Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 40
Tíska
Tískuráð frá tískudrottningu
AFP
*Gallabuxur, jakkafatajakki og litli svarti kjóllinn eru nauðsyn-legar flíkur í fataskápinn að sögn ofurfyrirsætunnar ogtískugúrúsins Kate Moss. Kate þuldi tíu mikilvægustu tísku-reglurnar fyrir tímaritið Edit fyrr í mánuðinum: „Á letilegum sunnudegi fer ég alltaf í gallabuxur, hlýrabol,jakka og stígvél.“
E
in klassísk – hver hafa verið bestu kaupin þín fata-
kyns?
Leðurjakki sem ég keypti í Urban Outfitters og Dr.
Martins-skórnir mínir.
En þau verstu?
Flauelsstuttbuxnaskokkur sem ég keypti mér fyrir nokkrum
árum! Fannst hann sko mjög flottur en svo þegar ég fór í
hann þá var sagan nú aldeilis önnur!
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur
að fatakaupum?
Að klæða sig í það sem manni líður vel í burtséð frá því hvað
er í tísku eða hvað öðrum finnst.
Hvaðan sækir þú innblástur?
Mér finnst mjög gaman að skoða dönsk tímarit en innblást-
urinn kemur að mestu leyti frá henni Söndru minni sem er
mikið fyrir að klæða sig upp. Hún er algjör skvísa.
Hverju er mest af í fataskápnum?
Svörtum flíkum því miður! Þarf að fara að kaupa mér meira
af fötum í lit.
Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl?
Það er misjafnt. Stundum er ég í stuði til að vera
fín í háum hælum og svoleiðis en stundum er ég
bara í rosa tjill fötum og nenni alls ekki að vera
fín og þá er ég bara ekki fín. Svo myndi ég bara
segja að ég þrói alls konar fatastíla með mér hér
og þar.
Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti
flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú
fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu
velja og hvert færirðu?
Ég væri til í að fara í charleston-tímabilið.
Finnst kjólarnir og allt skartið frá því tíma-
bili rosa flott.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan
stíl?
Charlotte Gainsbourg, litla frænka Alexanders
Wangs og Jeremy Scott.
Manstu eftir einhverjum
tískuslysum sem þú tókst
þátt í?
Já vá þau hafa nú verið mörg.
T.d. mjög útvíðar Levis-buxur
sem ég átti og svo átti ég
rosa fínan Spice Girls-
magabol sem ég var mjög
stolt af á sínum tíma!
Elísabet Eyþórsdóttir tónlistar-
kona fær gjarnan innblástur frá
dönskum tímaritum.
Morgunblaðið/Golli
AFP
Dr. Martins-
skórnir teljast
góð kaup.
Franska leikkonan Char-
lotte Gainsbourg er
ávallt flott til fara.
Unga tískudrottningin
Alia Wang.
ÞARF AÐ KAUPA FLEIRI FÖT Í LIT
Þróar með
sér alls kon-
ar fatastíla
ELÍSABET EYÞÓRSDÓTTIR ER EIN EY-SYSTRA EN
ÞÆR SKIPA SAMAN HLJÓMSVEITINA SÍSÍ EY. EL-
ÍSABET KLÆÐIR SIG ALLTAF EFTIR EIGIN SANN-
FÆRINGU BURTSÉÐ FRÁ ÞVÍ HVAÐ ER Í TÍSKU.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Elísabet heldur
upp á charl-
eston-tíma-
bilið.