Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 24
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Fleiri en tvö þúsund Palestínumenn liggja í valnum frá því að árásir Ísr- aela á Gaza-ströndina hófust í byrj- un júlí. Fyrir utan þessa miklu blóðtöku fyrir samfélagið hafa árás- irnar haft gríðarleg efnahagsáhrif á svæðið og er áætlað að það muni taka efnahaginn á Gaza fleiri ár að rétta úr kútnum. Samkvæmt upplýsingum iðnaðar- samtaka Palestínu hafa fleiri en 360 verksmiðjur verið eyðilagðar eða skemmst illa frá því að árásirnar hófust. Það lætur nærri að vera 10% af öllum verksmiðjum á Gaza. Flestur annar iðnaður á svæðinu hefur einnig stöðvað framleiðslu á meðan á árásunum hefur staðið. Samtökin áætla að þannig hafi jafn- virði um 8,1 milljarðs króna tapast. Þar við bætist að um 42.000 ekr- ur af ræktarlandi hafa orðið fyrir beinum skemmdum af völdum um- ferðar skriðdreka og sprenguregns, eftir því sem matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna kemst næst. Helmingur allra ali- fugla á Gaza hefur drepist í árásum eða vegna vanrækslu og um 9% af árlegum fiskafla glötuðust strax við upphaf árásanna. Framleiddu kex, ekki vopn „Þetta er stríð gegn hagkerfi okkar. Ég byrjaði frá grunni, eyddi 45 árum í að byggja fyrirtækið upp og nú er það horfið,“ hefur breska blaðið The Guardian eftir Moham- med al-Telbani, eiganda stærstu verksmiðju Gaza sem var lögð í rúst í loftárásum í júlí. Þar voru framleiddar kexkökur, ávaxtasafar og ís. Allar hráefnisbirgðir verk- smiðjunnar glötuðust og tækjabún- aður skemmdist of mikið til að hægt væri að nýta hann áfram. Um 450 manns störfuðu í verksmiðj- unni. „Þetta var verksmiðja sem fram- leiddi kexkökur og ís, ekki byssur. Það var engum eldflaugum skotið frá þessu svæði,“ segir Manal Hassan, verkstjóri verksmiðjunnar. Hann segir tap fyrirtækisins nema um 3,5 milljörðum króna. Atvinnuleysi mun ágerast Palestínski hagfræðingurinn Om- ar Shaban segir að nú virðist sem efnahagslegar afleiðingar árása Ísr- aelsmanna ætli að verða þrisvar sinnum meiri en þær sem urðu í átökunum sem geisuðu árin 2008 og 2009. Atvinnuleysi muni aukast en það var þegar 40% jafnvel áður en til hörmunganna kom. „Viðreisnin mun velta á skilmál- um vopnahléssamninga, hvort herkvínni verður aflétt og hversu fljótt. Hún mun hins vegar taka að minnsta kosti tvö eða þrjú ár jafn- vel þó að henni verði aflétt,“ segir Shaban. Efnahagur Gaza mun verða nokkur ár að jafna sig  Um 10% verksmiðja á Gaza-ströndinni hafa verið eyðilögð eða skemmd AFP Eyðilegging Íbúar í Gaza-borg reyna að slökkva í sápuverksmiðju eftir loftárás Ísraelshers 10. ágúst. Á fjórða hundrað verksmiðja hefur eyðilagst eða skemmst í árásunum Ísraela frá því að þær hófust í byrjun júlí. 