Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 1
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikill uppgangur er í atvinnulífi Vestmannaeyja, ekki síst í ferða- þjónustu, og er skortur á vinnuafli í bæjarfélaginu. Vegna eftirspurnar hyggst Eimskip fjölga ferðum með Herjólfi í allt að 37 á viku árið 2015. Metfjöldi skemmtiferðaskipa sem leggja leið sína til Vestmannaeyja á þátt í fjölgun erlendra ferðamanna. skipið sem hefur komið til hafnar í Vestmannaeyjum. Andrés Sigurðsson, hafnsögu- maður í Eyjum, segir að búist sé við mikilli fjölgun skemmtiferðaskipa. „Það koma 25 skemmtiferðaskip í sumar og það stefnir í að það komi 35 næsta sumar. Fyrr á öldinni var al- gengt að það kæmu 10-15 slík skip á ári,“ segir Andrés. Gríðarlegur vöxtur í Eyjum  Eimskip undirbýr 37 ferðir með Herjólfi á viku á næsta ári sem er metfjöldi  Nær ekkert atvinnuleysi  35 skemmtiferðaskip munu sigla til Eyja árið 2015 Menningin blómstrar » Aðsókn að gosminjasafninu Eldheimum það sem af er ári er langt umfram væntingar. » 24 staðir bjóða nú mat til sölu í Eyjum og er það gríðar- leg aukning á fáum árum. MSkortur er á.... »6 Ólafur Þór Snorrason, hafnar- stjóri í Vestmannaeyjum, segir skipaumferðina þyngjast ár frá ári. Skemmtiferðaskipið Prinsendam, sem lagðist að Nausthamarsbryggju í gær, er það stærsta sem komið hef- ur inn í höfnina í Eyjum. Það er 39.000 brúttólestir og 204 metrar. Fyrir utan höfnina var skipið Veen- dam, 57.000 brúttólesta skemmti- ferðaskip sem var of stórt til að geta lagst við höfnina. Það er stærsta Ljósmynd/Óskar Friðriksson Vestmannaeyjar Skemmtiferðaskipin Prinsendam og Veendam, í bakgrunni, í Vestmannaeyjahöfn í gær, ein stærstu skip sem þangað hafa komið. M I Ð V I K U D A G U R 6. Á G Ú S T 2 0 1 4 Stofnað 1913  181. tölublað  102. árgangur  ÚTILEGUSTEMNING Í RAFMAGNAÐRI HÖFUÐBORGINNI HÖFUÐBÝLI Á ÁLFTANESI FRIÐLÝST ÓVISSA MEÐ GEITURNAR Á HÁAFELLI ATVINNA OG ROKK 4 ERFIÐLEIKAR 10INNIPÚKINN 30 Langfæstir þeirra ferðamanna sem skoðuðu Sólheimajökul í gær vissu af því óvissustigi sem var lýst yfir á mánudaginn við jökulinn og er enn í gildi. Óvissan ríkir við jökulsporðinn en þar er hætta á að ís brotni frá jöklinum og fljóti út í sístækkandi lón fyrir neðan hann. Ekki er um neinn stóratburð að ræða að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði, en vegna þess fjölda ferðamanna sem kemur að jöklinum á degi hverjum er ekki annað hægt en að vara fólk við og loka ákveðnum leiðum ná- lægt jökulsporðinum og við lónið. Fjallaleiðsögumanni, sem geng- ur daglega upp á jökulinn, finnst ekki nóg að gert og vill sjá stórt aðvörunarskilti, á nokkrum tungu- málum, við bílaplanið. Hann segist hafa séð ferðamenn fara of nálægt hættusvæðinu uppi á jöklinum. Vegna hættunnar fara leiðsögu- menn með hópa inn á miðjan jökul- inn í stað þess að vera nálægt sporðinum eins og áður. Engin hætta á að vera fólgin í því en hættan felst í þeim sem ferðast ein- ir án leiðsagnar og gætu álpast á hættusvæðið. Íslenskur leiðsögumaður sem var með hóp á svæðinu í gær segist hafa varað fólk við því að fara upp á ísinn frá því í snemma í júlí, enda hafi hann séð miklar breytingar á jöklinum í sumar og lónið stækka hratt. ingveldur@mbl.is »14-15 Ferðamenn fara of nálægt  Verður að hafa varann á við Sólheimajökul vegna fólksins Morgunblaðið/Eggert Sólheimajökull Björgunarsveit stóð vaktina í gærdag og lögreglan leit við.  Nú styttist í stórtónleika með bandaríska poppgoðinu Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi 24. ágúst nk. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri tónlistar- og við- burðasviðs Senu, segir þetta verða umfangsmestu tónleika sem haldn- ir hafa verið hér á landi. Með Tim- berlake sjálfum koma um 100 manns; listamenn, tæknimenn, að- stoðarmenn o.fl. Við bætast um 100 tæknimenn frá Íslandi og með gæslu, umferðarstjórn og öðrum verkefnum áætlar Ísleifur að allt að 500 manns vinni við tónleikana í Kórnum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Timberlake koma til Íslands nokkrum dögum fyrir tónleikana, sem sendir verða beint út á netinu á vef Yahoo. »13 Allt að 500 manns kringum Timberlake Reuters Stjarna Það styttist í að Justin Timber- lake komi til landsins vegna tónleikanna.  Páll Her- mannsson flutn- ingahagfræð- ingur telur að draga megi úr kostnaði við flutning á vörum til og frá landinu með aukinni sam- vinnu skipa- félaga. Það gæti lækkað verð til viðskiptavina. Hann segist telja að núgildandi samkeppnislög standi í vegi fyrir slíkri samvinnu skipafélaganna. Páll segir að með samsiglingum á leiðum sem þegar er samkeppni á geti skipakostn- aður við gámaflutninga minnkað um 20% með svipaðri eða betri þjónustu. Hagræðing gæti leitt til 10% lækkunar heildarflutnings- kostnaðar. » 16 Vill auka samvinnu skipafélaganna Páll Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.