Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 Horft út í bláinn Þessir vösku sveinar brugðu sér í ævintýraferð á Skarfabakka í Reykjavík undir fagurbláum himni í gær og horfðu hugfangnir á öll undrin sem fyrir augu bar við sundin blá. Eggert Í dag eru 75 ár liðin frá því að Stalín og Hit- ler gerðu griðasáttmála í Moskvu 23. ágúst 1939, en með honum skiptu þeir Mið- og Austur-Evrópu upp á milli sín. Allur heim- urinn stóð á öndinni þennan miðvikudag, þegar hinar óvæntu fréttir bárust af því, að Joachim von Ribbent- rop, utanríkisráðherra Hitlers, væri floginn til Moskvu og lentur á flug- velli, sem skreyttur væri hakakross- fánum nasista. Ekki þarf að deila um sögulegt gildi griðasáttmálans, því að hans vegna taldi Hitler sig hafa frjálsar hendur til að ráðast inn í Pól- land úr vestri átta dögum síðar, 1. september 1939. Hann vonaði, að Vesturveldin, Bretar og Frakkar, skærust ekki í leikinn. En þótt leiða megi rök að því, að Bretar hafi ekki átt að fara í stríð 1914 vegna þrætu Austurríkismanna og Ungverja við Serba, var nú tuttugu og fimm árum síðar brýn nauðsyn á að stöðva yf- irgang nasista, sem voru tvíefldir sökum bandalagsins við kommúnista. Þannig hleypti griðasáttmálinn seinni heimsstyrjöldinni af stað. Samkvæmt griðasáttmálanum (og síðari viðaukum) skiptu Hitler og Stalín með sér Póllandi, en Finnland og Eystrasaltslöndin komu í hlut Stalíns. Henging Þórbergs Uppi á Íslandi voru menn jafn- furðu lostnir yfir griðasáttmálanum og annars staðar. Sósíalistar lentu í klípu, því að árin á undan höfðu þeir stutt Stalín dyggilega, en um leið hamrað á því, að gera yrði bandalag gegn Hitler. Nú hafði Stalín sjálfur gert bandalag við Hitler. Miðviku- daginn 13. september rakst Guð- mundur Finnbogason lands- bókavörður á einn helsta talsmann sósíalista, Þórberg Þórðarson rithöf- und, á Hótel Borg. Guðmundur sagði Þórbergi, að griðasáttmálinn sýndi, að sæktust sér um líkir, komm- únistar og nasistar. Þess yrði ekki langt að bíða, að Stalín réðist inn í Pólland. Þórbergur tók þessu fjarri og sagðist þá skyldu hengja sig. Fjórum dögum síðar réðst Stalín inn í Pólland úr austri. Eftir nokkurra daga bardaga var pólska ríkið máð út af landabréfinu. Þórbergur reyndi þá að skýra mál sitt. Hann hefði aldrei ætlað að hengja sig, ef Rússar réðust á Pólland. Hann hefði sagst ætla að hengja sig, færu Rússar í stríð með nasistum. Þórbergur horfði vitaskuld fram hjá því, að þeir Stalín og Hitler höfðu með griðasáttmálanum gerst bandamenn, þótt Stalín ætti ekki beina aðild að stríðinu milli Þýska- lands og Vesturveldanna. Halldór Kiljan Lax- ness fagnaði því sér- staklega, að Stalín skyldi hertaka austur- hluta Póllands. „Ég skil ekki almennilega hvernig bolsévíkar ættu að sjá nokkurt hneyksli í því að 15 miljónir manna eru þegjandi og hljóðalaust innlimaðir undir bolsév- ismann,“ skrifaði hann í málgagn sósíalista, Þjóðviljann, 27. sept- ember. Laxness gerði líka lítið úr hættuna af nasismanum: „Eftir er gamall spakur seppi sem einginn bolsévíki telur framar ómaksins vert að sparka í svo um munar.