „Ég
hef alltaf verið á undan öðrum í
öllu!“ segir hann og skellihlær. „Ég
var til dæmis fyrstur hér í sveitinni
til að farga mjólkurkú. Þegar ég
byrjaði að búa var mér gefin kýr
en ég sendi hana umsvifalaust í
sláturhús. Mér fannst ég ekki
þurfa að viðhafa miklar reikni-
kúnstir til að sjá að það borgaði
sig ekki. Samkvæmt tímamælingu
útheimtir ein kýr 500 vinnustundir
á ári og betra að kaupa mjólkina
og eyða tímanum í að sinna fleiri
kindum.“
Sauðburður hefst yfirleitt í
Fljótsdal þegar vika er af maí, en
Hjörtur hefur um árabil verið fyrr
á ferðinni. „Ég byrjaði á því að
hafa sauðburðinn svona snemma
vegna þess að veðrið í apríl var
alltaf skömminni skárra en í maí
og jafnvel júní. Besta tíðin var oft í
apríl og ég man til dæmis varla
eftir eins góðu veðri og hefur verið
núna undanfarið.“
STRANDIR - FLJÓTSDALUR - MÝRDALUR
Sauðburði
flýtt vegna
fermingar
SUMS STAÐAR ER SAUÐBURÐUR KOMINN NOKKUÐ VEL Á
VEG EN Á ÖÐRUM LANDSVÆÐUM AÐ HEFJAST. „ALLTAF
SKEMMTILEGUR TÍMI, EN ERFIÐUR,“ SEGIR BÓNDI Í MÝR-
DALNUM. „BARA MJÖG STÓRT VERKEFNI,“ SEGIR ANNAR
Sigurgeir Guðbrandsson, fermingardrengur á bænum Heiðarbæ á Ströndum.
Ljósmynd/Tinna Schram
4.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Í nýliðinni viku var tekinn í notkun brettagarður við
Blönduskóla. Það hefur staðið til síðan í haust þegar
svæði við sparkvöllinn var malbikað. Garðurinn hef-
ur verið mikið sóttur af nemendum, skv. huni.is.
Brettagarður á Blönduósi
Æskulýðs- og íþróttafulltrúa vantar á Djúpavog frá 1.
ágúst. Sá hefur yfirumsjón með starfsemi ungmennafélags-
ins Neista og raunar öllu æskulýðssstarfi í bænum í sam-
vinnu við Djúpavogsskóla og sveitarstjórn.
Viltu austur á Djúpavog?
Í landinu eru um 475.000 vet-
urfóðraðar kindur; ær, gemlingar
og hrútar. Á vordögum
fæðast alls um 700.000
lömb og í sumar eru því
um 1,2 milljónir fjár hér
á landi, stærstur hluti
til fjalla.
Alls eru skráðir um
1.800 sauðfjárbændur
á Íslandi en búin eru
mjög misstór. Á þeim
stærstu eru um 1.000 á
fóðrum yfir vetrartím-
ann en ekki eru mörg
slík. Á meðalbúi eru um
400 fjár og margir eiga innan
við 100 kindur. „Þá er fólk í öðr-
um störfum líka, sauðfjárrækt
hentar mjög vel með
öðru og algengt að að
minnsta kosti annar mak-
inn vinni utan heimilis,“
segir formaður Lands-
samtaka sauðfjárbænda.
„Það er t.d. algengt að
makar sauðfjárbænda
séu kennarar. Ég hef
reyndar ekki kannað
það vísindalega en tilfinn-
ing mín er sú og það tengist
því að stór hluti yngri
bænda er mjög vel menntað-
ur.“
Tæp hálf milljón fjár
MÚSIKEGGIÐ
tryggir að þú fáir eggið þitt
soðið eins og þú vilt hafa það.
Þú setur það með eggjunum
í pottinn við suðu, og þegar
eggin eru linsoðin heyrist:
„Killing me softly“
og harðsoðin:
„Final Countdown“
Skólavörðustíg 12 • www.minja.is • facebook: minja
Bráðnauðsynlegt fyrir tónlistarunnendur og þá sem vilja hafa eggin sín rétt soðin.
Músikeggin (EggStream) er samstarfsverkefni þýska hönnunarteymisins „Brain Stream“
Verð aðeins 5.500 kr.