Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 57
4.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Lay Low heldur á laugar- dagskvöld tónleika á Café Rósenberg og hefjast þeir klukkan 21.30. Lay Low kemur þar fram með hljómsveit sinni og fagnar nýrri smáskífu og mynd- bandi við lagið „Our Conversation“. 2 Síðustu sýningar verða um helgina á leikritinu Út- undan í Tjarnarbíói en sýn- ingar á þessu athyglisverða verki hafa gengið vel á undanförnum vikum. Það fjallar um þrjú pör sem þrá að eignast barn en geta það ekki. Leikstjóri er Tinna Hrafnsdóttir. Eftir sýningu á laugardag ræða aðstand- endur við gesti um verkið. 4 Mæðgurnar Þórunn Hjart- ardóttir og Steinunn Eld- flaug Harðardóttir opna á laugardag klukkan 14 sýningu í hinu forvitnilega sýningarými 002 galleríi, sem er á heimili í blokk í Hafnarfirði, að Þúfubarði 17. 5 Kirkjukór Lágafellssóknar flytur dagskrá byggða á verk- um eftir Halldór Laxness, í tali og tónum, í Akureyrar- kirkju á laugardag klukkan 16. Kórinn hefur þegar flutt dagskrána tvisvar í Mosfellsbæ við góðar undirtektir og ættu Norðlendingar ekki að verða sviknir af henni. Einsöngvarar eru Mar- grét Árnadóttir og Ívar Helgason. 3 Þessa dagana standa yfir út- skriftarsýningar nemenda Listaháskóla Íslands og af þeim má enginn missa, enda ein- hverjar skemmtilegustu sýningar sem settar eru upp í borginni ár hvert. BA-nemar sýna í Hafnarhúsinu en meistaranemar í Gerðarsafni. MÆLT MEÐ 1 geti verið gaman að því. En af og til vill maður vera út af fyrir sig. Georgía er mitt föðurland og þar langar mig að vera í róleg- heitum.“ – Var gott að alast upp í Georgíu og læra að leika á píanóið? „Árin þegar ég var að alast upp voru erfið í Georgíu. Við höfðum gengið gegnum stríðs- átök og á tíunda áratugnum var efnahagslífið afar slæmt. Svo gat verið hættulegt að vera á ferli á götum úti. En foreldrar mínir reyndu að fá okkur systur til að einbeita okkur við æfingar, æfa og æfa, og við grín- umst oft með það að við höfum á þessum ár- um aðeins séð heimilið og tónlistarskólann! En það var gott, þeim tókst að halda okkur frá erfiðleikunum og áhyggjunum sem tröll- riðu samfélaginu. Það var ekki auðvelt en skilaði sér algjörlega, fyrir mig, því þetta voru gjöful ár og ég lærði svo margt sem ég byggi á í dag, ekki bara tónlistina, og ég get þakkað foreldrum mínum það. Þrátt fyrir vandamálin í Georgíu bjuggum við systur við frábært atlæti og ég er til að mynda afar þakklát fyrir að hafa fengið að læra öll þessi tungumál, það hefur heldur betur komið sér vel. Ég lærði fjögur mál til 16 ára aldurs og bætti svo þýskunni við þeg- ar ég fór til náms í Vínarborg. Þegar maður talar tungur þá tapar maður aldrei áttum, kemst alltaf leiðar sinnar.“ Buniatishvili talar um að sig langi að eiga einhverja aukadaga hér á landi, í kringum tónleikana til að skoða sig um, og ef það tekst taki hún jafnvel fjölskylduna með sér, foreldrana og systur sína. „Ég vona að ég hafi tíma, ég veit bara aldrei hvað gerist í framtíðinni, bara hvað ég þarf að takast á við í núinu,“ segir hún og flissar. „Ég er bókuð langt fram í tímann en í júlí tek ég mér frí! Þá leik ég bara á einum tón- leikum og það verður í fyrsta skipti í mörg ár sem ég hef svo lítið að gera í einum mán- uði. Mánuður er langur tími í mínu lífi.“ „Þessi árin er ég full af orku og nýt þess að takast á við fjölbreytileg verkefni víða um lönd,“ segir píanóstjarnan Khatia Buniatishvili. Georgíski píanóleikarinn Khatia Buniat- ishvili kemur fram á einleikstónleikum í Eldborgarsal Hörpu á Listahátíð í Reykjavík í lok mánaðarins, 29. maí. Buniatishvili er ein skærasta unga stjarnan í klassíska tónlistarheiminum um þessar mundir og hefur síðustu ár, síðan hún lauk námi í Vínarborg og und- irritaði útgáfusamning við Sony, verið á látlausu ferðalagi landa á milli og komið fram með virtum sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum og haldið einleiks- tónleika. Þá kemur hún stundum fram með eldri systur sinni, Gvantsa, sem einnig er snjall píanóleikari. Buniatishvili kom fyrst fram opin- berlega þegar hún var sex ára gömul og hefur sigrað í mörgum tónlistar- keppnum. ÖRT RÍSANDI STJARNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.