Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 59
4.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
Það góða sem við viljum er bók
eftir leikstjórann heimsfræga
og margverðlaunaða Ingmar
Bergman, sem lést árið 2007. Í
bókinni lýsir hann foreldrum
sínum og sambandi þeirra frá
sjónarhóli bernskunnar. Frá-
sögnin hefst árið 1909 og lýkur
tæpum áratug síðar þegar ungu
presthjónin eiga von á öðru
barni sínu. Bergman skrifaði
þessa prýðilegu sögu með gerð
kvikmyndar í huga og við lest-
urinn finnst lesandanum hann
einmitt vera að horfa á kvik-
mynd. Fjölmargir aðdáendur
hans ættu að hafa ánægju af að
lesa bókina og hið sama á við
um hinn almenna lesanda því
bókin er ljómandi góð. Magnús
Ásmundsson þýddi bókina.
Foreldrar
Bergmans
Ekki er langt síðan skáldsagan Sannleikurinn um
mál Harrys Quebert eftir Svisslendinginn Joël
Dicker kom út hér á landi í íslenskri þýðingu Friðriks
Rafnssonar og fékk mjög góðar viðtökur, enda sér-
lega skemmtileg spennusaga. Bókin hefur unnið til
franskra bókmenntaverðlauna, var hátt í ár á met-
sölulista í Frakklandi og hefur komið út í nokkrum
löndum, þar á meðal Ítalíu, Spáni, Hollandi og Noregi
og fengið mjög góðar viðtökur. Það er samt ekki fyrr
en nýlega sem þessi lofaða metsölubók kom út á
ensku og fyrstu bresku dómarnir hafa nú litið dagsins
ljós.
Enskir gagnrýnendur eru ekki þeir mildustu í heimi
og gagnrýnandi Sunday Times slátrar bókinni, segir
hana skelfilega og telur fléttuna sjálfa og stöðugar
vendingar ótrúverðugar.
Gagnrýnandi The Guardian er mildari þótt ekki
gefi hann mikið fyrir bókmenntagildi verksins, og seg-
ir að þar hafi höfundurinn ekkert áhugavert fram að
færa. Hann segir bókina vera spennandi og höfundur
uppfylli kröfuna sem gera verði til góðra spennusagna
um að þar séu óvæntar vendingar og alls kyns snún-
ingar. Hann líkir bókinni síðan við bækur bandaríska
spennusagnahöfundarins Harlan Coben.
HARRY QUEBERT SLÁTRAÐ
Sunday Times slátrar metsölu- og verð-
launabókinni en Guardian er mildari.
Ný ævisaga danska ævintýraskáldsins HC Andersens er komin
út og nefnist Hans Christian Andersen – European Wit-
ness. Höfundur hennar er hinn breski Paul Binding sem er
bókmenntagagnrýnandi og rithöfundur og sérfræðingur í skand-
inavískum bókmenntum. Hann hefur áður skrifað bækur um rit-
höfunda eins og Ibsen, Lorca og Robert Louis Stevenson.
Höfundurinn rekur ævi Andersens og rýnir í persónu hans.
Andersen ólst upp við mikla fátækt og varð að fara að vinna fyr-
ir sér ellefu ára gamall og flutti að heiman fjórtán ára. Hann þótti
afar sérkennilegur maður, var barnalegur að ýmsu leyti og áber-
andi klaufalegur í framkomu og gat verið einstaklega sjálfhverfur.
Frægt varð þegar hann heimsótti Charles Dickens og þóttist
ekki skilja að fjölskyldan vildi losna við hann heldur bjó á heim-
ilinu í fimm vikur, en mikil gleði varð meðal Dickens og fjöl-
skyldu þegar skáldið danska kvaddi loks og hélt á braut.
Andersen varð nokkrum sinnum ástfanginn án þess að ástin
væri endurgoldin og höfundurinn heldur því fram að hann hafi
hræðst kynlíf og verið hreinn sveinn alla ævi. Aðaláhersla höfundar er þó fremur á verk And-
ersens en persónu hans og ævi og bókinni lýkur ekki með dauða rithöfundarins heldur á um-
fjöllun um síðustu söguna sem hann lauk við þremur árum fyrir andlát sitt. Þótt ævintýra-
skáldið góða sé þekktast fyrir ævintýri sem enn lifa góðu lífi þá skrifaði Andersen svo ótal
margt fleira, eins og leikrit, skáldsögur, ferðabækur og ljóð. Í þessari nýju bók er sjónum beint
að þeim verkum hans sem eru ekki jafn kunn og ævintýrin og fjallað um hlutverk hans og vægi
sem evrópskur höfundur.
