Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 Jón Rafn Valdimarsson Lögg. fasteignasali S. 695 5520 Borgartún 30a Opið hús sunnudaginn 24. ágúst frá kl. 13-14 Stórglæsileg 163 fm lúxusíbúð á 5. hæð í lyftuhúsi byggt af ÍAV og hönnuð með þægindi íbúa í huga. Íbúðinni fylgir sérstæði í bílgeymslu. Lyfta opnast beint inn í íbúðina. Stór stofa er skiptist í sjónvarps- hol, setstofu og sólskála. Eldhús m. vönduðum Brúnas innréttingum. Tvö svefnherbergi, annað þeirra með sér bað- og fataherbergi. V. 59,9 millj. Uppl. Jón Rafn, s. 695 5520. Opið hús Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 Góð verslunarhæð, 260 fm brúttó. Stórir verslunargluggar. Húsnæðið er í góðu ástandi. Góð bílastæði eru fyrir framan húsið. Húsnæðið er til afhendingar strax. Hagstætt leiguverð. Nýtt 90 fm skrifstofuhúsnæði á 4. hæð (efstu) í lyftuhúsi við Cuxhavengötu. Húsnæðið er vel innréttað, tvö lokuð vinnurými, kaffistofa/fundarherbergi og opið vinnurými. Útsýni. Merkt stæði við húsið. Hagstætt leiguverð. Upplýsingar um eignirnar veitir Dan Wiium í síma 896 4013 ÁRMÚLI 17 - REYKJAVÍK SUÐURHÖFNIN - HAFNARFIRÐI Fasteignamiðstöðinn er með til sölu glæsilegt 37 herbergja hótel að Hofi í Öræfum rétt austan við Skaftafell. Glæsilegur matsalur og setustofa þar sem gestir geta haft aðgang að þráðlausu netsambandi. Öll aðstaða mjög góð. Miklir stækkunarmöguleikar. Hér er um að ræða hótel í mjög góðum rekstri. Náttúrufegurð öræfanna er engu lík og því margt að sjá. Frábærir möguleikar fyrir allskonar útivist. Fasteignir og rekstur sem vert er að skoða. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar. Sjá einnig fasteignamidstodin.is HÓTEL HOF I ÖRÆFUM Það er ekki ofsagt að Polgar-systur, Susza, Sofia og þáeinkum sú yngsta, Judit,hafi breytt skákheiminum er þær komu fram fyrir meira en aldarfjórðungi. Judit Polgar, sem hefur lýst því yfir að hún sé hætt að tefla, sló eldri systrunum rækilega við og náði hæst 8. sæti á heimslist- anum sem var að öðru leyti skipaður körlum. Að nokkrum ólympíumótum undanskildum sniðgekk hún mót kynsystra sinna. Samt var það sigur í kvennaflokki Ólympíumótsins í Sa- loniki haustið 1988 sem ruddi braut- ina. Ungverska kvennasveitin vann gullverðlaun og hin 12 ára gamla Ju- dit Polgar dró í land 12 vinninga úr 13 skákum. Ný stjarna var komin fram. Hún lét ekki staðar numið eft- ir það og framganga hennar og af- staða til kynskiptra móta gerbreytti landslagi skákarinnar. Styrk- leikamunur kvenna og karla er ekki mikill í dag og þegar hefur komið fram verðugur arftaki, kínverska stúlkan Hou Yifan. Frammistaða hennar kallaði ann- að veifið fram umræðu um muninn á kynjunum. Á þann vettvang hætti sér nýlega heimsmeistarinn Magnús Carlsen sem sagði einfaldlega að karlmenn væru herskárri en konur. Áreiðanlega margt til í því en hvað Judit Polgar áhrærir virðast slík ummæli næsta þversagnakennd. Bobby karlinn Fischer hafði orð á því við undirritaðan að Judit Polgar væri mun herskárri en flestir koll- egar hennar karlkyns. Hún þurfti snemma að brynja sig gagnvart alls- kyns belgingi karlanna og komst í fréttirnar þegar Kasparov lét háðs- leg ummæli falla um skák sem hún tefldi við Karpov í Linares 1994. Síð- ar í sama móti varð Garrí uppvís að því að hafa tekið upp leik gegn Judit. Það fór fram hjá skákdómurunum en atvikið náðist á filmu. Í Tromsö hlaut Judit 4 ½ vinning af 6 mögulegum. Hún vann fjórar fyrstu skákirnar en tapaði óvænt fyrir Bandaríkjamanninum Shank- land og tefldi ekki meira eftir það. Í viðureign Ungverja við Venesúla stóð hún afar tæpt og um tíma var hún með tapað tafl; engu að síður er skákin dæmigerð. Hún lét allt vaða í byrjun tafls en andstæðingur henn- ar varðist af stillingu. Þegar Judit Polgar henti svo síðustu sprekunum á eldinn sló skyndilega út í fyrir and- stæðingi hennar og skemmtileg leik- flétta réð úrslitum: André Vargas – Judit Polgar Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. f4 Rge7 Einkennisleikur Taimanov- afbrigðisins. 7. Rf3 b5 8. a3 Bb7 9. Bd3 Rg6 10. O-O Dc7 11. Rg5 f6 12. Rh3 Bc5 13. Kh1 O-O-O Ekki beint verið að tefla uppá ör- yggið. Eftir stutta hrókun á svartur gott tafl. 14. Dh5 Rce7 15. De2 e5?! Misráðinn leikur. Betra er 15. … Hhf8 sem undirbýr framrás f- peðsins. 