“ Alræðisherrarnir tveir hóf- ust þegar handa af mikilli grimmd í Póllandi. Þeir reyndu hvor á sínu yf- irráðasvæði að tortíma öllum þeim, sem gætu veitt íbúum forystu og haldið uppi andstöðu við innrás- arliðin. Alræmt var, þegar Stalín lét handtaka liðsforingja og lög- regluþjóna í austurhlutanum og myrða í Katyn-skógi vorið 1940, mörg þúsund manns. Þegar líkin fundust í fjöldagröf, eftir að Hitler rauf griðasáttmálann sumarið 1941 og fór í stríð við Stalín, harðneituðu Kremlverjar því, að þeir hefðu fram- ið ódæðið og kenndu nasistum um. Skjöl í Moskvu sýna þó, að Stalín og aðrir æðstu menn Ráðstjórnarríkj- anna tóku ákvörðun um þessi fjölda- morð. Illvirki nasista voru enn skelfi- legri. Þeir ráku alla gyðinga, sem til náðist í vesturhlutanum, inn í útrým- ingarbúðir. Fyrir stríð höfðu röskar þrjár milljónir gyðinga búið í Pól- landi. Eftir stríð var innan við hundr- að þúsund þeirra enn á lífi. Finnagaldurinn Morgunblaðið var harðort um Stalín eftir griðasáttmálann. Halldór Kiljan Laxness andmælti því í Þjóð- viljanum 3. október 1939: „Ég vil leyfa mér að vekja athygli íslensku ríkisstjórnarinnar á því að sorphern- aður málgagna hennar gegn voldugu heimsveldi, sem við eigum ekkert sökótt við, er mjög viðsjárverður svo ekki sé tekið dýpra í árinni.“ En á meðan Stalín var bandamaður Hit- lers, afhenti hann honum ýmsa þýska kommúnista, sem höfðu flúið nas- ismann til Ráðstjórnarríkjanna. Einn þeirra, Margarete Buber-Neumann, skrifaði um þetta bók, sem komið hefur út á íslensku, Konur í einræð- isklóm. Hún var fyrst handtekin í Moskvu 1938 fyrir það eitt að vera gift einum andstæðingi Stalíns og send í þrælkunarbúðir í Karaganda í Kazakhstan (á sömu slóðir og annar þýskur flóttamaður, Vera Hertzsch, barnsmóðir dr. Benjamíns Eiríks- sonar hagfræðings). Vorið 1940 var Buber-Neumann send til Þýska- lands, þar sem hún sat til stríðsloka í fangabúðum nasista í Ravensbrück. Eftir griðasáttmálann sneri Stalin sér að Eystrasaltslöndum og Finn- landi. Í september og október 1939 setti hann Eystrasaltsþjóðunum þremur úrslitakosti: Þær yrðu að leyfa Rauða hernum að koma sér upp bækistöðvum í löndum þeirra eða hafa verra af. Eystrasaltsþjóðirnar beygðu sig fyrir ofureflinu. Síðan sneri Stalín sér að Finnum, sem neit- uðu Kremlverjum hins vegar um her- stöðvar. Þá réðst Stalín á landið 30. nóvember 1939 og skipaði leppstjórn í bænum Terijoki skammt frá finnsku landamærunum. Samúð flestra Ís- lendinga var með Finnum, sem vörð- ust hetjulega, en áttu við ofurefli að etja. Sósíalistar létu sér hins vegar fátt um finnast og höfðu um mótmæli við árásinni orðið „Finnagaldur“, sem Brynjólfur Bjarnason, alþingismaður sósíalista, smíðaði. Í mars 1940 urðu Finnar að leita samninga við Kreml- verja, sem tóku því boði, enda höfðu Finnar reynst miklu erfiðari við- ureignar en þeir höfðu haldið. Hurfu Kremlverjar frá því að hertaka Finn- land og stjórna með leppum. Þeir áttu hins vegar alls kostar við hin fá- mennu Eystrasaltslönd, og í júní 1940 skipuðu þeir þar leppstjórnir, sem sóttu um inngöngu í Ráðstjórnarríkin og fengu hana óðar. Frammámenn í löndunum þremur voru sendir tug- þúsundum saman í vinnubúðir til Síb- eríu og einskis látið ófreistað til að eyða þjóðarvitund íbúanna. Svik í Jalta? Ég hef undanfarin tvö ár ferðast talsvert um lönd Mið- og Austur- Evrópu og átt þar tal við stjórn- málamenn og sagnfræðinga, jafn- framt því sem ég hef reynt eftir megni að fræðast um sögu þessara landa af ýmsum gögnum, meðal ann- ars Svartbók kommúnismans, sem kom út á íslensku 2009. Mörgum íbú- um þar eystra finnst hafa gleymst, að seinni heimsstyrjöldin var ekki að- eins milli nasista og Vesturveldanna, heldur voru nasistar og kommúnistar bandamenn í fyrri lotu stríðsins, á meðan griðasáttmáli Stalíns og Hit- lers gilti, og