Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 53
4.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Hér er ljósmyndari Morgunblaðsins staddur á sama stað og á myndinni beint fyrir neðan og horfir yfir bakgarðana sem liggja í áttina að Barónsstíg. Það er þess virði að ganga örlítið inn hliðargöturnar til að sjá bakhlið Laugavegar. Sérlega falleg tvöföld útihurð á bakhlið Laugavegar 70. Húsið er byggt árið 1902 af Guðmundi vert og var byggt sem gistihús fyrir bændur og menn austan úr sveitum í verslunarferðum í borgina en bakhús var nýtt sem kindakofi og hlaða. Sé beygt niður Vitastíg af Laugaveg og fyrsta beygja tekin til hægri af Vitastígnum lúrir þessi ormur á vegg við bakhlið Laugavegar 65 og passar ruslatunnurnar. Timburhúsið, sem nú hýsir Kios, hefur tekið miklum breytingum frá því að það var byggt árið 1903. Upphaflega var það íbúðarhús en var breytt í verslunarhúsnæði fyrir um hálfri öld og sér upp- runalegs útlits þess varla merki nú. Húsinu var breytt í verslunarhús á sjöunda áratugnum. Milli Ullarkistunnar og kaffihússins Tíu dropa er port sem liggur að íbúðarhúsum er tilheyra Laugavegi 27a og 27b. Á þeim reit hafa verið íbúðarhús í yfir 100 ár. Þessi listilegi stærðarinnar örn prýðir húsgafl Laugavegar 25. Glæsilegar lóðir og vel hirtar einkalóðir sem þessar er líka að finna baka til og oftar en ekki eru það gömul bárujárnshús sem eru eins og sannkallaður draumur í dós þegar stigið er út fyrir skarkala götunnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.