Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 Malín Brand malin@mbl.is N æstu helgi, dagana 29.- 30. ágúst, verður af- mæli Akureyr- arbæjar fagnað með mikilli hátíð. Segja má að Akureyrarvaka, eins og hátíð- in nefnist, hafi náð að festast í sessi í bæjarlífinu enda verið haldin síðustu helgina í ágústmánuði síðan árið 2002. Íbúar sjá um stóran hluta dag- skrárinnar en um skipulagningu sjá þau Jón Gunnar Þórðarson, leik- stjóri og leikskáld, og Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðastjóri Ak- ureyrarstofu. Þau tvö hafa í samein- ingu skipulagt Akureyrarvöku með djúpan boðskap og sterk skilaboð sem eiga erindi við fólk innanlands sem utan. Sannfærð um að bæj- arhátíð á Norðurlandi geti haft frið- samleg áhrif á heiminn skipulögðu þau hátíð sem verður með óvenju- legu sniði, umhverfisvæn og ef vel tekst til: Full af manngæsku, kær- leika og friði. Og auðvitað skemmti- leg! Almenning fyrir almenning Að sögn Jóns Gunnars þurfa bæjarhátíðir ekki endilega að vera kostnaðarsamar og til að halda kostnaði í lágmarki er vissulega þörf á drjúgum skammti af útsjónarsemi og þolinmæði svo ekki sé minnst á gott samstarf og þátttöku íbúa, bæj- arfélagsins og skipuleggjenda. Ár hvert er valið þema fyrir há- tíðina og á síðasta ári var það „fjöl- menning“ og gátu Norðlendingar fræðst enn betur um það fjöl- þjóðlega samfélag sem þar hefur myndast. „Þetta var mjög gaman vegna þess að Akureyringar eru í raun frá sextíu þjóðlöndum og þar sem Akureyrarvaka snýst um fólkið sem býr í bænum var virkilega gam- an að sjá þá fjölmenningu sem hér er,“ segir Jón Gunnar. „Það er mik- ilvægt að miðla þessari menningu og það gerir samfélagið fjölbreyttara og skemmtilegra.“ Í ár er þemað „almenning fyrir almenning“ og varð það til eftir hug- leiðingu um það hvað menning er í raun og veru. „Í rauninni er allt menning en það er bara spurning hvernig þú berð það fram. Menning er ekki fyrir litla útvalda hópa sem eru vanir því að njóta leikhúss eða einhvers ann- ars heldur er menning fyrir alla. Þess vegna ættu allir að finna eitt- hvað fyrir sig,“ segir Jón Gunnar. Lautarferð og þaktónleikar Hátíðin hefst ekki í miðbæ Ak- ureyrar heldur er hugmyndin sú að hún hefjist í hverfum íbúanna eða jafnvel ofan við bæinn, uppi á Súlum. Smám saman færast hátíðarhöldin niður í miðbæ þar sem þau ná há- marki um kvöldið. „Á laugardeg- inum hefst hátíðin í hverfum bæj- arins, í almenningsgörðunum þar sem farið verður í lautarferðir. Íbúar eru hvattir til að koma með mat með sér og kannski gítar í hönd og troða upp að eigin frumkvæði. Nokkurn veginn eins og á hverfishátíðum í London, til dæmis. Þeir sem vilja taka þátt í allri dagskránni geta farið í skipulagða göngu upp á Súlur klukkan níu um morguninn. Þá byrja þeir daginn uppi á fjallstoppi og feta sig svo nær miðbænum eftir því sem líður á dag- inn,“ segir Jón Gunnar. Hugmyndin með því að byrja í hverfunum er að efla nágrannakær- Rokkað á húsþökum með frið að „vopni“ Bæjarhátíðir ætti endilega að nýta til að gleðjast og skemmta sér. Þær eru að sama skapi ágætis vettvangur til að beina sjónum að því sem efst er á baugi í bæj- arfélaginu, samfélaginu og heiminum sjálfum. Skipuleggjendur Akureyrarvöku vilja hafa friðarboðskap og samhygð að leiðarljósi og munu ekki sprengja flugelda á hátíðinni af virðingu við þá sem þjást í kúlnahríð og sprengjuregni í stríði. List Í ár verða tíu vegglistaverk unnin á Akureyrarvöku. Átta þeirra end- urspegla friðarboðskap sem er einmitt rauði þráðurinn í vökunni í ár. Morgunblaðið/Malín Brand Vakan Jón Gunnar Þórðarson skipuleggur Akureyrarvöku í ár ásamt Krist- ínu Sóleyju Björnsdóttur. Þau fara ótroðnar slóðir og leggja áherslu á frið. Af nógu er að taka á djasshátíð sem haldin er í Hafnarfirði um helgina, eins og sjá má á vef Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar www.mlh.is. Annað kvöld, sunnudaginn 24. ágúst, klukkan 21 mun færeyska hljóm- sveitin ORKA halda útgáfutónleika í Bæjarbíói. MHI mælir með hljóm- sveitinni, sem kom fram á G! festival í sumar. Þeir Jens Ladekarl og Högni Lisberg fóru þar á kostum undir myndmáli kærustu Jens, Kirstinar Helgudóttur, sem er með í för á Ís- landi. Alls hefur ORKA gefið út fjórar plötur, sem kaupa má á tónleika- staðnum. Miðar verða seldir við inn- ganginn og á midi.is. Allar nánari upplýsingar um dagskrá djass- hátíðarinnar í Hafnarfirði er að finna á vef Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar og á Facebook-síðu fé- lagsins. Vefsíðan www.mlh.is Áhugavert Útgáfutónleikar færeysku hljómsveitarinnar ORKU verða í Bæjarbíói. Litla jazzhátíðin í Hafnarfirði Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands standa að sérstakri sveppatínsluferð í Heiðmörk í dag klukkan 11. Farið verður yfir tegundir sveppa sem þar finnast og rætt hverjir þeirra henta til matreiðslu og hverja ber að varast. Þátttakendur gætu fundið hinar ýmsu tegundir sveppa á svæðinu þar sem þeir vaxa yfirleitt. Silke Werth, nýdoktor við Líf- og umhverfis- vísindastofnun, og Gísli Már Gísla- son, prófessor við Líf- og umhverfis- vísindadeild, leiða gönguna, en lagt verður af stað frá Öskju, náttúru- fræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 11. Hægt verður að sameinast þar í bíla. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um það bil þrjár klukkustundir að akstrinum í Heiðmörk meðtöldum. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna og því tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Ferðin er liður í samstarfi Háskóla Ís- lands og Ferðafélags Íslands um gönguferðir sem efnt var til í tilefni aldarafmælis skólans 2011. Allir eru velkomnir og er þátttaka ókeypis. Endilega ... ... skreppið í sveppatínslu í Heiðmörk með HÍ og FÍ Morgunblaðið/Malín Brand Sveppir Ætla má að ýmsar tegundir sveppa finnist í Heiðmörk. Sumar má borða en aðrar ekki, eins og þátttakendur í gönguferð HÍ og FÍ munu fræðast um. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sy ru sson Hönnunar hús Síðumúla 33 STÓLLINN STABBI Staflanlegur í 30 stykki Verð frá ISK 28.900,- Breytt úrval áklæða og leðurs Syrusson-alltaf með lausnina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.