Morgunblaðið - 12.08.2014, Page 40

Morgunblaðið - 12.08.2014, Page 40
ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 224. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Líf Ragnars breyttist mikið … 2. Hreinlæti og kæling … 3. Gistiheimili glíma við lús 4. Hundrað hættu að líka við síðuna »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Baldur Ragnarsson, einn liðs- manna víkingamálmsveitarinnar Skálmaldar, er ekki sáttur við að vera neðstur í áheitasöfnun hljómsveitar- meðlima fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer 23. ágúst. Skálm- eldingar munu allir hlaupa, eins og frægt er orðið. „Menn eru búnir að nota ansi margt til að finna sér sér- stöðu í þessari baráttu,“ skrifar Bald- ur á Facebook um félaga sína og seg- ir m.a. að Snæbjörn Ragnarsson skrifi „laaaanga pistla um það hvað allt er erfitt“ og Gunnar Ben stimpli inn á að hann hafi aldrei hlaupið áður sem þýði í raun að hann hafi verið latur fram að þessu. Jón Geir Jó- hannsson ber sig einnig illa, segir á Facebook að hann sé „orðinn skamm- arlega neðstur í áheitasöfnuninni“. „Ég er að fara að fara þetta hægt og ekki tignarlega og það verður frekar óþægilegt en mér er alveg sama ef að ég næ að safna pening fyrir Hring- inn,“ segir Jón Geir. Þegar þetta var skrifað í gær hafði Baldur safnað 33.500 krónum, Jón Geir 35.500, Snæbjörn Ragnarsson 79.500, Þrá- inn Baldvinsson 47.000, Björgvin Sigurðsson 75.900 og Gunnar 98.000. Þeir sem vilja heita á hlaup- ara geta gert það á hlaupastyrkur.is. Morgunblaðið/Styrmir Kári Rígur meðal hlaup- andi Skálmeldinga  Tónlistarmaðurinn og plötusnúð- urinn Ívar Pétur Kjartansson og Kaffi- barinn bjóða þriðja árið í röð upp á þemakvöldin Undir áhrifum og verður það fyrsta haldið í kvöld kl. 22. Ívar býður til sín listafólki sem hann telur hafa haft áhrif á list- sköpun sína og í kvöld kemur fram með honum tón- listarmaðurinn Sin Fang. Ívar undir áhrifum Á miðvikudag Minnkandi norðanátt. Lítilsháttar væta norðaust- antil framan af degi, stöku skúrir syðst, en bjartviðri annars staðar. Hiti frá 6 stigum á Norðausturlandi, upp í 17 stig sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-10 en 8-13 austast. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi, en lítilsháttar rigning eða þokusúld norð- austan- og austanlands og með norðvesturströndinni. VEÐUR Stjarnan er komin upp að hlið FH á toppi Pepsi- deildar karla í knattspyrnu eftir 2:1-sigur á botnliði Þórs í gærkvöld. Pablo Punyed skoraði sigur- markið beint úr frá- bærri aukaspyrnu í uppbótartíma. Fram kom sér úr fallsæti með 1:0-sigri á Val, KR vann Keflavík 2:0, og Fjölnir og Breiðablik gerðu 1:1- jafntefli. »2-4 Punyed kom til bjargar í blálokin Rory McIlroy vann sinn fjórða sigur á risamóti í golfi þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á PGA-meist- aramótinu um helgina á Valhalla- vellinum í Kentucky- ríki Bandaríkjunum. McIlroy hefur þar með unnið tvö risa- mót á jafn- mörgum mán- uðum. »4 Rory McIlroy heldur áfram á sigurbraut Íslandsmethafarnir Ásdís Hjálms- dóttir og Hafdís Sigurðardóttir verða á ferðinni á stærsta móti sumarsins í frjálsum íþróttum, Evrópumeist- aramótinu, sem hefst í Zürich í Sviss í dag. Segja má að Ásdís sé á heima- velli er hún freistar þess að komast í úrslit í spjótkasti og hún kveðst í mjög góðu formi. Íslandsmet