Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 ✝ Matthías Jóns-son var fæddur í Súðavík 27. nóv- ember 1922. Hann lést á gjörgæslu- deild LSH 6. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Jón Kristó- bertsson, sjómaður, f. 21. janúar 1892, d. 14. janúar 1964, og kona hans Vig- dís Sigurðardóttir, f. 13. apríl 1892, d. 29. apríl 1963. Systkini hans voru: 1) Kristóbert, f. 1913, 2) Kristján, f. 1915, 3) Sigríður, f. 1917, 4) Áslaug, f. 1919, 5) Vigdís, f. 1921, 6) Ingólfur, f. 1924, 7) Magnús, f. 1925, 8) Ing- ólfur, f. 1930. Þau eru öll látin. Matthías kvæntist 20. janúar 1951 Þórunni Pálsdóttur, f. 2. október 1922. Foreldrar hennar voru Þórunn Helgadóttir, f. 27. desember 1897, d. 1. nóvember 1922, og Páll Jónsson, f. 15. júní 1895, d. 24. júlí 1967. Hún ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, Jóhanni Þór Kristþórssyni. 2) Guðrún, ráðgjafi hjá Sjóvá, f. 21. nóvember 1954, gift Óskari H. Ingvarssyni, tæknimanni hjá RÚV, f. 29. janúar 1954. Synir þeirra eru a) Halldór Örn, ljósa- meistari Þjóðleikhússins, f. 14. ágúst 1976, í sambúð með Þrúði Vilhjálmsdóttur, sonur Þrúðar og stjúpsonur Halldórs er Ró- bert Vilhjálmur. b) Bjarni Már, lyfjafræðingur, f. 8. júní 1982, í sambúð með Sigurbjörgu Lindu Sigurðardóttur, sonur þeirra er Matthías Helgi. Matthías fluttist til Reykja- víkur 1928 og bjó þar alla tíð síðan. Hann gekk í Austurbæj- arskólann en fór svo að vinna við járnabindingar og það varð til þess að hann valdi að læra múriðn í Iðnskólanum í Reykja- vík. Hann lauk sveinsprófi 1949 og meistaraprófi 1966. Hann starfaði allan starfsaldur sinn sem múrari. Hann hafði mikla ánægju af starfi sínu, var virkur félagsmaður í Múrarafélagi Reykjavíkur og var sæmdur gullmerki félagsins árið 1977. Útför Matthíasar fór fram í kyrrþey frá Áskirkju í Reykja- vík 15. ágúst 2014. Guðrúnu Bene- diktsdóttur og Helga Halldórssyni og börnum þeirra. Dætur Matthíasar og Þórunnar eru: 1) Þórunn Halldóra, B.A., kennari, f. 7. júní 1951, gift Ósk- ari G. Jónssyni, lyfjafræðingi, f. 2. janúar 1951, d. 19. maí 2002. Börn þeirra eru: a) Matthías Þór, end- urskoðandi, f. 7. maí 1975, í sambúð með Hugrúnu Elfu Hjaltadóttur, börn þeirra eru Óskar Georg, Arndís Rut og Hjalti Garðar. b) Jón Arnar, endurskoðandi, f. 11. maí 1980, kvæntur Jónu Guðbjörgu Árna- dóttur, dóttir þeirra er Sara Ósk. c) Guðrún Óskarsdóttir, dansari og jógakennari, f. 20. nóvember 1984, gift Birni Pat- rick Swift, dóttir þeirra er Hall- dóra Ósk. d) Þórunn Ósk- arsdóttir, lyfjafræðingur, f. 24. desember 1989, í sambúð með Við andlát afa okkar leitar hugurinn til baka og ótal minn- ingar hrannast upp. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hvað hann afi var vandaður, jarðbund- inn, traustur og góður maður. Margar þessara minninga tengjast Rauðalæknum en þar bjuggu amma og afi í 50 ár. Heimilið stóð okkur alltaf opið. Við nutum þess að vera þar, bæði sem börn og þegar við urðum eldri, að spjalla, fræðast um gamla tíma, slaka á eða horfa á íþróttir með þeim. Minningarnar eru samofnar daglegu lífi okkar, stórhátíðum og tímamótum að ógleymdum samverustundunum í sumarbústaðnum þar sem stór- fjölskyldan hittist nánast hverja sumarhelgi í fjöldamörg ár. Einn er sá hlutur