Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
✝ Stefán Gunn-arsson fæddist
í Mjóstræti 4 í
Reykjavík 6. sept-
ember 1927. Hann
lést á Vífilsstaða-
spítala 2. ágúst
2014.
Foreldrar hans
voru hjónin Gunnar
Sigurbjörn Guð-
mundsson trésmið-
ur, ættaður úr
Bjarneyjum á Breiðafirði og
kona hans Steinunn Ólöf Helga-
dóttir húsmóðir frá Flateyri við
Önundarfjörð. Stefán var annar
í röð fjögurra bræðra. Elstur
var Alfreð en Hörður og Almarr
voru yngri bræður Stefáns. Al-
stunda alhliða íþróttir, æfði
knattspyrnu með Val og seinna
handbolta og frjálsar íþróttir
með Ármanni. Hann var afreks-
maður í langhlaupi og vann til
margra verðlauna, bæði hér
heima og erlendis. Hann þjálfaði
karla- og kvennaflokka í knatt-
spyrnu og handbolta og á tíma-
bili þjálfaði hann íslenska
kvennalandsliðið í handbolta.
Hann var hvatamaður að stofn-
un íþróttafélagsins Leiknis í
Efra-Breiðholti og gegndi ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir
íþróttahreyfinguna til margra
ára.
Stefán starfaði lengst af sem
verkstjóri í Efnagerðinni Val,
frá stofnun þess fyrirtækis og
fram til starfsloka.
Stefán var jarðsunginn frá
Fella- og Hólakirkju 12. ágúst
2014.
freð og Hörður er
látnir. Stefán
kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu
sinni, Lillý Erlu
Guðjónsdóttur, 24.
júní 1950. Hann
eignaðist fjögur
börn sem öll lifa
föður sinn. Þau eru
Yngvi Örn, maki
Ragnheiður Elín
Ragnarsdóttir, Haf-
dís Jóna, maki Árni Már Ragn-
arsson, Ingibjörg Þóra, maki
Andrés Freyr Gíslason, og
Bryndís Rut, maki Hafsteinn
Gautur Einarsson. Barnabörnin
eru níu og langafabörnin átta.
Stefán byrjaði ungur að
Mig langar að minnast
tengdaföður míns með nokkrum
orðum.
Stefán var orðinn 72 ára gam-
all, þegar ég kynntist honum
fyrst, árið 1999. Þá var ég að
kynnast dóttur hans, Bryndísi.
Stefán var ábyrgur og hæglátur
maður og ekki orðmargur. Vann
ávallt fyrir sér og sinni fjöl-
skyldu af miklum dugnaði og bjó
fjölskyldu sinni gott heimili
ásamt Erlu, eiginkonu sinni. Ég
stend honum í ævarandi þakk-
arskuld fyrir að hafa gefið kon-
unni minni, henni Bryndísi, heil-
brigðar og góðar aðstæður að
alast upp við.
Minningar mínar af Stefáni
eru fjölmargar. Ein þeirra er
þegar við fórum saman til Man-
chester á leik United og Sunder-
land. Stefán var dyggur stuðn-
ingsmaður United og missti
varla af leik í sjónvarpinu. Mitt
lið er hins vegar Sunderland og
kom það sér því einkar vel að
geta sameinast um helgarferð að
sjá þessi lið etja kappi. Greini-
legt var hvað Stefán var spennt-
ur og fékk mikið úr þessari ferð
stórfjölskyldunnar, með stóran
hluta af afkomendum sínum með
sér og þeirra maka. Þó aðeins
séu nokkur ár síðan þetta var og
ég muni ekki nákvæmlega
hvernig gangur fótboltaleiksins
þróaðist, þá man ég þó að Sun-
derland skoraði eina mark leiks-
ins. Þannig var það nú bara.
Þegar Stefán varð áttræður
fór fjölskyldan saman til Beni-
dorm. Við tveir áttum það sam-
eiginlegt að dragast að adrena-
língefandi leiktækjum í
skemmtigörðum. Við fórum í
einn slíkan og upp í „klukkukólf-
inn“ svokallaða. Við urðum eins
og smástrákar. Reyrðir niður í
öryggisbelti, ásamt fleira fólki,
og síðan sveiflað í hringi með
þvílíkum krafti að ég hélt að
þetta yrði mitt síðasta. Sjálfur
öskraði ég í átökunum en ekki
heyrðist stuna frá Stefáni. Á
tímabili hélt ég að hjartað í
tengdapabba þyldi ekki átökin.