Hafdís- ar í langstökki gæti verið í hættu. »1 Ásdís og Hafdís hefja keppni á EM í Zürich ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Það eru að líkindum fleiri pólitískir undirtónar á Tívolí en nokkurri ann- arri Stuðmannaplötu. Gamli Tívol- ísgarðurinn í Vatnsmýrinni er yrk- isefnið og íslenskt samfélag þessa tíma er með ýmsum hætti speglað í garðinum, bæði með eftirsjá og gagnrýni,“ segir Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður. Hljómsveit allra landsmanna, eins og Stuðmenn eru stundum kallaðir, er komin aftur á stjá. Fyrir tveimur árum hélt sveitin tónleika í Hörpu með lögum úr gleði- og söngva- myndinni Með allt á hreinu frá árinu 1982. Og nú er róið á sömu mið með Tívolítónleikum sem verða í Hörpu í byrjun september. Undirtektir hafa verið góðar og miðasala farið vel af stað. Brunnurinn ekki þurrausinn Árið 2014 markar 40 ára hljóð- ritunarsögu Stuðmanna. Hin fræga plata Sumar á Sýrlandi kom út 1975 og Tívolí ári síðar. „Sú plata varð síðan kveikjan að kvikmyndaævintýri hljómsveit- arinnar, handritið sem við lögðum fyrst upp með var byggt á Tívolí- plötunni. Síðan þróaðist sú kvik- myndagerð og myndin Með allt á hreinu var hreinlega spunnin af fingrum fram. Í ýmsum birting- armyndum eru hugmyndir, karakt- erar og lög af Tívolímyndinni í Með allt á hreinu. Brunnurinn var þó ekki endilega þurrausinn með því. Það er ekkert sem útilokar möguleikana á því að til verði einn góðan veðurdag kvikmyndin Tívolí,“ segir Jakob, sem undirstrikar með þessu að Stuðmenn séu sprelllifandi hljóm- sveit þó að menn dragi sig stundum í hlé. Slíkt sé þó aðeins um stund- arsakir. Mörg lögin og sögupersónur á Tívolíplötunni áttu sér skírskotun í veruleikanum. Þannig segir Jakob að Bílalagið, Í stórum hring móti sól, sé táknmynd einkabílsins, græðgi og ameríkaníseringar. Hveitibjörn er víða „Hveitibjörn er Tívolístjórinn, pólitíkusinn, bisnessmaðurinn sem makkar með ameríska her- manninum Frímanni flugkappa. Sig- urbjörn Eiríksson í Klúbbnum, Ólaf- ur Jóhannesson dómsmálaráðherra og ýmsir fleiri samtímamenn komu til tals við textagerðina og sjálfsagt endurspeglast Hveitibjörn í fjölda manna. En Svarti Pétur í Bíólaginu á sér hins vegar enga fyrirmynd aðra en þann úr spilastokknum, hann er víða og almennt heiti yfir bankaræningja,“ segir Jakob, sem telur Tívolíplötuna hafa elst vel. Þeir Stuðmenn sem standa munu á sviðinu í Hörpu í september eru, að Jakobi Frímanni meðtöldum, Egill Ólafsson, Ragnhildur Gísladóttir, Eyþór Gunnarsson, Tómas Tómasson, Ásgeir Óskarsson, og Guðmundur Pét- ursson. Einnig Valgeir Guðjónsson sem hefur verið viðloðandi sveitina síðustu árin, eftir að hafa staðið utan hennar um all- langt skeið. Mikið er lagt í umgjörðina á Hörputónleikunum. „Yrk- isefnið, Tívolí í allri sinni dýrð, gefur fullt tilefni til litríkrar og skrautlegrar uppfærslu,“ segir Jakob. Leikstjórinn Benedikt Erlingsson hefur verið Stuðmönnum til halds og trausts í þessu efni og mætti þá fleiri hæfileikamenn nefna. Yrkisefnið í allri sinni dýrð LITRÍK OG SKRAUTLEG UPPFÆRSLA Jakob Frímann Undirtónarnir óma í Tívolí  Stuðmenn æfa fyrir Hörpu í september Morgunblaðið/Eggert Gleði Stuðmenn brugðu á leik fyrir æfingu í gær. Frá vinstri talið; Jakob Frímann, Jónas, Egill, Valgeir og Ásgeir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.