á heimili ömmu okkar og afa sem hefur verið í sérstöku uppáhaldi, en það er kristalsskál, full af nammi. Afi hafði umsjón með þessari skál og geymdi á vísum stað en var fljót- ur að sækja hana þegar við birt- umst. Þegar langafabörnin fædd- ust eitt af öðru endurtók sagan sig, skálin góða var sótt. Afi var vandvirkur og hand- laginn og oft leituðum við til hans þegar við þurftum á aðstoð að halda. Hann tók því fagnandi og var alltaf tilbúinn að rétta hjálp- arhönd. Honum fannst gaman að stússast og vildi hafa nóg fyrir stafni. Þegar afi hætti að vinna fóru þau amma í göngutúra hvern dag. Þau nutu þess og það hefur án efa skipt máli fyrir heilsu þeirra enda hafa þau hugs- að um sig sjálf alla tíð, komin á tí- ræðisaldur og afi enn akandi, fyr- ir hann var það tákn sjálfstæðis. Afi fylgdist vel með fréttum, las mikið, var vel að sér og hafði stálminni. Við komum aldrei að tómum kofunum þegar við þurft- um að spyrja eða spjalla um eitt- hvað. Áhugi hans á íþróttum var mikill, ekki síst fótbolta, og missti hann sjaldan af leik í sjón- varpinu. Það var aldrei neinn asi á afa, hann vann ekki verk sín til að fá lof eða hrós fyrir heldur af áhuga, greiðvikni og kærleika. Þegar pabbi okkar lést sviplega í bílslysi árið 2002 komu þessir eiginleikar glöggt í ljós. Hann stóð eins og klettur, fylgdist grannt með okkur og tók að sér ýmis verk á æskuheimili okkar og á hverju vori mætti afi með pallaolíu og pensla. Þá vissum við að sumarið var í nánd. Okkur fannst ótrúlegt hve hann bjó enn yfir miklum styrk, krafti og dugnaði, þá kominn á níræðisald- ur. Amma og afi voru sérstaklega samrýnd og samstiga í 64 ár, vel- ferð hennar, mömmu og systur hennar og síðan fjölskyldna þeirra skipti afa öllu. Hann fylgd- ist vel með lífi okkar allra, var alltaf til staðar og sýndi því sem við tókum okkur fyrir hendur áhuga, hann hlustaði á það sem við höfðum að segja og gladdist yfir áföngum í lífi okkar. Það eru forréttindi að hafa verið svona mikið með ömmu og afa. Við vorum lánsöm að eiga hann afa Matta að og erum þakk- lát fyrir að hann hélt heilsu og skýrri hugsun fram á síðasta dag. Við systkinin, makar okkar og börn þökkum honum allt sem hann var okkur. Við söknum hans en það er bjart yfir minn- ingunum og sú birta mun lýsa ömmu Tótu og fjölskyldunni allri um ókomin ár. Matthías Þór, Jón Arnar, Guðrún og Þórunn. Þegar við setjumst niður og rifjum upp stundirnar með afa Matta koma upp margar góðar minningar. Okkur eru sérstak- lega kærar ferðirnar í Öndverð- arnesið í bústaðinn sem afi og amma byggðu. Þar komum við saman stórfjölskyldan og áttum góðar stundir. Afi var ávallt kom- inn fyrstur á stjá til að kveikja upp í kamínunni til þess að fólkið hans vaknaði ekki í kuldanum. Þetta var kannski táknrænt fyrir hlýjuna sem hann veitti okkur öllum. Einnig var þetta einkenn- andi fyrir þann dugnað sem hann var þekktur fyrir. Hann var ekki fyrr kominn upp í bústað en hann var farinn í vinnugallann og byrj- aður að dytta að hlutunum. Þá eru margar góðar minning- ar frá Rauðalæk 9, þar sem amma og afi bjuggu alla okkar barnstíð, en við hlutum þau for- réttindi að fá að vera mikið í pössun hjá þeim þar. Þar áttum við líka mörg jól og áramót þar sem afi var alltaf duglegur að