Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014 Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur á sunnudag klukkan 17 fyrir tónleikum í Hall- grímskirkju undir yfirskriftinni „Að Jesú æðsta ein móðir glæsta“, þar sem sönghóp- urinn Hljómeyki flytur verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson ásamt hljóðfæraleikurum og Hildigunni Einarsdóttur mezzosópran. Meginuppistaða efnisskrárinnar er sú sama og á Sumartónleikum í Skálholti síðastliðið sumar, þegar Hreiðar Ingi var staðartónskáld sumartónleikanna. Flest verkanna eru byggð á textum úr íslenskum handritum. Sönghópurinn Hljómeyki er á tónleikunum studdur fimm hljóðfæraleikurum; strengja- sveit og organista, og stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir. TÓNLEIKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU HLJÓMEYKI Hljómeyki flytur verk eftir Hreiðar Inga Þor- steinsson á tónleikum á sunnudag. Morgunblaðið/Golli Guðlaugur Arason við eitt myndverka sinna sem byggjast á því sem hann kallar álfabækur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sýningin „Álfabækur“ verður opnuð í Borg- arbókasafninu, Tryggvagötu 15, í dag, laug- ardag, klukkan 15. Verkin eru eftir Guðlaug Arason (Garason) bóklistamann. Guðlaugur er þekktur fyrir ritstörf en í þessum verkum byggir hann á bókum ann- arra höfunda. Á sýningunni gefur að líta örsmáar bækur sem nánast þarf stækkunar- gler til að skoða. Bókunum er raðað í ýmsar gerðir af hillum, rétt eins og á venjulegu ís- lensku heimili, nema þær eru örsmáar. Guðlaugur sýndi álfabækur á Akureyri og í Bókasafni Seltjarnarness á síðasta ári og vöktu þær talsverða athygli gesta. VERK GUÐLAUGS Í BÓKASAFNI ÁLFABÆKUR Sýning á verkum eftir Steingrím Eyfjörð mynd- listarmann verður opnuð í Emerson Gallery í Berlín í dag, laugardag. Sýninga kallar Steingrímur „Kell- ingin“, eða „Das alte Weib“ upp á þýsku. Verkin á sýningunni hóf Steingrímur að skapa í vinnustofu sini í Dale í Noregi þar sem hann var búsettur ásamt fjölskyldu sinni á árunum 2010 til 2012. Sjálfsmynd hans sem Íslendings búsetts þar í landi varð að rauðum þræði í verkunum, en þau taka á sig ýmis form, sem teikningar, skúlptúrar og innsetningar. Í frétt frá gall- eríinu segir að í verkunum birtist hugsanir listamannsins um íslenskt og norskt samfélag og menningu; þær má meðal annars sjá í úr- klippubók hans, sem er hluti af viðamikilli úr- vinnslu á textum og myndum. STEINGRÍMUR Í BERLÍN SÝNIR KELLINGU Steingrímur Eyfjörð Menning G eorgíska píanóstjarnan Khatia Buniatishvili kom í fyrra- haust fram í Hörpu, ásamt austur-evrópsku ungmenna- hljómsveitinni I, Culture Orc- hestra. Óhætt er að segja að þessi 26 ára gamla kona hafi heillað viðstadda með túlkun sinni á 1. píanókonsert Prokofjevs. Gagnrýn- andi Morgunblaðsins valdi tónleikana í hóp þeirra bestu á síðasta ári og talaði um „fun- heitt einleiksframlag“ píanóleikarans „er kvittaði fyrir klapp hlustenda „á fæti“ með dúndrandi aukalagi“. Nú fá tónlistarunnendur annað tækifæri til að upplifa innlifaðan og hrífandi leik Buniat- ishvili því hún kemur fram á Listahátíð í Reykjavík 29. maí næstkomandi, stígur þá ein fram á sviðið í Eldborg og leikur bland- aða efnisskrá ólíkra og krefjandi verka eftir Johannes Brahms, Maurice Ravel, Frédéric Chopin og Igor Stravinsky. Buniatishvili hefur undanfarin ár verið á nánast óstöðvandi ferðalagi milli tónleika- staða, nýtur mikilla og sívaxandi vinsælda, og er jafnframt umtöluð í klassíska heim- inum. Sumum þykir þessi glæsilega kona nánast of kynþokkafull fyrir klassíska sviðið en flestir tala þó sem betur fer um leik hennar, sem þykir tilfinningaríkur og sjálf segist hún vera „tónlistarkona 20. aldar“ og samsamar sig lítt eða ekki túlkun flestra ein- leikspíanista samtímans. Það hefur vakið at- hygli að hin kunna Martha Argerich tók