Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 ✝ Regína Guð-rún Arngríms- dóttir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1955. Hún lést á Sjúkrahúsi Kefla- víkur 1. ágúst 2014. Foreldrar Reg- ínu voru hjónin Unnur Þórð- ardóttir, f. 4.2. 1929, d. 19.1. 2012 og Arngrímur Guðjónsson, f. 14.5. 1927, d. 24.9. 1990. Systk- ini Regínu eru Unnur Ragna, d. 10.2. 2010, eftirlifandi maki Franz Baar, búsettur í Kanada, Ragnheiður Kristín, gift Magn- úsi Óskarssyni, búsett í Noregi, Arngrímur, kvæntur Sigrúnu Sigríði Svavarsdóttur, Kol- beinn, d. 15.3. 2011, eftirlifandi maki Svanhvít Óladóttir. Upp- eldissystir Regínu er Unnur synina Leonharð Þorgeir Harð- arson og Natan Elí Valtýsson. 2) Ólafur Jakob, f. 12.5. 1983, í sambúð með Söndru Ellerts- dóttur. Fyrir átti Regína dótt- urina 3) Guðmundu Guðjóns- dóttur, f. 19.7. 1972 og gekk Þorgeir henni í föðurstað frá eins árs aldri. Maki hennar er Kristinn Brynjólfsson. Börn þeirra eru Kristófer Andri, í sambúð með Hólmfríði Mar- gréti Benediktsdóttur, og Sara. Fyrir á Kristinn dótturina Rak- el. Regína og Þorgeir misstu óskírða dóttur 2. júní 1974. Regína stundaði margvísleg störf um ævina. Hún vann við afgreiðslu- og framreiðslustörf, m.a. í Brauðbæ og Þjóðleik- húskjallaranum, starfaði um skeið sem dagmóðir en síðari hluta ævinnar vann hún sem verslunarstjóri vínbúða hjá ÁTVR, í Holtagörðum, Graf- arvogi, Skeifunni og Skútu- vogi. Þegar hún lét af þessum störfum, stofnaði hún eigið ræstingafyrirtæki, sem hún rak í nokkur ár. Útför Regínu fór fram í kyrrþey að hennar eigin ósk. Arna Sigurð- ardóttir, gift Karli Víkingi Stef- ánssyni. Systir Regínu sammæðra var Guðríður Ása Matthíasdóttir, d. 6.11. 2003, eftirlif- andi maki Sigurvin Kristjónsson. Bróð- ir Regínu sam- feðra er Guðjón Emil. Regína giftist 8. nóvember 1973 eftirlifandi maka sínum, Þorgeiri Baldurssyni, f. 17.7. 1952. Foreldrar Þorgeirs voru Margrét Stefánsdóttir, f. 18.8. 1917, d. 9.3. 2014 og Baldur Stefánsson, f. 22.8. 1920, d. 26.7. 2006. Börn Regínu og Þorgeirs eru 1) Margrét, f. 9.8. 1975, í sambúð með Gísla Dan Gíslasyni, sonur þeirra er Rík- harður Dan. Fyrir á Margrét Við förum ekki í þeirri röð sem að við komum, eru orð að sönnu. Hún mamma mín lést eftir tveggja ára baráttu við krabba- mein aðeins 59 ára gömul. Mamma reyndist börnunum mínum einstaklega vel, sýndi þeim áhuga og stuðning. Krist- ófer var ekki orðinn 2ja ára þegar hann fór í hálfsmánaðar pössun til ömmu sinnar og afa meðan við Kristinn fórum í brúðkaupsferð. Hún hjálpaði mér líka mikið þeg- ar ég var í fósturskólanum, Krist- ófer var alltaf velkominn. Sara naut líka ástar ömmu sinnar sem tók hana gjarnan með í bæjar- ferðir og kom Sara þá ekki tóm- hent heim. Þegar Rakel fór í As- íuferðina sína í byrjun nóvember á síðasta ári þá sendi mamma hana með innpakkaða jólagjöf. Þetta var lýsandi fyrir mömmu, hún hugsaði fyrir öllu og enginn skyldi verða útundan. Það var líka alltaf gaman að hringja í mömmu og segja frá góðum einkunnum eða góðu gengi á íþróttavellinum, því alltaf höfðu amma og afi mik- inn áhuga og urðu svo stolt. Mamma var sérstaklega vinnu- söm og ósérhlífin kona. Í gamla daga sat hún við saumavélina og saumaði kjóla á okkur