Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014 E ftir kreppu, þegar fjárhagsstaðan var slæm á Íslandi, var flugvél Landhelgisgæslunnar leigð til út- landa og maðurinn minn fór með henni sem flugstjóri. Eldri dóttir okkar, Kristín Margrét, flutti að heiman um þetta leyti og sú yngri, Karen Sif, hafði nóg að gera í náminu. Ég hafði það því rólegt og datt í hug að drífa mig í skóla,“ segir Violeta Tolo Torres, sem var efst meistaraprófsnema á Bifröst við útskrift hinn 8. febrúar sl. Rit- gerð hennar fjallar um áhrif kreppunnar á fil- ippseyskt samfélag á Íslandi og ættingjana á Filippseyjum (The implication of the economic crisis on the filipino community in Iceland and why families in the Philippines are affected). Leiðbeinandi hennar var Ingvar Örn Ingvars- son. „Námið hóf ég í einu fagi í Háskólanum í Bifröst; breytinga- og krísustjórnun. Mér fannst það svo spennandi og skemmtileg tengsl þess við atvinnulífið að mig langaði að vita meira. Ég fékk góða einkunn og ákvað að fara í fullt nám í alþjóðaviðskiptum.“ Violeta er frá Sebú, næststærstu borg Fil- ippseyja, með um tuttugu milljónir íbúa. „Þegar ég var þriggja ára fór pabbi frá mömmu og okkur systrunum þremur. Mamma var ómenntuð og fór heim til for- eldra sinna með okkur. Þar ólumst við upp. Afi og amma voru millistéttarfólk, afi rak hverfisbúð og þau áttu gott hús með stórri lóð. Mamma er ein sjö systkina. Bræðurnir fimm gengu menntaveginn, en ekki mamma og systir hennar. Hin spænsku áhrif töldu óþarfa að mennta konur. Mamma lauk þó grunnskólaprófi. Við höfðum engin samskipti við pabba eftir að hann fór. Dag einn, þegar ég var í skól- anum – ég var í nunnuskóla; við erum kaþólsk – kom ein nunnan og sagði að pabbi minn vildi tala við mig. Ég var 15 ára þegar þetta var og gekk í einkaskóla. „Það getur ekki verið, ég á engan pabba,“ sagði ég. En ég fór að tala við hann og fannst einkennilegt að hitta hann, ég mundi ekkert eftir honum. Satt að segja var pabbi minn kvennabósi sem átti vingott við ýmsar konur og átti börn utan hjónabands, ég veit ekki hvað mörg. Pabbi hafði frétt að mér gengi mjög vel að læra og var stoltur af því. Eitthvað hafði breyst í lífi hans, hann vildi taka saman við mömmu. Hann kom heim, baðst afsökunar á framferði sínu og óskaði eftir að setjast að hjá okkur. Afi var ekki hrifinn, en amma var ánægð – hann var eftirlætistengdasonur henn- ar. Mamma vildi fá pabba aftur, þau voru jú ennþá gift. Meðan hann var í burtu, öll þessi ár, leit mamma aldrei á annan mann. Pabbi var stjórnsamur maður. Ég þoldi það ekki. Hann hafði lítinn áhuga fyrir systrum mínum, en einbeitti sér að mér, af því mér gekk svo vel í skóla. Hann hafði lofað bót og betrun, og liður í því var að hann ákvað að fara að vinna í Sádi-Arabíu; það gerðu karlar gjarnan á þessum tíma, til að ná í peninga. Ég var guðsfegin þegar pabbi fór til Manila til að finna starf og undirbúa brottför sína. En hann kom auðvitað af og til heim og var þá sí- fellt að skipta sér af mér. Hann vildi að ég væri alltaf að læra. Mér fannst ég vera í fang- elsi og mætti varla tala við frænkur mínar. Hann tók upp á að bíða eftir mér þegar ég kom heim á kvöldin. Pabbi var mjög afbrýði- samur út í afa, af því ég var uppáhalds- barnabarnið