Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 64
SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2014
„Við erum að fjárfesta í nýju húsnæði sem verður þá höfuð-
stöðvar okkar, vinnuaðstaða þar sem við spilum, tökum upp og
höngum saman,“ segir Georg Hólm, meðlimur hljómsveit-
arinnar Sigur Rósar, en þeir félagar sveitarinnar hafa keypt um
200 fermetra húsnæði í póstnúmeri 101, nánar tiltekið á Granda.
Húsnæðið ætla þeir félagar að sníða að eigin þörfum og brátt
munu smiðir taka þar til óspilltra málanna við framkvæmdir.
Þeir félagar höfðu hins vegar ekki eirð í sér að bíða eftir iðn-
aðarmönnum á svæðið og tóku sig því til, settu á sig hjálma og
fóru í að brjóta niður veggi. Georg segir að þeir muni þó láta
fagmenn um restina.
„Það er frábært að vera þarna miðsvæðis, það er svo mikil
uppbygging sem á sér stað þarna, fullt af kaffihúsum og félagar
okkar úr öðrum hljómsveitum.“
Hress hljómsveit í framkvæmdaham gat ekki beðið eftir iðnaðarmönnum og ákvað að gera það sem þeir gátu.
SIGUR RÓS Í FRAMKVÆMDUM
Kaupa hús-
næði á Granda
Jónsi í Sigur Rós tók til við að rífa niður veggi í nýja
húsnæðinu á Granda ásamt félögum sínum.
Í 400 ár hafa nemar við súmó-
glímuskólann í Tókýó tekið þátt í
Nakizumo-hátíðinni þar sem þeir
fá ungbörn til að gráta. Hefðin
byggist á málshættinum Naku ko
wa sodatsu sem þýðir Börn sem
gráta stækka mest. Japanskir for-
eldrar trúa því að gráturinn á há-
tíðinni færi barninu góða heilsu og
hreki burt djöfla og aðrar óvættir.
Súmókapparnir, tveir og tveir
saman, velja sér hvor sitt barn,
stíga inn í hringinn og byrja að
gretta sig, framleiða hávaða og
rykkja börnunum til og frá. Allt er
gert til að fá barnið til að gráta
enda er þetta keppni. Á meðan
standa foreldrarnir fyrir utan og
vonast eftir miklum öskrum. Dóm-
arinn ákveður hvort barnið grætur
fyrr og það barn sem brestur í
grát á undan kemst áfram í næstu
umferð. Fari svo að börnin fari að
gráta á sama tíma vinnur barnið
sem grætur hærra. Fari hins veg-
ar svo að hvorugt barnið gráti við
grettur og fettur súmónemanna
dregur dómarinn upp djöflagrímu
og öskrar „naki“ sem þýðir grátur.
Flestir foreldrar ættu að þekkja
að djöflagrímur koma flestum
börnum til að gráta – jafnvel þótt
þau séu innan við eins árs gömul.
FURÐUR VERALDAR
Góður grátur
gulli betri
Keppnin fer fram ár hvert við Sensoji-musterið í Tókýó. Gráturinn er sagð-
ur hindra að slæmir andar komi nálægt þeim í nánustu framtíð.
AFP
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Gerard Butler sem Leonidas
konungur úr kvikmyndinni 300.
Arda Turan
knattspyrnumaður.
Björgvin Sigurðsson
söngvari Skálmaldar.
Ótakmarkað fyrir
alla fjölskylduna
með RED Family
Með RED Family fá allir í fjölskyldunni ótak-
mörkuð símtöl og SMS óháð kerfi í alla farsíma og
heimasíma á Íslandi. Allir samnýta gagnamagnið
og fjölskyldan fær einn símreikning.
Skiptu yfir í Vodafone RED á vodafone.is
Vodafone
Góð samskipti bæta lífið