Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
Hvernig hefur
bíllinn það?
Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30
BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi og smurningu
og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla.
Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði
og þú færð góða þjónustu
og vandað vinnu.
2012
Tímapantanir í síma
565 1090
Oft er fjallað um verkefni alþjóðastofnana og Evrópu-stofnana í fjölmiðlum og má þar nefna t.d. öryggisráðSameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjórn Evrópu-sambandsins. Einhverjir hafa vafalaust velt því fyrir
sér af hverju heiti stofnana eins og öryggisráðsins og fram-
kvæmdastjórnarinnar séu rituð með litlum upphafsstaf í ís-
lensku. Einnig eru ráðuneytisheiti oft rituð með litlum upphafs-
staf, t.d. forsætisráðuneyti og innanríkisráðuneyti. Rithátturinn
byggist á því að svo virðist sem sú hefð hafi orðið til í íslenskum
skjölum að yfirstofnanir hafi stóran staf en undirstofnanir lítinn.
Sameinuðu þjóðirnar og Stjórnarráð Íslands eru þá yfirstofnanir
í þessu samhengi en öryggisráðið og innanríkisráðuneytið und-
irstofnanir.
Leiðbeiningar um stóran og lítinn staf er að finna í ritreglum
sem eru byggðar á gild-
andi auglýsingum
menntamálaráðuneytis um
íslenska stafsetningu og
greinarmerkjasetningu.
Stjórn Íslenskrar mál-
nefndar samþykkti um-
ræddar ritreglur í desem-
ber 2004 en samkvæmt lögum er það í verkahring nefndarinnar
að semja íslenskar ritreglur sem gilda m.a. um stafsetning-
arkennslu. Ritreglurnar eru birtar aftast í Stafsetningarorðabók-
inni (1. útg. 2006) og þær er einnig hægt að nálgast á Netinu
(www.arnastofnun.is). Í 19. gr. ritreglnanna segir að valfrelsi sé
um lítinn eða stóran upphafsstaf í heitum ráðuneyta en einnig er
bent á að gæta þurfi að hefð og samræmi og þá koma til skjal-
anna venjur á borð við þær sem hér var getið í sambandi við ör-
yggisráðið og innanríkisráðuneytið.
Fleiri dæmi má nefna þar sem valfrelsi ríkir um rithátt en
taka þarf tillit til hefðar í opinberum skjölum. Nefndir Alþingis
eru jafnan ritaðar með litlum upphafsstaf, t.d. atvinnuveganefnd
og utanríkismálanefnd. Hefur þeirri hefð verið fylgt í textum
þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins, sbr. t.d. efnahags-
nefnd fyrir Evrópu, ráðgjafarnefnd EES og afvopnunarnefnd
Sameinuðu þjóðanna. Sama máli gegnir um fjöldamörg önnur
nefndaheiti sem koma fyrir í íslenskum lögum, t.d. manna-
nafnanefnd og örnefnanefnd. Hins vegar er Íslensk málnefnd rit-
uð með stórum upphafsstaf í lögum og þeim rithætti ber því að
fylgja þegar heitið kemur fyrir í opinberum skjölum.
Ýmislegt fleira er athyglisvert í ritvenjum og ritreglum um
stóran og lítinn staf. Þar má sjá að Kanadamarkaður er ritaður
með stórum staf en kanadagæs með litlum. Einhverjir fara með
Maríubænir en aðrir virða fyrir sér maríutásur. Hægt er að fá
sér fyrst Hólsfjallahangikjöt og gæða sér síðan á napóleonsköku.
Samkvæmt 9. gr. ritreglnanna er stór upphafsstafur venjulega
í orðum sem eru mynduð með sérnafni þannig að það sé áberandi
í merkingu orðsins. Það á væntanlega við um Kanadamarkað,
Maríubænir og Hólsfjallahangikjöt, sem og t.d. Asíumálefni og
Evrópulöggjöf. Í 10. gr. segir hins vegar að ef sérnafni fylgir
enginn eða aðeins hverfandi merkingarþáttur í myndun samnafns
sé samnafnið haft með litlum upphafsstaf, sbr. kínaskó og vín-
arbrauð. Öll dýra- og plöntunöfn falla í þennan flokk, t.d. afr-
íkufíll, atlantshafslax, brasilíukirsuber og jóhannesarjurt. Þá
mætti hafa þessar reglur í huga þegar menn finna til þórðargleði
eða heyra lygamerði breiða út gróusögur.
