Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014 20 Candy.com - $3.000.000 Árið 2009 keypti fyrirtæki sem kallast G&J Holding lénið Candy- .com fyrir þrjár milljónir dollara. Í fréttatilkynningu frá félaginu sagði að lénið myndi hýsa vefverslun með sælgæti. Hér skyldi ekki möndlað með bland í poka fyrir klink. Á vefnum má finna ýmislegt tengt sætindum, ekki síst mynd- arlegt úrval af ýmiss konar köku- skrauti, svo sem fyrir brúðkaups- tertur, en einnig má kaupa sælgæti eftir litum eða tengt ákveðnum há- tíðisdögum. Fyrirtækið varð þó fyrir töluverðum búsifjum þegar Google tók lénið af skrá yfir lén sem það fylgist með sökum óprútt- inna tilrauna til þess að hafa áhrif á leitarvélar Google. En gott lén er Google betra. Eða því sem næst. 19 Whiskey.com - $3.100.000 Ef það er hægt að versla með sæl- gæti á netinu, þá er líklega allt eins hægt að versla með áfengi. Þýskt fyrirtæki sem sérhæfði sig í sölu á þeim görótta drykk viskíi, keypti lénið fyrir rúmar þrjár milljónir dollara í byrjun þessa árs. Það hafði þá verið í eigu Banda- ríkjamannsins Michael Costello frá því hann skráði það fyrstur árið 1995, þegar það kostaði ekkert að skrá lén. Það má reyndar fylgja sögunni að Costello krafðist þess að fá meira en þrjár milljónir doll- ara fyrir lénið, eingöngu vegna þess að árið 2006 hafði lénið Vodka.com verið selt fyrir þrjár milljónir sléttar. 18 Altavista.com - $3.300.000 Áður en Google kom til sögunnar var Alta Vista ein öflugasta leit- arvélin sem í boði var á netinu. Tæknirisinn Compaq keypti fyr- irtækið Alta Vista árið 1998. Skömmu síðar rann upp fyrir stjórnendum Compaq að lénið Altavista.com hafði ekki fylgt með í kaupunum, enda var stofnandi Alta Vista sjálfur skráður fyrir léninu. Compaq neyddist því til að semja um kaup á léninu sérstaklega. Lén- ið er ekki lengur virkt, en beinir umferð inn á leitarvél Yahoo.com. 17 Mi.com - $3.600.000 Kínverski síma- og raftækjafram- leiðandinn Xiaomi keypti lénið Mi- .com til þess að freista þess að ná frekari fótfestu á Vesturlöndum með styttra og einfaldara nafni. Samhliða kaupunum hóf það að markaðssetja vörur sínar undir nafninu Mi, fremur en Xiaomi. Mi þýðir hrísgrjón á kínversku, svo kannski er möguleiki að fylgja í fótspor Candy.com og Whi- skey.com ef harðnar í ári á raf- tækjamarkaði. 16 Yp.com - $3.850.000 Það var 2008 sem Yellowpages.com keypti lénið Yp.com til að hýsa starfsemi sína. Yp.com hafði þá þegar talsverða traffík fólks sem taldi þetta vera lénið fyrir gulu síð- urnar. 15 Giftcard.com - $4.000.000 Það kemur á óvart, en viðskipti með gjafakort velta milljörðum dollara á hverju ári. Eigandi Gift- cardlab.com taldi víst að lénið Gift- card.com yrði fjárfesting sem kæmi til með að skila sér fljótt, enda gerðu viðskiptaáætlanir hans ráð fyrir 100% vexti fyrirtækisins milli ára í kjölfar kaupanna, þrátt fyrir afborganir af léninu. 14 iCloud.com - $4.500.000 Þegar Apple hóf að markaðssetja skýjaþjónustu sína, iCloud, þurfti að sjálfsögðu að finna lén í sam- ræmi. Það mætti segja að Apple hafi að vissu leyti verið búið að sýna spilin með stórri vörulínu af iVörum, s.s. iPad, iPhone og svo framvegis. Það er því líklegt að lénasafnarar hafi þegar verið búnir að skrá megnið af lénum sem byrja á iEitthvað í von um að Apple fyndi not fyrir það seinna. Þetta lén var þó áður í eigu sænsks fyr- irtækis sem sérhæfir sig í skýja- lausnum 13 Asseenontv.com - $5.000.000 Mikill er máttur sjónvarpsins. Svo mikill raunar að lénið Asseenontv- .com var selt á fimm milljónir doll- ara til þess að hala inn á vörulín- una As Seen on TV, sem er nær eingöngu markaðssett í gegnum sjónvarp, í alþekktum kynning- armyndböndum. 12 Toys.com - $5.100.000 Það var leikfangarisinn ToysRUs sem keypti þetta lén á uppboði árið 2009 til þess að leysa af hómi lénið Toysrus.com sem það hafði áður Sýnileikinn kostar LÍKT OG AÐRAR FASTEIGNIR GANGA LÉN KAUPUM OG SÖLUM. SUMUM KANN REYNDAR AÐ FINNAST SKRÝTIÐ AÐ TALA UM LÉN SEM FASTEIGN, EN ÞEGAR MAÐUR HUGSAR UM ÞAÐ SEM HEIMILISFANG Á NETINU, ÞÁ ER SAMLÍKINGIN EKKI FJARRI LAGI. ALLIR VILJA STAÐSETJA SIG ÞAR SEM VIÐSKIPTAVININA ER AÐ FINNA, LÍKT OG GERIST OG GENGUR Í ALMENNRI SMÁSÖLU. OG ALVEG EINS OG GOTT VERSLUNARHÚSNÆÐI ER DÝRT, ÞÁ GETUR GOTT LÉN KOSTAÐ SKILDINGINN. EN ÞAÐ ER MARGT FORVITNILEGT AÐ FINNA EF SKOÐUÐ ER SAGA DÝRUSTU LÉNA SÖGUNNAR. HÉR GETUR AÐ LÍTA LISTA YFIR ÞAU 20 LÉN SEM KOSTAÐ HAFA MESTA PENINGA FRAM TIL ÞESSA. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com 20 DÝRUSTU LÉN SÖGUNNAR PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 4 1 1 4 6 *Heimkeyrsla innan höfuðborgarsvæðisins á virkum dögum milli kl. 9–18. GRILLSUMARIÐ ERHAFIÐ Verðlaunagrillin frá Char-Broil búa yfir nýju TRU-Infrared tækninni sem gerir þér kleift að grilla í hvaða veðráttu sem er. Grillin eru afgreidd samsett og keyrð heim til kaupanda ef óskað er.* REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 / ellingsen.isAKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 • 100% JAFN HITISAFARÍKARI MATUR BETRI STJÓRN Á HITA 0:00 STYTTRI ELDUNARTÍMI Í ALLRI VEÐRÁTTU MINNI GASNOTKUN ENGAR ELDTUNGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.