systur fyrir flesta tyllidaga. Það voru fínar systur sem mættu vel greiddar og í eins kjólum í jólaboðin. Á menntaskólaárum mínum var set- ið fram á nótt við að sníða og sauma árshátíðakjólana. Mamma lagði alla tíð mikinn metnað í að bjóða fólkinu sínu upp á allt það besta í mat og drykk. Þau voru ófá matarboðin sem við fórum í til þeirra mömmu og pabba. Það voru samstiga hjón sem tóku á móti barnahópnum sínum á jólunum á heimili sem ávallt var skreytt af mikilli natni og smekkvísi. Það var lýsandi fyr- ir dugnaðinn í mömmu að þrátt fyrir miklar annir í kringum jól í áfengisversluninni var alltaf margréttuð jólamáltíð á boðstól- um með heimagerðu laufabrauði, ís og smákökum. Það virtust stundum vera fleiri klukkustund- ir í hennar sólarhring en mínum. Í fermingarundirbúningi Söru veigraði mamma sér ekki við að koma eftir vinnu, marga daga í röð, til að aðstoða við þrif. Öll her- bergi voru þrifin í hólf og gólf og ekkert gefið eftir. Minningarnar í kringum undirbúninginn eru mér dýrmætar. Við bökuðum og skreyttum saman marsípantertu í Sóleyjarrimanum. Ég var ægi- lega pirruð og fannst allt ómögu- legt. Mamma hélt rónni og stapp- aði í mig stálinu. Rétt áður en veislan sjálf átti að hefjast kom í ljós að rækjurnar á brauðtertun- um voru skemmdar. Úrráðagóð var mamma búin að skipa öllum í hlutverk og nýjar brauðtertur voru komnar á borðið rúmlega klukkustund seinna. Þetta var mamma, ekkert að tvístíga við hlutina, algjört hörkutól. Mamma og pabbi ferðuðust víða. Það var ein af betri vikum lífs míns þegar við Kristinn ásamt Söru dvöldum með mömmu og pabba á Tenerife. Þau hjónin voru að byrja sína þriðju og síðustu viku í vetrarfríi þegar að við birt- umst óvænt. Eftirvæntingin eftir að birtast þeim að óvörum var gríðarleg. Þau hjón sátu úti á svölum þegar við komum. Gleðin varð mikil. Þessi vika er ógleym- anleg. Fyrir þennan tíma er ég óendilega þakklát. Elsku mamma, fallegar minn- ingar lifa. Þín Guðmunda. Elskuleg stórasystir og mág- kona hefur kvatt okkur allt of snemma, eftir liðlega tveggja ára baráttu við illkynjað mein. Hún tókst á við veikindin eins og allt annað í lífinu, með fádæma dugn- aði og hörku. Slík viðbrögð ein- kenndu hana alla tíð, hún var forkur í öllu því sem hún þurfti að fást við, og ætlaðist til hins sama af samferðarfólki sínu. Gína þurfti snemma að axla mikla ábyrgð í lífinu og reyndist yngri systkinum sínum sannköll- uð stoð og stytta í uppvextinum. Einkum voru náin bönd milli hennar og yngri bræðranna, og þau bönd áttu enn eftir að styrkj- ast þegar fullorðinsárin tóku við, og börn og barnabörn bættust í hópinn. Gína leit ævinlega á það sem sitt hlutverk að halda systk- inahópnum saman og var iðin við að hóa fólki saman. Hún var sér- lega flink í eldhúsinu og við minn- umst ótal sælustunda yfir kræs- ingum sem hún galdraði fram. Gína og Goggi reyndust okkur einstaklega vel þann tíma sem við bjuggum samtímis í Eyjum, und- irbjuggu jarðveginn og auðveld- uðu okkur að aðlagast nýju og spennandi samfélagi. Eftir að Gína og Goggi fluttu upp á land, fórum við oft og iðulega í tjaldútil- egur með þeim og Kolla heitnum og Svanhvíti og sístækkandi barnahópi. Í slíkum ferðum naut Gína sín vel, hrókur alls fagnaðar