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR Breski líffræð- ingurinn Richard Dawkins vakti hneykslun á sam- skiptasíðunni Twitter í vikunni þegar hann sagði að það væri „ósið- legt“ að leyfa barni með Downs-heilkenn- ið að fæðast. Dawkins svaraði þannig konu sem sagðist standa frammi fyrir sið- ferðislegri klemmu kæmist hún að því að fóstur sem hún bæri væri með heilkennið. „Eyddu því og reyndu aftur. Það væri ósiðlegt að færa það inn í heim- inn ef þú hefur val,“ skrifaði Dawk- ins til konunnar. Ummælin vöktu reiði margra for- eldra barna með Downs en Dawkins neitaði hins vegar að biðjast afsök- unar á þeim. „Þetta eru fóstur, greind áður en þau hafa mannlegar tilfinningar,“ skrifaði hann í kjölfar- ið. Hann viðurkenndi þó að ummæl- in gætu hafa móðgað aðstandendur fólks barna með Downs. Hann hafi hins vegar á engan hátt verið að draga tilvistarrétt þeirra í efa. Vakti reiði aðstand- enda Downs-barna BRETLAND Richard Dawkins Embættismenn í Úkraínu sökuðu Rússa um „beina innrás“ í landið í gær eftir að rússnesk bílalest með neyðargögn fór án leyfis yfir landa- mærin inn í Austur-Úkraínu. Val- entín Nalívaítjenkó, yfirmaður ör- yggissveita Úkraínu, sagði að þrátt fyrir það yrði valdi ekki beitt gegn bílalestinni. Heimildir breska rík- isútvarpsins BBC hermdu að vopn- aðir uppreisnarmenn fylgdu bíla- lestinni. Fengu ekki að skoða farminn Bílalestin hafði haldið kyrru fyrir nærri landamærunum í meira en viku en Rússar hafa sakað Úkra- ínumenn um að hindra för hennar á ósanngjarnan hátt. Rússnesk yfir- völd segja að neyðargögnin séu ætluð íbúum á átakasvæðum í aust- urhluta nágrannaríkisins. Alþjóða- deild Rauða krossins hefur sagt að hún eigi enga aðild að bílalestinni. Rússar og Úkraínumenn segja hvorir um sig að öryggi bílalestar- innar sé á ábyrgð hinna. Um 70 bílar eru í lestinni og sögðu úkraínsk yfirvöld að landa- mæravörðum hefði verið meinað að kanna farm meirihluta þeirra. Þau óttast að hún verði notuð til að styrkja uppreisnarmenn í austur- hlutanum eða sem átylla fyrir Rússa til að senda herlið til lands- ins. AFP Neyðaraðstoð Rússneskir trukkar bíða við Donetsk-Izvarino-tolleftirlits- stöðina í gær eftir að bílalestin byrjaði að fikra sig inn fyrir landamærin. Saka Rússa um að ráðast inn í Úkraínu Stjórnvöld í Ker- ala-héraði á Suð- ur-Indlandi stefna að því að banna sölu og neyslu á áfengi með öllu. Sam- kvæmt fyrsta áfanga bannsins yrði fleiri en 700 börum og versl- unum lokað. Stefnt er að algeru áfengisbanni eftir tíu ár. Áfengisneysla í Kerala er sú mesta á Indlandi en þar drekka íbú- ar átta lítra af áfengi á ári að með- altali. Læknar og aðgerðasinnar tengja fjölda umferðarslysa og hjónabandserfiðleika við áfengis- vandann. Stefnt að algeru áfengisbanni Áfengissali í Kerala-héraði. INDLAND Liðsmenn Hamas eru sagðir hafa í gær tekið átján Palestínumenn af lífi sem sakaðir voru um að vinna með Ísraelsmönnum eftir að þrír leiðtogar Hamas voru drepnir í loftárás Ísraelshers á fimmtudag. Hamas-liðar eru meðal annars sagðir hafa gripið sex menn um hábjartan dag þar sem þeir komu frá bænum í stærstu mosku Gaza- strandarinnar og skotið þá til bana. Eldflaugarárásir frá Gaza og hernaðaraðgerðir Ísraela hófust á nýjan leik á þriðjudag eftir níu daga vopnahlé. Síðan hafa 75 Palestínumenn fallið, sam- kvæmt neyðar- þjónustu á Gaza. Þar af eru fjórir sagðir hafa fallið í loft- árásum í gær. Tveir þeirra létust þegar loftárás var gerð á flóttamannabúðir. Í Ísr- ael hafa tveir óbreyttir borgarar særst af völdum eldflauga sem skotið var frá Gaza. Myrtu 18 meinta svikara ÁFRAM MANNSKAÐI Í ÁRÁSUM Stuðningsmenn Hamas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.