Af Hólsfjallahangikjöti
og napóleonskökum
Tungutak
Sigrún Þorgeirsdóttir
sigrun.thorgeirsdottir@utn.stjr.is
Það á við um rekstur þjóðarbúsins, eins ogrekstur annarra eininga, svo sem fyrirtækjaog heimila, að það er hægt að bæta fjár-hagslega afkomu þeirra allra með tvennum
hætti. Annaðhvort að auka tekjur eða draga úr
kostnaði eða með hvoru tveggja. Í umræðum um af-
komu þjóðarbúsins íslenzka er meira rætt um að
auka tekjur og þá fyrst og fremst útflutningstekjur
en minna fjallað um að draga úr kostnaði og kannski
enn minna um hvort og þá hvernig hægt sé að draga
úr kostnaði við innflutning frá öðrum löndum, sem
þarf að greiða með erlendum gjaldeyri.
Á síðustu árum hefur verið að opnast tækifæri til
að draga verulega úr einum kostnaðarlið þjóðarbús-
ins í þeim mæli að verulegu máli skiptir. Þá er átt
við rafbílavæðinguna, sem augljóslega er orðin raun-
hæfur möguleiki.
Rafbílavæðing er komin mun lengra á veg í Noregi
en hér á Íslandi en reynsla Norðmanna bendir ótví-
rætt til þess að rafbílar séu framtíðin.
Spurningin er þessi:
Er tímabært að Alþingi
marki þá grundvallarstefnu að á
Íslandi verði nánast eingöngu
rafbílar að t.d. 20 árum liðnum?
Rökin fyrir slíkri stefnumörk-
un Alþingis blasa við.
Í fyrsta lagi mundu sam-
göngur á Íslandi ekki lengur
vera háðar því að olía og benzín
berist frá öðrum löndum. Í því
er mikið öryggi fólgið fyrir eyþjóð norður í höfum að
vera sjálfri sér nóg að þessu leyti. Enginn veit hve-
nær ófriður kann að trufla samgöngur um Atlants-
haf.
Í öðru lagi er í því fólginn mikill sparnaður fyrir
þjóðarbúið að geta dregið úr olíu- og benzínkaupum,
sem nemur árlegri notkun bílaflotans á Íslandi á
þeim orkugjöfum. Og til viðbótar er hagkvæmt að
geta notað þá umframraforku sem fyrir hendi er að
næturlagi, þegar orkunotkun landsmanna er minnst
til að hlaða bílana fyrir næsta dag.
Í þriðja lagi er sparnaður í rekstrarkostnaði fyrir
fyrirtæki og heimili augljós vegna þess að raforkan
kostar mun minna en olían.
Í fjórða lagi verður kostnaður við viðhald ökutækj-
anna mun minni vegna þess að rafbílar þurfa minna
viðhald en benzínbílar.
Þetta þýðir að kostnaður landsmanna við sam-
göngur lækkar verulega en í því er fólgin kjarabót
fyrir heimilin og betri rekstrarafkoma fyrir fyr-
irtækin.
Til viðbótar minnkar mengandi útblástur.
Auðvitað koma upp margvísleg tæknileg álitamál í
þessu samhengi en meginlínurnar eru skýrar.
Það yrði stórfelldur fjárhagslegur ávinningur af
því að stefna á rafbílavæðingu Íslands á tilteknu ára-
bili og tilgreina raunhæft markmið um hvenær þeirri
rafbílavæðingu á að vera lokið.
Að auki yrði verulegur ávinningur af því að veru-
lega mundi draga úr útblæstri, sem líka felur í sér
fjárhagslegan sparnað um leið og slík stefnumörkun
mundi stórbæta ímynd Íslands.
En til þess að þetta geti gerzt þarf Alþingi að taka
ákvarðanir, sem verða fólki hvatning til að skipta
benzínbílum út fyrir rafbíla.
Bílaumboðin hér bjóða nú rafbíla til sölu en þeir
eru enn of dýrir. Það þarf meiri hvatningu til en þá
að verðmunurinn vinnist upp með lægri rekstr-
arkostnaði á einum áratug.
Einhverjir kunna að segja sem svo að ríkissjóður
megi ekki við því að missa þær tekjur, sem hann hef-
ur nú af innflutningi hefðbundinna bíla og innflutn-
ingi og sölu olíu. En þá má ekki gleyma því að ís-
lenzka ríkið sparar líka mikla fjármuni með
rafbílavæðingu auk þess sem
stjórnvöld hljóta að horfa yfir
Ísland allt og meta þá kosti fyr-
ir þjóðarbúið í heild, sem fylgja
rafbílavæðingu.
Rafbílavæðing Íslands yrði
eins konar „mini“-bylting í sam-
göngumálum þjóðarinnar.
Henni mundu fylgja miklar
breytingar fyrir utan þær, sem
nefndar hafa verið. Hlutverk olíufélaga mundi breyt-
ast og umsvif þeirra minnka. Hlutur bílaverkstæða
og varahlutaverzlana yrði ekki sá sami og áður.
