Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014 Fjölskyldan Á sunnudag kl. 14 verður börnum á öllum aldri boðið að hlusta áálfasögur í „silfurhelli“ sýningarinnar Silfur Íslands í Þjóðminjasafn- inu. Börnin fá höfuðljós og slökkt verður á ljósum í Bogasal þar sem dýrgripir hellisins verða skoðaðir undir leiðsögn safnkennara. Álfasögur í „silfurhelli“ J esúteið er borðið fram í boll- um frá jólamarkaði í Wiesbaden. Elísabet Magn- úsdóttir á þrjá slíka, einn frá fyrrverandi mágkonu sinni og tvo frá dætrum sínum. „Þetta eru nunnubollar, fram- leiddir í klaustri,“ segir Elísabet. „Stefnir í að þetta verði kristilegt viðtal,“ segir ég. En Aron Máni, sex mánaða dóttursonur Elísabet- ar, brýtur upp þá stemningu, þrátt fyrir nafnið; hann liggur í fangi ömmu sinnar og allt í einu kemur lykt sem bendir til að það þurfi að skipta á honum. Þannig er okkur snarlega aftur kippt inn í hvers- dagslífið. Elísabet býr með syni sínum á fimmtánda ári og Dagný Margrét, móðir Arons litla, hefur rétt slitið „naflastenginn“, flutti til tengdaforeldra sinna fyrir fáum vikum með ömmustrákinn, sem í fyrstu var kallaður „lilli“, þótt hann væri heilar 20,5 merkur við fæðingu og hefur ekki slegið af í kúrfunni síðan. „Hann ætlar að verða fljótur á ferðinni og forvit- inn,“ segir amma hans. „Ég hef nú ekki alltaf verið í Kópavogi,“ segir Elísabet yfir Jesúteinu, sem Sigríður Dröfn dóttir hennar færði henni þegar hún kom úr langferð frá Landinu helga. „Heilagur áfangastaður vissulega,“ bætir Elísabet og hlær. „Sigga er elsta barnið mitt, fædd 1981 í Hafnarfirði. Ég giftist Tóm- asi Ísleifssyni stýrimanni 1979, en fljótlega eftir fæðingu Siggu flutt- um við á neðri hæð æskuheimilis Tómasar við Vitastíg og bjuggum þar allan okkar búskap. Þar fædd- ist Sunneva dóttir okkar 1986. Við Tómas skildum 1993. Tómas dó úr krabbameini nokkrum árum eftir að við skildum. Það var mjög erfiður tími fyrir dætur okkar, en við fórum í gegnum þetta saman mæðgurnar; þær voru 18 og 23 ára þegar pabbi þeirra dó. Þótt þær teldust uppvaxnar var missir þeirra mikill. Eftir skilnaðinn flutti ég inn á Laugarnesveg og keypti mér síðar íbúð í Rimahverfi. Ég eignaðist þriðju dótturina, Dagnýu Margréti, 1995 með Gunnari Péturssyni stálsmiði. Við fluttum í Kópavog og þar fæddist Guðjón Orri 1999. Við Gunnar slitum samvistir árið 2002 og síðan hef ég haldið heimili með börnum mínum og annast að mestu leyti uppeldi þeirra ein.“ Erfitt að vera einstæð móðir Er mikill munur á aðstæðum giftr- ar konu með börn og einstæðrar móður? „Það er mjög mikill munur. Fyrst taldi ég mér trú um að þetta væri „ekkert mál“ og enginn mun- ur. Fór í gegnum þetta á hörk- unni,“ segir Elísabet. „En svo rann upp fyrir mér að þetta var erfitt. Ég þurfti að hafa talsvert mikið fyrir börnunum mín- um og hafði engan til að tala við um þau vandamál sem upp komu. Ég saknaði þess mikið að hafa ekki föður þeirra til að ræða við. Það er allt önnur staða að for- eldrar standi saman í ákvörðunum sínum gegn barni eða unglingi en að standa í þeim sporum ein. Þetta hefur samt allt saman farið vel. Krökkunum mínum gengur mjög vel, eldri dæturnar eru búnar að fara í gegnum háskólanám og Dagný er nú á kafi í móðurhlut- verkinu, en stefnir á jógakennara- nám næsta vetur. Guðjón, sem er í níunda bekk grunnskóla, er með væg einkenni einhverfu. Hann hefur líka greinst með kjörþögli og er á lyfjum. Þess ber að geta að hann hefur fengið mjög góða þjónustu hér í Kópavogi, en hann er í Snæ- landsskóla. Það hefur létt mikið á mér. Gunnar, faðir Dagnýjar og Guðjóns, hefur stutt börnin sín fjár- hagslega, sem hefur hjálpað mér mikið.