Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
✝ Ingibjörg Guð-mundsdóttir
var fædd á Hæli í
Flókadal í Borg-
arfirði 5. desember
1916. Hún lézt 5.
ágúst 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur
Bjarnason, f. 1886,
d. 1978 og Helga
Jakobsdóttir, f.
1885, d. 1928, bú-
endur á Hæli. Alsystkini hennar
voru: Jakob, f. 1913, d. 2005,
bóndi á Hæli, og Herdís, hús-
freyja á Þverfelli í Lund-
arreykjadal, f. 1918, d. 2007.
Dóttir Guðmundar með seinni
konu sinni, Stefaníu Arnórs-
dóttur, er Margrét, leikkona í
Reykjavík, fædd 1933.
Ingibjörg giftist frænda sínum
Matthíassyni. Synir þeirra eru: a)
Ingimundur, var kvæntur Sif
Gylfadóttur, börn þeirra eru:
Stefán Bergmann, Ingunn Júlía
og Gylfi Snær. b) Bjarki, kvænt-
ur Þórdísi Ævarsdóttur, synir
þeirra eru: Snorri, Dagur og Óð-
inn. 4) Helga, ritari í Reykjavík,
fædd 7. apríl 1952, var gift Þor-
varði Inga Þorbjörnssyni. Börn
þeirra eru: Þórdís og Andri.
Ingibjörg og Ingimundur hófu
búskap á Hæli vorið 1943 í sam-
býli við Jakob, bróður hennar,
sem var ókvæntur. Eftir lát Ingi-
mundar, haustið 1985, héldu þau
Ingibjörg og Jakob áfram bú-
skap til haustsins 1991, þegar
jörð og bú voru seld. Ingibjörg
fluttist þá í íbúð í Fannborg 8 í
Kópavogi og bjó þar þangað til í
ágúst 2012, en þá hafði lík-
amlegur styrkur hennar minnk-
að talsvert. Minni hélt hún til
æviloka. Tvö síðustu æviárin
dvaldi Ingibjörg á Hrafnistu í
Boðaþingi 5-7 í Kópavogi..
Útför Ingibjargar fer fram frá
Reykholtskirkju í dag, 23. ágúst
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
Ingimundi Ásgeirs-
syni frá Reykjum í
Lundarreykjadal,
11. desember 1942.
Ingimundur var
fæddur 13. apríl
1912 en lézt 11.
september 1985.
Börn þeirra eru: 1)
Björk, skjalavörður
í Reykjavík, fædd
15. ágúst 1943. 2)
Ásgeir, húsasmiður
í Ytri-Njarðvík, fæddur 24. júní
1945, kvæntur Sigríði Guðbergs-
dóttur. Börn þeirra eru: a) Berg-
dís Ásta, b) Ingimundur, c) Ása,
sambýlismaður hennar er Bjarki
Kristinsson, börn: Sindri Geir
Heiðarsson og Sara og Aron
Bjarkabörn. 3) Ingunn, móttöku-
ritari í Reykjavík, fædd 21. maí
1948, gift Stefáni Bergmann
Í mínum huga er Flókadalur í
Borgarfirði fegursti staður á Ís-
landi og veit ég þó að náttúrufeg-
urð er meiri víða annars staðar á
landi. En sú vitneskja breytir
engu um þessa tilfinningu mína
fyrir Flókadal.
Hvergi á Íslandi líður mér bet-
ur en í Flókadal og á ég þó góðar
minningar frá mörgum öðrum
stöðum á Íslandi. Í þennan dal hef
ég komið á hverju ári frá sumrinu
1950 og stundum oft á ári. Þar hef
ég gengið um með konu minni og
dætrum og síðar dóttursonum.
Hvers vegna þessi sterka tilfinn-
ing fyrir dalnum, sem fáir þekkja
og flestir fara fram hjá?
Svarið er: Fólkið sem ég var
hjá í sveit í fimm sumur fyrir
meira en hálfri öld.
Í dag fer fram frá Reykholts-
kirkju útför þeirrar síðustu í þeim
hópi, Ingibjargar Guðmundsdótt-
ur, fyrrum húsfreyju á Hæli í
Flókadal, en hún verður jarðsett í
kirkjugarðinum að Lundi í Lund-
arreykjadal við hlið eiginmanns
síns, Ingimundar Ásgeirssonar.