herjuðu saman á ýmsar þjóðir Mið- og Austur-Evrópu. Þeim finnast líka fulltrúar Vesturveldanna, Roosevelt og Churchill, hafa svikið sig á leiðtogafundinum í Jalta í febr- úar 1945, þegar þeir hafi samþykkt yfirráð Stalíns yfir Mið- og Austur- Evrópu. Ég hef svarað því til, að hér verði að gera greinarmun á lofi og þoli. Vesturveldin hafi aldrei sam- þykkt undirokun Mið- og Austur- Evrópu með því að viðurkenna, að löndin þar væru á áhrifasvæði Kreml- verja, enda leggja Vesturlandamenn annan skilning í áhrifasvæði en kommúnistar og nasistar. Ísland var til dæmis á áhrifasvæði Bandaríkj- anna eftir stríð, en hér áttu sér ekki stað fjöldahandtökur, aftökur og rit- skoðun. Hitt sé annað mál, að Vest- urveldin hafi orðið að þola Kremlverj- um ýmislegt miður gott, til dæmis að berja niður andspyrnu og uppreisnir í Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og víð- ar. Þau hafi horft vanmáttug upp á þetta. Sannleikurinn er auðvitað sá, að Bretland, Frakkland og önnur ríki Vestur-Evrópu brast afl til að styðja í raun frelsisbaráttu þjóðanna í Mið- og Austur-Evrópu, þótt um það megi deila, hvort ráðamenn Vesturveld- anna hafi verið of samvinnuþýðir við Stalín í Jalta og þó aðallega Roose- velt. Ástæðan til þess, að Stalín lagði Vestur-Evrópu ekki undir sig líka eftir stríð þrátt fyrir ótvíræða hern- aðaryfirburði, var, að Bandaríkja- menn hefðu ekki þolað honum það, og þeir áttu kjarnorkusprengjur og héldu í Evrópu úti fjölmennu herliði. Líklega hefðu þeir ekki getað dregið varnarlínu sína austar en þeir þó gerðu. Því má ekki heldur gleyma, að Bandaríkin viðurkenndu aldrei (frek- ar en Ísland og önnur ríki Vestur- Evrópu að Svíþjóð undanskilinni) inngöngu Eystrasaltsríkjanna í Ráð- stjórnarríkin. Jafnframt verður að muna hraustlega þátttöku Bandaríkj- anna í borgarastríðinu í Grikklandi og í Kóreustríðinu. Friðurinn í Evr- ópu frá 1945 til 1989, þegar Berl- ínarmúrinn hrundi og með honum kommúnisminn, var í skjóli Banda- ríkjanna, en alls ekki Evrópuríkj- unum sjálfum að þakka. Hvað sem því líður, fer vel á því, að Evr- ópuþingið ákvað árið 2008, að 23. ágúst yrði árlegur minningardagur fórnarlamba alræðisstefnunnar, kommúnisma og nasisma. Sagan snýst ekki aðeins um þá, sem sigra, heldur líka þá, sem þjást í hljóði. Kampavínið freyddi vissulega eftir undirskrift griðasáttmálans í Kreml- kastala í ágúst 1939, en næstu ár foss- aði blóð um alla Mið- og Austur- Evrópu. Eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson » Samkvæmt griða- sáttmálanum (og síðari viðaukum) skiptu Hitler og Stalín með sér Póllandi, en Finnland og Eystrasaltslöndin komu í hlut Stalíns. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði í Háskóla Íslands og stýrir rannsóknarverkefni á vegum AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu fórnarlambanna“. Sögulegt gildi griðasáttmálans Ljósmynd/Bundesarchiv. Undirritun Joachim von Ribbentrop, utanríkisráðherra Hitlers, undirritar griðasáttmálann í Moskvu aðfaranótt 24. ágúst 1939. Stalín fylgist kampa- kátur með. Eftir undirskriftirnar var skálað í kampavíni. Ljósmynd/Deutsches Nationalbibliotek. Í fangabúðir Stalín sendi Marg- arete Buber-Neumann í þrælk- unarbúðir í Karaganda 1938, en eft- ir að hann gerði griðasáttmálann við Hitler, afhenti hann Hitler marga þýska flóttamenn, þar á með- al Buber-Neumann, sem send var í fangabúðir í Ravensbrück.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.