Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 ✝ Páll Axel Hall-dórsson fæddist í Króki í Gaulverja- bæjarhreppi 24. október 1928. Hann lést á hjúkr- unardeildinni Foss- heimum á Selfossi 9. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Halldór Bjarnason bóndi, f. 1888, d. 1988, og Lilja Ólafsdóttir húsmóðir, f. 1892, d. 1974. Systkini Páls Axels eru Stefán Helgi, f. 1917, d. 1991, Bjarni, f. 1918, d. 2006, Ólafur, f. 1920, d. 2013, Ingibjörg, f. 1922, Guð- finna, f. 1924, d. 1988, Bjarni, f. 1926, d. 1957, Gísli, f. 1931, d. 2013, Guðmundur, f. 1933, Helga María, f. 1936. Páll Axel kvæntist Höllu Magn- úsdóttur frá Skúfslæk, f. 1934, þann 15. apríl 1956. Foreldrar hennar voru Magnús Eiríksson bóndi, f. 1894, d. 1992, og Guð- ríður Ingibjörg Gísladóttir hús- móðir, f. 1899, d. 1973. Þau bjuggu lengst af sínum búskapar- árum í Syðri-Gróf í Villingaholts- hreppi. Börn þeirra eru: 1) Mar- grét Pálsdóttir, búsett í Grindavík, f. 1954. Fyrrverandi eiginmaður, Vilberg Magnús Ár- 1987. Sambýliskona Elísabet Thorsteinson, f. 1991. Barn: Lilja María Axelsdóttir, f. 2012. e) Hjalti Einarsson, f. 1989. Sam- býliskona Hanna Björk Kristjáns- dóttir, f. 1991. f) Irena Bylgja Ein- arsdóttir, f. 1993. Sambýlismaður Elí Kristberg Hilmarsson, f. 1993. 3) Bjarni Pálsson, búsettur í Syðri-Gróf, f. 1958. Sambýliskona Alda Stefánsdóttir, f. 1965. Börn hennar: Björg Jónsdóttir, f. 1990, Jóhann Jónsson, f. 1993. Fyrrver- andi sambýliskona Bjarna, Åsa Viktoría Dalkarls, f. 1968. Börn: Ída Bjarnadóttir, f. 1993, Halldór Bjarnason, f. 1996. 4) Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir, síðast búsett á Reykjum, f. 1960, d. 1998. Eig- inmaður Rúnar Þór Bjarnason, f. 1956. Börn: a) Vaka Rúnarsdóttir, f. 1981. Eiginmaður Magnús Thorlacius, f. 1979. Börn: Viktor Thorlacius, f. 2004, Rúnar Örn Thorlacius, f. 2008. b) Halla Rún- arsdóttir, f. 1984. Sambýlismaður Bjarni Gunnar Jóhannsson, f. 1985. Barn: Ingibjörg Bjarna- dóttir, f. 2014. c) Bjarni Rún- arsson, f. 1989. 5) Magnús Halldór Pálsson, búsettur í Kópavogi, f. 1978. Eiginkona Anna Sjöfn Skagfjörð Rósudóttir, f. 1983. Barn: Áróra Ingibjörg Magn- úsdóttir, f. 2009. Útför Páls fór fram í kyrrþey. mannsson, f. 1953. Börn: a) Halla Vil- bergsdóttir, f. 1976. Börn: Arna Margrét Hölludóttir, f. 1995, Ástþór Andri Höllu- son, f. 1999, Vilberg Darri Gunnarsson, f. 2004. b) Páll Axel Vilbergsson, f. 1978. Sambýliskona Mar- grét Birna Valdi- marsdóttir, f. 1985. Börn: Gísli Matthías Eyjólfsson, uppeldissonur, f. 2007, Ásdís Vala Pálsdóttir, f. 2012. c) Ármann Örn Vilbergsson, f. 1985. 2) Lilja Páls- dóttir, búsett í Þorlákshöfn, f. 1955. Eiginmaður Einar Ingi Reynisson, f. 1952. Börn: a) Þór- arinn Grettir Einarsson, f. 1975. Eiginkona Margrét Rannveig Halldórsdóttir, f. 1979. Börn: Halldór Freyr Grettisson, f. 2002, Elísabet Lilja Grettisdóttir, f. 2006, Þórdís Birna Grettisdóttir, f. 2009, Einar Ottó Grettisson, f. 2012. b) Óttar Reynir Einarsson, f. 1978. Sambýliskona Klara Jenný Sigurðardóttir, f. 1984. Barn: Benjamín Óliver Óttarsson, f. 2011. c) Ingunn Brynja Ein- arsdóttir, f. 1983. Eiginmaður Fannar Jónsson, f. 1979. Barn: