Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 39
4.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
*Netið er frábært því það heldur heimskufólki innandyra en ekki úti meðal fólks.Douglas Coupland – rithöfundur
Fyrir tíma Grand turismo og Grand theft auto
var einn fyrsti ökuhermirinn á markaðnum
Tomy turbo sem kom út 1983. Fjölmörg íslensk
börn fengu ökuherminn í jólagjöf á níunda ára-
tugnum og reyndist hann góð barnapía og var
endingargóður.
Hermirinn var með stýri, hraðamæli, lykil til
að kveikja á tækinu, bensínmæli, fjóra gíra og
kílómetramæli til að mæla ferðina.
Eftir að lyklinum var snúið kviknaði á leiknum
og bíllinn var tekinn úr hlutlausum gír, settur í
þann fyrsta og af stað ók hann. Eina markmiðið
var að halda bílnum inni á veginum. Tré voru
fyrir utan veginn en þau gerðu ekkert ef stýrinu
var snúið til að keyra á þau. Þau þjónuðu í raun
engum tilgangi nema til skrauts. Aðrir bílar voru
einnig á veginum en hægðu ekkert á bílnum ef
ekið var á þá. Hljóðið sem hermirinn gaf frá sér
var suðandi tikk og hefur trúlega gert marga
foreldra gráhærða. Ef tækið fraus, sem gat auð-
veldlega gerst, dugði oft að slá aðeins ofan á
skjáinn og bíllinn fór af stað á ný.
Nintendo kom síðan á markað 1985 og setti
ný viðmið í tölvuleikjum með Super Mario og
öðrum leikjum. Tölvuspil og hvað þá ökuherm-
ar áttu erfitt uppdráttar eftir það.
GAMLA GRÆJAN
Tomy turbo-ökuhermir
Tomy turbó-ökuhermir var fyrsti ökuhermirinn til að koma í sölu
árið 1983. Notaði 4D-risarafhlöður til að knýja leikinn.
Hewlett-Packard, Google, Amazon, Microsoft og
Apple eiga fleira sameinlegt en að vera öflugir tækniris-
ar. Öll fyrirtækin byrjuðu nefnilega í bílskúr.
Steve Jobs og Steve Wozniak stofnuðu Apple í
bílskúrnum hjá foreldrum Jobs 1976 þegar Jobs var 21
árs og Wozniak 26 ára. Þeir smíðuðu 50 fyrstu eintök-
in af Apple 1-tölvunni í skúrnum. Jeff Bezos stofnaði
Amazon í skúrnum heima hjá sér árið 1994. 20 árum
síðar er Amazon stærsti smásali veraldarvefjarins.
Bill Hewlett og Dave Packard byrjuðu sína starf-
semi hjá Hewlett-Packard í bílskúr í Palo Alto árið
1939. Skúrinn er af mörgum talinn fæðingarstaður
frumkvöðlastarfsins sem fer fram í Kísildal eða Silicon
Valley á hverju ári.
Þeir Paul Allen og Bill Gates stofnuðu Microsoft í
bílskúr árið 1975 þar sem þeir skrifuðu forrit fyrir
Altair-tölvur. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar.
Í bílskúrnum hjá Susan Wojcicki árið 1998 voru
tveir ungir menn, Larry Page og Sergey Brin, að
leika sér að forrita. Bjuggu til Google, fannst það flott
og reyndu að selja það til Excite á eina milljón dollara.
Því boði var hafnað þannig að þeir héldu áfram að leika
sér. Restina af sögunni þeirra þekkja líklega flestir.
TÖFF TÆKNISTAÐREYND
Byrjuðu öll í bílskúrum
Æskuheimili Steves Jobs þar sem Apple-fyrirtækið varð til.
AFP
Fjórða kynslóð Roku-streymisspilarans kom á markað í lok
mars og kemur nú svipað stór og USB-lykill. Roku 3 var
svipað stór og venjulegur sjónvarpsflakkari og er Roku 4
svar þeirra við Google ChromeCast. Spilarinn kostar rúm-
lega 10 þúsund krónur og fylgir fjarstýring með. Með appi
er síðan hægt að breyta snjallsímanum í fjarstýringu fyrir
spilarann. Þarf ekkert að gera annað en að taka spilarann
úr umbúðunum, setja hann í HDMI-tengið aftan á sjón-
varpinu og þá er hann tilbúinn. Rúmlega þúsund stöðvar
má finna á spilaranum, sumar fríar en að öðrum þarf að
kaupa ákrift. Má finna Netflix, Hulu Plus, HBO Go og fleiri
stöðvar sem streymisspilaranotendur kannast við. Þá er
einnig hægt að streyma efni frá snjallsímanum beint í sjón-
varpið, myndböndum eða myndum.
Apple, Google, Amazon og Samsung berjast á stofumark-
aðnum með sínum streymisspilurum og snjallsjónvörpum
og er Roku enn eitt valið fyrir þá sem vilja frekar velja sér
dagskrá í stað þess að horfa á fyrirfram ákveðið efni.
Roku-spilarinn hefur fengið fína dóma erlendis en í dómi
CNN um spilarann kom fram að hann væri svolítið hæg-
virkur að hlaða hverja stöð. Þegar stöðin loks kom á skjáinn
kom aldrei hökt eða neitt. Biðin var hins vegar of löng að
mati blaðamanns CNN.
ROKU HDMI-STREYMISSPILARI
Risastór veröld í litlu tæki
Chromecast virkar
með Android, iPhone
og iPad og hefur orð
á sér fyrir að vera ein-
falt og þægilegt. Kost-
ar 12.900 krónur.
Apple TV kostar frá 15
þúsundum. Hægt að
streyma úr iTunes, iPad,
iPhone og iPod beint í
sjónvarpið.
Það er hægt að flakka um
nálægt þúsund stöðvar
með Roku-spilaranum.
Smáralind | Sími 512 1330
Laugavegi 182 | Sími 512 1300
Au
ka
hl
ut
ad
ag
ar
st
an
da
til
1.
m
aí
iPad töskur
InEarheyrnartól Þráðlausirhátalarar
Fartölvutöskur
daa
ga
rs
ta
nd
a
til
1.
m
aí
Þrá
ag
ar
st
an
da
til
1
m
aí
ðlausheyrnartól
iPhonehulstur iPhonesport armbönd