Að Hæli var hlýlegt og menn-
ingarlegt heimili og þar fóru fram
líflegar umræður um allt milli
himins og jarðar. Faðir Ingu á
Hæli, Guðmundur Bjarnason, var
einn helzti leikarinn í Reykholts-
dal á sinni tíð og Jakob sonur
hans einnig. Ingimundur var ekki
síður fræðimaður en bóndi en þeir
mágarnir stóðu fyrir tvíbýli á
Hæli.
Inga var með sínum hætti kjöl-
festan í þessum hópi. Hún stjórn-
aði heimilinu og öllu sem að því
sneri og það var ekki lítið. Auk
fjögurra barna þeirra Ingimund-
ar og Helgu Þórðardóttur Sig-
urðssonar fyrrum bónda á Hæli
voru stundum tveir snúninga-
strákar og ein kaupakona á heim-
ilinu á sumrin.
Við gengum reglulega að
morgunverðarborði, hádegis-
verði, síðdegiskaffi og kvöldverði,
meira og minna á sama tíma. Þeg-
ar heyjað var á engjum, í Hringn-
um niður við Geirsá sá hún um að
senda okkur kaffi á réttum tím-
um. Og hún sá um að snúninga-
strákarnir höfðu reiðu á sjálfum
sér.
En mestu skipti sú hlýja og já-
kvæðni, sem frá henni streymdi.
Þar mátti leita skjóls frá þeim
veðrum og vindum sem stundum
taka tilfinningalíf ungmenna helj-
artökum.
Einu sinni barst dvöl mín á
Hæli í Flókadal í tal á milli mín og
Sigurbjörns Einarssonar biskups
og ég hafði orð um hvað tilviljanir
í lífinu gætu haft mikil áhrif á lífs-
hlaup okkar og taldi það tilviljun,
að Ásgeir Þ. Ólafsson dýralæknir
í Borgarnesi hefði snúið sér við í
dyrunum á Hæli og sagt: Ykkur
vantar víst ekki snúningastrák?
„Eða handleiðsla, Styrmir,
handleiðsla“, sagði gamli biskup-
inn og við því átti sá, sem ekki hef-
ur komizt í náið samband við Guð,
neitt svar.
Ég mun aldrei geta fullþakkað
fólkinu á Hæli í Flókadal fyrir það
uppeldi, sem ég fékk hjá þeim.
Eiginkonu minni, Sigrúnu
Finnbogadóttur, var tekið opnum
örmum, þegar hún kom þangað
og á milli hennar og Ingu varð til
traust vinátta, sem byggðist á
djúpum, gagnkvæmum skilningi
þeirra beggja. Og dætur okkar,
Hulda Dóra og Hanna Guðrún,
komust í snertingu við sveitalífið
frá ungum aldri, hvort sem var í
fjósi eða fjárhúsum eða réttunum
við Rauðsgil og Oddsstaði.
Börnum Ingu og öðrum afkom-
endum hennar sendum við sam-
úðarkveðjur og þökkum ævar-
andi vináttu.
Styrmir Gunnarsson.
Ingu á Hæli kynntist ég sem
ungur strákur í sveit. Ég var
sennilega 9 eða 10 ára gamall
fyrsta sumarið mitt á Hæli í
Flókadal. Inga og Ingimundur
Ásgeirsson maður hennar, Jakob
bróðir hennar og Guðmundur
Bjarnason faðir þeirra voru fólk
sem var einkar gott að umgang-
ast og vera nálægt. Á Hæli kynnt-
ist ég börnum Ingu og Ingimund-
ar, Björk, Ásgeiri, Ingunni og
Helgu. Dvölin á Hæli spannaði
fjögur sumur ef ég man rétt. Það
var góður tími fyrir mig. Í mínum
huga er alveg ljóst að mestu skipti
að ég var í sveit hjá einstaklega
vönduðu fólki.
