Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 26
Ágústa hannaði gull- og silfurskartgripi með rykhjúp. „Ég vann með svolítið út- ópískar hugmyndir í verk- efninu. Ég fór að vinna með efni sem er eiginlega ekki neitt. Mér fannst mjög áhugavert að prófa þá nálg- un,“ segir Ágústa sem vann með ryk í útskriftarverk- efni sínu. Ágústa segir verkefnið, sem ber heitið Dust, upphafið að nýrri skartgripalínu sem leiðir huga þess sem ber skartgripina að lögmáli umbreytingar og niðurbrots. „Ég ákvað að gera gull- og silfurskartgripi með rykhjúp en mér fannst áhugavert að vinna með efni sem fólki finnst frekar ógeðslegt og veita því hærri stall. Ég vildi sjá möguleika í efnum sem ég hélt að hefðu enga möguleika,“ segir Ágústa og bætir við að rykhjúpurinn hverf- ur smám saman, sem er áminning um það að allt er forgengilegt og ekkert endist að eilífu. „Ryk er efniviður sem telja má táknræn- an fyrir eyðingu. Hann er allt um kring og alls staðar, samsafn smáefnisagna. Með tím- anum eyðist allt, verður að dufti. Það er í senn af lífrænum og ólífrænum uppruna og stöðugt bætist við. Allt er ryk en þó felur það í sér það sem ekkert er.“ Ryk er allt um kring og alls staðar, samsafn smá- efnisagna. ÁGÚSTA SVEINSDÓTTIR Ekkert endist að eilífu Ágústa Sveinsdóttir Heimili og hönnun Fjölbreytt lína frá IKEA *IKEA frunmsýndi á dögunum sýninshorn afnýjustu línu fyrirtækisins PS 2014. Línan ersérstaklega fjölbreytt og eru vörurnar flestarmargnýtanlegar og hreyfanlegar svo hægt séað fá sem mest út úr hverri og einni vöru.Línan er væntanleg í verslun IKEA í lok vik-unnar. Morgunblaðið/Þórður Nýjar leið- ir í efnis- sköpun Í HAFNARHÚSINU STENDUR YFIR SAM- SÝNING ÚTSKRIFTARNEMA LISTA- HÁSKÓLA ÍSLANDS. VÖRUHÖNNUNAR- DEILDIN SÝNIR ÁHUGAVERÐ VERKEFNI ÞAR SEM NEMENDUR FINNA NÝJAR LEIÐIR Í EFNISSKÖPUN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Útskriftarárgangur vöruhönnunar- deildar Listaháskóla Íslands 2014. „Ég byrjaði á því að kynna mér mér Granda-svæðið og skoða þá starfsemi sem þar fer fram og hugmyndin spratt út frá þeirri rann- sókn,“ segir Katrín Magn- úsdóttir en verkefni hennar byggist á fornri reipagerð. Katrín nýtti sér ódýra plastpoka og umbreytir þeim í veiðilínu með þekktum handverksaðferðum og þar með er verðmæti plastsins aukið. Katrín segir Granda-svæðið eiga mikla og verðmæta sögu fiskvinnslu sem lengi hafi mót- að umhverfið í kringum hana. „Verkefnið sýnir ferli þar sem leitast er við að endurvinna á umhverfisvænan hátt spilliefni sem dagar uppi í náttúrunni og skaða lífríkið þar sem þau hafa týnst úr sinni réttu hring- rás.“ Verkefnið sýnir ferli þar sem leitast er við að endurvinna spilliefni á umhverfisvænan hátt. KATRÍN MAGNÚSDÓTTIR Eykur verðmæti plasts Katrín Magnúsdóttir Reipið er unnið úr ódýrum plastpok- um og er með þekktum handverks- aðferðum umbreytt í veiðilínu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.