Gat ekki tjáð mig við hann
vegna hávaðans og sá hann ekki
vegna öryggispúðanna sem voru
milli höfðanna á okkur. Það var
ekki fyrr en tækið stoppaði,
heilli eilífð síðar, að ég sá að
Stefán gekk keikur og skælbros-
andi úr tækinu, meðan ég tók
mér drjúga stund að jafna adr-
enalínbúskapinn í líkamanum.
Þarna kom Stefán mér verulega
á óvart.
Milli mín og tengdaföður míns
ríkti ávallt gott samband og vin-
skapur. Þakklæti er mér efst í
huga þegar ég minnist þessa öð-
lings. Guð blessi minningu Stef-
áns Gunnarssonar.
Hafsteinn Gautur
Einarsson.
Til himinsala mín liggur leið,
þar ljúft er heima að búa.
Þar sorg er engin, ei synd né neyð,
þar sé ég vinanna grúa.
Þetta vers eftir séra Friðrik
Friðriksson kom upp í huga
minn þegar fregnin um andlát
Stefáns Gunnarssonar barst
mér.
Stefán Gunnarsson var einn
af Mafíósunum eins og við gufu-
félarnir kölluðum okkur.
Öllu er afmörkuð stund og
sérhvert mannsbarn og hlutir
allir undir himninum hafa sinn
tíma, segir í hinni helgu bók.
Stefán heitinn var trúr og
traustur Mafíósi, var svipmikill
og traustur meðan hans naut við,
skemmtilegur með sérstaka
kímnigáfu sem féll vel að okkur
Mafíósunum, fróður um marga
viðburði og stríðinn á góðri
stund. Íþróttamaður meiri en
flestir aðrir Mafíósar svo eitt-
hvað sé talið til. Ein sagan segir
að Stefán var niður í miðbæ
Reykjavíkur á blankskóm þegar
víðavangshlaup ÍR var um það
bil að hefjast. Einn af forsvars-
mönnum hlaupsins kom að máli
við Stefán og bað hann endilega
að taka þátt í hlaupinu, það væru
svo fáir skráðir í það. Stefán taldi
öll tormerki á því, hann væri í
spariskónum sem ekki væru
fallnir til að hlaupa um í móum
og mýrum. Ég redda því sagði
ÍR-ingurinn. Það varð úr að Stef-
án hljóp og varð annar í þessu
hlaupi til að koma í mark. Þjálf-
ari sem hafði fylgst með hlaupinu
kom að máli við Stefán eftir
hlaupið og sagði, þú hefðir auð-
veldlega getað unnið, hvað kom
eiginlega fyrir? Stefán svaraði að
bragði, Ég rataði ekki, varð að
hafa einhvern á undan sem rat-
aði.
Stefán var góður vinur okkar
Mafíósanna, en því miður hafði
hann ekki heilsu til að taka þátt í
mánaðarlegum fundum okkar í
Perlunni um nokkurt skeið.
Við félagar hans söknum góðs
drengs og biðjum Stefáni allrar
blessunar á þeim leiðum sem
hann nú hefur lagt út á.
Ættingjum hans vottum við
innilega samúð.
Blessuð sé minning Stefáns
Gunnarssonar, og láti Guð nú
raun lofi betri.
Fyrir hönd gufufélaga,
Ragnar Benediktsson.
Stefán Gunnarsson
Nú eru fáir eftir.
Fáir eftir af frum-
kvöðlum í gróður-
húsarækt sem hösl-
uðu sér völl á fjórða
og fimmta áratug síðustu aldar.
Þetta voru bjartsýnir ungir menn
sem sáu framtíð í jarðhitanum og
trúðu á það nýja eins og æskan
gerir ævinlega.
Einn af þeim var Skúli Magn-
ússon í Hveratúni, sem við höfum
nú kvatt. Hann var enginn ævin-
týramaður en samt var hann kom-
inn suður á land austan af Héraði
um tvítugt, staðráðinn í að læra
garðyrkju. Hann réðst til foreldra
minna um áramótin 1940-41 fyrir
tilstilli prestshjónanna á Torfa-
stöðum og entist sú vistarráðning
næstu fimm árin.
Hér á Reykjum var hann sam-
tímis mörgu ungu fólki sem hann
batt tryggðir við og minntist ætíð
Skúli Magnússon
✝ Skúli Magn-ússon fæddist
29. september
1918. Hann lést 5.
ágúst 2014. Útför
hans fór fram 15.