hans. Peningalega var lífið betra eftir að pabbi kom, að öðru leyti var það verra. Vann fyrir skólagjöldum Foreldrar mínir komu ekki þegar ég útskrif- aðist úr grunnskóla; þau voru í Manila. Ég var mjög sár. Ég þurfti eftir útskriftina að innrita mig í háskóla en hafði enga peninga fyrir innritunargjöldum. Ég var hins vegar mjög há á landsprófi, fékk 95% einkunn. Ég gat því komist inn í háskóla á fríum skóla- gjöldum. Skólinn sem ég byrjaði í er gamall og virtur skóli í Sebú. Ég var þar í eitt ár. Við sem ekki greiddum skólagjöld þurftum sí- fellt að vera fyrirmynd fyrir aðra nemendur. Mér fannst það þreytandi. Ég hef alltaf verið metnaðargjörn. Árið eft- ir færði ég mig yfir í mjög virðulegan skóla. Ég fékk að vinna meðfram náminu, það bauðst þeim sem höfðu mjög góðar einkunnir. Ég var aðstoðarmaður hjá skólalækni í stúlknaskóla á morgn- ana og sótti skólann eftir hádegi. Ég lauk þarna viðskiptafræði- námi. Mikilvægt er að útskrifast úr góðum skóla á Filippseyjum, samkeppnin um vinnu er afar hörð. Ég byrj- aði að undirbúa endur- skoðunarnám, en var ekki tilbúin. Frekar sleppi ég prófi en falla. Nokkrum dögum eft- ir útskriftina fékk ég vinnu hjá bandarísku fyrirtæki, sem framleiddi varahluti í tölvur. Það var skrýtið, þegar ég fór í viðtölin, að hitta fjölda skólasystra minna. Allar vorum við uppáklæddar, stífmálaðar og á pinnahæl- um. Vildum koma vel fyrir, það er mikilvægt. Ég vann hjá þessu fyrirtæki til ársbyrjunar 1990. Ég var haldin ævintýraþrá. Ég þekkti fólk sem hafði verið á Íslandi og sagði mér frá landinu. Mér datt í hug að fara þangað. Fyrir utan ævintýraþrána átti ég mér þann draum að eignast börn sem væru blönduð. Mig lang- aði ekki til að giftast filippseyskum manni; margir þeirra finnst mér óttalegir kvennabós- ar, eins og pabbi minn. Ég vildi eignast traustan mann. Mig langaði ekki að börnin mín myndu alast upp föðurlaus. Ég kallaði að vísu alla móðurbræður mína pabba – en það er ekki það sama og eiga sjálf pabba. Ég ólst þó upp við góðar aðstæður í stórri, kærleiks- ríkri fjölskyldu. Ég hafði lært góða ensku á Filippseyjum og það hjálpaði mér þegar ég kom til Íslands í mars 1990. Ég talaði náttúrlega enga íslensku fyrst eftir að ég kom. Fljótlega kynntist ég manninum mínum, Jakobi Ólafssyni. Við fór- um að búa saman og stofnuðum fjölskyldu. Eldra barnið okkar fæddist 1991. Við Jakob bjuggum fyrst á Kársnesbraut- inni. Hinum megin við götuna var niður- suðuverksmiðjan ORA og þar fékk ég vinnu. Til að byrja með var ég við framleiðslustörf. Eftir að ég varð ófrísk gat ég ekki unnið í framleiðslunni. Ég var alltaf ælandi og fannst rauðkálið ógeðslegt. Ég var því færð yfir á lag- erinn. Seinna, eftir að barnið var fætt, gerði ég saming um að mæta þegar maðurinn minn væri ekki að fljúga. Ég vildi hitta fólk því ég var einmana. Ég kynnt- ist Íslendingum í ORA, var eini útlendingurinn þar þá. Þetta var eldra fólk, óskaplega gott og duglegt að kenna mér íslensku. Heimilishaldið gekk dálítið einkennilega hjá mér fyrst. Ég kunni ekkert að elda. Heima læra börnin en mamman eldar. Ég sauð því bara eða steikti egg til skiptis. Svo fór ég að reyna að læra að elda. Ef við Jakob vorum boðin í veislu spurði ég alltaf hvernig mat- urinn