Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Hrun í sandsílastofninum árið 2005
leiddi af sér atferlisbreytingu meðal
sílamáfa í grennd við höfuðborgar-
svæðið. Þetta segir Gunnar Þór
Hallgrímsson, fuglafræðingur og
dósent í dýrafræði við Háskóla Ís-
lands. Langstærsta varpsvæði máfa
hér á landi er á Miðnesheiði á
Reykjanesskaga.
„Strax í kjölfar þess fóru máfarnir
í miklum mæli að leita inn í borg og
bæi í leit að æti. Frá þessum tíma
hefur varp þessara fugla verið meira
og minna úr skorðum,“ segir Gunnar
Þór og bendir á að fjölgun sílamáfa í
höfuðborginni sumrin 2005 og 2006
hafi því aðallega stafað af atferlis-
breytingu fuglanna fremur en veru-
legri aukningu í stofni.
Mikil aðlögunarhæfni máfa
Sandsíli er mikilvæg fæða fyrir
sílamáfa, lunda og kríu hér við land.
Þegar sandsílastofninn tók að
hrynja fyrir um tíu árum síðan gripu
máfarnir til þess ráðs að leita ætis
annars staðar. „Ef lundinn og krían
hefðu sömu hæfileika við leit að æti
þá hefðu þær tegundir vafalaust
gert slíkt hið sama. Lundinn er hins
vegar ekki þekktur fyrir að taka mat
af grillum fólks svo við verðum ekki
jafn vör við breytingu hjá þeim. Það
koma þó fram sömu áhrif í vörp-
unum, þ.e. þeir verpa síður.“
Spurður hvort máfar búi yfir mik-
illi aðlögunarhæfni kveður Gunnar
Þór já við. „Þeir deyja hreint út sagt
ekki ráðalausir og geta valið sér fjöl-
breytta fæðu. Ef kjörfæða er ekki til
staðar þá leita þeir oft til fólks þaðan
sem fæðu er gjarnan að fá.“
Tjörnin ekki jafn þéttsetin
Minna hefur nú sést af máfi við
Tjörnina í Reykjavík en undanfarin
ár. Telja margir ástæðu þess vera
meira æti úti á sjó en verið hefur.
Aðspurður segist Gunnar Þór
ekki vita til þess að sandsílastofninn
sé farinn að taka við sér af neinni al-
vöru. „Ég hef ekki séð nein gögn
sem benda til þess. Það sem hins
vegar gerist á svona löngum tíma er
að máfarnir hætta að leita á varp-
svæðin auk þess sem fuglum fækkar
þegar fáir ungar komast á legg. Á
ári hverju detta út um tíu prósent af
varpfuglunum og ef ekki næst að
fylla í skörðin þá fækkar vitanlega í
stofninum,“ segir hann.
Gunnar Þór segir stofnstærð síla-
máfs á suðvesturhorni landsins hafa
talið yfir 100.000 fugla árin 2004 til
2005. Í grennd við höfuðborgina,
einkum við sorphauga, eru um 7.000
máfar skotnir á ári hverju.
Aðspurður segir Gunnar Þór erf-
itt að meta hvort þessi mikli fjöldi
sílamáfa sem skotinn er
ár hvert hafi áhrif á
stærð stofnsins. „Áhrif
skotveiðanna eru í
raun ókunn en ljóst er að
sílamáfum hefur fækkað tölu-
vert á suðvesturhorni landsins
undanfarin ár.“
Færri sílamáfar á suðvesturhorninu
Fjölgun sílamáfa í höfuðborginni sumrin 2005 og 2006 mátti einkum rekja til atferlisbreytingar
vegna skorts á sandsílum Leituðu þá meira inn í bæi eftir æti Ætið í sjónum að aukast á ný
Ljósmynd/Jón Örn Guðbjartsson
Sílamáfur Gunnar Þór Hallgrímsson, fyrir miðju, Íris Mýrdal Kristinsdóttir
og Bob Dusek fóru í vor norður í land til þess að veiða og merkja máfa.
Guðmundur Björnsson, rekstr-
arstjóri meindýravarna Reykja-
víkurborgar, segir mun færri
kvartanir hafa borist í ár vegna
ágangs sílamáfa í höfuðborginni
en undanfarin misseri.
„Það hefur verið fremur lítið
um kvartanir í ár en auðvitað
berast þó alltaf einhverjar kvart-
anir frá fólki. Ástæðan er senni-
lega sú að æti virðist hafa aukist
í sjónum í sumar,“ segir hann og
bendir á að máfum hafi t.a.m.
fækkað töluvert við Tjörnina í
miðbæ Reykjavíkur.
„Þegar
hart er í
ári á sjón-
um þá sækja
máfarnir mjög í bæinn í leit
að fæðu. Þeir eru þekktir
fyrir að leita á fólk enda
þurfa allir að borða.“
Minna um
kvartanir í ár
REYKJAVÍKURBORG
Líðan hjólreiða-
manns sem varð
fyrir bíl við Mý-
vatn í fyrra-
kvöld er eftir
atvikum góð.
Hjólreiðamað-
urinn er 29 ára
dönsk kona sem
var á ferð eftir
þjóðveginum þeg-
ar hún lenti á bíl sem kom akandi út
af bílastæði. Konan var í fyrstu
send til Akureyrar til aðhlynn-
ingar. Í kjölfarið var ákveðið að
senda hana til Reykjavíkur til rann-
sókna þar sem aðbúnaður til að at-
huga höfuðmeiðsli er betri en á Ak-
ureyri.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Húsavík eru meiðsl kon-
unnar ekki alvarleg.
