Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
Með breyttu hugarfari getur þú
öðlast það líf sem þú óskar þér.
NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur
náð frábærum árangri í lífinu.
NLP er öflugasta sjálfsstyrking sem völ er á.
Námskeið í NLP tækni verður haldið
19.-21. september og 26.-28. september
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við erum að setja niður 24 skjálfta-
mæla í sjónum fyrir utan Reykjanes
en það voru einnig settir 30 mælar á
landi,“ segir Gylfi Páll Hersir, jarð-
eðlisfræðingur og verkefnisstjóri hjá
Íslenskum orkurannsóknum, en um
er að ræða lið í umfangsmiklu evr-
ópsku verkefni, IMAGE (e. Integra-
ted Methods for Advanced Geother-
mal Exploration) að nafni.
Dregur úr borholukostnaði
Gylfi Páll segir markmið verkefn-
isins vera að þróa nýjar aðferðir til að
rannsaka og meta jarðhitakerfi og
staðsetja borholur með markvissari
hætti. Er þannig vonast til að hægt
verði að gefa sem besta mynd af jarð-
hitakerfum áður en rannsóknarbor-
holur eru boraðar. Gæti þetta dregið
úr kostnaði tengdum borunum í jarð-
hitaverkefnum.
„Verkefnið er sótt til Evrópusam-
bandsins og eru mörg fyrirtæki,
rannsókna- og vísindastofnanir aðilar
að því,“ segir Gylfi Páll og bendir á að
innlendir aðilar að verkefninu eru Ís-
lenskar orkurannsóknir, HS Orka og
Landsvirkjun. „Með verkefninu er-
um við að reyna að skilja betur jarð-
hitasvæðin. Er það gert með því að
bora í gamlar og rofnar megineld-
stöðvar, eins og við Geitafell, og bera
saman grjót þaðan við grjót sem við
fáum úr virkum eldstöðvum eins og
Kröflu. Svo er verið að skoða Kröflu
sérstaklega með nýrri tækni,“ segir
hann en þá eru skjálftamælar settir
ofan í 2.000 metra djúpar borholur.
Hefur slíkt aldrei verið gert áður á
háhitasvæðum hér á landi.
Aðspurður segir Gylfi Páll skjálfta-
mælana á Reykjanesi og þá sem sett-
ir eru í sjóinn við nesið koma til með
að fylgjast með jarðskjálftum næsta
árið. „Þeir byrja strax að taka við
mælingum sem safnað er á gagna-
kort í mælunum,“ segir hann.
Settir á 50 til 200 metra dýpi
Að sögn Gylfa Páls hefur gengið
vel að koma skjálftamælunum fyrir í
sjónum við Reykjanes en til verksins
notast hópurinn við gamlan hvalveiði-
bát sem nefnist Hrafnreyður. Fara
mælarnir á 50 til 200 metra dýpi „Við
höfum verið sérstaklega heppnir með
veður svo þetta hefur gengið mjög
vel.“ Spurður hvernig mælunum er
komið fyrir í landi svarar Gylfi Páll:
„Yfirleitt kemur maður þeim fyrir á
grjóti en í þessu tilfelli var steypt
undir mælana. Þeir verða svo þarna í
tvo mánuði í senn en þá þarf að skipta
um rafhlöður og hlaða af þeim gögn-
um.“
Unnið er að því að þróa nýjar aðferðir til að rannsaka og meta jarðhitakerfi Vonast til að geta stað-
sett borholur með markvissari hætti Á Reykjanesi eru settir upp 30 mælar en 24 fara í hafið við nesið
Koma fyrir tugum skjálftamæla
Ljósmynd/Egill Árni Guðnason
Vísindi Hópurinn hefur að undanförnu unnið að því að koma fyrir 24
skjálftamælum í sjónum við Reykjanes. Í gær var hann suðvestur af nesinu.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Þrír feðgar frá Selfossi sáu um dómgæslu á fótbolta-
leik Árborgar og Skínanda í 4. deild Íslandsmóts í
knattspyrnu á Selfossi nýverið. Þetta voru þeir
Sveinbjörn Másson og synir hans, Karel Fannar og
Adam Örn.
Eldri sonurinn Karel Fannar, sem er 21 árs, sá
um dómgæsluna, faðir hans Sveinbjörn var aðstoð-
ardómari og Adam Örn sextán ára var á hliðarlínunni
á móti föður sínum. Þetta er líklega í fyrsta skipti
sem þrír feðgar dæma opinberan leik í meistaraflokki
á Íslandi.
