Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 30
STEINBÍTURINN fyrir 4 persónur 1 kg af steinbítshnökkum ca. 300 g af blönduðum hnetum og raspi ca. 400 g íslenskt bygg 200 g gulrætur 300 ml rjómi 2-3 hvítlauksgeirar 2 búnt af dill 200 ml matarolía Skerum steinbítinn í ca. 180 g bita og kryddum hann með salti og smá ólívuolíu á diski áður en við steikjum hann. Höfum pönnuna vel heita, hitinn á pönnunni má vera það heitur að það rjúki nánast úr pönnunni. Þegar pannan er orðin mjög heit þá má setja smá matarolíu og smjör á steinbítinn. Brúnum hann fallega á báðum hliðum og setjum síðan hnetu- og raspkurlið ofan á og inn í ofn á ca. 180 gráður í ca. 5 mín. eða þangað til kjarnhitinn á fiskinum hefur náð 45 gráðum. Byggið sjóðum við bara í vatni með gulrótunum og smá salti. Þegar byggið er orðið mjúkt má sigta vatnið frá. Skellum rjómanum í pott ásamt hvítlauki og sjóðum upp í honum. Setjum núna soðna byggið og gulræturnar út í heita rjómann og smökkum til með salti og pipar, þetta má sjóða í örfáar mínútur. Dillolían Þetta er mjög einfalt. Best er að vera með blender sem fólk notar við að búa til sjeik. Skellum tveimur bréfum af dilli ásamt mat- arolíunni og setjum blenderinn á hámarkshraðann. Græni fallegi liturinn kemur þegar dillolían er orðin ca. 70-80 gráður eða vel heit. Leyfum þessu að blandast í ca. 4 mínútur eða þangað til kannan er orðin mjög heit. Sigtum síðan frá með klúti (eða gamaldags bleiu). Ekki þrýsta þessu í gegn heldur leyfum dillolíunni að drjúpa í gegn hægt og rólega. Til skrauts má nota ýmiss konar kryddjurtir og jafnvel nota skrælara til að ná gulrótarstrimlum en því má skella með kryddjurtunum til að fá annan lit og líka bragð. Kryddum kryddjurtarsalatið með ólívuolíu, salti og pipar og sítrónusafa. Ú lfur Uggason, yfirkokkur á Ísafold Bistró í Aðalstræti, lærði á Hótel Borg og á veit- ingastaðnum L’Ancienne Auberge í Puy- celsi í Suður-Frakklandi og hefur mikla reynslu sem matreiðslumeistari á veitingastöðum en hann starfaði á veitingastaðnum Písa í Lækjargötu um nokkurra ára skeið sem og fleiri veitingastöðum í Reykjavík. Hann nýtti menntun sína og reynslu þegar hann setti saman matseðil fyrir Ísafold Bistró. „Matseðillinn er árstíðarbundinn og því fjöl- breyttur. Við notumst að sjálfsögðu við íslenskt hrá- efni að mestu,“ segir Úlfur um leið og hann er truflaður af starfstúlku hótelsins sem vill fá salt á heimalagað pasta sem hún kom með í vinnuna. ÍSAFOLDBISTRO Í AÐALSTRÆTI Matur og vellíðan Í KJALLARA CENTER HOTEL HEFUR VEITINGASTAÐURINN ÍSAFOLD BISTRO OPNAÐ ÞAR SEM ÚLFUR UGGASON HELDUR UM POTTA OG PÖNNUR Í ELDHÚSINU. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Matur og drykkir Noma aftur sá besti AFP AFP *Danski veitingastaðurinn Noma var nýveriðkosinn besti veitingastaður heims af tímarit-inu Restaurant. Yfir 900 kokkar og mat-argagnrýnendur fjölmiðla kjósa á hverju árium besta veitingastaðinn. Noma varð í öðrusæti í fyrra eftir að hafa verið kosinn bestiveitingastaðurinn þrjú ár þar á undan. El Cell- er de Can Roca á Spáni varð í öðru sæti og Osteria Francescana á Ítalíu í þriðja sæti. HUMAR OG HÖRPUSKEL fyrir fjóra ca. 1 kg af stórum humarhölum 1 kg af risahörpuskel 300 g sellerírót 200 g steinseljurót (nýpa) 2 stk. af hvítlauksgeirum 300 g af frosnum grænum baunum ca. 300 ml af rjóma fallegar kryddjurtir, helst dill eða kerfill Tökum humarinn úr skelinni og hreinsum hann í köldu vatni. Þræðum hann síðan á spjót og steikjum hann á vel heitri pönnu með smjöri og olíu ásamt hvítlauki. Steikjum humarinn þangað til hann er orðinn fallega gullinbrúnn (alls ekki ofelda humarinn), hann heldur áfram að eldast þegar hann er tekinn af pönnunni. Hörpuskelin er elduð eins, en nauðsynlegt er að taka sinina af hörpuskelinni, það er að segja ef sinin er á henni. Við þurfum samt ekki að þræða hörpuskelina á spjót. NÝPU- OG SELLERÍRÓTARKREMIÐ Sjóðum nýpuna og sellerírótina í rjómanum og einum hvít- lauksgeira þangað til það er orðið mjög mjúkt eða nánast að mauki. Setjum síðan þetta í matvinnsluvél þangað til það er orðið að silkimjúku kremi, smá salt eftir smekk. GRÆNERTUMAUKIÐ Setjum frosnu baunirnar í pott og látum vatn flæða rétt yfir. Við viljum hita þetta upp að ca. 70 gráðum (alls ekki sjóða því þá missum við fallega græna litinn). Sigtum síðan baunirnar frá heita vatninu og setjum í matvinnsluvél og bætum ca. helm- ingnum af soðinu út í matvinnsluvélina ásamt smá salti. Passa að setja ekki of mikið soð með en þá verður maukið of vatns- kennt. Gott er að setja kryddjurtirnar í klakavatn og þerra þær síðan á eldhúsrúllupappír, þær verða svo líflegar þegar þær fá að liggja í köldu vatni í nokkrar mínútur. Notum kryddjurtirnar sem skraut og auðvitað má borða þær með. Á sumrin vex ker- fill villtur í flestöllum görðum. SÚKKULAÐI-BROWNIE fyrir fjóra 300 g af súkkulaði, ca. 60-70% 200 g smjör í bitum 3 egg 150 g sykur 1 stk. vanilla 100 g ristaðar heslihnetur 1,5 msk. hveiti (sigtað úti) Bræða smjörið í vatnsbaði ásamt kalda smjörinu sem er í bit- um. Alls ekki bræða súkkulaðið á of miklum hita. Rista síðan hneturnar og setja í matvinnsluvél og mala þær niður. Þeyta saman eggin og sykurinn þangað til það er orðið nánast hvítt ásamt vanillunni (athuga að það er mjög erfitt að ofþeyta þetta). Blanda núna öllu saman og sigta hveitið út í blönduna. Setja blönduna í eldfast mót og baka á 175 gráðum í ca. 10 mín. Staðurinn var hannaður af Batteríið arkitektum. „Við opnuðum fyrir rúmum mánuði og ætlum að koma sterk inn á hádegismarkaðinn þegar fram líða stundir. Við erum á góðum stað í miðbænum og það er lifandi andrúmsloft hérna. Við erum staðsett á hóteli og hér er oft mikið líf með skemmtilegu al- þjóðlegu ívafi .“ Ein sérstaða Ísafoldar er nálægðin við spa og fundarherbergi sem er rétt inn af veitingastaðum og býður upp á möguleika á ýmiss konar mannamótum þar sem matur og vellíðan eiga saman. „Heiti pott- urinn okkar rúmar þónokkuð marga og þar er hægt að fá pantaðan mat og drykk frá Ísafold sem hefur lukkast nokkuð vel þó ég segi sjálfur frá.“ Úlfur Uggason yfir- matreiðslumaður á Ísafold Bistró.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.