út- deila góðgæti úr skálinni góðu. Afi hefur verið okkur frábær fyrirmynd í einu og öllu. Við er- um þakklátir fyrir að hafa fengið að hafa hann hjá okkur svona lengi, nánast fullhraustan fram á síðasta dag. Nú getur hann slak- að á eftir annasama ævi. Minning hans lifir með okkur að eilífu. Halldór Örn og Bjarni Már. Matthías Jónsson Sæl Fjóla mín. Mér þykir allt- af svo vænt um mágkonu mína. Svona byrjaðir alltaf samtalið okkar Gunnu, ég sakna að heyra ekki í henni, við töluðum oft sam- an og héldum góðu sambandi. Ég man fyrst þegar hún kom heim eftir margra ára dvöl úti. Við Kristinn fórum saman út á völl að taka á móti Gunnu sem grét af gleði þegar hún stóð á íslenskri grund. Hún kom nokkuð oft eftir það, en síðast þegar hún kom var hún orðin ansi lasin og fæturnir Guðrún Jónsdóttir Paciorek ✝ Guðrún Jóns-dóttir Pacio- rek fæddist að Björnskoti undir Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu, 15. janúar 1919. Hún lést 4. júlí 2014 í Rochester, New York. Útför hennar fór fram að Light- house Baptist Church, Webster, New York. farnir að gefa sig. Gunna var mjög bæn- heit og hringdi ég oft í hana ef einhver var lasinn og bað hún og fleiri sem voru í bæna- hring með henni. Það var gaman að heimsækja Gunnu og Joseph. Þau vildu allt gera til að skemmta okkur og fara með okkur í bíltúra á marga fallega staði, bæði í Bandaríkjunum og Kan- ada. Alltaf var sjálfsagt að fara í kirkju. Gunna hafði fallega söng- rödd og söng lengi í kirkjukór. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Blessuð sé minning elsku Gunnu. Öllum ættingjum hennar sendi ég og fjölskylda mín inni- legar samúðarkveðjur. Þín mákka, Fjóla Nú er hún fallin frá, kær frænka okkar sem við kölluðum aldrei annað en Gunnu. Hún ólst upp í Björnskoti, sem var leigu- jörð undir Eyjafjöllum, þriðja í röðinni í fimm barna systkina- hópi sem sleit barnsskónum við erfið skilyrði þegar Íslendingar bjuggu við hernám og voru að öðlast sjálfstæði. Foreldrar hennar voru Jón Gunnlaugur Jónsson verkstjóri og Ingigerður Sigurðardóttir húsfreyja. Systk- ini Guðrúnar voru Sigurður sem var elstur, Sigríður Jóna, Krist- inn Ingólfur og Guðmunda Katr- ín sem var yngst. Það átti ekki fyrir Gunnu að liggja að búa á Ís- landi því mannsefni hennar varð Joseph Michael sem var banda- rískur hermaður á Íslandi. Auð- vitað spunnust ýmsar sögur um hernámið, en þetta var stóra ást- in hennar og hún fluttist með honum árið 1945 til Bandaríkj- anna þegar faðir hennar lést. Guðrúnu og Joseph varð fimm barna auðið en þau eru Anna, John Ingi, Peter, Dorothy og El- isabeth. Guðrún hefur oft sagt frá því hvað fyrstu árin voru erfið í Bandaríkjunum enda fátækt þar eins og hér. Hún var einstaklega laghent og saumaði allt í hönd- unum, allt frá fötum til mynda. Þar var íslenska sveitin jafnan í fyrirrúmi. Hún kom til Íslands til að heilsa upp á ættingjana eða þeir fóru til Bandaríkjanna til að heimsækja hana. Þá voru fagn- aðarfundir og heimsóknirnar ánægjulegar. Síðar þegar börn þeirra Josephs voru stálpuð og fullorðin komu þau líka til Íslands og við til þeirra. Guðrún var að upplagi mjög trúuð og trúin átti stóran þátt í lífi hennar í fyrir- heitna landinu. Hún lifði öll systkini sín og síðast þegar við sáum