Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 34
Kristján Jens Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Matur og drykkir É g man eftir brunum í Árbæ og Grafarvogi þar sem fór illa vegna þess að það var ekki nægi- lega vel hugsað um gasgrill. Í Árbæjarmálinu gleymdist að slökkva á grillinu og vegna að- stæðna bráðnaði grillið og það kviknaði í. Að grilla á gasgrillum er frekar ung iðja hér á Ís- landi. Gasgrill verða ekki algeng hér á landi fyrr en í kringum 1990. En það er ekkert að óttast fari fólk eftir nokkrum einföldum reglum,“ segir Kristján Jens Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins. Kristján á gamlan trébústað og stóð gasgrillið hans of nálægt útiveggnum eitt sinn. Sem reyndur slökkvi- liðsmaður áttaði hann sig þó í tæka tíð á að grillið stóð of nálægt og kom í veg fyrir tjón. Einnig hefur hann fengið vatnsbunu á sig úr þrýstijafnara en þá hafði vatn lekið í þrýstijafnarann. Kristján segir að það eigi alltaf að snúa þrýstijafnaranum niður. Lítið gat er á honum sem rigningarvatn geti farið inn í og jafnvel frosið, séu grillið og kúturinn geymd úti. Aldrei á að geyma gaskút þannig að sólarljósið skíni beint á hann. Það sé vegna þrýstings sem gasið er undir í kútnum. „Þrýstingurinn á þessum hefðbundnu kútum er í kringum fjögur millíbör en hitinn frá sól- inni getur hækkað þann þrýsting upp í 10 millíbör,“ segir hann. Að grilla þarf ekki að vera flókið mál og telur Kristján að líkja megi við notkun bíla. „Bílar eru stórhættulegir ef ekki er farið rétt með þá. Ekki bönnum við bíla. Þetta er í raun einfalt. Það þarf að athuga slöngur og pakkningar. Séu rifur á þessu tvennu þarf að skipta um. Ágæt þumalputtaregla er að skipta um þetta tvennt á þriggja til fimm ára fresti. Þegar kveikt er á grillinu verður það að standa rúman metra frá útivegg og glugga. Við fáum alltof oft útköll vegna þess að rúða hefur sprungið vegna hita frá grilli sem stóð of nálægt. Einnig er mikill misskilningur að það þurfi að skrúfa frá gaskútnum alveg í botn. Það skiptir engu. Það kemur alveg jafn mikið gas út úr kútnum hvort sem hann er skrúfaður í botn eða ekki. Það má alls ekki kveikja upp í grillinu með lokið á. Ég hef komið að slysum þar sem menn hafa farið illa út úr því og svo er það að hafa gaskútinn ekki beint undir því. Feiti sem brennur ekki upp fer niður og það hefur gerst að það hefur kviknað í slöngunni af sjóðheitri feiti. Það má alveg þrífa grill að innan, það er bæði fallegra og getur komið í veg fyrir bruna. Svo má ekki gleyma að slökkva fyrst á kútnum og svo grillinu. Þá er ekkert gas í slöngunni. Þetta er svona grunnurinn í örygginu gagnvart gasgrillun.“ Kristján segir einnig að fólkið á stöðinni sé alltaf til í góðan grillmat – enda fátt betra. Það gefist hins- vegar alltof sjaldan tími til að henda góðri steik á grillið, því útköllin og sjúkraflutningarnir sem slökkviliðið sinnir taki sér aldrei frí og nóg sé að gera. Morgunblaðið/Þórður AÐ MÖRGU ER AÐ HYGGJA ÁÐUR EN STEIK ER SETT Á GRILLIÐ Hættulaust ef farið er eftir reglum KRISTJÁN JENS KRISTJÁNSSON, VERKEFNASTJÓRI HJÁ SLÖKKVILIÐI HÖFUÐBORGARSVÆÐ- ISINS, HEFUR KOMIÐ AÐ BRUNUM ÞAR SEM EKKI VAR RÉTT STAÐIÐ AÐ GRILLUN MATAR. PRÓPANGAS SÉ ÞÓ HÆTTULAUST SÉ HUGAÐ VANDLEGA AÐ NOKKRUM ATRIÐUM. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is SHS-borgarinn 120 g hamborgari 2 stk. Maribo-ostsneiðar 1 sneið af ananas úr dós 3 stk. beikonsneiðar ½ sveppur, skorinn í sneiðar hvítlaukssalt, hamborgarakrydd og pipar eftir smekk sinnepssósa (fer á neðra brauð) HP BBQ-sósa (fer á efra brauð) gúrka, skorin í sneiðar tómatur, eftir smekk rauðlaukur, eftir smekk Aðferð: Grillið hamborgarann, kryddið eftir smekk og setjið ostsneiðar ofan á þegar búið er að snúa hamborgaranum. Setjið ananasinn á grillið en gætið þess að snúa honum ört svo hann brenni ekki. Ananas þarf töluvert langan tíma á grill- inu. Hitið hamborgarabrauð smástund á grillinu. Steikið beikon en passið feitina sem lekur niður. Ef það er panna á grillinu er gott að steikja sveppi, hita rauðlaukinn og jafnvel má henda smáhvítlauk saman við.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.