Inga var með einum eða öðrum
hætti miðpunktur í þeirri veröld
sem ég upplifði í sveitinni. Hún
hafði mörgu að sinna. Fjölskyldan
var stór og búskapurinn kallaði á
margar hendur. Mér fannst Inga
sjá um allt sem gerðist innan dyra
hvort sem það var matreiðsla,
bakstur, þvottur saumaskapur
eða annað en hún tók líka þátt í
öðrum störfum eins og í fjósi eða
við heyskap. Hún var harðdugleg
kona sem stóð alltaf fyrir sínu.
Maður fór eftir því sem Inga lagði
fyrir. Mér er minnisstætt þegar
við vorum einhvern tíma að und-
irbúa langan reiðtúr – sennilega
fyrir smölun á hausti – að Inga
sagði mér að vera í föðurlandi,
annars yrði mér kalt. Ég vildi það
ógjarnan og sagði að mig klæjaði
undan föðurlandi. Inga horfði á
mig, brosti blítt og sagði „Þá ferð
þú ekkert væni minn“. Ég var
fljótur að skipta um skoðun og fór
í föðurlandið. Inga vissi sem var
að mér þótti gaman að vera á
hestbaki.
Drjúg hálf öld er liðin frá dvöl-
inni á Hæli. Með Ingu eru þeir
bændur sem ég kynntist á Hæli
nú allir fallnir frá. Ég er þakk-
látur fyrir að hafa kynnst þessu
fólki. Það hafði mikil áhrif á mig,
hvert með sínum hætti og ekki
síst Inga sem var mér sem móðir
þann tíma sem ég var á Hæli.
Gunnar Gunnarsson.
Ingibjörg
Guðmundsdóttir
✝ Gísli AntonGuðmundsson
fæddist á Stokks-
eyri 8. ágúst 1936.
Hann lést á Land-
spítalanum 7.
ágúst 2014.
Foreldrar hans
voru Anna Gísla-
dóttir, f. 21.9.
1891, d. 26.1. 1963,
og Guðmundur
Gestsson, f. 16.9.
1905, d. 23.7. 1977. Hann átti
einn bróður, Hilmar Sigurð, f.
6.7. 1934. Árið 1956 kynnist
Gísli eftirlifandi eiginkonu
sinni, Gunnbjörgu Helgu Krist-
insdóttur frá Eyrarbakka, f.
30.9. 1939, foreldrar hennar
voru Guðrún Guðjónsdóttir, f.
16.3. 1913, d. 15.12. 2013, og
Kristinn Eyjólfur Vilmund-
arsson, f. 2.2. 1911, d. 24.12.
1945. Gísli og Helga hefja bú-
skap í Þorlákshöfn árið 1958.
Börn þeirra eru fimm, þau eru:
Kristinn Eyjólfur, f. 23.12.
1957, hann á tvö börn og tvö
barnabörn. Anna, f. 3. 10. 1961,
hún á þrjú börn og þrjú barna-
börn. Jón Rúnar, f. 20.8. 1963,
hann á þrjú börn og eitt barna-
barn. Guðmundur, f. 27.11.
1965, hann á fjögur börn og
fjögur barnabörn. Guðrún, f.
1.5. 1971, hún á tvö börn.
Gísli ólst upp á Stokkseyri
og gekk þar í
skóla. Frá unga
aldri og fram á
unglingsár var
hann í sveit á
sumrin hjá frænd-
fólki sínu að Hús-
um í Holtum. Í
byrjun árs 1953
flytur Gísli ásamt
foreldrum sínum
og bróður til Þor-
lákshafnar. Hann
stundaði ýmis störf t.d. sjó-
mennsku, vann við hafnargerð
og var sprengjumaður við
lagnagerð o.fl. í Þorlákshöfn,
en aðalævistarf hans var neta-
gerð, lengst af í Hafnarnesi.
Gísli hafði mikinn áhuga á
söng og söng meðal annars í
kirkjukór Þorlákshafnar á sín-
um yngri árum. Hann söng
einnig með kór eldri borgara í
Ölfusi, Tónum og Trix síðustu
æviárin. Hann hafði einnig
mikinn áhuga á körfubolta og
fór oft á heimaleiki liðsins í
Þorlákshöfn. Gísli var mikill
fjölskyldumaður og undi hag
sínum allra best með fjölskyld-
unni og ekki síst með barna-
börnum sínum og langafabörn-
um sem hændust öll að honum.
Útför Gísla fer fram frá Þor-
lákskirkju í dag, 23. ágúst
2014, og hefst athöfnin
kl.13.30.