ágúst 2014.
með hlýju ef um var
rætt. Honum þótti
fjarska vænt um for-
eldra mína sem hús-
bændur og vini allan
þennan tíma og æv-
ina út og var alla tíð
tryggur okkar fjöl-
skyldu. Hann kallaði
árin á Syðri-Reykj-
um skemmtilegustu
ár ævi sinnar og var
það ekki ólíkt viðhorf
eins og þegar menn minnast fé-
laga og samveru úr góðum heima-
vistarskóla. Þröngt var setinn
bekkurinn fyrstu árin meðan allt
starfsfólkið bjó í íbúðarhúsi for-
eldra minna og það var sofið í öll-
um skotum frá kjallara og upp á
háaloft. Það var mikið unnið en
þegar fólkið átti frí um helgar var
oftar en ekki slegið upp í ferðalag
á Ford vörubílnum, yfirbyggðum,
sem dags daglega var notaður til
að koma framleiðslunni til
Reykjavíkur. Einu sinni var það
Hveravallaferð, og svo var heldur
betur skundað á Þingvöll 17. júní
1944, á Lýðveldishátíðina í allri
rigningunni.
Einn lítinn en minnisverðan at-
burð tengdan okkur Skúla get ég
dagsett, þó einkennilegt sé, 14.
október 1945. Það er sunnudagur
og Skúli er búinn að leggja á báða
klárana, Bleik með hnakk og Reyk
undir aktygjum og spenntan fyrir
vagn. Ég er að sniglast í kring og
Skúli biður mig að koma með sér
og vera kúskur og sitja á vagn-
hestinum. Ferðinni er heitið niður
á vegamót og sækja ferðakoffort
Guðnýjar sem komið höfðu með
rútu daginn áður. Þetta er mikil
upphefð fyrir mig sjö ára og við
leggjum upp ábúðarmiklir þó að-
eins sé farið fetið.
Þegar komið er niður á þjóðveg
er auðvitað sjálfsagt að nota ferð-
ina og líta inn til vina á Torfastöð-
um, en þar er verið að byggja upp
eftir brunann 1943. Ekki er látið
þar við sitja heldur er ferðin lengd
alla leið út í Reykholt, til Ingvars í
Mýrinni, sem kallað var. Ingvar er
þá byrjaður að byggja upp býlið
Birkilund og hafði áður verið sam-
tíða Skúla heima á Reykjum.
Þannig varð þetta litla ferðalag,
sem var svo stórt í huga sjö ára
drengs, til að sýna marga bestu
kosti öðlingsmannsins Skúla. Út-
sjónarsemi og nýtni, tryggð við
vini og samferðamenn og fágæta
hugulsemi og vinsemd við börn og
unglinga, þannig að þau fundu sig
sem jafningja og gætu gert gagn.
Með þessum minningarbrotum
kveð ég vin minn Skúla eftir ævi-
langa samveru og bið honum
blessunar. Fjölskyldunni allri
sendum við Bärbel innilegar sam-
úðarkveðjur.
Bärbel og Ólafur,
Syðri-Reykjum.
Genginn er vinur minn, Skúli
Magnússon garðyrkjubóndi í
Hveratúni. Fremur lágvaxinn
maður, samanrekinn og ögn grall-
aralegur til augnanna. Hann var
snillingur af einstakri gerð, dulítið
stríðinn og oft óútreiknanlegur.
En góðmenni sem ungum
dreng þótti gott að sniglast í
kringum. Fyrstu minningar mínar
eru bundnar karli þessum á ferð
yfir Hveratúnshlaðið með tómat-
fötu í hendinni.
– Ég er að vinna, sagði ég og
hélt ákafur áfram að kroppa börk
utan af myndarlegu birkitré fyrir
framan Gamla bæinn. Þá sendi
hann mér eitt af þessum prakk-
aralegu glottum sínum sem hvert
um sig hafði sjálfstæða merkingu
og gilti í stað margra orða.
Svo var hann horfinn inn í gróð-
urhús og ég stóð eftir, þrevetur
bjálfi og vissi nú að þessi vinna
mín væri meira en óþörf. Líklega
til ills eins og skömmu síðar
fræddu þeir Kúti og Atli bróðir
mig á því að tré sem yrðu fyrir
svona meðferð hlytu að deyja. Ég
gaf hríslunni oft auga næstu árin.
