Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 28
Sigurjón myndar efnismassa úr svepparótum sem hægt er að nýta sem efnivið í ýmsan iðnað. „Ég er að rækta rætur ostru- svepps. Með því móti mynda ég efnismassa sem hægt er að nýta sem efnivið í ýmsan iðn- að. Svepparæturnar þurfa nær- ingu til þess að vaxa en ég nýti mér aukaafurðir úr íslenskum iðnaði við ræktunina. Hálmur, bygg og sag er afskaplega hent- ugt hráefni. Hér smita ég bygg af svepparótum og kem þeim fyrir í mótum. Þar sem ræturnar vaxa og á nokkrum dögum mynda efnismassa sem er síðan þurrkaður og drepinn. En með því móti hættir hann t.d. að vaxa, harðnar og verður lykt- arlaus,“ segir Sigurjón sem hannaði verkið Fungi. Sigurjón segir efnið sérlega sterkt miðað við hversu létt það er, vel eldþolið og einangrandi. „Ég hafði áhuga á náttúrlegum hráefnum sem hægt er að nýta í fjöldaframleiðslu og byrjaði á að skoða hvernig náttúran endurnýjar sig, þar gegnir sveppurinn mikilvægu hlutverki. Svepp- urinn brýtur niður lífefnasambönd sem eru að visna eins og laufblöð og tré eða bygg og nýtir sem næringu og býr til næringarríkan jarðveg fyr- ir aðrar plöntur,“ segir Sigurjón og bætir við að þannig endurnýjar sveppurinn náttúruna að vissu leyti. Svepparætur vaxa hratt og dreifa sér víða, þessi virkni sveppsins er ein af undirstöðum hringrásar í náttúrunni og er framleiðsluaðferðin við gerð efnisins innblásin af þessari hringrás sveppa. SIGURJÓN AXELSSON Býr til efnismassa úr svepparótum Sigurjón smitar bygg af svepparótum og kemur þeim fyrir í mótum. Þar vaxa ræturnar og á nokkrum dög- um mynda þær síðan efnismassa. Sigurjón Axelsson 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014 Heimili og hönnun „Upprunalega spratt hugmyndin upp frá salt- lömpum. Ég fór á Reyk- hóla og kynnti mér hvernig saltið er búið til þar og það sem mér þótti hvað áhugaverðast var afgangssaltið, hvern- ig ég gæti nýtt þessa aukaafurð,“ segir Thelma Hrund sem hannaði umhverf- isvæna sápau úr staðbundnum efnivið frá Reykhólum. Thelma nýtti sér heita vatnið á Reykhól- um á þrjá vegu í útskiftarverkefni sínu við þörungavinnslu, saltgerð og í sápugerð. „Ég var að reyna að nýta hráefni stað- arins eins vel og ég gat og nú er ég komin með vöru sem ég get haldið áfram að vinna í. Saltið er upphaf vörunnar og mig langar að halda áfram að vinna út frá salt- inu og þar eru endalausir möguleikar.“ Salt og þörungar henta vel til sápugerð- ar. Saltið er sótthreinsandi og mýkir húð- ina og þörungarnir eru taldir koma í veg fyrir óæskilega öldrun húðar. Thelma sér fram á að vinna áfram að verkefninu enda býður saltið upp á mikla möguleika. THELMA HRUND BENEDIKTSDÓTTIR Endalausir möguleikar í saltinu Salt og þörungar henta vel til sápugerðar. Thelma Hrund Benediktsdóttir ÞÍN STUND ÞINN STAÐUR TIMEOUT HÆGINDASTÓLL Sumartilboð kr. 322.980 með fótskemli TIMEOUT ER FÁANLEGUR Í MÖRGUM ÚTFÆRSLUM

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.