að venju, uppátektarsöm og hug- myndarík. Við leiðarlok erum við þakklát fyrir samfylgdina við Gínu og allt sem hún gerði fyrir okkur og dæt- ur okkar. Samband Gínu og Gogga var sérlega náið og fallegt, þau tókust ávallt á við hlutina sameinuð. Þess vegna hlýtur missirinn að vera mikill og sár. Við biðjum allar góðar vættir að vaka yfir Gogga og börnunum þeirra Gínu – stórum og smáum. Vertu nú kært kvödd, elskuleg – og hafðu þökk fyrir allt og allt. Arngrímur og Sigrún (Addi og Didda). Við hjónin bjuggum í Vonar- stræti, þegar ég kom heim frá námi og nokkrum metrum frá okkur var sjoppa í Tjarnargöt- unni, sem við skutumst stundum í. Þar afgreiddi einstaklega falleg og sjarmerandi stúlka, sem eftir var tekið. Einn góðan veðurdag kynnti svo Þorgeir bróðir minn þessa stúlku, Regínu, fyrir okkur sem unnustu sína. Síðan hefur hún Gína verið í fjölskyldunni þar til hún varð að lúta í lægra haldi fyrir vágestinum mikla nú á miðju sumri. Það var gaman að kynnast kraftinum og ákveðninni í henni Gínu, hún hafði skoðanir á öllum hlutum og lá ekkert á þeim. Stundum fannst manni hún full- dómhörð á menn og málefni og þegar hún hafði bitið eitthvað í sig varð henni ekki auðveldlega þok- að. Hún var glaðlynd, hress og mikil fjölskyldukona. Þau Þorgeir eignuðust þrjú börn, það fyrsta lést innan sólarhrings frá fæðingu en seinna komu Margrét og Ólaf- ur Jakob í heiminn, löngu orðin fullorðin og fær í flestan sjó. Gínu fylgdi svo lítil eins árs hnáta, þeg- ar þau Þorgeir hófu sambúð, Guð- munda hét hún, og gekk Þorgeir henni í föðurstað frá fyrsta degi. Við hjónin og fjölskyldan nut- um góðs af myndarskap Gínu, hún var röggsöm húsmóðir í alla staði og lagði mikið upp úr því. Engu að síður komst hún yfir að vinna ýmis störf utan heimilisins. Hún réð sig um tíma til starfa hjá okkur hjónum meðan börnin okk- ar voru lítil og mikil vinna hvíldi á okkur. Þá kynntumst við öllum kostum hennar enn betur. Þau Þorgeir hófu búskap í kjallaran- um hjá foreldrum okkar bræðra í Hófgerðinu og voru einstaklega samrýmd hjón,sem fylgdust að í lífi og starfi. Já, líka í starfi, því þau störfuðu lengst af bæði hjá sama fyrirtækinu, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Þorgeir varð verslunarstjóri vínbúðarinn- ar í Vestmannaeyjum og Gína starfaði þar líka. Þau bjuggu í Eyjum í sex ár og minntust þeirra ára oft með eftirsjá og ánægju. Eftir að þau komu aftur til Reykjavíkur var vart til sú vín- búð, sem ekki naut krafta þeirra því bæði urðu verslunarstjórar, hún amk.í fjórum vínbúðum. Hún valdist til ýmissa trúnaðarstarfa og forystu í félagsmálum innan fyrirtækisins. Þau Þorgeir ferð- uðust mikið saman, bæði innan- lands- og utan og voru þá utan- ferðirnar oftar en ekki starfs- tengdar, þar sem þau heimsóttu vínframleiðendur og fyrirtæki í mörgum helstu vínyrkjulöndum Evrópu. Eftir að Gína lét af störfum hjá ÁTVR, stofnaði hún eigið ræst- ingafyrirtæki, sem þau hjón starf- ræktu ásamt syni sínum í nokkur ár. Þá festu þau kaup á húsi suður með sjó, nánar tiltekið í Garðin- um. Kom þetta okkur flestum á óvart en þau sögðust vera að láta gamlan draum rætast með því að búa úti á landi. Þar ræktuðu þau garðinn sinn með glæsilegum ár- angri, máluðu málverk, stundum