Snædís Birta Fannarsdóttir, f. 2008. d) Axel Páll Einarsson, f. Elsku pabbi. Mikið er erfitt að hafa sig í það að setjast niður og skrifa þessa kveðju til þín. Síð- ustu daga hafa minningarnar, ljúfsárar, streymt fram eirðar- laust. Mér er sérstaklega minn- isstætt hvað þú varst alltaf hlýr og góður. Þó þú værir stundum strangur, varstu aldrei ósann- gjarn. Þegar á reyndi varstu traustur, enda fann ég að ég gat alltaf leitað til þín þegar ég þurfti á því að halda. Eftir að ég sjálfur varð faðir verður mér æ oftar hugsað til þeirrar góðu æsku sem þið mamma bjugguð mér og það hefur veitt mér ómetanlegan styrk í foreldrahlutverkinu. Þegar ég var barn varst þú nánast óþreytandi að lesa fyrir mig á kvöldin. Þetta varð fastur liður í svefnrútínunni minni og enn þann dag í dag kann ég illa við að sofna án þess að rýna í nokkur orð af prenti. Ég man þó eftir samningaviðræðum þegar þú varst orðinn leiður á að lesa sömu bækurnar aftur og aftur og vildir breyta aðeins til. Rasmus Klumpur var til dæmis svo ger- samlega gegnumlesinn að ég kunni textann orðið utan að, án þess að geta lesið stakt orð sjálf- ur. Ef þú mismæltir þig var ég fljótur að leiðrétta. Þú hafðir gaman af öllu ung- viði, hvort sem það voru dýra- eða mannanna börn. Þú eyddir oft tímunum saman í að æsa upp kettlinga niðri í kjallara, eða klóra litlum lambhrútum á horn- unum og kenna þeim að stanga. En skemmtilegast af öllu fannst þér að æsa upp börn. Svefntím- anum mínum fylgdu oft mikil ærsl og eltingaleikur sem við kölluðum bangsaleik. Svefngals- inn keyrði úr öllu fram og það var mikið hlegið. Mikið var líka gam- an að fylgjast með samskiptum þínum við hana Áróru Ingibjörgu mína. Hún er bara rétt tæplega fimm ára, en ég veit að hún mun muna þig alla sína tíð. Áður en ég fór að geta hjálpað til við mjaltirnar fylgdi ég þér oft út í fjós og þú hafðir lag á að hafa ofan af fyrir mér. Þá skiptumst við gjarnan á að spinna upp lang- ar bullsögur og kölluðum það „að segja lygasögur“. Hver saga þurfti að toppa þá næstu á undan og stundum þurfti maður góðan umhugsunarfrest fyrir næsta innlegg. Eitt sinn sagðirðu mér frá því að það væri dvergahöll í fjósinu eða í hlöðunni, en það væri ekki auðvelt að finna hana því þeir beittu hulinsgaldri til að fela hana. Ég er ekki viss hversu löngum tíma ég eyddi í að leita að dvergaríkinu og ég var orðinn vandræðalega gamall þegar ég gerði mér grein fyrir að hún væri (líklega) ekki til. Ég sé samt ekki eftir einni mínútu sem fór í leitina og ég sé höllina ennþá fyrir mér ljóslifandi þegar mér verður hugsað heim í Syðri -Gróf. Ég sakna þess tíma þegar við fórum í veiðitúra eða á hestbak, í stuttan bíltúr eða í ferðalag. Þeg- ar við settumst niður og ræddum saman um allskonar, eða fórum að Króki og þið Gísli ferðuðust aftur í tímann með fortíðarþrána blikandi í augunum. Þegar þú kíktir stundum óvænt í kaffi til mín á Selfossi. Þegar þú kenndir mér að spila spil með miklum til- þrifum. Hvernig þú fræddir mig um umhverfið í kringum okkur, nöfn fuglana, sögu landsins, hvernig heimurinn snýst og virk- ar. Ég mun sakna þín alltaf og ávallt. Magnús Halldór Pálsson. Elsku afi, maður