Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
Sérstakur viðburður verður í
Borgarbókasafninu í dag þegar tón-
listarfólk, rithöfundar og ljóðskáld
koma saman á 5. hæð hússins og
flytja list sína. Viðburðurinn hefst
klukkan 13.30, en þá kemur sveitin
Just Another Snake Cult fram. Tón-
leikar verða síðan á fimmtán mín-
útna fresti til klukkan 15.15, en
meðal þeirra sem koma fram eru
Benni Hemm Hemm og Kött Grá
Pjé. Á sama tíma mæta rithöfundar
og ljóðskáld í heimsókn á 5. hæðina
og lesa upp samdægursljóð og texta
í bland við eldri verk.
Tónleikar og upplestur í Borgarbókasafni
Morgunblaðið/G.Rúnar
Tónleikar Benni Hemm Hemm kemur
meðal annarra fram á Borgarbókasafninu.
Í tilefni Menningarnætur halda tónlistarmennirnir
Kristjana Stefánsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Svavar
Knútur sameiginlega Pikknikk tónleika í Norræna hús-
inu í Reykjavík. Tónleikarnir eru jafnframt einskonar
uppskeruhátíð Pikknikk tónleikaraðarinnar þar sem
þeir eru síðastir í röðinni þetta sumarið.
Pikknikk tónleikaröðin eru sumartónleikar haldnir í
gróðurhúsi Norræna hússins. Tónleikarnir hefjast
klukkan 14. Nokkrar listasýningar eru auk þess í hús-
næðinu en þar má nefna dönsku myndlistasýninguna
Niðurstigning og sýningu Anniku Dahlsten og Markku
Laakso, Jump in Diorama.
Pikknikk í Norræna húsinu
Svavar Knútur
Kristinsson
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messó-
sópran og harmonikkuleikarinn
Flemming Viðar Valmundsson koma til
með að leiða áheyrendur í gegnum ljúfa
söngva allt frá barokktónlist, m.a. eftir
breska tónskáldið Purcell, yfir í sígild
frönsk og íslensk sönglög. Þar á meðal
verða lög á borð við „Við gengum tvö“
eftir Friðrik Jónsson og „Plaisir d’amo-
ur“ eftir Martini. Tónleikarnir eru
haldnir á hótelinu Hlemmur Square kl.
17 og eru um hálftíma langir.
Sígild lög á Hlemmur Square
Dúó Sigríður Ósk og Flemming
Viðar spila á Hlemmur Square.
Listasafn Reykjavíkur fagnar
Menningarnótt með fjölbreyttri
dagskrá frá klukkan 10 til 23 í
Hafnarhúsi og frá klukkan 10 til 21
á Kjarvalsstöðum. Í Hafnarhúsi
verður verkefnið Vegglist í Breið-
holti, sem Listasafn Reykjavíkur
hefur umsjón með, kynnt með sýn-
ingu á uppsetningu veggmynda í
hverfinu og graffarar frá Miðbergi
ætla að skreyta útiportið. Þá gefst
börnum og fullorðnum kostur á að
taka þátt í ratleik um sýninguna
Þín samsetta sjón í Hafnarhúsi þar
sem spennandi vinningar eru í boði.
Á Kjarvalsstöðum fer fram ljóða-
og tónlistardagskrá í tengslum við
sýninguna Reykjavík, bær, bygg-
ing, þar sem
skáldin Bragi
Ólafsson, Óskar
Árni Óskarsson,
Þórdís Gísladótt-
ir og Sigurlín
Bjarney Gísla-
dóttir lesa upp úr
ljóðum sínum
auk þess sem Lay
Low leikur nokk-
ur lög. Dag-
skráin er unnin í samstarfi við
Reykjavík Bókmenntaborg Unesco.
Þá verður opin listsmiðja fyrir börn
á öllum aldri í Hugmyndasmiðjunni
á Kjarvalsstöðum í tengslum við
sýninguna.
Vegglist og vegleg dagskrá í Listasafni
Óskar Árni
Óskarsson
Metacritic 75/100
IMDB 9.0/10
Sambíón Álfabakka 15:00 (VIP), 15:00 3D,
17:30 (VIP), 17:30 3D, 20:00 3D, 22:30 3D
Sambíóin Kringlunni 17:30, 20:00, 22:30
Sambíóin Egilshöll 14:20, 17:20 3D, 19:00, 21:30, 22:35
3D
Sambíóin Akureyri 22:20
Sambíóin Keflavík 17:00
Guardians of
the Galaxy 12
Metacritic 36/100
IMDB 6.2/10
Smárabíó 17:00, 20:00, 20:00
(LÚX), 22:40, 22:40 (LÚX)
Háskólabíó 18:00, 21:00
Laugarásbíó 17:00, 20:00, 22:15
(POW)
Borgarbíó Akureyri 20:00,
22:00
Expendables 3 14
Lucy er ung kona sem gengur í gildru glæpamanna og er byrlað
sterkt svefnlyf. Þegar hún rankar við sér hafa glæpamennirnir
komið fyrir í iðrum hennar eiturlyfjum og neyða hana til að
smygla þeim fyrir sig á
milli landa.
Mbl. bbmnn
Metacritc 61/100
IMDB 6.6/10
Sambíóin Álfabakka
20:00, 22:10
Sambíóin Keflavík 22:20
Borgarbíó Akureyri
18:00
Smárabíó 20:00, 22:10
Laugarásbíó 20:00,
22:00
Lucy 16
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Hercules 12
Til að sanna mannlegan
styrk sinn og guðlegan mátt
þarf Herkúles að leysa hinar
tólf þrautir sem við fyrstu
sýn virðast ekki á færi nokk-
urs að leysa.
