Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014 P étur Jóhann Sigfússon, leikari og skemmti- kraftur, er kominn í nýtt hlutverk sem þáttastjórnandi. Hann stýrir tæplega klukkutímalöngum spjallþætti, sem heitir einfaldlega Pétur Jóhann, og sýndur er á sjón- varpsstöðinni Bravó á mánudags- kvöldum til fimmtudagskvölds. Öllu starfsfólki félagsins var sagt upp nú nýlega en Pétur Jóhann heldur ró sinni, enda verða ekki breyt- ingar á högum hans og þátturinn verður áfram á dagskrá stöðv- arinnar. „Það er ekki verið að skella í lás. Bravó og Mikligarður halda áfram en mér skilst að verið sé að leita nýs hlutafjár,“ segir Pétur Jóhann. „Það að vera með spjallþátt í sjón- varpi er í eðli sínu óvissa. Maður getur aldrei gengið að neinu vísu með hversu lengi hann lifir. Sem skemmtikraftur er það undantekn- ing að menn séu í fastri vinnu. Stjórnendur eru bjartsýnir á að það takist að fá nýtt hlutafé og ég er bjartsýnismaður að eðlisfari.“ Hvernig finnst þér að vinna sem spjallþáttastjórnandi? „Þessi þáttur á hug minn allan og fátt annað kemst að. Það erum við Þórður Helgi Þórðarson, félagi minn, sem sjáum um vinnuna og þurfum að útfæra hugmyndir okk- ar eins fljótt og mögulegt er og með eins lítilli fyrirhöfn og hægt er og ekki má fara mikill tími í það. Uppleggið er eins og við þekkjum erlendis frá þar sem spjallþættir eins og þessi eru á hverju kvöldi og þáttastjórnandinn drepur tím- ann með gamansögum og sprelli þar til gesturinn kemur. Erlendis eru nokkrir gestir í hverjum þætti en við erum yfirleitt bara með einn og engir áhorfendur eru í sal. Þátturinn byrjar kl. hálfellefu á kvöldin, á tíma þar sem margir sjónvarpsáhorfendur eru að flakka milli stöðva og vilja örugglega margir staldra við þátt eins og þennan. Fyrr um kvöldið hafa fréttatímarnir einokað dagskrána og þar er manni sagt að það sé fremur leiðinlegt og vonlaust að búa á þessu landi, þannig að þáttur eins og þessi er ágætt mótvægi við þær fréttir.“ Eins og sálfræðimeðferð Er einhver erlendur spjall- þáttastjórnandi sem þú lítur til við gerð þessara þátta? „Ég hef verið aðdáandi erlendra spjallþátta í mjög langan tíma og Letterman hefur alltaf verið í sér- legu uppáhaldi hjá mér. Ég fylgist líka ágætlega með mönnum eins og Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel og fleirum. Þessi þáttur er allt öðru- vísi en allt annað sem ég hef gert. Það er sama hvort ég er að leika Ólaf Ragnar í Næturvaktinni eða einhverja aðra persónu, um leið er ég kominn með gervi sem ég get hengt mig á. Í þessum spjallþætti er ég ekki með neitt haldreipi og er bara ég sjálfur. Ég tala um hluti sem eru að gerast í lífi mínu og það er alveg nýtt fyrir mig að opna mig þannig. Þetta er dálítið eins og sálfræðimeðferð.“ Hvernig stóð á því að þú byrj- aðir í skemmtanabransanum? „Ég byrjaði í skemmtanabrans- anum árið 1999, eftir að hafa starf- að í Byggingavöruverslun Kópa- vogs frá árinu 1992, tók ég þátt í keppninni Fyndnasti maður Ís- lands og eftir að hafa unnið þá keppni réð ég mig til Íslenska út- varpsfélagsins og var hjá því þar til núna að ég er kominn til Stór- veldisins.