Látinn er góður samferðamað-
ur, Gísli Anton Guðmundsson í
Þorlákshöfn. Margs er að minnast
enda nær fjörutíu ár frá fyrstu
kynnum. Í þá daga, sem og síðar,
vann Gísli við veiðarfæri. Ýmist
við uppsetningu nýrra veiðarfæra
eða við viðgerðir á notuðum.
Stundum komu menn í land
með illa rifin humartroll og þeim
óx hrollur við að þurfa að gera við
trollin. Þá kom Gísli til sögunnar,
alltaf brosmildur og bjartsýnn,
gekk í að gera við og laga og áður
en við varð litið var verkinu lokið.
Gísli var að mestu sjálfmenntaður
í netagerð. Setti upp ný humar-
troll og nýjar dragnætur og fór
hann oft sínar eigin leiðir við þau
verk, voru þar notuð ýmis afbrigði
og „trix“ sem enginn hafði aðgang
að og áttu að gera veiðarfærin
veiðnari en ella.
Gísli fylgdist vel með hvernig
gekk hjá „hans“ bátum við veið-
arnar og ef þeir voru að fá eitthvað
skárra en aðrir á sama sjó gladdist
hann mjög og kom þá stundum
góð saga um hvernig snúið var á
raunveruleikann.
Það er mikil gæfa fyrir atvinnu-
fyrirtækin að hafa trausta og
trygga starfsmenn. Gísli var einn
af þessum traustu og tryggu
mönnum sem alltaf var hægt að
treysta á. Hann hafði mikið starfs-
þrek og vildi og vann fullan vinnu-
dag með bros á vör í mörg ár eftir
að hann komst á eftirlaunaaldur.
Fyrir hönd samstarfsfólks hjá
Hafnarnes VER HF. sendi ég
Helgu eiginkonu Gísla, börnum og
öðrum nákomnum ættingjum
innilegar samúðarkveðjur.
Hannes Sigurðsson.
Gísli Anton
Guðmundsson
Kær bróðir er
genginn.
Nú þegar lífs-
göngu þinni er lokið
langar mig, elsku
bróðir, að þakka þér
fyrir alla þína gæsku og bróður-
kærleik í minn garð.
Þú varst elstur okkar systkina,
stolt okkar og fyrirmynd.
Minningar úr æsku streyma
fram: Ég man þegar þú ungur
drengur söngst í útvarpið „Hún
amma mín það sagði mér um sól-
arlagsbil.“ Stóru bræðurnir að
passa mig kvöldstund og litla
systir með tannpínu. Hvað þið
lögðuð ykkur fram um að hafa of-
an af fyrir þeirri stuttu með ýms-
um skemmtilegum uppákomum,
heilu leikþættirnir litu dagsins
ljós. Þegar þú, ástfanginn ungur
maður, komst með Önnu þína inn
á heimilið okkar. Þið voruð glæsi-
legt par og vöktuð athygli hvert
sem þið fóruð. Það var unun að
fylgjast með ykkur, sérstaklega
er mér minnisstætt þegar þið fór-
uð á nemendamót Verzlunarskól-
ans. Anna alltaf svo undurfalleg í
glæsilegum síðkjólum með
uppháa hanska og þú fjallmynd-
arlegur í smókingfötum. Á nem-
endamótinu 1966 söngst þú lagið
María úr West Side Story. Ég
gleymi aldrei þeirri upplifun og
man enn í dag hversu stolt ég var
af stóra bróður mínum.
Svo fæddust börnin eitt af
öðru, Eyjólfur, Hallur og Guðrún.
Þið voruð kærleiksrík fjölskylda
og það var yndislegt að fá að
fylgja ykkur á 1.100 ára afmæl-
ishátíð Íslandsbyggðar á Þing-
völlum 1974. Anna hafði saumað
föt á alla fjölskylduna úr bláu de-
nimefni. Þið voruð öll í stíl og
vöktuð þvílíka athygli allra sem á
vegi ykkar urðu.