“ Kemur úr stórri fjölskyldu Það kemur sér vel við aðstæður sem þessar að hafa alist upp í stórum systkinahópi og fengið rækilega kennslu í að taka tillit til annarra. Elísabet kemur úr stórri fjölskyldu. „Ég er miðjubarn, fjórða af átta systkinum, börnum Magnúsar Magnússonar blikksmiðs og eins eiganda blikksmiðjunnar Vogs í Kópavogi og Margrétar Karls- dóttur, sem var Reykjavíkurdama úr Vesturbænum. Ég átti raunar að heita Sunneva eftir föðurömmu minni, en þegar foreldrar mínir voru komnir með mig til prestsins og átti að fara að skíra mig vildi amma ekki að ég héti þessu nafni. Svo ég fékk nafn langömmu minn- ar, Elísabetar Bjarnadóttur, sem bjó í Bolungarvík. Sjálf var ég svo myndarleg að koma síðar upp Sunnevu-nafninu á miðdóttur minni.“ Var ekki gaman að vera ein af svo mörgum systkinum? „Mér fannst það reyndar ekki sérstaklega gaman. Ég hefði viljað hafa það rólegra í uppvextinum, ég er líka svolítill einfari í mér. Af því ég er miðjubarn þurfti ég snemma að semja, einkum við eldri systkini mín. Mamma lét okkur systkinin fljótt fara að hjálpa til. Mér hefur því aldrei þótt neitt mál að hafa mikið að gera. En heimilið okkar var gott. Við bjuggum í góðu húsi við ágæt efni og mamma var heima, saumaði, bakaði og gerði allt sem góðar húsmæður gerðu á þeim tíma. Pabbi vann alltaf mikið og var því lítið heima. Mömmu var margt til lista lagt. Sum systkini mín voru lesblind. Hún kenndi þeim að lesa og var dugleg að hjálpa okkur við heimanám. Mjög skemmtilegt var að alast upp í vesturbænum í Kópavogi, allt í byggingu, krakkaskari á götunum og í stillönsunum inni í bygging- unum. Allt var í mold og sandi og heima í forstofunni hjá okkur var alltaf fjöldinn allur af óhreinum stígvélum. Við urðum undantekning- arlaust að fara úr skóm og stíg- vélum áður en við fórum inn í húsið. Ég gekk í Kársnesskóla, svo Þinghólsskóla, sem var gagnfræða- skóli. Ég get ekki sagt að ég hafi ofreynt mig á náminu. Heilmikill tími fór í að vera skvísa. Ég eyddi mörgum stundum í sjoppunni úti á Nesi, sem enn er til. Á bak við þá sjoppu byrjaði ég að reykja. Það var flott. Erfitt í byrjun, en það tókst. Ég reykti í 30 ár. Mér fannst í raun auðveldara að hætta, þegar ég ákvað það, en að byrja að reykja. Eftir gagnfræðapróf fór ég í Húsmæðraskólann á Laugavatni einn vetur og svo fór ég í smur- brauðsnám á Hótel Sögu.“ Gaman að ferðast Við Elísabet fáum okkur meira Jesúte og setjum út í það hunang. Það á sér sögu: „Ég fór til Frakk- lands í haust,“ segir Elísabet. „Í mánaðarferð sem sjálfboðaliði og keypti þá þetta lífrænt ræktaða hunang „beint frá bónda“. Við fór- um fjórar íslenskar konur á vegum Gruntvig, sem stendur að verkefn- inu „Helping Hands“. Við vorum að vinna í garðyrkjuskóla fyrir unglinga, en þátttakendur í verk- efninu urðu að vera orðnir 50 ára. Sex ár eru síðan ég náði þeim aldri. Við kynntum okkur menn- ingu Province-héraðs, en dvöldum í pínulitlu þorpi sem heitir Ribe- court. Þetta var svæði vesturvíg- stöðvanna í fyrri heimsstyrjöldinni. Einnig skoðuðum við garðrækt og sáum mikið af glæsilegum höllum. Ég hef reyndar ferðast talsvert. Við Tómas, fyrri maður minn, höfðum gaman af að ferðast sam- an, einkum um Evrópu, en einnig líka til Taívans og Japans og auð- vitað heilmikið um Ísland. Ég hef líka verið dugleg að ferðast með krökkunum um Ísland, en minna erlendis – hef ekki haft peninga til þess. Þó fórum við öll sömul til Parísar þegar ég var fimmtug og nýlega fórum við Guðjón saman til Berlínar og meira að segja í Legó- land.