NÝ BÓK UM HC ANDERSEN
Ný ævisaga HC Andersens
er komin út.
Paradísarfórn er spennusaga
eftir Kristinu Ohlsson, en hún
er einn vinsælasti glæpasagna-
höfundur Svíþjóðar. Hótunar-
bréf finnst um borð í farþega-
þotu og líf fjögur hundruð
farþega er í stórhættu. Lög-
reglan hefur ekki langan tíma til
að bregðast við. Höfundurinn
starfaði um tíma sem örygg-
isráðgjafi hjá embætti sænsku
ríkislögreglunnar og nýtir sér
þá reynslu í
þessari bók
sem hlaut
mjög góða
dóma í
heimaland-
inu.
Stórhætta og
spenna í
háloftunum
Spenna,
minningar og
hugtök
NÝJAR BÆKUR
SPENNA ER Í FORGRUNNI Í SÆNSKUM REYFARA
OG ÞÝDDRI BANDARÍSKRI METSÖLUBÓK FYRIR
UNGT FÓLK. INGMAR BERGMAN SKRIFAÐI BÓK
UM FORELDRA SÍNA SEM ER KOMIN ÚT Í
ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU. FJÖRLEG BARNABÓK SEM
KENNIR BÖRNUM ÝMIS HUGTÖK ER EINNIG
NÝLEG Á MARKAÐI.
Andóf eftir Veronicu Roth er önnur
bókin í svonefndri Divergent-seríu
sem ætluð er ungu fólki, en fyrsta
bókin er Afbrigði. Aðalpersónan
Tris lifir engu hversdagslífi í borg
framtíðarinnar og þarf að komast
að sannleikanum um samfélagið
sem hún býr í og þarf á öllum sínum
styrk að halda. Bók sem hefur notið
gríðarlegra vinsælda hjá ungmenn-
um um allan heim.
Ung stúlka í
hættu
Í barnabókinni Hver tók skóinn minn? læra börn að
skilja ýmis mikilvæg hugtök eins og hver, hvað, hvar,
hvenær, hvers vegna og hvernig. Drengur leitar ásamt
hundi sínum að skó sem hann týndi og spyr ýmissa
spurninga um hvarfið.
Höfundur er Karen Emigh. Bókin er vitaskuld
skemmtilega myndskreytt og heiðurinn af því á Steve
Dana. Þýðandi bókarinnar er Huginn Þór Grétarsson.
Týndi skórinn og ýmis
hugtök
* Vertu hamingjusamur með því aðgera aðra hamingjusama. Voltaire BÓKSALA 23.-29. APRÍL
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 AndófVeronica Roth
2 Martröð Skúla skelfisFrancesca Simon
3 Íslenskar þjóðsögurBenedikt Jóhannesson og Jóhannes
Benediktsson tóku saman
4 Skúli Skelfir - RisaeðlurFrancesca Simon
5 Eða deyja ella - kiljaLee Child
6 Hamskiptin - þegar allt varð faltá íslandi
Ingi FreyrVilhjálmsson
7 Nanna pínulitlaLaura Owen/Korky Paul
8 Nanna á fleygiferðLaura Owen/Korky Paul
9 Maxímús Músíkús kætist í kórHallfríður Ólafsdóttir/Þórarinn Már
Baldursson
10 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson
Kiljur
1 Eða deyja ellaLee Child
2 ParadísarfórnKristina Ohlsson
3 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert
Joël Dicker
4 AfbrigðiVeronica Roth
5 Húsið við hafiðNora Roberts
6 HHhHLaurent Binet
7 Sögusafn bóksalansGabrielle Zevin
8 Of mörg orðSigríður Lára Sigurjónsdóttir
9 Marco áhrifinJussi Adler Olsen
10 FrelsarinnJo Nesbø
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Aldrei er góð vísa of oft kveðin.