Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Í dag fer fram fjöllistahátíðin Mucho Grandi, en veislan mun eiga sér stað í húsalengju við Hólmaslóð á Granda- svæði Reykjavíkur. Hátíðin er samstarfsverkefni Festisvalls, Reglu hins öfuga pýramída, Skiltamálunar Reykjavíkur og Járnbrautar. Rýmin í húsalengjunni eru vinnustofur listamanna megnið af árinu en þeir ætla að opna dyr sínar, færa fróðleik og skemmta öllu áhugafólki um menninguna sem býr á Granda. „Þetta eru þrír staðir sem hægt er að rölta á milli en þeir eru allir í sömu húsalengjunni. Það verða einnig við- burðir fyrir utan staðina, matur og fríar veigar og vík- ingarnir í Rimmugýgi mæta auk þess á svæðið. Það verður eitthvað fyrir alla,“ segir Alexander Jean de Fontenay, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Um verður að ræða lifandi tónlist, einstakar uppákomur og stórar myndlistarsýningar í öllum rýmum. Fjöldi lista- manna af yngri kynslóðinni sýnir verk sín og kemur fram, en þátttakendur hátíðarinnar eiga það sameig- inlegt að hafa starfrækt iðju sína á svæðinu undanfarin ár. Mikil gróska á Granda „Það hafa náttúrlega verið tónleikar þarna undan- farnar Menningarnætur en þetta verður stærra í sniðum í ár. Í ár langar okkur bara að sýna hversu mikið líf er úti á Granda. Það er því um að gera að halda fleiri viðburði þar,“ segir hann. Meðal hljómsveita sem koma fram á Járnbraut eru Grísalappalísa, Kælan Mikla, Just Another Snake Cult, Skelkur í bringu og Nolo. Meðal listamanna sem koma fram má nefna Árna Má Erlingsson, Dóru Hrund Gísla- dóttur, Helgu Páleyju, Helga Þórsson, Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur, Magnús Andersen og Rögnvald Skúla Árnason. „Meðlimir hljómsveitanna þekkjast náttúrlega vel, þar sem þau eru öll að æfa saman í þessum rýmum. Það hefur kannski ekki verið eins mikil samvinna á milli tón- listar- og myndlistarfólksins en þetta er þó svo skylt að það er mjög auðvelt að setja þetta allt saman í einn hrærigraut,“ segir Alexander. Hugmyndin er að sýna þá miklu grósku sem á sér stað við hafið og deila með öllum sem eiga leið um Grandann á Menningarnótt 2014. „Eftir flugeldasýninguna munu síðan plötusnúðar halda fjörinu gangandi,“ kveður Alexander að lokum. Hátíðin hefst klukkan 14 og stendur því fram á nótt. Ljósmynd/Sigurður Möller Sívertsen Hátíð Það verður eitthvað fyrir alla á Granda í dag. Menningarveisla á Granda  Fjöllistahátíðin Mucho Grandi fer fram á Grandasvæði Reykjavíkur í dag  Rúmlega sextíu listamenn koma fram Sveitin Boogie Trouble mun standa fyrir balli í kvöld á skemmtistaðnum Húrra í Reykjavík og leika frumsamið efni og vel valda sparislagara fram á rauða nótt. Ballið byrjar um leið og flug- eldasýningu lýkur. Sveitin var stofnuð síðla árs 2011 og státar hún af einvalaliði íslenskra tón- listarmanna og kvenna, en hana skipa Klara Arnalds, Ingibjörg Elsa Turchi, Sindri Freyr Steinsson, Sigurður Tómas Guðmundsson, Krist- inn Roach, Sunna Karen Einarsdóttir og Arnar Birgisson, auk þess sem Helga Ragnarsdóttir hefur átt fastan sess. Boogie Trouble á skemmtistaðnum Húrra Diskó Boogie Trouble spilar á Húrra í kvöld. Efnt verður til tónleika í dag í port- inu á bak við skemmtistaðinn Bar 11, sem stendur við Hverfisgötu 18 í miðborg Reykjavíkur, en tónleik- arnir eru haldnir í samstarfi við út- varpsrásina X977. Veislan hefst klukkan 14, en í portinu hefur verið reist stórt