Buniatishvili upp á arma sína, sagði hana einstaklega hæfileikaríka, „búa yfir með- fæddum hæfileikum og ímyndunarafli“ auk þess að vera snilldar-túlkandi. Þrátt fyrir að hafa byrjað að læra á hljóð- færið þriggja ára gömul hjá móður sinni og hafa komið fyrst fram á tónleikum sex ára gömul, hefur Buniatishvili ekki viljað láta tala um sig sem undrabarn; slík skilgreining höfðar ekki til hennar, hæfileikar hæfileika vegna. Það hefur ekkert með leitandi túlkun og vinnuna þar að baki að gera. Listamenn þarfnast ögrana „Ég er í Kína,“ segir Khatia Buniatishvili þegar hún svarar hláturmild í símann. Þar kom hún kvöldið áður fram með sinfóníu- hljómsveitinni í Beijing og kvöldið eftir leik- ur hún með hljómsveitinni í Guanzhou. Svona er líf hennar, ferðalag milli tónleika- staða, frá einu landi til annars, að gleðja unnendur tónlistarinnar. Hér mun hún bjóða upp á einleik, verk sem hún hefur sökkt sér í á síðustu misserum. „Þegar mér býðst að vera með efnismikla einleikstónleika, í einn og hálfan til tvo tíma eins og í Hörpu nú í maí, þá reyni ég að blanda saman ólíkum verkum og móta spennandi efnisskrá,“ segir hún. „Um þessar mundir finnst mér gaman að leika dramatísk prógrömm þar sem verkin byggjast á ólíkum karakter, sum bjóða upp á tæknilegt flug en önnur eru ljóðrænni. Það felst mikil áskorun í því að leika efnis- skrá sem þessa og mér finnst það gott. Þeg- ar ég geng á svið takast allskyns tilfinningar á í mér, adrenalínið flæðir um æðarnar og til að halda jafnvægi þarfnast ég þess hreinlega að takast á við ögrandi og erfið verk. Sem stendur bý ég yfir nægri orku til að leika efnisskrá sem þessa, hvað sem mun gerast þegar ég verð eldri. Þá mun ég mögulega skipta um skoðun.“ – Tilfinningar og áskoranir, segirðu, gagn- rýnendur tala iðulega um hvort tveggja í nálgun þinni við tónlistina, og það sáum við líka í Hörpu í fyrrahaust. „Já, listamenn þarfnast ögrana, jafnvel öfga, og líklega er betra að vera í þeim ham á sviðinu en utan þess,“ segir hún og hlær. „Á sviðinu getur maður upplifað algleymi augnabliksins. Það tekst ekki alltaf, en er ánægjulegt þegar það gerist.“ – Líður þér alltaf vel á sviði? „Oftast nær, en ekki endilega alltaf. Ef mér tekst að gleyma stund og stað þá líður mér stórkostlega.“ Alltaf ný verkefni Khatia Buniatishvili hefur frá unga aldri tek- ið þátt í fjölmörgum tónlistarkeppnum og sigrað í mörgum, þar á meðal Arthur Rub- instein-keppninni og Alþjóðlegu píanókeppn- ini í Tblishi. Hún þreyði frumraun sína í Bandaríkjunum fyrir sex árum, lék þá kons- ert eftir Chopin í Carnegie Hall með sinfón- íuhljómsveitinni í Yale. Síðan hefur hún unn- ið með mörgum þekktum hljómsveitum, leikið á fjölda tónlistarhátíða og með frægum meðleikurum og hljómsveitarstjórum. Finnst henni gott að blanda einleik og leik með hljómsveitum saman? „Framan af ferlinum var ég spenntari fyr- ir því að koma ein fram, enda var ég vanari því, það var persónulegra og þetta algleym- isástand sem ég var að tala um kemst maður frekar í einn á sviðinu en í samleik. Ein á sviðinu reyni ég að gleyma því að annað fólk sé viðstatt, jafnvel að gleyma sjálfri mér, en þegar ég leik með hljómsveit þá get ég ekki gleymt hinum því ég horfist í augu við þau; ég fylgist með stjórnandanum og öðrum hljóðfæraleikurum. Þá þarf ég að blanda minni orku við þeirra og ef samhljómur næst þá er það frábær tilfinning, en ef einhvers konar spenna myndast milli manna verður samhljómurinn minni. Engu að síður er það alltaf góð upplifun og ég kann vel að meta fjölbreytileikann; einleikstónleika þar sem ég leik fyrir sjálfa mig, hljóðfærið og salinn, og síðan hljómsveitartúlkanir þar sem ég fæ að vera hluti af frábærri tónlist. Sem er vita- skuld líka mikil áskorun. Svo má ekki gleyma kammertónlistinni, sem ég held alltaf upp á að taka þátt í, en sem ég kemst jafnframt minna í að leika þessi misserin en ég myndi kjósa. Ég hef minni tíma fyrir hana. Kammertónlist er af- ar ánægjuleg leið til að deila tónlist með öðr- um.