„Þetta gekk mjög vel. Maður kann þetta, bara að
öskra nógu mikið á dómarann,“ sagði Sveinbjörn
Másson hlæjandi. Hann hafði mjög gaman af því að
sinna dómgæslunni ásamt sonum sínum. Ekki var
laust við að örlaði á þónokkru stolti í röddinni. „Ég
ákvað að taka einn alvöruleik með þeim,“ sagði Svein-
björn. Hann rak ekki minni til þess að þrír feðgar
hefðu áður sinnt dómgæslu í leik á Íslandsmóti þó að
hann gæti ekki fullyrt það. Í sama streng tók Birkir
Sveinsson, mótastjóri KSÍ. „Við teljum að þetta hafi
ekki gerst áður samkvæmt þeim upplýsingum sem
við búum yfir.“ Hins vegar nær gagnagrunnur KSÍ
hvorki yfir alla leiki né er fjölskyldtengsla getið inn-
an hans.
Lifir og hrærist í fótaboltanum
Sveinbjörn er framkvæmdastjóri knattspyrnu-
deildar Umf. Selfoss og lifir og hrærist í fótboltanum
eins og hann orðar það sjálfur. Því eiga synir hans
ekki langt að sækja fótboltaáhugann og hafa báðir
æft af kappi. Sá yngri er einnig á fullu í handbolta.
Sveinbjörn sinnir alla jafna frekar dómgæslu í
neðri deildum og er ekki með landsdómararéttindi
KSÍ eins og sonur hans Karel Fannar.
„Þetta var skrítin tilfinning,“ sagði Karel Fannar
og þótti gaman að umræddum leik. Hann sagði það
hvorki betra né verra að dæma leik með föður og
bróður sínum.
Karel Fannar byrjaði að dæma í neðri deildum
þegar hann æfði sjálfur fótbolta. „Þá var fínt að
halda sér í formi og ná sér í smá aukapening.“
Áhuginn á dómgæslu hefur aukist með árunum
og hefur hann gaman af starfinu. Hann útilokar ekki
að fara alla leið og dæma leiki erlendis. „Það verður
þó bara að koma í ljós,“ segir hann af yfirvegun og
kveðst taka einn leik í einu.
Þrír feðgar í dóm-
gæslu í fótboltaleik
Líklega einsdæmi í knattspyrnusögunni á Íslandi
Ljósmynd/Umf-Selfoss/Gissur Jónsson
Fótbolti Feðgarnir fyrir leik ásamt fyrirliðum liðanna, Árborgar og Skínanda, á Selfossi. Snorri Sigurðarson,
Adam Örn Sveinbjörnsson, Karel Fannar Sveinbjörnsson, Sveinbjörn Másson og Arnar Hansson.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Landhelgisgæslan hafði í nógu að
snúast í gær en í þrígang var óskað
eftir aðstoð þyrlunnar TF-SYN auk
þess sem flugvélin TF-SIF sinnti
bæði eftirliti innan íslenska hafsvæð-
isins og kastaði út varahlutum í fall-
hlíf til færeysks togara sem þá var
staddur í grænlenskri lögsögu.
Um hádegisbil í gærdag féll ungur
ferðamaður af hestbaki í Víðidal í
Húnavatnssýslu. Var hann fluttur
með þyrlu á slysadeild Landspítal-
ans í Fossvogi en að sögn lögregl-
unnar á Blönduósi missti hann með-
vitund við fallið. Þegar lögregla og
sjúkralið mættu á vettvang var hinn
slasaði kominn til meðvitundar. Ekki
er nánar vitað um líðan hans.
Tvö útköll í sömu ferð
Síðar um daginn bárust tvær til-
kynningar, nánast á sömu mínút-
unni, um slys við Langjökul og á Kili.
Samkvæmt upplýsingum frá Land-
helgisgæslunni var um vélsleðaslys
að ræða á jöklinum en bifhjólaslys á
Kili. Voru hinir slösuðu fluttir undir
læknishendur í Reykjavík í sömu
þyrluferðinni. Líðan þeirra lá ekki
fyrir í gærkvöldi.
Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir,
upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl-
unnar, segir að TF-SYN standi nú
ein vaktina. „GNÁ er í stórri skoðun
í Noregi og LÍF er við verkefni í
Grænlandi en það er von á henni aft-
ur hingað til lands fljótlega,“ segir
Hrafnhildur Brynja og bendir á að
TF-GNA sé hins vegar ekki vænt-
anleg aftur fyrr en með haustinu.
„Það er enn ekki komin tímasetning.
Hún er í mjög umfangsmikilli skoð-
un, svipaðri þeirri og SÝN fór í á síð-
asta ári.“ Spurð hvort ein þyrla nægi
Gæslunni til björgunarstarfa svarar
hún: „Þetta hefur gengið ágætlega.
Það hefur ekkert stórt vandamál
komið upp en það getur auðvitað
verið erfitt að manna tvær áhafnir ef
það kemur útkall langt út á sjó.“
Þyrlan TF-SYN sinnti
ein þremur útköllum
Á flugi Ein björgunarþyrla Land-
helgisgæslunnar stendur nú vaktina.
TF-SIF varpaði út
varahlutum í fallhlíf