svið með öflugu hljóð- kerfi. Tónleikarnir verða því að sögn aðstandenda veisla fyrir bæði augu og eyru. Meðal sveita sem koma fram má nefna Kaleo, Sól- stafi, Dimmu, Agent Fresco, Emmsjé Gauta, Reykjavíkurdætur og Endless Dark. Tónleikarnir munu standa fram að flugeldasýn- ingu en eftir hana taka plötusnúðar við og halda fjörinu gangandi. Tónleikaveisla í portinu á bak við Bar 11 Portið Sólstafir koma fram. Átta ungir listamenn munu í dag setja upp myndlistarsýningu í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýn- ingin samanstendur af nýjum lista- verkum af fjölbreytilegri gerð á tveimur hæðum hússins. Opnunin verður klukkan 19 sem hluti af dag- skrá hússins á menningarnótt. Auk þess verður hún opin vikuna á eftir, dagana 25. til 27. ágúst frá klukkan 13 til 16. Meðal sýnenda eru Andr- eas Toriseva, Brynjar Helgason og Hanna Kristín Birgisdóttir. Myndlistarsýning í Safnahúsinu Myndlist Efnt verður til sýningar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Að undanförnu hafa reglu-lega birst ógnvænlegarfréttir af hugsanlegri út-breiðslu ebólu um heim- inn. Spennusagan Síðasti hlekkurinn eftir Svíann Fre- drik T. Olsson er af sama meiði, saga sem gerist allt í kringum okkur og heldur lesandanum við efnið, því hann, eins og aðrir, vill vita hvort út- gönguleið finnist. Frá því jörð byggðist hafa menn þurft að glíma við hörmungar og ýmsa faraldra. Þó reynt sé að finna lausnir við vanda- málum virðast alltaf spretta upp nýj- ar ógnir. Rýni leist ekki á blikuna, þegar hann byrjaði á Síðasta hlekknum og hóf lesturinn á orðinu ferundarkerfi. Orðið eitt og sér virk- ar frekar fráhrindandi sem og marg- víslegar jöfnur, kóðar og talnarunur, sem eru eins og rauður þráður í gegnum bókina, en þau undirstrika vanmáttinn gegn aðsteðjandi ógn, hver sem hún er. Sögusviðið er einkum Svíþjóð, Amsterdam, Berlín og Liechtenstein um þessar mundir. Helstu persónur eru ungt, framsækið fólk og barátta þess upp á líf og dauða. Persónurnar eru sem ljóslifandi og lesandinn ferðast með þeim á ógnarhraða fram og aftur í leit að lausninni. Fortíðin er ljós, en óvissa með nánustu fram- tíð. Ragnarök koma helst upp í hug- ann. Þá er fátt til varnar. Síðasti hlekkurinn er mjög spenn- andi bók og frásögnin heldur allan tímann. Einhverra hluta vegna hafa spennusögur lengst upp á síðkastið og er það miður en kemur ekki að sök að þessu sinni. Þýðingin hittir í mark og lipur texti ásamt mikilli spennu gerir það að verkum að les- andi getur ekki hætt fyrr en yfir lýk- ur. Gagntekur „Síðasti hlekkurinn er mjög spennandi bók og frásögnin heldur allan tímann,“ segir m.a. um spennusögu Svíans Fredrik T. Olsson. Spennusaga Síðasti hlekkurinn bbbbn Eftir Fredrik T. Olsson. Ísak Harðarson þýddi. Kilja. 591 bls. Vaka-Helgafell 2014. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Allar bjargir bannaðar EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA TÖFRANDI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA ÍSL. TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU 16 ÍSL. TAL L L L 12 14 LET´S BE COP´S Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:35 THE EXPENDABLES 3 Sýnd kl. 5 - 8 - 10:15 (P) LUCY Sýnd kl. 8 - 10 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 2 - 5 DINO TIME Sýnd kl. 2 - 3:50 TÖFRALANDIÐ OZ 2D Sýnd kl. 1:50 POWERSÝNING KL. 10:15 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.