unnu þau bæði að sama málverk- inu, fengu sér hund og undu glöð við sitt. Draumurinn hafði ræst. Við minnumst Gínu með sökn- uði, minnumst sjálfstæðis hennar, atorku og umhyggju. Við Tóta og fjölskyldan sendum Þorgeiri, börnum og tengdabörnum inni- legar samúðarkveðjur vegna ótímabærs fráfalls Regínu. Bless- uð sé minning hennar. Stefán Baldursson. Regína Guðrún Arngrímsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær móðir mín, amma og tengdamóðir, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR BUCH, Einarsstöðum, Reykjahreppi, lést miðvikudaginn 20. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Jón Þór Ólason, Elín Björg Harðardóttir, Tryggvi Garðar Jónsson, Arna Sif Jónsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, REYNIR KRISTINN GUÐMUNDSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 18. ágúst. Útför hans fer fram frá Landakotskirkju mánudaginn 25. ágúst kl. 15.00. Björg Hauksdóttir, Ásta Björg Reynisdóttir, Magnús Már Nilsson, Friðrik Þór Reynisson, Hrönn Haraldsdóttir, Katrín, Þórey Sesselja, Emil, Máni og Freyja, Ástráður Guðmundsson, Erlín Óskarsdóttir, Gunnar F. Guðmundsson. ✝ Móðir okkar, systir, amma og langamma, SÓLEY NJARÐVÍK INGÓLFSDÓTTIR, lést mánudaginn 18. ágúst. Jarðarförin fer fram í Grafarvogskirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 13.00. Erla Hafdís Steingrímsdóttir,Eiríkur Jón Ingólfsson, Bergþór Heimir Þórðarson, Ingólfur Njarðvík Ingólfsson, börn og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HRAFNHILDUR GUÐBRANDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Ísafold, áður Engimýri 7, Garðabæ, lést sunnudaginn 17. ágúst. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 27. ágúst kl. 15.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð hjúkrunarheimilisins Ísafoldar. Reikningsnúmer: 318-13-405034. Kt. 580699-2519. Sigríður Dísa Gunnarsdóttir, Gunnar Einarsson, Gunnar Hrafn R. Gunnarsson, Rósa Þóra Magnúsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkæri eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 14.00. Elísabet Vigfúsdóttir, Vignir Guðmundsson, Jadvyga Usvaltiene, Ásthildur Guðmundsdóttir, Hafsteinn Benediktsson, Ingvar Guðmundsson, Sólveig Þorsteinsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, LÚÐVÍG BJÖRN ALBERTSSON viðskiptafræðingur, Geitlandi 2, Reykjavík, sem andaðist á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 8. ágúst verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 27. ágúst kl. 13.00. Kristjana Halldórsdóttir, Halldór Bjarkar Lúðvígsson, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Albert Björn Lúðvígsson, Sigrún Sandra Ólafsdóttir, Grímur Ingi Lúðvígsson, Sunna, Ýmir og Lovísa Halldórsbörn og Iðunn Júlía og Arndís Stella Albertsdætur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚDITH JÓNSSON, Vorsabæ, Hveragerði, síðast Frumskógum 2 í Hveragerði, lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 10. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjördís Júdithardóttir, Sólveig D. Ögmundsdóttir, Bjarni Frímann Karlsson, Anna María Ögmundsdóttir, Guðm. Gylfi Guðmundsson, Jón Ögmundsson, Elín Harpa Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.