hana vildi hún gjarnan fylgja þeim. Nú er skarð fyrir skildi en Gunna átti stóran stað í hjarta okkar og hennar er sárt saknað. Við sendum eiginmanni hennar, börnum og barnabörnum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Kristbjörg, Gísli, Sigurður, Gisela Lobers og börn. Amma mín, þá er komið að kveðju- stund. Það er erfitt að vita af því að ég get ekki komið aft- ur til þín og fengið faðmlag, sest niður með þér og spjallað. Í stað- inn fæ ég að eiga minningarnar sem eru svo margar, því ég fékk að búa hjá þér ófá sumrin. Að sjálfsögðu hugsaðir þú allt of vel um mig eins og þú gerðir við alla. Því var alltaf erfitt að fara aftur suður. Ég held að flestir sem hugsa til þín amma, sjái þig fyrir sér í eldhúsinu á Laugaveginum með heitt á könnunni að setja enn Anna Björnsdóttir ✝ Anna Björns-dóttir fæddist 17. febrúar 1921. Hún lést 8. ágúst 2014. Útför Önnu fór fram 16. ágúst 2014. eina sort á borðið. Þú varst nefnilega sérstaklega góð í að laða fjölskyldu og vini í heimsókn enda var eldhúsið hjá þér alltaf fullt af fólki. Það er erfitt að hugsa til þess að við getum ekki skapað okkur nýjar minn- ingar saman en í staðinn á ég fjölda minninga sem ég ætla að varðveita vel. Elsku amma mín, ég hefði viljað hafa þig lengur hjá okkur. Ég vona svo innilega að þú vitir hversu þakklát ég er fyrir að hafa átt þig að þó ég hafi aldrei náð að segja þér það þegar ég hafði tæki- færi til. Takk fyrir allt saman, ég elska þig og mun ávallt gera. Þitt barnabarn, Sunna Lilja. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Ástkær móðir, dóttir, systir, barnabarn og sambýliskona, SIGRÍÐUR HJARTARDÓTTIR, Akursbraut 17, lést miðvikudaginn 6. ágúst og fór útförin fram í kyrrþey fimmtudaginn 15. ágúst. Þökkum öllum vinum og vandamönnum þann samhug sem þeir hafa sýnt okkur á þessum erfiðu stundum. Íris Ósk Einarsdóttir, Júlíus Alexander Þór Rúnarsson, Hjörtur Júlíusson, Kristín Pálína Magnúsdóttir, Kristinn Jóhann Hjartarson, Hjörtur Júlíus Hjartarson, Hákon Ingi Hjartarson, Sigríður Þ. Hjartardóttir, Jón Sigurðsson. ✝ Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGÓLFS RAFNS KRISTBJÖRNSSONAR kerfisfræðings, Leifsgötu 22, Reykjavík. Gréta Tómasdóttir, Björn Skorri Ingólfsson, Lovía Þórðardóttir, Árni Ingólfsson, Drífa Hrund Árnadóttir, Guðrún Inga Ingólfsdóttir, Þorvarður Jón Löve, Anna Björg Hjartardóttir, Þórarinn Bjarnason, Guðmundur Karl Snæbjörnsson, Laufey I. Gunnarsdóttir og afabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, unnusta, bróður og mágs, JÓNS VALGEIRS GÍSLASONAR, Neshömrum 18, Reykjavík. Berglind Eygló Jónsdóttir, Gunnar Þórisson, Birna Björg Gunnarsdóttir, Björn Þórður Jónsson, Brynja Guðmundsdóttir, Sigurður Valur Sveinsson, Gunnþórunn Birna Gísladóttir, Ólafur Waage, Elías Bj. Gíslason, Halla Margrét Tryggvadóttir, Magnús Þorkell Gíslason, Rósa Rögnvaldsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SÓLVEIGAR JÓNSDÓTTUR, Mánatúni 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk krabbameins- deildar 11E, líknardeildar og Vífilsstaða fyrir frábæra umönnun. Ólafur Örn Arnarson, Guðrún Ólafsdóttir, Hjalti Sigurðsson, Sverrir Ólafsson, Ingibjörg Hauksdóttir, Katrín Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.