Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014 Menning Þ etta er með bestu karlakórum sem við eigum, þannig að ég hlakka til tónleikanna,“ segir Kristinn Sig- mundsson óperusöngvari um Karlakórinn Heimi, en hann syng- ur einsöng á tvennum tónleikum með kórnum nú um helgina undir stjórn Stefáns R. Gísla- sonar. Fyrri tónleikarnir eru í Menningarhús- inu Miðgarði í Skagafirði í kvöld, laugardag, kl. 20.30, en seinni tónleikarnir í Eldborgarsal Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Að sögn Kristins hafa tónleikarnir átt sér langan aðdraganda, en þrjú ár eru síðan for- svarsmenn Karlakórsins Heimis settu sig í samband við Kristin og föluðust eftir kröftum hans. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að finna tímasetningu sem hentaði Kristni, enda hefur hann yfirleitt verið bókaður í tvö til þrjú ár fram í tímann. Inntur eftir efnisskrá tónleika helgarinnar segir Kristinn að hún verði fjölbreytt, en sí- gild kórverk og óperuaríur verði í fyrirrúmi. „Ég syng einsöng í íslenskum lögum á borð við „Nótt“ eftir Árna Thorsteinsson við ljóð Magnúsar Gíslasonar, „Þótt þú langförull legðir“ eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Stephans G. Stephanssonar, „Höfðingi smiðj- unnar“ eftir Björgvin Valdimarsson við ljóð Davíðs Stefánssonar og „Hraustir menn“ sem er klassík fyrir karlakóra. Auk þess syng ég aríu Sarastrós úr Töfraflautunni eftir W.A. Mozart og „Agnus Dei“ eftir Georges Bizet.“ Verður aldrei fullnuma Eins og fyrr segir er dagskráin hjá Kristni þéttskipuð. Aðspurður segist hann nýkominn heim frá Houston eftir tveggja mánaða dvöl, en þar tók hann þátt í uppsetningu á Rínar- gullinu eftir Richard Wagner. „Á mánudaginn kemur liggur leið mín síðan til Ítalíu þar sem ég verð í mánuð. Þar mun ég syngja elda- buskuna í óperu eftir Sergei Prokofiev sem nefnist Ástir þriggja appelsína. Þetta er sann- kallað ævintýri og flott músík,“ segir Kristinn og tekur fram að hann hafi aldrei sungið í þessu verki áður. Hér liggur beint við að spyrja hversu mörg hlutverk Kristinn þurfi að læra á ári hverju. „Það er mjög misjafnt milli ára,“ segir Krist- inn og rifjar upp að á tímabili hafi hann þurft að læra mörg ný hlutverk sökum þess að hann byrjaði feril sinn sem barítón áður en hann flutti sig yfir í bassa. „Það er alltaf spennandi að kynnast nýjum hlutverkum,“ segir Kristinn og bætir jafnharðan við: „En samt er það þannig með hlutverk sem maður hefur sungið margoft að maður er alltaf að uppgötva á þeim nýja fleti, sem er mjög gam- an. Þetta er því eitthvað sem aldrei tæmist. Eitt af því sem er svo skemmtilegt við starf óperusöngvarans er að maður er alltaf að læra og verður í raun aldrei fullnuma.“ Eftir Ítalíudvölina liggur leið Kristins heim til Íslands í sumarfrí. „Á síðustu þrjátíu árum sem ég hef verið í þessum bransa hef ég að meðaltali varið um þremur mánuðum á Ís- landi á ári hverju og megnið af þeim tíma er yfir sumarið,“ segir Kristinn og tekur fram að dvölin heima verði þó aðeins lengri í ár. „Í haust verð ég heima fram að áramótum og mun m.a. nýta tíma minn til að kenna við Listaháskólann,“ segir Kristinn sem verið hef- ur gestaprófessor við Listaháskóla Íslands sl. fimm ár og þá yfirleitt kennt masterklass- námskeið í um tvær vikur á hverju ári. „Mér finnst mjög gaman að kenna, en lít líka á kennsluna sem skyldu mína. Að koma því litla sem ég kann yfir á þá sem eru að stíga sín fyrstu skref og halda hefðinni gangandi. Það er nauðsynlegt,“ segir Kristinn og tekur fram að breytingar á plönum hjá óperuhúsi erlendis séu orsök þess að hann verji haustmánuðum á Íslandi. „Ég var búinn að ráða mig í verkefni við erlent óperuhús í haust, en vegna fjár- hagserfiðleika hússins og endurskipulags í rekstri urðu stjórnendur þar að slá fyrirhuguð verkefni af. En eftir áramót byrjar dansinn aftur hjá mér. Þá fer ég aftur í útlegð,“ segir Kristinn og tekur fram að þá liggi leiðin til Los Angeles þar sem hann muni syngja í þremur óperum fram á vorið, þ.e. Rakaranum í Sevilla eftir Gioacchino Rossini, Brúðkaupi Fígarós eftir W.A. Mozart og Draugunum í