Meiðsl dönsku kon-
unnar ekki alvarleg
Morgunblaðið/Rax
Aðfaranótt laugardags kom til
slagsmála á Flúðum sem lauk með
þeim hætti að maður tók upp dúka-
hníf og lagði til annars og risti upp
fótlegg hans. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu er enn margt
óljóst um árásina.
Rannsóknardeild lögreglunnar á
Selfossi er með málið til skoðunar
þar sem þarna er um að ræða alvar-
lega líkamsárás. Lögreglan biður
alla þá sem veitt geta upplýsingar
um aðdraganda átakanna, árásina
og lyktir hennar að hafa samband í
síma 480-1010.
Önnur líkamsárás á Flúðum að-
faranótt laugardags var kærð til
lögreglu. Í því tilviki var um minni
háttar árás að ræða þar sem stimp-
ingar áttu sér stað milli ungs fólks.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flúðir Hnífsárás er til rannsóknar.
Margt enn óljóst í
hnífstungumáli
Á sunnudag var komið að meðvit-
undarlausu barni í setlaug við
sumarbústað í Hrunamannahreppi.
Barninu var komið til meðvit-
undar og flutt með þyrlu Land-
helgisgæslunnar á slysadeild
Landspítala til frekari aðhlynn-
ingar.
Ekki fengust frekari upplýs-
ingar um líðan barnsins á Land-
spítalanum í gærkvöldi.
vidar@mbl.is
Komið að meðvit-
undarlausu barni
Niðurstöður nýrrar könnunar Festu
um afstöðu Íslendinga til sam-
félagsábyrgðar fyrirtækja bendir til
þess að tæpur helmingur almenn-
ings hér á landi telji að fyrirtæki
hafi jákvæð áhrif á samfélagið. Það
er ívið lægra hlutfall en í öðrum
löndum Evrópu.
Ketill B. Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Festu, segir að vissu-
lega sé áhyggjuefni að færri Íslend-
ingar telji að fyrirtæki hafi jákvæð
áhrif á samfélagið en íbúar í öðrum
löndum. Hann bendir þó á að hlufall
þeirra sem vita ekki eða svara ekki
um áhrif fyrirtækja sé mun hærra á
Íslandi en annars staðar og að það
sé vísbending um að mikið verk sé
óunnið þegar kemur að fræðslu og
umræðu um samfélagsábyrgð fyr-
irtækja hér á landi.
Góðgerðarmál
og umhverfisvernd
Styrkir til góðgerðamála og um-
hverfisvernd koma oftast upp í
huga fólks þegar það hugsar um
samfélagsábyrgð fyrirtækja. Það
eru sömu tvö málefni og oftast voru
nefnd í könnun Festu í fyrra. Könn-
unin leiðir í ljós að 48% almennings
finnst áhrif fyrirtækja á íslenskt
samfélag vera jákvæð þegar á
heildina er litið, 28% telja áhrif
þeirra neikvæð og 25% vita ekki eða
taka ekki afstöðu. Íslenskir stjórn-
endur hafa meiri trú á jákvæðum
áhrifum fyrirtækja, en 69% þeirra
telja áhrif fyrirtækja jákvæð á ís-
lenskt samfélag, 13% þeirra telja
áhrifin neikvæð og 18% vita ekki
eða taka ekki afstöðu.
Þegar niðurstöðurnar eru bornar
saman við könnun Evrópusam-
bandsins meðal Evrópuþjóða kemur
í ljós að 41% Evrópubúa telur fyr-
irtæki hafa neikvæð áhrif á sam-
félag sitt en 52% telja þau hafa já-
kvæð áhrif. Þar eru hins vegar
aðeins 7% sem segjast ekki vita eða
taka ekki afstöðu.
Í Danmörku telja 85% almenn-
ings fyrirtæki hafa jákvæð áhrif,
54% Breta, 67% Íra og 60% Banda-
ríkjamanna. Í öllum þessum löndum
er hlufall þeirra sem vita ekki eða
taka ekki afstöðu mun lægra en á
Íslandi eða 5–9% á móti 25% al-
mennings á Íslandi.
gudmundur@mbl.is
Þörf á meiri fræðslu um samfélagsábyrgð
Tæpur helmingur Íslendinga telur fyrirtæki hafa jákvæð
áhrif á samfélagið Ívið lægra hlutfall en í öðrum löndum
Morgunblaðið/Golli
Könnun 48% telja fyrirtæki hafa já-
kvæð áhrif á íslenskt samfélag.
Borgaðu eftir
14 daga!
RAMLENGJUM FR
AM YFIR VERSLUN
ARMANNAHELGIN
A!
ÁMA-
SALA
HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 SÍMI 5 200 200 · GAP.IS
OPIÐMÁN-FÖSKL.9-18 -LOKAÐLAUGARDAGOGFRÍDAGVERSLUNARMANNA
ALLT AÐ
50%
AFSLÁTTUR
GRÍPTU
TÆKIFÆRIÐ!
FULLUR GÁMUR AF
MONGOOSE HJÓLUM
SEM VIÐ ÞURFUM A
Ð LOSNA VIÐ - STR
AX!
SÖLUMENN OKKAR
VERÐA Í SAMNINGS
STUÐI!