Saga þorpsins í Laugarási og
Skúla Magnússonar eru sam-
tvinnaðar. Þau hjón, Skúli og
Guðný Pálsdóttir, keyptu þar í lok
seinna stríðs heldur laslega garð-
yrkjustöð af danska ævintýra-
manninum Borge Lemming. Sá
hafði lengst af búið í einu gróð-
urhúsinu en byggði síðasta árið
upp lítið steinhús, sambyggt gróð-
urhúsunum. Skúli endurbætti það
hús mikið og kom meðal annars
fyrir í því eldhúsi sem ekki hafði
verið. Hverinn var svo nærri að
Lemming taldi enga ástæðu til að
hafa slíka aðstöðu innandyra. Þau
hjón Guðný og Skúli byggðu
Lemmingslandið upp af miklum
myndarskap og gáfu nafnið Hve-
ratún. Þau bjuggu við barnalán og
stór hluti íbúa í litla þorpinu við
Iðubrú er nú þeirra afkomendur.
Um eða rétt eftir 1960 fluttu
þau í nýtt íbúðarhús spölkorn frá
gróðurhúsunum og fljótlega eftir
það varð gamli bærinn að leigu-
húsnæði fyrir nýja landnema í
þorpinu. Foreldrar mínir voru þar
fyrstir til og því eru fyrstu minn-
ingar mínar sumar bundnar góm-
sætum smákökum Guðnýjar og
algjörlega absúrd samtölum okk-
ar Skúla í göngum gróðurhús-
anna.
Skúli var langt að kominn,
fæddur á Rangalóni á Jökuldals-
heiði og alinn upp eystra. Þegar
ég les um þingeyska bændasyni
sem lögðu sig í framkróka um sér-
visku, fóru jafnvel um þeirra er-
inda einna að iðka hana þá kemur
mér Skúli í Hveratúni í hug. Ekki
það að hann hafi látið slík ferðalög
eftir sér enda vinnusamur land-
nemi í fjarlægu héraði. En hann
gat átt til að hugsa með sínum
prakkaralega svip hvernig hann
kæmu nú henni versu á óvart.
Okkur sem nutum ber að þakka
forsjóninni fyrir slíkan jarðlífs-
húmorista. Blessuð sé minning
Skúla í Hveratúni.
Bjarni Harðarson.
Sigtúni 38, sími: 514 8000
erfidrykkjur@grand.is / grand.is
Hlýlegt og gott viðmót
Fjölbreyttar
veitingar í boði
Næg bílastæði
og gott aðgengi
erfidrykkjur
Grand
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir
✝ PimonlaskRotpitake var
fædd í Tælandi 7.
ágúst 1958. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 22.
júlí 2014.
Pimonlask flutti
til Íslands árið 1998
og hóf sambúð með
Inga Magnfreðs-
syni, f. 1945, frá
Ísafirði. Hún var
áður gift í Tælandi en missti
manninn, þau áttu tvö börn,
Sharnyar Bunchunonc, búsett í
Tælandi og á fjögur börn, og
Pirowat, f. 1981, búsettur í
Reykjavík.
Pimonlask var menntaður
kennari en starfaði við skrif-
stofustörf fyrir hið opinbera í
Chiang Mai University, innan-
ríkisráðuneytinu í Tælandi og
hjá borgarstjóraembættinu á
Phuket. Á Íslandi vann hún
ýmsa verkamannavinnu á Ísa-
firði frá 1998-2005, starfaði á
Hótel Capitano í Neskaupstað
og bauð þar upp á tælenska rétti
frá 2005–2010. Pimonlask var
mjög virk í félagsstörfum þegar
hún bjó á Ísafirði
og var nokkur ár í
stjórn Róta, félags
áhugafólks um fjöl-
menningar-
samfélag, tók þátt í
Fjölmenning-
arhátíðum Vest-
fjarða, „Songkran“
nýárshátíð árið
2003 og kynningu á
búddatrú og tæ-
lensku árið 2004.
Hún vann við þýðingar, hélt ör-
námskeið í tælensku og kenndi
tælenskum börnum á Íslandi
móðurmálið. Hún fékk við-
urkenningu Róta fyrir gott starf
í þágu nýbúa á Vestfjörðum. Pi-
monlask var í Golfklúbbi Ísa-
fjarðar og Golfklúbbi Neskaup-
staðar og tók þátt í fjölda
golfmóta með góðum árangri og
varð Vestfjarðameistari kvenna
í golfi árið 2002. Á síðasta ári
stóð hún að styrktargolfmót á
gólfvellinum í Tungudal til
styrktar söfnun fyrir Línuhraðli
á Landspítalanum.
