Morgunblaðið - 12.08.2014, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Íslenskur maður, Jóhann Helgi
Heiðdal, eignaðist eineggja þríbura-
drengi með danskri konu sinni, Kar-
in Kristensen, aðfaranótt sunnu-
dags eftir náttúrlega þungun.
Fjölskyldan dvelst enn á spítala í
Danmörku, en drengirnir fæddust
rúmum 11 vikum fyrir tímann.
„Þetta er mikið spennufall en al-
veg yndislegt,“ segir Brynja Sigur-
óladóttir, föðuramma drengjanna.
Hún segir það hafa verið vitað fyr-
irfram að áhættan væri mikil enda
mjög sjaldgæft að eineggja þríburar
verði til á náttúrulegan hátt. Að því
er kemur fram á netsíðunni Wikipe-
diu fæðast eineggja þríburar aðeins
einu sinni í hverjum 500.000 fæð-
ingum, og enn óalgengara er að það
gerist á náttúrulegan hátt.
„Þetta var erfitt því það var mikil
óvissa en maður er rétt farinn að
trúa þessu núna,“ segir Brynja og
bætir við að mikið sé um fjölbura í
hennar ætt. „Ég á frændur sem eru
þríburar og svo er fullt af tvíburum í
ættinni,“ segir hún.
Ekki náðist tal af Jóhanni Helgi í
gær en hann sagði við Fréttablaðið,
að öllum heilsaðist mjög vel, bæði
móður og börnum.
Ekki fyrsta dæmið
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
eineggja þríburar fæðast í íslensk-
um fjölskyldum. Hjónin Guðbjörg
Gunnarsdóttir og Sigfús Ö. Erlings-
son eignuðust eineggja þríburast-
úlkur á Landspítalanum 15. júlí
1985, einnig eftir náttúrulega þung-
un.
„Það er auðvitað ótrúlegt að eitt
egg og ein sæðisfruma geti framleitt
svona mikið,“ segir Guðbjörg, sem í
dag á þrjár 29 ára gamlar stúlkur,
sem allar eru eins. „Ég man alltaf
eftir því að fæðingarlæknirinn sagði
að það væri allt eins á þeim: negl-
urnar, eyrun og tærnar. Þetta er
ennþá svona í dag, þær eru með
sama háralit, tennur, neglur og tær.
Það er allt eins á þeim,“ segir hún.
Guðbjörg segir mikið af fjölburum í
fjölskyldum þeirra hjóna, en afi Sig-
fúsar var tvíburi, pabbi hans átti tví-
burasystur og bróðir hans á tvíbura.
„Svo er þetta aðeins lengra í minni
ætt, eða upp í 3ja ættlið,“ segir hún.
Íslendingur eignaðist
eineggja þríbura
A.m.k. í annað sinn sem eineggja íslenskir þríburar fæðast
Ljósmynd/Jóhann Helgi Heiðdal
Þríburar Þegar drengirnir fæddust hafði móðirin aðeins gengið 31. viku. Sá
stærsti var sjö merkur, næsti sex merkur og sá minnsti fimm og hálf mörk.
Líkurnar litlar
» Samkvæmt Wikipediu fæð-
ast eineggja þríburar aðeins
einu sinni í hverjum 500.000
fæðingum, og enn óalgengara
er að það gerist á náttúrulegan
hátt.
» Áhættusamt er að ganga
með þríbura og er mun líklegra
að fjölburar fæðist fyrir tím-
ann. Nýfæddu íslensku þríbur-
arnir fæddust eftir tæplega 31
viku meðgöngu.
www.volkswagen.is
Atvinnubílar
HEKLA býður nú fyrirtækjum Volkswagen Crafter, Extreme Edition, hlaðinn aukabúnaði á einstaklega hagstæðu
mánaðargjaldi. Greitt er fast mánaðarlegt leigugjald og bifreiðinni einfaldlega skilað í lok leigutímans.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Volkswagen Crafter á rekstrarleigu
Staðalbúnaður: ESP stöðugleikastýring og spólvörn, Hill Holder og
tregðulæsing, ABS bremsur, rennihurð báðum megin, loftpúðar fyrir ökumann
og farþega, rafstýrðir upphitaðir hliðarspeglar, fjarstýrð samlæsing, 2 sæta
bekkur með geymslurými, armpúðar á bílstjórasæti, fullkomin aksturstölva,
útvarp með geislaspilara, 270° opnun á afturdyrum.