fæðist, maður lifir, maður deyr, þetta er hin sorglega hringrás lífsins. Elsku afi, ég hef aldrei verið mikið fyrir kveðjustundir, en nú er því miður komið að því. Ég hef alla tíð aðeins átt einn afa í hinu lifandi lífi og mér finnst ótrúlega erfitt að ég þurfi að kveðja og eiga núna engan. En ég trúi því svo heitt að þú sért kominn á góð- an og betri stað sem einkennist af nægu píputóbaki, kaffi, veiði, góðum mat og fínpússuðu hvannarótarbrennivíni sem þú verður ekki veikur af. Nóg af prakkarastrikum, kettlingum og hlátri. Ég á eftir að sakna þín endalaust, elsku afi minn, ég á eftir að sakna húmorsins og þeirra sagna sem þú sagðir mér. Ég er með hnút í maganum yfir að hafa ekki getað tekið þig í veiði eins og ég ætlaði mér áður en þú varðst svona veikur, en ég held fast í þær minningar sem við átt- um þrátt fyrir eftirsjá. Ég vona að þú verðir alltaf stoltur af mér, afi, og getir glott við tönn þegar ég skelli mér í beislituðu buxurn- ar mínar sem þér fannst svo aga- lega ljótar. Ég elska þig að eilífu. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þitt barnabarn, Hjalti Einarsson. Elsku afi minn. Þegar kemur að kveðjustund rifjast upp marg- ar góðar minningar og þær eru ófáar þegar hugurinn reikar til baka og ég var í sveitinni hjá þér og ömmu í Syðri-Gróf. Alltaf hlakkaði ég til að komast í sveit- ina að vori og vonaði að ég missti nú ekki alveg af sauðburðinum það árið. Ég man hvað mér fannst spennandi að komast í fjósið, læra að mjólka, gefa kálf- unum og skera stabbann. Þessar stundir eru ljóslifandi í huga mér og það liggur við að ég finni pípu- ilminn þegar ég rifja upp stund- irnar sem við áttum saman. Ég man líka hvað þú gast hlaupið hratt. Rúmlega sextugur varstu enn að stinga mig af í spretthlaupi. Ég var þá ungling- ur og þú meira að segja á inni- skónum. Ég held að þú hafir ver- ið sprettharðasti afi á gervallri jörðinni. Allavega leið mér þann- ig þá. Og sá stríðnasti. Hláturinn þinn þegar þú varst að stríða okkur, plata okkur til að pota í rafmagnsgirðingar eða segja gamansögur var alveg einstakur. Þú kenndir mér ýmislegt í gegnum tíðina, eitt af því var að keyra traktor. Og Lödu Sport; sem er líka hálfgerður traktor. Og þú passaðir alltaf upp á að fara yfir öll öryggisatriðin áður en þú hleyptir mér af stað og fylgdist með mér úr fjarska. Einu sinni þurftirðu að sækja mig út í kartöflugarð þar sem ég var bú- inn að kolfesta gamla Zetorinn þinn í einhverjum drullupolli með skítadreifarann. „Er þetta svona anskoti blautt?“ sagðirðu þegar þú komst og bjargaðir mér úr vandræðunum. Nú eru elstu börnin mín aðeins búin að kynnast sveitinni og finnst hún ákaflega spennandi. En hún verður ekki eins án þín, en þá geymir maður minningarn- ar um góðan mann sem kenndi manni að vera blíður og þolin- móður við skepnurnar, samvisku- samur við störfin sín og góður við þá sem standa manni næst. Bestu kveðjur af malbikinu Grettir Einarsson, Margrét Halldórsdóttir, Halldór Freyr, Elísabet Lilja, Þórdís Birna og Einar Ottó. Elskulegi afi minn. Axel afi var eini afi minn sem ég náði að kynnast en hann stóð sig svo sannarlega eins og hetja í hlut- verkinu. Það var