Kistulagning Pimonlask fór
fram í kyrrþey, 25. júlí 2014. Út-
förin fer fram í Tælandi.
Mig langar að minnast vin-
konu minnar, hennar Pim, eins
og hún var alltaf kölluð. Pim var
menntaður kennari en starfaði í
20 ár við skrifstofustörf hjá hinu
opinbera í Tælandi áður en hún
fluttist til Íslands fyrir 16 árum.
Það voru mikil viðbrigði fyrir
hana að setjast að í þessu kalda
landi þar sem allir þekkja alla,
en hún elskaði friðinn og róna á
Íslandi.
Ég man alltaf þegar við hitt-
umst fyrst, sambýlismaður
hennar, Ingi Magnfreðsson
spurði mig hvort ég gæti kennt
henni íslensku. Pim var mikill
karakter, ákaflega greind og
vandvirk og mikil hugsjónakona.
Fyrsta kennslustundin hófst
og ég var klár að kenna einstök
orð en Pim vildi læra fallbeyg-
ingar og mér varð strax ljóst að
ég yrði að hækka standarinn í
náminu verulega. Þessar
kennslustundir breyttust fljótt í
námsstundir þar sem við kennd-
um hvor annarri íslensku og tæ-
lensku og þarna hófst áralöng
vinátta okkar.
Oftar en ekki sátum við seint
á kvöldin eða um helgar og
þýddum texta, við héldum ör-
námskeið í tælensku fyrir Ís-
lendinga og gerðum orðalista
fyrir stofnanir til að auðvelda
einföld samskipti svo síður
þyrfti að kalla til túlka. Á þess-
um árum var Fjölmenningarhá-
tíð Vestfjarða árlegur viðburður
auk annarra viðburða þar sem
Tælendingar stóðu að undirbún-
ingi og lagði Pim oft á sig mikla
vinnu í því sambandi, enda var
hún mjög stolt af uppruna sín-
um og vildi að Íslendingar
fengju góða mynd af Tælandi og
tælenskri menningu.
Eitt fríið fór Pim til Tælands
og lærði tælenskt fótanudd en
ári síðar verður faðir hennar
mikið veikur og þá sendi hún
fréttatilkynningu á bæjarblaðið
BB um að nú gætu allir fengið
ókeypis fótanudd því hún vildi
skapa góða orsök fyrir hann í
veikindunum. Hún var mjög
trúuð og kyrjaði ávallt og las
mikið um búddismann og trúði á
orsök og afleiðingu. Það voru
því margir þreyttir fætur sem
fengu nudd hjá Pim.
Það er engin leið að minnast
Pim án þess að nefna golf-
áhugann en hún nýtti öll tæki-
færi til að fara á völlinn og það
var hennar stærsta gleði fram á
síðasta dag, en hún átti líka
marga góða vini í golfinu. Mér
hlotnaðist sá heiður að vera
„caddy“ hjá Pim þegar hún varð
Vestfjarðameistari, en hún
reyndi mikið að smita mig af
golfáhuganum. Það var svo al-
gerlega í hennar anda að á síð-
asta ári hélt hún styrktarmót,
ásamt Inga á Golfvellinum á
Ísafirði, til að leggja lið söfn-
uninni fyrir línuhraðli. Mótið
var allt hið glæsilegasta og þátt-
takan var mjög góð, vinirnir
komu og elduðu tælenskan mat
fyrir alla þátttakendur á mótinu
ásamt Pim. Það var stolt og sæl
en ekki síður örþreytt kona sem
safnaði nokkur hundruð þús-
undum fyrir málefni sem hún
vegna veikinda sinna vissi vel
hversu mikil þörf var fyrir
styrk.
Ég kveð alveg einstaka vin-
konu sem hafði mikil áhrif á líf
mitt og fjölskyldu minnar og
mun ég ávallt ylja mér við allar
góðu minningarnar þar sem við
vorum að paufast við þýðingar,
fleyta kertum á Pollinum á Ísa-
firði, skipuleggja viðburði og
ekki síður öll símtölin þar sem
við fórum yfir lífið og tilveruna.
Ég vil votta aðstandendum Pim
mína dýpstu samúð.
Guðrún Anna
Finnbogadóttir.
Pimonlask
Rotpitake