En slíkar minni háttar byltingar eru að verða allt í
kringum okkur. Dagblöðin hafa átt í vök að verjast í
allmörg ár vegna tæknibreytinga og netvæðingar en
sum þeirra eru að ná sér verulega á strik í sölu
áskrifta á netinu og má nefna Daily Telegraph í því
sambandi. Nú er röðin komin að sjónvarpinu. Það er
liðin tíð að nokkrir starfsmenn á sjónvarpsstöðvum
ákveði hvað fólk skuli horfa á. Einstaklingarnir
ákveða það sjálfir með milligöngu fyrirbæra á borð
við Netflix og fleiri aðila af því tagi.
Það styttist í að bankastarfsemi fari að langmestu
leyti fram á netinu og að bankar þurfi ekki á þeim
fjölda starfsmanna að halda, sem nú tíðkast. Það má
sjá skýr merki þess að verzlun sé að færast á netið.
Verzlunum eins og við þekkjum þær mun fækka.
En hvergi í þessu breytingaferli eru tækifærin til
aukinnar hagkvæmni í rekstri þjóðarbús, fyrirtækja
og heimila jafn skýr fyrir okkur Íslendinga og í sam-
göngum. Við framleiðum raforkuna sjálfir. Við erum
eyja og eigum hvergi land að öðru landi. Við getum
tekið forystu á heimsvísu í útrýmingu þessa úrelta
fyrirbæris, sem benzínbíllinn er að verða.
Rétt er að taka fram að við ritun þessarar greinar
er byggt á ritgerð, sem Ívar Örn Pétursson skrifaði
við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Ak-
ureyri á tímabilinu október 2009 til maí 2011 um
áhrif rafbílavæðingar á Akureyri.
Rafbílavæðing Íslands
Er tímabært að Alþingi
marki grundvallarstefnu
um rafbílavæðingu Íslands
á tilteknu árabili?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Ánorræna sagnfræðingamótinu íJoensuu í Finnlandi 14.-16.
ágúst 2014 var boðið upp á skoð-
unarferð á einn frægasta vígvöll
Finna við smábæinn Ilomantsi, en
hann er um klukkutíma akstur í aust-
ur frá borginni. Leiðsögumaður okk-
ar þangað var vingjarnlegur mið-
aldra maður, vel mæltur á ensku,
kennari í hernaðarsögu og majór í
finnska varaliðinu. Hann fræddi okk-
ur á því, að Finnar hefðu háð þrjú
stríð árin 1939-1945. Fyrst var Vetr-
arstríðið 1939-1940, þegar Stalín
réðst á Finna, sem vörðust vasklega,
en máttu ekki við margnum. Síðan
var Framhaldsstríðið 1941-1944,
þegar Finnar gerðust bandamenn
Þjóðverja og börðust gegn rúss-
nesku ráðstjórninni í því skyni að
endurheimta þau landsvæði, sem
hrifsuð höfðu verið af þeim í vetr-
arstríðinu. Þá biðu þeir ósigur. Loks
var Lapplandsstríðið við Þjóðverja
1944-1945, eftir að Finnar höfðu
samið um vopnahlé við Kremlverja,
en þá var enn fjölmennur þýskur her
nyrst í landinu. Tókst Finnum að
reka Þjóðverja norður í Noreg.
Á vígvellinum við Ilomantsi er
land hæðótt, en þó heldur lágt, allt
klætt hávöxnum trjám, nema þar
sem getur að líta læki, vötn og kletta-
skorur. Hægast er að fara um á hest-
baki. Orrustan við Ilomantsi var háð
í ágúst 1944. Kremlverjar höfðu sent
fjölmennt lið yfir landamærin, enda
vissu þeir, að varnir voru veikastar
við Ilomantsi. Höfðu Stalín og skálk-
ar hans uppi ráðagerðir um að her-
nema allt Finnland og bæta því í hóp
„frelsaðra sósíalistaríkja“. Finnar
börðust frækilega. Kallaður var til
herforingi, þaulkunnugur landsvæð-
inu, Erkki Raappana, og honum
tókst þrátt fyrir mikinn liðsmun að
umkringja og einangra tvær sveitir
úr Rauða hernum. Féllu 4.400 Rúss-
ar og 400 Finnar í orrustunni. Sókn
Rauða hersins inn í landið stöðvaðist.
Kann orrustan við Ilomantsi að hafa
bjargað Finnum frá hlutskipti
Eystrasaltsþjóða og um leið bægt
hættu frá Svíum og Norðmönnum.
Stalín sá, hversu kostnaðarsamt var
að leggja landið undir sig, þurfti her-
sveitir í mikilvægari orrustur og
samþykkti vopnahlé. En rússnesku
stríðshestarnir báru með sér fræ-
korn af blómi, sem áður hafði ekki
verið til í Finnlandi og fann sér
samastað á hæðarhryggjum við
Ilomantsi. Þetta var Dianthus super-
bus, nellikutegund, stundum nefnd á
íslensku Skrautdrottning. Nú eru
rússnesku hestarnir löngu horfnir,
en blómið, sem spratt upp í hófförum
þeirra, vex og dafnar.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Blómið í hóffarinu