væri búinn til. Fékk uppskriftir og próf- aði mig áfram. Mest umgekkst ég landa mína og auðvitað tengdafólkið mitt, sem var mér afskaplega gott. Jakob á tvær systur en tengdaforeldrar mínir bjuggu í Njarðvíkum, við hittum þau þess vegna minna. Við Jakob vorum mikið tvö ein með barnið. Samskiptin við ættingja fannst mér raunar miklu minni hér á Íslandi en ég hafði vanist á Filippseyjum. Mér fannst voða skrýtið fyrst að sitja inni í einhverju húsi og þekkja ekki einu sinni nágranna sína. Þeg- ar Jakob vann um tíma á Austurlandi og ég var mest ein ákvað ég að vera dugleg að blanda geði við fólk og vorkenna mér ekki. Ég hringdi líka til Filippseyja, en það var dýrt svo ég skrifaði mikið af bréfum. Nokkru eftir að eldra barnið fæddist kom yngri systir mín til mín til að hjálpa mér. Hún býr hér enn, gift filippseyskum manni. Þau búa í Salahverfinu. Hún vill vera nálægt mér, áður vorum við nágrannar í Vesturbæ Kópa- vogs. Eldri systir mín var kennari í Sebú en var svo lágt launuð að hún ákvað að flytja til Íslands. Systur mínar hafa báðar unnið hjá Ísfiski. Yngri systir mín var fyrst í vinnu þar. Hún var svo dugleg að þeir buðu eldri systur minni vinnu og borguðu fargjaldið til Íslands. Börn hennar þrjú urðu eftir hjá mömmu úti. Slíkt er algengt á Filippseyjum. Eigendur Ís- fisks voru svo ánægðar með systur mínar að þeir spurðu hvort við ættum ekki enn fleiri systkini. Þeir sendu mömmu líka alltaf jóla- gjöf. Mamma hefur verið hér mikið og er ís- lenskur ríkisborgari. Eftir að ég kom til Íslands reyndi ég að fá metið nám mitt frá Filippseyjum við Háskóla Íslands. Í ljós kom að það var ýmislegt sem ekki var sambærilegt. Mér var boðið að bæta við, en það leist mér ekki á. Mér fannst þó slæmt að þurfa að fara í verkamannavinnu og vera með þetta góða menntun. Ég vildi fá að nota menntun mína. Í staðinn fyrir að bæta við viðskiptanámið fór ég í íslensku fyrir út- lendinga í HÍ. Ég lauk því að vísu ekki. Síðar tók ég próf í ferðamálafræðum frá Mennta- skólanum í Kópavogi og stundaði tölvu- og skrifstofunám í Tölvuskólanum. Ég fékk góð- ar einkunnir í þessu námi öllu. Meðan ég var í háskólanum að læra ís- lensku bauðst mér vinna í heilsugæslunni, á lungna- og berklavarnadeild. Vinkona mín fór þangað í skoðun. Yfirlæknirinn, Þorsteinn Blöndal, spurði hvort hún þekkti einhvern Myndi svara fyrir mig núna DÚXINN Í MEISTARANÁMINU Í BIFRÖST Í ÁR KEMUR Á ÓVART. VIOLETA TOLO TORRES LÍKIST EKKI ÞEIRRI ÞURRLEGU ÍMYND SEM OFT ER DREGIN UPP AF FÓLKI SEM LIGGUR Í BÓKUM. HÚN BEINLÍNIS IÐAR AF LÍFSGLEÐI OG BROSIR BREITT ÞEGAR HÚN BÝÐUR BLAÐAMANNI Í BÆINN. VIOLETA ER FRÁ FILIPPSEYJUM EN TALAR MJÖG GÓÐA ÍSLENSKU. HÚN OG MAÐUR HENNAR JAKOB ÓLAFSSON FLUGSTJÓRI HAFA BÚIÐ SÉR GLÆSILEGT HEIMILI Í NÝJU HÚSI Í SALAHVERFINU Í KÓPAVOGI. MEÐ LÉTTRI SVEIFLU ÚTBÝR VIOLETA KAFFIVEISLU OG FYRR EN VARIR ER HÚN KOMIN Á KAF Í LITRÍKA FRÁSÖGN. Guðrún Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com * Ég var nýútskrifuðúr ferðamálafræðiog fór örugg með mig á stórt hótel til að sækja um vinnu í móttöku eða á skrifstofu. Móttökurit- arinn leit ekki einu sinni á prófskírteinið mitt, sagði bara: „Það er laust starf herbergisþernu.“ Viðtal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.