svo margt við hann afa minn sem ég elskaði. Hann var alltaf svo skemmti- legur, fyndinn og var hann alveg einstaklega stríðinn. Alveg frá því að ég var pínulítil sagði hann mér brandara og stríddi mér ör- lítið með, ég kom brosandi til hans og fór brosandi frá honum. En svona man ég best eftir hon- um afa mínum, honum tókst allt- af að láta mér líða vel og hlæja. Öll augnablikin sem við áttum saman eru mér endalaust kær. Hann var alltaf svo hlýr og góður við alla í kringum sig. Mér fannst ég ekki geta beðið um betri afa og alveg fram að síðustu stundunum okkur saman vissi ég að það var þannig, hann gat ekki verið betri. Hann var alltaf svo fróður en ég gat setið hjá honum tímunum saman og hlustað á hann segja mér gamlar sögur og allskonar fróðleik. Hann afi minn vissi svo ótrúlega margt og var mikil viska sem hann gaf af sér. Ég verð hon- um ævinlega þakklát fyrir það. Elsku afi minn, hann var ynd- islegur maður með fallegt hjarta. Ég dýrkaði hann og dáði og ég mun elska hann og muna allt það góða sem hann færði mér alla mína ævi. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Minning þín er ljós í hjarta mínu. Þín afastelpa, Írena Bylgja Einarsdóttir. Páll Axel Halldórsson ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ellert Ingason útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ísleifur Jónsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU HEIÐRÚNAR EYJÓLFSDÓTTUR frá Seyðisfirði, áður til heimilis á Framnesvegi 62, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar V-3 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir einstaka alúð og umhyggju. Valgerður Halldórsdóttir, Helgi H. Steingrímsson, Sigríður Halldórsdóttir, Gylfi Þorkelsson, Óli Friðgeir Halldórsson, María Björk Daðadóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, fósturföður, afa, langafa og langalangafa, ÁRNA THEODÓRSSONAR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þórður Grétar Árnason, Vigdís Hjartardóttir, Hinrik Ingi Árnason, Oddný Steingrímsdóttir, Sigurður Þórarinn Árnason, Hafdís Jónsdóttir, Emanúel Júlíus Ragnarsson, Jófríður Ragnarsdóttir, Guðlaugur Björn Ragnarsson, Rósmarý Bermann og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, LÁRU KRISTÍNAR SAMÚELSDÓTTUR, Vatnsstíg 14, Reykjavík. Stefán G. Þórarinsson, Þórarinn Stefánsson, Jórunn Pálsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Friðrik Örn Weisshappel, Margrét Stefánsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Guðni Franzson og fjölskyldur. ✝ Þökkum af einlægni fyrir hlýhug og fallegar kveðjur vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar og tengdaföður, BALDURS HALLDÓRSSONAR skipasmiðs, öldrunarheimilinu Hlíð, áður Hlíðarenda. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Asparhlíðar fyrir ljúfa og góða umönnun. Ingvar Baldursson, Jónína Valdimarsdóttir, Ólafur Lárus Baldursson, Jóhanna L. Árnadóttir, Baldur Örn Baldursson, María Arnfinnsdóttir, Halldór Guðmundur Baldursson, Anna Katrín Þórsdóttir, Sigurður Hólmgeir Baldursson, Hildur Magnúsdóttir, Ingunn Kristín Baldursdóttir, Helgi Pálsson. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.