Metacritic 47/100
IMDB 6.7/10
Sambíóin Álfabakka 22:20
Let’s be Cops12
Metacritic 27/100
IMDB 6.8/10
Borgarbíó Akureyri 16:00,
18:00, 20:00, 22:20
Smárabíó 13:00 (LÚX),
15:20, 15:20 (LÚX), 17:40,
17:40 (LÚX), 20:00, 22:20
Háskólabíó 18:00, 21:00
Laugarásbíó 17:45, 20:00,
22:35
Into the Storm 12
Metacritic 44/100
IMDB 6.4/10
Sambíóin Álfabakka 18:00,
20:00, 20:00 (VIP), 22:10,
22:10 (VIP)
Sambíóin Egilshöll 18:00,
20:00, 22:00
Sambíóin Kringlunni 17:50,
20:00, 22:10, 22:45
Sambíóin Akureyri 20:00,
22:00
Sambíóin Keflavík 17:50,
20:00, 22:10
Jersey boys 12
Mbl. bbbnn
Metacritic 54/100
IMDB 7.3/10
Sambíóin Kringlunni 20:00
Flugvélar:
Björgunarsveitin Sambíóin Kringlunni 13:30,
14:00 3D, 15:30, 16:00 3D
Sambíóin Álfabakka 13:00,
14:00, 14:00 3D, 16:00,
16:00 3D, 18:00, 18:00 3D
Sambíóin Egilshöll 13:20
3D, 14:00, 15:20 3D, 16:00,
17:00
Sambíóin Akureyri 13:30,
14:00 3D, 15:30, 16:00 3D,
18:00 3D
Sambíóin Keflavík 13:30
3D, 15:40 3D
Smárabíó 13:00, 13:00 3D,
15:00, 15:00 3D (LÚX),
17:50 (LÚX)
Step up: All in
Metacritic 46/100
IMDB 6.2/10
Sambíóin Álfabakka 13:00,
15:20, 17:40, 20:00, 22:30
Sambíóin Egilshöll 17:30,
20:00, 22:30
Sambíóin Kringlunni 13:00,
15:20, 17:40
Sambíóin Akureyri 17:40,
20:00
Sambíóin Keflavík 20:00
Dawn of the planet
of the apes 14
Apinn stórgreindi, Caesar,
leiðir örstækkandi hóp erfða-
fræðilega þróaðra apa. Þeim
stafar ógn af eftirlifendum úr
röðum manna sem stóðu af
sér skelfilegan vírus sem
breiddi úr sér um allan heim
áratug fyrr.
Mbl. bbbm
Metacritic 79/100
IMDB 8.6/10
Smárabíó 22:10 3D
Háskólabíó 21:00 3D
Sex Tape 14
Mbl. bnnnn
Metacritic 36/100
IMDB 4.9/10
Smárabíó 20:00
Nikulás í sumarfríi Nikulást litli í sumarfríi er
önnur kvikmyndin í röðinni
um Nikulás litla. Myndirnar
eru gerðar eftir heims-
þekktum barnabókum Renés
Coscinny og Jeans-Jacques
Sempé um Nikulás litla.
IMDB 5.8/10
Háskólabíó 18:00
Chef 12
Þegar kokkur er rekinn úr
vinnunni bregður hann á það
ráð að stofna eigin matsölu í
gömlum húsbíl.
Metacritic 68/100
IMDB 7.8/10
Sambíóin Álfabakka 20:00
Vonarstræti 14
Mbl. bbbbm
IMDB 8,5/10
Háskólabíó 18:20, 21:00
Eldfjall
Mbl. bbbbm
IMDB 7.2/10
Bíó Paradís 18:00
Tarzan IMDB 4.7/10
Sambíóin Álfabakka 13:30,
15:50
Sambíóin Egilshöll 13:20,
15:30
Töfralandið OZ
Metacritic 25/100
IMDB 6.3/10
Laugarásbíó 13:50
Dino Time IMDB 4.7/10
Laugarásbíó 14:00, 15:50
Að temja
drekann sinn 2 Þegar Hiksti og Tannlaus
uppgötva íshelli sem hýsir
hundruð villtra dreka ásamt
dularfullri persónu finna þeir
sig í miðri baráttu um að
vernda friðinn.
Mbl. bbbnn
Metacritic 77/100
IMDB 8,6/10
Laugarásbíó 14:00, 17:00
Smárabíó 13:00, 13:00 3D
(LÚX), 15:15, 17:45 (LÚX)
Borgarbíó Akureyri 16:00
Monty Python Bíó Paradís 20:00
Believe
Bíó Paradís 15:00
Andri og Edda
Bíó Paradís 13:00
Dr. Who: Deep Breath
Bíó Paradís 20:00
Antboy
IMDB 5.5/10
Bíó Paradís 16:15
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Drengjakór Reykjavíkur
auglýsir eftir áhugasömum drengjum
á aldrinum 8-11 ára
Inntökupróf vera haldin í Hallgrímskirkju mánudaginn
1. september frá kl. 17.00-18.30. Nánari upplýsingar á
www.drengjakor.is og í síma 896 4914.
Kórinn er að hefja sitt 25. starfsár, framundan eru skemmti-
legir tímar, ferðalag innanlands, afmælishátið o.fl. Myndir úr
starfi kórsins eru á facebook síðu hans.