Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 25 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17 STUTTAR FRÉTTIR ● Dr. Daniel Levin, stjórnarmaður í Ís- landsbanka, hefur sagt sig úr stjórn bankans. Samtímis hefur Svana Helen Björnsdóttir, fyrrverandi formaður stjórnar Samtaka iðnarins, einnig sagt sig úr varastjórn Íslandsbanka. Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að bankinn muni greina frá eft- irmönnum þeirra á síðari stigum. Daniel tók sæti í stjórn bankans í maí 2011 en hann er lögmaður og sérhæfir sig í stjórnarháttum fyrirtækja. Daniel Levin hættir í stjórn Íslandsbanka ● Bros-Gjafaver hefur keypt allan rekstur Prentunar og pökkunar. Í til- kynningu segir að með kaupunum sé vonast til þess að ná fram hagræðingu í rekstri og betri nýtingu á tækjabúnaði. Öll starfsemi Prentunar og pökkunar, sem hefur sérhæft sig í merkingum á gleri og postulíni, flyst í húsnæði Bros- Gjafavers að Norðlingabraut 14. Hjá Bros-Gjafaveri starfa nú um 25 manns en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og merkingum á fatnaði, auglýsinga- og gjafavörum til fyrirtækja og félagasam- taka. Bros-Gjafaver kaupir Prentun og pökkun Samtök atvinnulífsins (SA) telja að hugmyndir fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskattkerfinu og afnám almennra vörugjalda séu skynsamlegar. Í tilkynningu frá sam- tökunum segir að verðlagsáhrif breytinganna ættu að verða engin, þar sem þær vegi hvor aðra upp. Að mati SA ætti jafnframt að koma sérstaklega til móts við tekjulágt fólk með hækkun húsnæðis- og barna- bóta. Það sé til mikils að vinna að því að einfalda skattkerfið, fækka undan- þágum og minnka hættu á skattaund- anskotum. Í grein á vef SA kemur fram að rannsóknir Hagstofu Íslands á út- gjöldum heimilanna sýni að þótt mat- vörur og fleiri vörur séu í lægra þrepi virðisaukaskatts hafi það óveruleg áhrif til tekjujöfnunar. Þrátt fyrir að lágtekjuheimili verji heldur hærra hlutfalli tekna sinna til kaupa á mat- og drykkjarvörum en hátekjuheimili renni stærri hluti þeirrar krónutölu sem felst í mismun almenna og lægra þrepsins til hátekjuheimila. Samtökin eru þeirrar skoðunar að það sé sérkennileg notkun skattkerfis til tekjuöflunar. „Kostnaður ríkissjóðs við þessa tekjujöfnun er um 5,3 milljarðar króna, þegar 7% skattþrep og 11% skattþrep eru borin saman. Þar af skilar sér aðeins um 1 milljarður króna til þess fjórðungs heimilanna sem lægstar hafa tekjurnar. Um 60% fjárhæðarinnar rennur hins vegar til heimila með tekjur yfir meðallagi. Unnt er að ná má sambærilegum eða meiri tekjujöfnunaráhrifum fyrir tekjulægstu heimilin með mun minni tilkostnaði, t.d. með hækkun barna- bóta eða húsnæðisbóta,“ segir í um- fjöllun SA. SA styðja hug- myndir ráðherra  Vilja einfalda virðisaukaskattkerfið Morgunblaðið/Kristinn SA Þorsteinn Víglundsson er fram- kvæmdastjóri samtakanna. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var jákvæður um 6,4 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2014, en hann var 6,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. Bankinn hefur hagnast um 14,7 milljarða á árinu, til saman- burðar við 11,2 milljarða króna hagnað á fyrri helmingi ársins 2013. Arðsemi eiginfjár eftir skatta var 14,5% á öðrum ársfjórðungi en var 17,4% á sama tímabili í fyrra. Þegar óreglulegir liðir hafa verið dregnir frá þeirri tölu er arðsemi eiginfjár 6,6%. Heildareign bankans er nú 908 milljarðar króna en var 884 milljarð- ar á fyrsta fjórðungi þessa árs og hefur því aukist um 3% á milli árs- fjórðunga. Útlán Íslandsbanka til heimila og fyrirtækja jukust umtalsvert á öðr- um ársfjórðungi, eða um 38 millj- arða. Í lok júnímánaðar námu útlán til viðskiptavina 604 milljörðum króna en 566 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Er því um 7% hækkun að ræða milli ársfjórð- unga. Aukin útlán skýrast fyrst og fremst af auknum húsnæðislánum, bílalánum og lánum til fyrirtækja í fjárfestingu. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir mikla samkeppni á milli banka í vaxtakjörum en Ís- landsbanki stefni á að halda vaxta- muninum í kringum 3%. Þóknanatekjur hækka lítillega Eiginfjárhlutfall bankans er 29,3% en var 27,4% á sama tíma 2013. „Við erum með eiginfjárhlut- fall langt umfram alla staðla og það er erfitt að ná fram mikilli arðsemi með jafn hátt eiginfjárhlutfall,“ sagði Birna á uppgjörsfundi með við- skiptablaðamönnum. Hún kveðst mjög ánægð með arðsemi eiginfjár á tímabilinu og segir afkomu annars ársfjórðungs mjög góða. Þóknunartekjur jukust um 100 milljónir á ársfjórðungnum og hækkuðu úr 2,7 milljörðum í 2,8 milljarða á tímabilinu. Er um 5,5% hækkun að ræða á milli ára, sem má að mestu rekja til markaða, eign- astýringar og dótturfélaga bankans. Hreinar vaxtatekjur bankans lækk- uðu hins vegar um ríflega 100 millj- ónir króna á öðrum fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum ársins nema vaxtatekj- urnar 13,6 milljörðum en á fyrri árs- helmingi 2013 voru hreinar vaxta- tekjur 14,5 milljarðar króna. Stjórnunarkostnaður lækkar Stjórnunarkostnaður lækkaði um 13,4% á milli ára, en um er að ræða 7,5% raunlækkun. Skýrist lækkunin að mestu af aukinni sjálfvirkni og hagræðingu í útibúaneti bankans. Afgreiðslu bankans í Kringlunni var breytt í sjálfsafgreiðslu og stefnir bankinn á að sameina útibú í Lækjargötu og Eiðistorgi í eitt útibú í Vesturbæ Reykjavíkur. Þá hefur starfsmönnum fækkað um 92 á einu ári og eru þeir nú jafnmargir og þeir voru áður en bankinn sameinaðist Byr sparisjóði og Kreditkortum hf. Íslandsbanki hagn- ast um 14,7 milljarða  Útlán jukust um 38 milljarða króna á öðrum fjórðungi Uppgjör Íslandsbanki kynnti uppgjör annars fjórðungs 2014 í gær. Morgunblaðið/Ómar Afkoma Íslandsbanka » Hagnaður bankans eftir skatta minnkaði lítillega á öðr- um ársfjórðungi á milli ára og nam 6,4 milljörðum króna. Fyrstu sex mánuði ársins var hagnaðurinn 14,7 milljarðar. » Á meðan hreinar vaxtatekjur lækkuðu þá hækkuðu þóknanatekjur bankans um 5,5% á öðrum fjórðungi. » Birna segir afkomu bankans mjög góða. Það sem af er ári hafa útlán aukist um 9%.                                     !  !"  # #$  ""%  $" ""$ %%$ &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %##  !%" !! ##% "%  "!% " "  %$"   " !%# ! #! #  "  ! """ % !"!$% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands (SS) á fyrstu sex mán- uðum ársins var 255 milljónir króna og jókst lítillega á milli ára, en á sama tíma fyrir ári var hann 230 milljónir króna. Eigið fé fyrirtækisins var ríf- lega 3,8 milljarðar í lok júnímánaðar. Rekstrartekjur SS hækkuðu um 8% á milli ára og námu samtals 5.757 milljónum króna á fyrri árshelmingi. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og af- skriftir (EBITDA) var 532 milljónir króna og jókst um átta milljónir á milli ára. Vöru- og umbúðanotkun var 3.469 milljónir króna á tímabilinu og hækk- aði sá kostnaður um 389 milljónir frá árinu 2013. Launakostnaður SS hækkaði um tæp 6% á meðan annar rekstrarkostnaður lækkaði um rúm 6%. Í fréttatilkynningu segir að fjár- hagsstaða SS sé traust með 53% eiginfjárhlutfall. Áfram sé hins vegar gert ráð fyrir neikvæðum áhrifum af vaxandi inn- flutningi á kjöti á rekstur afurðahluta SS. Einnig ríki nokkur óvissa með af- setningu á hluta kindakjötsafurða sem falla til í haust. Morgunblaðið/Ernir Fjárhagsstaða Steinþór Skúlason er forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Hagnaður SS 255 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.