“ Hvenær uppgötvaðir þú að þú værir fyndinn? „Ég veit ekki hvort ég er búinn að uppgötva það. Vinir og vanda- menn voru mjög iðnir við að segja mér hvað ég ætti gott með að koma frá mér gamansömum reynslusögum af sjálfum mér og þegar við vinirnir hittumst þá var ég yfirleitt sögumaður kvöldsins. Á þessum árum var uppistand að hefjast á Íslandi og ég var hvattur til að reyna fyrir mér þar. Því oft- ar sem ég var hvattur því meir langaði mig til að láta á þetta reyna. Ég tók því þátt í keppninni Fyndnasti maður Íslands árið 1999 og sigraði. Ég hafði reyndar reynt áður að skemmta opinberlega. Þá hafði ég séð auglýsingu um uppi- stand Steins Ármanns. Ég var í pásu frá byggingavöruversluninni og vann við að keyra út bjór og þar á meðal á staðinn þar sem Steinn Ármann átti að skemmta í Hafnarfirði. Ég kom með bjórkassa inn í salinn og þar var Steinn Ár- mann staddur og ég spurði hvort ég mætti ekki hita upp fyrir hann. Hann sagði að ég mætti gera það. Ég mætti um kvöldið og hitaði upp og það hló ekki einn einasti maður. Allir sátu með svip sem gaf til kynna að ég væri eitthvað skrýt- inn. Það var samt gaman að prófa. Ég fór í keppnina Fyndnasti maður Íslands vegna þess að mig langaði til að vita hvort einhverjum öðrum en fólkinu sem stóð mér nærri þætti ég fyndinn. Þar sem ég stóð uppi á sviði og allir hlógu þá gerðist eitthvað innra með mér sem heldur mér ennþá í þessu starfi. Ég fæ alltaf mjög mikið út úr því að standa á sviði og sjá áhorfendur hlæja. Það fyllir mig mikilli sælutilfinningu.“ Gæti orðið góður stjórnmálamaður Þú lékst í hinum rómuðu Vakta- seríum með Jóni Gnarr og öðru hæfileikafólki. Hvernig var að vinna með Jóni og varstu ekkert smeykur við að hann myndi skyggja á þig? „Það var frábært að vinna með Jóni enda höfðum við svipaða nálg- un á verkefnið. Jón er ekki leikari sem leggur upp úr því að skyggja á aðra leikara og ég held að ég sé alveg eins að því leyti. Mér fannst mikilvægast, eins og alltaf, að skila góðu dagsverki. Það er sama hvort ég er að mæta í bygginga- vöruverslunina eða vinna við Vaktaseríurnar eða eitthvað annað, markmiðið er alltaf að reyna að gera yfirmanninn ánægðan.“ Vissuð þið þegar þið gerðuð fyrstu Vaktaseríuna að þið mynduð slá í gegn? „Sjálfir vorum sannfærðir um að þættirnir væru snilld, það var bara spurning hvort einhver yrði sam- mála okkur. Þegar við vorum að vinna að þáttunum bjóst Jón alveg eins við að þættirnir fengju svipuð viðbrögð og Fóstbræðraþættirnir, en ýmsir reiddust yfir þeim og fannst þeir ósmekklegir. Við- brögðin við Vaktaseríunum voru mjög lofsamleg sem var ánægju- legt.“ Kom þér á óvart að Jón Gnarr skyldi fara út í pólitík og verða borgarstjóri? „Nei, það kom mér ekki á óvart. Þegar ég kynntist Jóni tók ég eftir því að hann hafði mjög sterkar skoðanir á pólitík og þjóðfélags- málum þar sem honum fannst um- ræðan vera á of leiðinlegum og nei- kvæðum nótum. Hann er ekki maður sem er hrifinn af skot- grafahernaði í pólitík. Það kom mér ekki á óvart að hann varð borgarstjóri og það kom mér held- ur ekki á óvart að hann skyldi Ekki breyttur maður PÉTUR JÓHANN SIGFÚSSON LEIKARI VINNUR NÚ SEM SPJALLÞÁTTASTJÓRNANDI Í SJÓNVARPI. HANN RÆÐIR UM FERILINN OG SAMSTARFIÐ VIÐ JÓN GNARR OG SEGIR MIKILVÆGT AÐ SKILA GÓÐU DAGSVERKI. Í LOKIN BIÐUR HANN SVO FYRIR KVEÐJU TIL DAVÍÐS ODDSSONAR SEM HANN HITTI Á DÖGUNUM. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Þar sem ég stóð uppi á sviði og allirhlógu þá gerðist eitthvað innra meðmér sem heldur mér ennþá í þessu starfi. Ég fæ alltaf mjög mikið út úr því að standa á sviði og sjá áhorfendur hlæja. Það fyllir mig mikilli sælutilfinningu. Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.