16. fxe5 Rxe5 17. Rf4 h5 18. a4 g5 19. axb5!? Lætur lítt að stjórn en mann- fórnin gefur ýmis færi. 19. … gxf4 20. bxa6 Bc6 21. Bxf4 Hdg8 22. Bc4 Hg4 23. Rd5?! Betra var 23. Bd5. 23. … Bxd5 24. Bxd5 Rxd5 25. exd5 Kb8 26. Hf3 Ka8 27. h3 Hhg8? 28. d6! Sennilega hefur Judit vanmetið þennan öfluga leik. 28. … Dc6 29. hxg4! hxg4 30. Hc3 Hh8+ 31. Bh2 Dxd6 32. De4 Rc6 Nú þurfti hvítur aðeins að finna einfaldan leik, 33. Hh3! Eftir 33. … Hxh3 34. gxh3 g3 35. Bg1 er hvíta staðan auðunnin. 33. g3?? Hxh2+! 34. Kxh2 Dd2+ – og hvítur gafst upp. Eftir 35.Kh1 kemur 35. … Dh6+! 36. Kg2 Dh3 mát! Judit Polgar hættir Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Við félagarnir vorum að hugsa um að fara heilt maraþon. Skipta því bróðurlega á milli okkar og hlaupa í boð- hlaupi. Spretthlaup- arinn ég ákvað því að taka æfingu fyrir átök- in, enda lengri vega- lengdir ekki mínir hlaupaskór. Æfingin lá niður að sjó meðfram Sæbrautinni þar sem fleiri voru greinilega að æfa sig. Allir hlaup- arar sem ég mætti á leið minni með- fram sjónum heilsuðu hressilega „Góðan daginn“, „koma svo“, bros og veif. Þetta hlýja viðmót bætti mjög daginn minn og gerði hlaupið auðveldara. Það var greinilegt að hlaupurum á Sæbrautinni þennan dag leið vel í eigin líkama. Hreyfing er mikilvæg Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum. Hvert og eitt okkar verð- ur að hugsa um sína heilsu og þar er lykilatriði að stunda einhverja hreyf- ingu, hvort sem við erum í keppnis- galla í Reykjavíkurmaraþoni, að hlaupa fyrir gott málefni, ganga í búðina eða eitthvað annað sem hent- ar hverjum og einum. Það er annað sem skiptir jafnvel meira máli en hreyfing til að halda heilsunni; hollt mataræði. Það minnkar líkur á lífs- stílstengdum sjúkdómum sem hrjá margan Íslendinginn, til dæmis hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig er stress, kvíði og athyglisbrestur dæmi um álagseinkenni sem geta aukist með lélegu mataræði. Unnar matvörur eru til dæmis lakari matur og inniheldur gjarnan sykur, hveiti og rotvarnarefni, en þessar vörur eru að jafnaði ódýrari en þær sem hollari eru. Sykur, skattar og lýðheilsa Með þetta í huga velti ég vöngum yfir mögulegum afleiðingum þess að afnema sykurskatt. Á sama tíma og ljóst er að markvissari verð- lagningaraðgerðir þyrfti til að draga úr sykurneyslu í miklum mæli er hugsunin á bak við sykurskattinn í rétta átt. Markmiðið er gott en spyrja má hvort skatturinn hefur náð tilsettum árangri? Hærra verð á sælgæti og gosi heldur mér a.m.k. svolítið fjær því að velja þær vörur en annars væri. Það er ekki einungis jákvætt heldur nauð- synlegt að stefna að betri árangri í lýð- heilsumálum og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er bætt lýðheilsa og forvarnarstarf sett meðal for- gangsverkefna. Með markvissum aðgerðum á því sviði má draga úr kostnaði fyrir samfélagið til fram- tíðar og í raun ættu lýðheilsumark- mið að vera þáttur í öllum stefnum stjórnvalda. Aðgerðir til að draga úr sykurneyslu eru þar mikilvægar og sterkasta forvarnaraðgerðin á færi stjórnvalda í því samhengi er mark- viss lagasetning. Umræða um hækkun virðisauka- skatts á matvæli tengist einnig inn í lýðheilsuumræðuna, þar sem varast verður að matarkarfan hækki al- mennt í verði á meðan sykur og sykurvörur lækka hlutfallslega á móti. Hættan á því að sykraðar mat- vörur verði algengari í matarkörf- unni vegna verðlags er raunveruleg og með henni eykst hætta á lífs- stílstengdum sjúkdómum sem getur leitt til aukins kostnaðar fyrir sam- félagið til lengri tíma litið. Reykjavíkurmaraþonið er orðið fastur þáttur í lífi margra og hefur, með áherslu á að sem flestir geti tekið þátt, lagt mikið til vakningar um mikilvægi hreyfingar á undan- förnum árum. Stjórnvöld þurfa að vinna í sömu átt til þess að sem flest- ir geti átt jafnan aðgang að hollu mataræði og liðið vel í eigin líkama. Til þess þarf að huga að lýð- heilsumarkmiðum þegar stefnan er mörkuð. Ég mun beita mér fyrir því. Fíkniefnið sykur Eftir Harald Einarsson »Með markvissum að- gerðum í þágu lýð- heilsu má draga úr kostnaði samfélagsins til framtíðar. Haraldur Einarsson Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokksins. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.