Versölum eftir John Corigliano. Leyfir sér ekki að þreytast Inntur eftir því hvort tónlistarunnendum hér- lendis gefist tækifæri til að heyra og sjá Kristin á sviði með haustinu segist hann vera að leggja drög að ýmsum tónleikum. Spurður hvenær komi að því að landinn fái að sjá hann í óperu á sviði Eldborgar í Hörpu segist Kristinn gera sér vonir um að þess verði ekki alltof langt að bíða. Kristinn viðurkennir að samningaviðræður eigi sér stað milli hans og forsvarsmanna Íslensku óperunnar. „Það er enn ekkert fast í hendi, en heilmikið í píp- unum. Það er hins vegar ekkert hægt að segja neitt meira fyrr en búið er að ákveða formlega hvað það verður. Mig er farið að langa til að syngja í óperu hér heima,“ segir Kristinn, sem ekki hefur sungið á óperusvið- inu hérlendis síðan hann söng tvær sýningar á Rakaranum í Sevilla í Gamla bíói síðla árs 2002. Spurður hvort hann verði aldrei þreyttur á því að búa í ferðatösku og verja að meðaltali níu mánuðum á erlendri grundu á ári hverju svarar Kristinn: „Ég leyfi mér ekkert að verða þreyttur, enda er þetta mín vinna. En það skal alveg viðurkennast að þetta venst aldrei og flugferðir eru ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Hitt er annað mál að það eru svo margir plúsar við þetta starf að það væri í raun dónaskapur að kvarta undan ferðalögum og ferðatöskulifnaði,“ segir Kristinn. En hvernig fer hann að því að halda röddinni í toppformi svo árum og áratugum skiptir? „Ég reyni bara að halda mér sæmilega hraustum. Eitt af því sem skiptir mestu máli er að drekka nógu mikinn vökva og klæða sig skyn- samlega miðað við veðurfar til að passa að maður fái ekki kvef. Það á sérstaklega við þegar maður er í miklum hitasveiflum. Ég geri samt ósköp lítið annað en að passa að halda mér hraustum,“ segir Kristinn og tekur fram að hann telji sig eiga mörg góð ár eftir í bransanum. „Það er með menn í minni radd- tegund að þeir geta sungið eins lengi og þeir geta talað af því að söngröddin er svo nálægt bassaröddinni. Svo er spurning hvað maður nennir að vera lengi í þessu, vegna þess að ferðalögin og fjarvistirnar frá fjölskyldunni verða ekki auðveldari með aldrinum. Mig er farið að langa til að vera meira heima og fer því að velja færri hlutverk í framtíðinni. En ég get auðveldlega haldið áfram í a.m.k. tíu ár og er ekkert á leiðinni að fara að hætta. Á meðan ég get dregið andann held ég áfram að syngja.“ Spennandi drullusokkur Að lokum er ekki úr vegi að spyrja hvort Kristinn eigi sér eitthvert draumahlutverk sem hann eigi enn eftir að syngja á sviði. Kristinn jánkar því strax. „Það er Hagen í Götterdämmerung,“ segir Kristinn og tekur fram að um sé að ræða eina stóra bassa- hlutverkið eftir Wagner sem hann eigi eftir að syngja. „Þetta er hlutverk sem mig dauðlang- ar í, en hef ekki haft tækifæri til að syngja það enn. Mér hefur verið boðið það, en gat því miður ekki tekið boðinu á þeim tíma þar sem ég var upptekinn í öðru. Ég stekk á þetta hlutverk um leið og tækifærið býðst. Ég öfunda þá kollega mína sem sungið hafa þetta hlutverk,“ segir Kristinn og nefnir í því sam- hengi Guðjón Óskarssson og Viðar Gunn- arsson. Spurður hvað sé svona heillandi við hlutverkið stendur ekki á svari: „Það er stórt og kraftmikið og býður upp á mikil leikræn tilþrif, enda er Hagen drullusokkur og þeir eru alltaf svolítið spennandi. “ „Það er með menn í minni raddtegund að þeir geta sungið eins lengi og þeir geta talað af því að söngröddin er svo nálægt bassaröddinni. Ég get auðveldlega haldið áfram í a.m.k. tíu ár og er ekkert á leiðinni að fara að hætta. Á meðan ég get dregið andann held ég áfram að syngja,“ segir Kristinn Sigmundsson. Morgunblaðið/Golli KRISTINN SIGMUNDSSON ÓPERUSÖNGVARI MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM Langar að vera meira heima KRISTINN SIGMUNDSSON SYNGUR EINSÖNG MEÐ KARLAKÓRNUM HEIMI NÚ UM HELGINA. HANN ER FARIÐ AÐ LANGA TIL AÐ SYNGJA ÓPERU Á SVIÐI HÉRLENDIS OG VONAR AÐ TÆKIFÆRI GEFIST TIL ÞESS Í HAUST, EN KRISTINN DVELUR ÓVÆNT ÓVENJUMIKIÐ Á ÍSLANDI ÞETTA ÁRIÐ. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.