“ – Þú hlýtur að vera afar upptekin kona; þú virðist vera á sífelldum ferðalögum. Buniatishvili jánkar því. „Það er satt. Ég er alltaf að takast á við ný verkefni og er nánast aldrei heima,“ segir hún. „En ég reyni þess í stað að koma mér upp heimilum á ýmsum stöðum. Ég er búsett í París, og ég dái þá borg þótt ég hafi lítinn tíma til að njóta hennar. Nú er ég í Kína í tíu daga og faðir minn gat komið með mér. Það er ánægjulegt að geta eytt dýrmætum tíma með honum auk þess sem ég reyni að láta mér líða eins og heima hvar sem ég er. Það er stundum erfitt en ég reyni að halda innra jafnvægi og þegar ég er með fólki sem mér er afar annt um, eins og föður mínum, þá auðnast mér það. Kannski verð ég brjáluð einn góðan veðurdag, eftir allt þetta flakk, en enn sem komið er þá gengur þetta allt upp,“ segir hún og hlær. – Þú ert mjög ung og býrð að æskuþreki sem auðveldar ferðalögin og léttir álagið. „Vissulega. Ég reyni að nota orku mína vel. Ég óttast að einn góðan veðurdag minnki þrekið en þessi árin er ég full af orku og nýt þess að takast á við fjölbreytileg verkefni víða um lönd. Þegar ferli mínum lýkur vil ég ekki þurfa að sjá eftir því að hafa ekki gert eitthvað sem stóð til boða.“ – Þar sem þú tekst á við svo fjölbreytileg verk og verkefni, þá hlýtur þú að þurfa að æfa þig hverja lausa stund. „Já, og því miður hef ég venjulega ekki tíma til að setjast niður heima í París og æfa ný verk í friði í mánuð eða tvo. Ég verð því að takast á við það þar sem ég er stödd hverju sinni. Ég ferðast venjulega milli staða til að leika á tónleikum og á sama tíma, hvar sem ég er, þarf ég að æfa upp ný verk og efnisskrár. Og það er oft gott þegar ég er að kynnast nýjum píanóum á nýjum tónleika- stöðum að æfa á þau önnur verk en ég mun endilega leika á þau á tónleikunum. Sam- bandið við píanóið skiptir mestu máli, per- sónuleiki manns kemur síðan alltaf í ljós í glímunni við hvert verk. Maður verður að finna leið til að tjá það á réttan hátt, finna réttu túlkunina. Minnið meðhöndlar verkin og mikilvægast er að vera í sambandi við hljóðfærið – og píanó finnur maður alls stað- ar. Ég sætti mig við að ná ekki að vera heima að æfa mig, ég verð að takast á við allt mögulegt á ferðalögum; þannig er líf mitt og ég nýt þess.“ Er stjarna í Georgíu – Þú ert frá Georgíu – ferðu oft heim? „Vissulega. En það er öðruvísi fyrir mig að vera í Georgíu en annars staðar þar sem ég er aðeins þekkt sem klassískur listamað- ur. Í þeim geira er ég einfaldlega vinsæl en í Georgíu er ég hinsvegar stjarna, sem allir þekkja, og fyrir vikið getur verið erfitt að njóta hefðbundins fjölskyldulífs. Upp á síð- kastið hef ég reynt að skjótast þangað án þess að láta vita af mér, og vera bara með fjölskyldunni. Amma mín og foreldrar búa þar, systir mín bæði þar og í París, auk þess sem ég á þar nána vini sem ég reyni að vera í góðu sambandi við. Mér finnst frábært að vera í Georgíu en það getur verið erfitt, því þegar maður nýtur vinsælda þá getur það gengið nærri einkalífinu.“ – Það hlýtur að vera erfitt þegar allir fylgjast með manni. „Vissulega, þótt ég viðurkenni að stundum GEORGÍSKA PÍANÓSTJARNAN KHATIA BUNIATISHVILI KEMUR FRAM Á LISTAHÁTÍÐ Getur upplifað algleymi augnabliksins á sviði „EF MÉR TEKST AÐ GLEYMA STUND OG STAÐ ÞÁ LÍÐUR MÉR STÓRKOSTLEGA,“ SEGIR KHATIA BUNIATISHVILI UM UPPLIFUN EINLEIKARANS Á SVIÐINU. HÚN MUN FLYTJA KREFJANDI EFNISSKRÁ Í ELDBORGARSAL HÖRPU. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Khatia Buniatishvili á sviðinu í Hörpu síðasta haust, ásamt stjórnandanum Kirill Karabits og ungmennasveitinni I, Culture Orchestra. Ljósmynd/Konrad Cwik

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.