Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
Al Gore og viðskiptafélagar hanshafa stefnt sjónvarpsstöðinni
Al Jazeera til greiðslu á tugum
milljóna dala sem sjónvarpsstöðin
vill sleppa við að greiða vegna
meintra vanefnda Al Gores og fé-
laga.
Forsagan er súað Al Jazeera,
sem gerð er út fyrir
fé frá Katar, vildi ná
meiri útbreiðslu í
Bandaríkjunum og
gerði þess vegna til-
boð í sjónvarpsstöð-
ina Current TV, sem
Al Gore átti stóran
hlut í, eða 20%.
Al Gore og fé-lagar segjast
hafa haft miklar efasemdir um að
selja Current TV, sem hafði mikla
útbreiðslu, til Al Jazeera, sem hefur
ekki þótt sérstaklega vinveitt
Bandaríkjunum.
En Gore hefur skýringar á þvíhvers vegna hann seldi þrátt
fyrir þetta. Hann segir að eftir að
hafa skoðað málið rækilega, meðal
annars með því að „ráðfæra sig við
nokkra háttsetta embættismenn í
Bandaríkjunum“ og með viðræðum
við Al Jazeera hafi hann talið óhætt
að selja.
Aukin útbreiðsla Al Jazeeramyndi geta aukið skilning á
milli Arabaheimsins og Bandaríkj-
anna og áhrif Bandaríkjanna á
stöðina gætu jafnvel orðið meiri en
áhrifin í hina áttina.
Svona réttlætingar eru alltaf for-vitnilegar. En ætli skýringin
geti ekki frekar verið sú að Al Ja-
zeera var tilbúin að greiða 100
milljónir dala fyrir hlut Al Gores?
Stefnan nú staðfestir í það minnsta
að Gore var ekki alveg sama um þá
hlið málsins.
Al Gore
Al gegn Al
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 22.8., kl. 18.00
Reykjavík 13 heiðskírt
Bolungarvík 10 skýjað
Akureyri 11 léttskýjað
Nuuk 7 þoka
Þórshöfn 12 léttskýjað
Ósló 13 skýjað
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 15 skýjað
Lúxemborg 17 léttskýjað
Brussel 15 léttskýjað
Dublin 16 léttskýjað
Glasgow 15 léttskýjað
London 18 heiðskírt
París 18 alskýjað
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 17 skýjað
Berlín 20 heiðskírt
Vín 21 léttskýjað
Moskva 15 skýjað
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 27 léttskýjað
Barcelona 22 skýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 30 léttskýjað
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 17 alskýjað
Montreal 20 skýjað
New York 23 alskýjað
Chicago 26 alskýjað
Orlando 32 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
23. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:44 21:18
ÍSAFJÖRÐUR 5:39 21:33
SIGLUFJÖRÐUR 5:21 21:16
DJÚPIVOGUR 5:11 20:50
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Forstjóri Landsvirkj-
unar segir að ríkisfyr-
irtækið hafi lengi reynt
að losa sig við varaafls-
stöðvar í Straumsvík og
á Rangárvöllum á Ak-
ureyri sem Íslenskt
eldsneyti hefur keypt
og selt aftur til Aserba-
ídsjan og Suður-Afríku.
Umræddar rafstöðvar
hafa ekki verið í al-
mennri notkun frá
árinu 1982. Að sögn
Harðar Arnarsonar,
forstjóra Landsvirkjun-
ar, hefur heildarnotkun
á rafstöðvunum verið
upp á 0,3 gígavatt-
stundir undanfarin 32
ár. Í því samhengi má
benda á að ársframleiðsla Lands-
virkjunar er upp á um 13 þúsund
gígavattstundir. „Það eru komnar
upp annars konar varaaflsstöðvar
núna. Landsnet, Rarik og fleiri eru
búnir að setja upp varaaflsstöðvar
sem eru miklu betri og ódýrari í
rekstri,“ segir Hörður.
Dýrar í rekstri
Hann segir að varaaflsstöðvarnar
sem nú er búið að selja hafi verið
dýrar í rekstri. Kostnaður við hverja
megavattstund hafi verið á bilinu
400-500 dollarar eða sem nemur 46-
58 þúsund krónum ef miðað er við
núverandi gengi. Til samanburðar
var meðalverð hverrar megavatt-
stundar 25 dollarar eða tæpar 3.000
krónur á síðasta ári. „Þessar stöðvar
hafa ekkert verið notaðar frá árinu
2006 og þjóna í raun engum til-
gangi,“ segir Hörður.
Rúmur milljarður í skuldir
Hann segir að kaupverðið sé trún-
aðarmál á milli Landsvirkjunar og
Íslensks eldsneytis, en segir þó að
það sé upp á „nokkur hundruð
milljóna króna.“ Inni í þeirri tölu er
einnig sala á olíutönkum við
Straumsvík og á fasteignum þar og
á Rangárvöllum á Akureyri.
„Landsvirkjun hefur verið að selja
eignir sem þjóna ekki rekstrinum
og við höfðum verið að selja eignir
fyrir rúman milljarð króna,“ segir
Hörður.
Söluandvirðið hefur farið í að
greiða niður skuldir fyrirtækisins.
„Það hefur gengið ágætlega að selja
þessar eignir. En það eru engar
frekari aflstöðvar sem við erum
með til sölu,“ segir Hörður. Hann
segir að stefnt sé að því að selja
fleiri eignir sem eru víðs vegar um
landið. Flestar þeirra sem búið er
að selja eru á höfuðborgarsvæðinu.
Meðal annars átti fyrirtækið stóra
eign á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði.
Þá átti fyrirtækið eign á Krókhálsi
sem fyrirtækið hefur þegar selt.
„Þetta eru fasteignir hér og þar á
landinu,“ segir Hörður.
Þjónuðu ekki lengur rekstrinum
Söluandvirðið hundruð milljóna
Afl Hörður Arnarson segir að Landsvirkjun hafi
lengi reynt að losa sig við varaaflsstöðvar í
Straumsvík og á Rangárvöllum á Akureyri.
Aflstöðvar ekki
í notkun í 32 ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
20 daga ævintýraferðir á ári Geitarinnar 2015
5.-24. júní og 12.-31. ágúst
með
KÍNAKLÚBBI UNNAR
Farið verður til BEIJING, XIAN, GUILIN,YANGSHUO,
SHANGHAI, SUZHOU ogTONGLI.
Siglt verður á LÍ FLJÓTINU
og farið á KÍNAMÚRNUM.
Heildarverð á mann: Kr. 660 þúsund
Kínastund
Kínaklúbbur Unnar
Njálsgötu 33, 101 Reykjavík
sími/símbréf: 551 2596, farsími: 868 2726
Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur
Netfang: kinaklubbur@simnet.is
Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínastund“, á Njálsgötunni, með mynda-
sýningu, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum, ásamt veitingum.
Kínaklúbburinn sérhannar einnig ferðir fyrir hverja sem er
Allt innifalið, þ.e. full dagskrá skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu
hótelum (einb. + 98 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld,
staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verða 36.
og 37. hópferðirnar sem hún skipuleggur og leiðir um Kína.
Til Kína með konu sem kann sitt Kína
Vinsamlega geymið auglýsinguna
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/