Ég varð þeirrar ánægju að-
njótandi að fá að gæta bús og
Símon
Hallsson
✝ Símon Hallssonfæddist 2. júlí
1946. Hann lést 28.
júlí 2014. Útför
Símonar var gerð
6. ágúst 2014.
barna ykkar í Mark-
landinu þegar þið
fóruð með Karla-
kórnum í söngferða-
lag til Kína í nóvem-
bermánuði 1979.
Það var dásamlegt
að þið treystuð mér
fyrir gullmolunum
ykkar og allt gekk
það áfallalaust fyrir
sig og var stórkost-
legur tími. Benedikt
getur seint fullþakkað ykkur
Kínaferðina. Hann hafði verið að
gera hosur sínar grænar fyrir
mér um einhvern tíma en ég ekki
tilkippileg fyrr en ég treysti mér
til að bjóða honum í kaffi í Mark-
landið og upp frá því höfum við
gengið lífið saman.
Ég gæti haldið endalaust
áfram elsku bróðir, alltaf var
gaman að koma til ykkar Önnu
bæði í Vogalandið og Litlasel, allt-
af líf og fjör. Þú varst höfðingi
heim að sækja, hrókur alls fagn-
aðar í öllum veislum og mikill
ræðumaður. Ég gleymi ekki ferð-
inni vestur á Snæfellsnes þegar
mamma varð sjötug. Þau pabbi og
mamma gistu á Hótel Búðum og
við systkinin og fjölskyldur í
tjöldum allt í kring. Eftir að hafa
farið vítt um Nesið var slegið upp
veislu á Búðum. Þar hélst þú
þessa líka þrumandi ræðu um
Axlar-Björn sem lifir í minning-
unni.
Ég hef stiklað á stóru en á rík-
an sjóð minninga sem munu ylja
mér um ókomna tíð og ég geymi
við mínar innstu hjartarætur.
Ég vil þakka elsku Önnu fyrir
alla hennar skilyrðislausu ást í
þínum erfiðu veikindum undan-
farin ár. Þið hélduð áfram að lifa
lífinu og nutuð eins og kostur var.
Ferðuðust bæði innanlands og ut-
an og sóttuð menningarviðburði.
Ég votta ástkærri Önnu mág-
konu minni, börnum og barna-
börnum mína dýpstu samúð og
veit með vissu að elsku bróðir er
nálægur og vakir yfir ykkur öll-
um.
Þín elskandi systir.
Ásta.
Legsteinar sem
standast íslenska
veðráttu.
Granítsteinar,
gegnheil gæði.
30% afsláttur
Helluhrauni 2, Hafnarfirði
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar
Elsku amma, nú
hefur þú fengið
hvíldina og vitum
við að englarnir
okkar hafa beðið í röðum til að
taka á móti þér. Þú varst alltaf
svo hress og kát og elskaðir að
vera innan um fjölskyldu þína og
vini. Þú elskaðir að eiga falleg föt
og gera þig fína við ýmis tæki-
Gerða Kristín
Hammer
✝ Gerða KristínHammer fædd-
ist 24. mars 1925.
Hún lést 5. ágúst
2014.
Útför Gerðu fór
fram 14. ágúst
2014.
færi. Þú varst líka
alltaf svo skapandi
og ólumst við upp
við söng þinn, mál-
aðar myndir, prjón-
aðar flíkur og allt
annað sem þér datt í
hug. Eigum við af-
komendur þínir
ýmsa fallega muni
eftir þig sem við
munum varðveita.
Suðurvör 6 var allt-
af eins og miðstöð fyrir okkur í
fjölskyldunni og ilmur af kleinum
eða flatkökum tók á móti manni.
Garðurinn ykkar afa var alltaf
eins og ævintýraheimur þar sem
við barnabörnin fengum að leika
okkur óáreitt. Við eigum svo
margar og góðar minningar um
þig og kveðjum þig með virðingu,
eftirsjá og ást og þökkum þér
kærlega fyrir allt og allt.
Elskulega amma njóttu
eilíflega Guði hjá,
umbunar þess, er við hlutum
ávallt þinni hendi frá;
Þú varst okkar ungu hjörtum,
eins og þegar sólin hlý,
vorblómin með vorsins geislum
vefur sumarfegurð í.
Hjartkæra amma, far þú í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir,
alvaldshendi falin ver,
inn á landið unaðshjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(ók. höf.)
Björg, Sigríður
og Kristín.