Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 24
Af hverju ekki að hefja nýja vinnuviku á því að fara fyrr á fætur? Það getur verið gott að gefa sér tíma á morgnana til þess að nostra við sjálfan sig í ró og næði, fara í bað, lesa tímarit eða hlusta á tónlist. Slík tilbreyting getur lagt grunninn að vellíðan og góðri vinnuviku. Breyttu til og vaknaðu fyrr 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014 Heilsa og hreyfing Á undanförnum árum hafa komið fram fleiri og fleiri rannsóknir sem sýna fram á skaðsemi þess að neyta sykurs í miklu magni. Margir hafa farið þá leið að sleppa sykri alfarið, eða þá sleppa að minnsta kosti öllum hvítum sykri úr sinni fæðu. Þegar ákvörðun er tekin um róttæka breytingu á mataræði er gott að nýta reynslu annarra sem hafa fetað sömu braut áður. Á vefnum Amazon.com má finna fjölda bóka sem geta reynst þeim vel sem vill segja skilið við sykurpúkann. Í bókinni A Year of No Sugar - A Memoir rekur Eve O. Schaub það hvernig hún, maðurinn hennar og tvær dætur komust í gegnum heilt ár án sykurs. Hún ákvað að taka sykur út úr sínu lífi eftir að hafa hlýtt á fyrirlestur um skaðsemi sykurs. Í bókinni segir hún á opinskáan og glettinn hátt frá þeim hindrunum sem urðu á vegi fjölskyldunnar á hinni sykurlausu vegferð. Sarah Wilson er þekkt fjölmiðlakona í Ástralíu, stýrði meðal annars ástr- ölsku útgáfunni af MasterChef þáttunum um tíma og ritstýrði ástralska Cos- mopolitan tímaritinu. Hún hefur nú snúið sér alfarið að heilsuskrifum og nýlega gaf hún út bókina I Quit Sugar auk þess að gefa út sérstaka útgáfu bókarinnar með uppskriftum fyrir börn. Hún heldur úti vinsælum heilsuvef www.sarahwil- son.com þar sem hún gefur góð ráð. LESTU ÞIG FRÁ SYKRI Tvær góðar bækur um nýtt líf án sykurs Skrif Söruh Wilson um sykurleysi og heilsubót hafa vakið athygli. Gamansöm frásögn af sykurlausu ári. H ugleiðsla getur virkað flókin og erfið fyrir þann sem ekki hefur prófað. Í grunninn snýst hún ein- faldlega um að kyrra hugann, ná stjórn á hugsunum í stað þess að leyfa þeim að æða stjórnlaust áfram og valda okkur streitu. Þótt hver og einn hugleiði með sjálfum sér eru starfræktir margir hugleiðsluhópar þar sem fólk kemur saman og sameinast í að hugleiða. Hér verða taldir upp nokkrir slíkir hópar, listinn er þó eflaust ekki tæmandi. Margir þessara hópa nota Facebook til að koma skilaboðum um hóphugleiðslu og aðra viðburði til þeirra sem vilja taka þátt. Ananda Marga Jógafélagið Ananda Marga er félagsskapur fólks sem stundar og hefur áhuga á hug- leiðslu og jóga. Með því að leita að hópnum „Jóga og hugleiðsla – Ananda Marga“ á Fa- cebook og líka við síðuna ertu kominn í hóp- inn og getur fengið upplýsingar um jógaæf- ingar, kirtan, hugleiðsluhelgar úti á landi, fyrirlestra, hjálparstarf, námskeið og svo framvegis. Hópurinn er öllum opinn sem vijla vera með og hafa áhuga á að hugleiða. Hugleiðsla okkar tíma Hugleiðsla okkar tíma eða nútímahugleiðsla eru íslensk heiti á því sem kallað er Modern Day Meditation. Þessi hugleiðsla er stunduð í hóp og með henni er unnið gegna streitu. Á Facebook má fá nánari upplýsingar með því að slá inn leitarstrenginn Hugleiðsla okkar tíma. Jafnan er hugleiðsla á miðvikudags- kvöldum, en best er að afla upplýsinga á samfélagsmiðlinum um nánari tímasetningar. Nútímahugleiðsla skiptist í fjóra kafla. Í fyrsta hlutanum er athyglin sett á að opna hugann, tilfinningarnar og hjartað. Í öðrum hlutanum finna þátttakendur djúpa ró á mjög náttúrulegan hátt. Þriðji hlutinn snýst um að hugsa; að tengja við innsæi, laus frá áhrifum tilfinninga eða viðbragða við ut- anaðkomandi áreiti. Fjórði kaflinn snýr að því að framkvæma til að þær upplýsingar eða uppgötvanir sem þú finnur í hugleiðsl- unni nýtist í lífinu. Í þessari hugleiðslu er notuð margvísleg tónlist. Frítt er fyrir þá sem hafa aldrei komið áður, en jafnan kostar hugleiðslu- kvöldið (sem er 2½ tími í senn) 2.000 krónur. Lótushús Í Lótushúsi á Garðatorgi í Garðabæ er hægt að sækja námskeið í hugleiðslu og jákvæðri hugsun. Á vefnum www.lotushus.is má finna frekari upplýsingar um næstu námskeið, en einnig eru haldin námskeið á Akureyri. Lótushús er miðstöð alþjóðlegu samtak- anna Brahma Kumaris World Spiritual Uni- versity á Íslandi. Í Lótushúsi eru haldin hugleiðslu- og hugræktarnámskeið með reglulegu millibili allan ársins hring. Öll námskeið og viðburðir á vegum skólans eru þátttakendum að kostnaðarlausu og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þeirra sem góðs hafa notið af starfsemi skól- ans. Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand, segir á vef Lótushúss. Hugleiðslan sem þar er stunduð er kennd við Raja yoga sem byggist á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og eiginleikum. Hugleiðslan hjálpar okkur að læra að ríkja yfir eigin huga, öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa. Námskeið Lótushúss eru ætluð öllum þeim sem vilja byggja upp innri frið og styrk til að ná betri tökum á sjálfum sér og lífi sínu í gegnum hugleiðslu og sjálfsskoðun. Aðferð- irnar eru einfaldar og geta gagnast fólki á öllum aldri, byrjendum jafnt sem lengra komnum. HUGLEIDDU OG NJÓTTU LÍFSINS Hugleiðsla gegn áhyggjum og streitu Hugleiðslu er hægt að stunda einn með sjálfum sér en líka í hóp. AFP FJÖLDI FÓLKS KÝS AÐ HUGLEIÐA Í HÓPUM. HUGLEIÐSLA ER GÓÐ LEIÐ TIL AÐ LOSNA VIÐ STREITU OG ÁHYGGJUR. MEÐ ÞVÍ AÐ HUGLEIÐA MÁ NÁ TÖKUM Á OF HRÖÐUM HUGSUNUM OG HÆGJA Á Í AMSTRI DAGSINS. FACEBOOK GEYMIR MARGA HÓPA SEM HÆGT ER AÐ SKRÁ SIG Í OG BYRJA AÐ STUNDA HUGLEIÐSLU. Morgunblaðið/Ernir Dadi Gulzar í Lótushúsi árið 2010. Hún hefur stundað hugleiðslu frá átta ára aldri.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.