Millilangur háþekja Langur háþekja
VW Crafter með Extreme
Edition aukahlutapakka 5.840.637 6.039.841
Sértilboð 4.613.546 4.772.908
12 mán. rekstrarleiga 12 mán. rekstrarleiga
Rekstrarleiga 128.559 pr. mán. 131.497 pr. mán.
Aukahlutapakki: Hraðastillir (Cruise control), gólfklæðning, hliðarklæðning,
fjaðrandi, hæðarstillanlegt og upphitað bílstjórasæti með armpúðum,
vélarhitari með fjarstýringu og tímastilli, rafmagnsmiðstöðvarhitari,
fjarlægðaskynjarar að framan og aftan, aðgerðarstýri, rennur í flutningsrými,
hliðarlýsing, díóðulýsing í flutningsrými.
Öll verð eru án vsk.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki eru margir veiðistaðir hér á
landi og þótt víðar væri leitað þar
sem veiðimennirnir geta mætt án
fyrirvara og án alls búnaðar, veitt og
tekið síðan fiskinn með sér heim í
flökum. Slíkur staður er í Ysta-Vík í
Eyjafirði, á leiðinni frá Akureyri til
Grenivíkur.
„Það er mikið að gera í þessu yfir
hásumarið enda gott fyrir byrjendur
að koma og veiða sinn fyrsta fisk til
að vekja áhugann á stangveiði,“ seg-
ir Magnús Blöndal sem rekur Vík-
urlax með Gunnari Blöndal, föður
sínum.
Gunnar hefur verið með fiskeldi í
tjörnum í Ystu-Vík í um tuttugu ár.
Fljótlega datt honum í hug að bjóða
fólki að veiða og útbjó stóra tjörn.
Þangað er sleppt fiski vikulega, mest
regnbogasilungi um þessar mundir.
Stangirnar bíða tilbúnar
„Við erum hér að vinna í fiskeldinu
og höfum gaman af því að fá ferða-
fólk og fjölskyldur til að veiða hjá
okkur,“ segir Magnús en bætir því
við að reyndir veiðimenn komi oft til
að æfa fluguköstin og taka nokkra
fiska í leiðinni. Þá séu dæmi um að
hópar komi til að veiða marga fiska
til að fara með í reyk.
Stangirnar bíða tilbúnar og aðeins
þarf að beita maðki. Þegar nýlega er
búið að sleppa fiski í tjörnina er fisk-
urinn gráðugur og bítur á um leið og
öngullinn er kominn í vatnið. Magn-
ús tekur fram að hann róist og
stundum þurfi fólk að láta reyna á
veiðihæfileika sína. Þá sjaldan fisk-
urinn gefur sig ekki í stóru tjörninni
fær fólk að fara í eldistjörn til að ná í
skammtinn.
Hægt er að fá aflann slægðan eða
flakaðan, þannig að hann sé tilbúinn
á pönnuna eða grillið. Veiðimenn-
irnir greiða fyrir hvert kíló sem þeir
fara með og er ekki greitt sér-
staklega fyrir veiðileyfi og afnot af
búnaði.
Fara heim með
slægðan fisk
Veiðin í Ystu-Vík í Eyjafirði er
vinsæl hjá byrjendum í stangveiði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Afli Eins og hálfs til tveggja kílóa
regnbogasilungar taka í þegar börn-
in halda á stönginni. Fyrstu „stóru“
fiskarnir verða eftirminnilegir.