“ Finnst ég á réttri leið Elísabet segir heimilishaldið um þessar mundir „ósköp þægilegt“, eins og hún orðar það. „Við Guðjón erum bara tvö og reglurnar fáar, við höfum þetta dá- lítið „eftir hendinni“. Áður fyrr, þegar margir voru í heimili, voru meiri umsvif, tekið slátur, búnar til fiskibollur og, má segja, mikill myndarskapur í gangi. Ég saumaði á stelpurnar og prjónaði. Ég hef alltaf haft áhuga á handavinnu, hef prjónað mikið á mitt fólk og stund- um selt svolítið.“ Eftir húsmæðranámið hefur El- ísabet sótt sér aukna menntun. „Ég fór meðal annars í menntaskólanám, en lauk því ekki. Fékk gott starf hjá Innkaupastofnun Reykjavíkur. Síðan vann ég við bókhald. Um tíma vann ég hjá sýslumanninum á Sel- fossi, en líkaði ekki og fór að vinna á vinnustofu fyrir fatlaða, sem var skemmtilegt og gefandi starf. Fyrir fáum árum, í kringum hrunið, fór ég að finna fyrir miklum einkennum vegna álags, bæði lík- amlegum og andlegum. Þetta kom í kjölfar versnandi efnahags, samfara erfiðleikum í tengslum við börnin. Að lokum leiddi þetta til þess að ég var úrskurðuð öryrki tímabundið, en ég er að vona að heilsan batni það mikið að ég geti farið að vinna fulla vinnu. Á meðan þetta ástand hefur varað hef ég unnið sjálfboða- vinnu, meðal annars í búðum Rauða krossins, mér finnst það gefa mér mikið, bæði ánægju og félagsskap.“ Það kemur svolítið dreyminn svipur á Elísabetur þegar hún bætir við: „Það var skemmtilegur dagur 15. júlí í sumar sem leið, þegar fyrsta og eina barnabarnið fæddist. Þessi yndislegi, stóri strákur. Þau mæðginin bjuggu hjá mér fyrstu fimm mánuðina. Það var yndislegt að hafa þau hjá sér og fylgjast með barninu.“ Og hvernig er staðan hjá þér núna? „Ég er mjög sátt. Ég spáði fyrir fólki um tíma. Ég hef alltaf haft innsæi og vitað um hluti þótt ég talaði lítið um það. Í atvinnuleysinu fór ég að spá, en er hætt því núna. Mér fannst óþægilegt að fá alls konar fólk og vildi ekki taka þá ábyrgð að fólk færi að lifa eftir því sem ég segði. Ég rak mig á að fólki hættir til þess að gera það, vildi stöðugt vera í sambandi við mig til að fá mitt álit á hinum við- kvæmustu málum. Spádómar eru leiðbeinandi um hvernig lífið getur orðið, en hver og einn verður að taka ábyrgð á eigin lífi. Ég hef sjálf reynt að haga mér eftir því og finnst ég vera á réttri leið.“ LÍFIÐ OG TILVERAN Spádómar eru leiðbeinandi um lífið Elísabet Magnúsdóttir með augasteininn, dóttursoninn Aron Mána. Morgunblaðið/Þórður „ÉG ÆTLA AÐ GEFA ÞÉR JESÚTE FRÁ JERÚSALEM,“ SEGIR ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR. VIÐ ERUM STÖDD Á HEIMILI HENNAR Í KÓPAVOGI, VIÐ FOSSVOGSDAL SEM FRIÐSÆLT ER AÐ HORFA YFIR Í BJARTRI VETRARSTILLU. ELÍSABET ER INNFÆDDUR KÓPAVOGSBÚI, ÓLST UPP Í SKÓLAGERÐI Í VESTURBÆ KÓPAVOGS. Guðrún Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com *Af því ég ermiðjubarnþurfti ég snemma að semja, einkum við eldri systkini mín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.